Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988.
31
Lífsstm
Litmyndirnar gefa hér nokkra hugmynd um hvernig mat best hentar að borða með hverju áhaldi fyrir sig.
Nýtt mataræði:
- þar sem áhersla er lögð á grænmeti
Á öld tækninýjunga og breyttra
lífshátta breytist margt sem hefð-
bundiö er. Fólk hugsar nú meir og
meir um fæöu þá sem það boröar.
Grænmeti og hrísgijón, eöa allur
titusnauður en hohur matur, vinnur
æ meira á. Hönnuðir búsáhalda hafa
komiö auga á þessar breytingar og
flnnst auðvitað tilvahð að hanna eitt-
hvað sem þessu tengist.
Nýlega rákumst við á borðbúnað-
arsett sem er aUnýstárlegt og gæti
heitið sælkerasett (gourmet). Þessi
borðbúnaður vann samkeppni hönn-
uða í Evrópu sem heitir Design Plus
og er sérstök hönnun fyrir breytt
mataræði (nouveUe cuisine) þar sem
áhersla er lögð á grænmeti, t.d. það
sem ekki er soðið nema að takmörk-
uðu leyti og hrísgijón eöa mat sem
ekki hefur nein gerviefni, m.ö.o. nú-
tímafæðu. Einnig má vel hugsa sér
að nota þetta sett við kalt borð.
„Sælkerasettið“ er samansett af
fjórum áhöldum. Hrísgrjónaskeið
með stuttu handfangi sem alUr kann-
ast við sem borðað hafa á kínversk-
um veitingastað og UtUU skeið með
löngu handfangi sem frekar er ætluð
fyrir deserta eða smáa skammta af
ídýfum eða sósum. Hnífur fylgir með
og er hann hannaður eftir fyrirmynd
skurðhnífs, einkar sérstakur og í
samræmi við heildina. Loks er það
sem hægt er að kalla prjónagaffla eða
pijóna sem aðlagast betur evrópsk-
um fingrum sem ekki ná valdi á
hefðbundnum prjónum, því pijón-
amir eru nefnilega samfastir og
mynda eins konar töng.
-ÓTT.
Lengst t.v. er hrísgrjónaskeið tyrir mat sem ekki næst með prjónum, við
hliðina er desert- eða idýtuskeið, þá hinn sérstaki skurðhnifur og loks evr-
ópski prjónagaffallinn.
Arinn á einfaldan hátt
Arinuppsetning er fyrirbæri sem
mörgum finnst of flókið og jafnvel
dýrt fyrirtæki tU að ráðast í. Víða
má sjá uppsteyptan arin í húsum sem
oft er það eina í húsinu sem ólokið
er. Á teikningu húsa hefur arinn
verið með í hönnun hússins en það
er eins og þegar til kastanna komi
sé ekki lokið við að fuUbúa arininn
tU notkunar eða hann er látinn
standa óhreyfður. Hér er sjálfsagt
um að ræða þekkingarskort eða
hreinlega það að fólki finnst þetta of
viðamikið miðað við notagUdi.
Arkitektar eru þeir aðUar sem best
er að leita til varðandi uppsetningu
á arni og þá er auðvitað best að leita
tU þess arkitekts sem teiknar við-
komandi hús ef hægt er. Best er að
fá þá til að gera skissu af eldstæði
og vinna með viðkomandi að hug-
mynd að slíku. Síöan væri við hæfi
að fá arinuppsetningarmann tU að
framkvæma verkið, múrara eða bara
gera það sjálfur. Varla er hægt aö
gera tæmandi úttekt á því hvað
svona kostar. Það getur verið ódýrt
eða dýrt, aUt eftir því hvað maður
viU leggja út í. Víst er þó að ráðgjöf
arkitekts eða fagmanns borgar sig
örugglega.
Arinofnar
Víða erlendis og hér heima hefur
tíðkast að nota arinofna í stofunni
heima hjá sér eða í sumarbústaön-
um. Fluttir hafa verið inn tU landsins
ofnar sem koma frá verksmiðjum
erlendis frá og eru þeir byggðir á
aldagömlum grunni og hönnunum
sem gefiö hafa góða raun. Ofnar þess-
ir gefa marga möguleika. Þá er hægt
aö hafa í húsum sem hafa skorstein
og skiptir þá yfirleitt engu máli á
hvaða hæð arninum er komið fyrir
því heitur reykur leitar upp á viö.
Rör liggur upp úr ofnunum og teng-
ist það skorsteininum á nokkuð
einfaldan hátt. Mikilvægt er að gæta
að því að skorsteinninn sé a.m.k. að
einhveiju leyti einangraður því ann-
ars slagar hann að innan og reykur
verður kaldur. Kaldur reykur hefur
nefnilega þá eiginleika aö leita ekki
upp heldur niður á við.
Spara kyndingu
Ofnar þessir eru hagkvæmir og
skemmtilegir í öllum híbýlum. Sér-
staklega er þægilegt að hafa þá þar
sem olíukynding eða afllítil raf-
magnskynding er fyrir hendi. í
þessum ofnum er sérstakur steinn
sem dregur mikið aö sér hita sem
lengi er að hverfa vegna eiginleika
steinsins. Það þarf því ekki endilega
að vera nauðsynlegt að hafa kveikt
í ofninum til þess að hann gefi frá
sér hita. Pappadrasl er gott að losna
við á þennan hátt, arninum er bara
lokað þannig að enginn reykur slepp-
ur á óæskilega staði.
Æ algengara er aö fólk grilli heima
hjá sér. Það er yfirleitt ekki hægt
vegna veðurs á veturna. Margir gera
sér ekki grein fyrir þvi aö afar hand-
hægt er að grilla með viðarkolum í
arni. Það er ekki amalegt að hugsa
sér að sitja inni í hlýrri stofu um
hávetur og grilla fyrir sig og sína og
jafnvel fyrir gesti.
Byrja strax
Eins og áður sagði ætti að vera ein-
falt að fá hannaöan arin með hjálp
arkitekts. Best er að hafa í huga aö
hanna hann strax viö byggingu húss-
ins þótt það sé ekki endilega nauð-
synlegt. Hægt er aö fá sérstaka kúpla
eða arinhatta, sem má byggja utan
um, hver á sinn hátt, eftir óskum og
möguleikum hvers húsnæðis. Það
ætti því ekki að vera neitt tiltökumál
fyrir þá sem hafa húsnæði þar sem
hægt er að komast að skorsteini að
útbúa sér arin. -ÓTT.
FRANSKIR ARNAR
OG
EFNI TIL ARINBYGGINGAR
* Tilbúnir opnir arnar
* Sérhannaðir arnar með hitakerfum
fyrir sumarbústaði og garðhýsi
* Eldfastar flísar
* Skorsteinseiningar
©BÚÐIN ÁRMÚLA 17
Sími 84585
1E Arnar & co Sími 74424