Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Side 35
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. 35 Fólk í fréttum Guðjón Baldvin Olafsson Guðjón Baldvin Ólafsson, for- stjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, hefur verið í fréttum DV vegna brottvikningar Eysteins Helgasonar úr frámkvæmdastj óra- stöðu Iceland Seafood Corporation. Guðjón er fæddur 18. nóvember 1935 í Hnífsdal og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Gagn- fræðaskólanum á ísafirði og var í framhaldsdeild á menntaskólastigi við Gagnfræðaskólann á ísafirði. Guðjón var í Samvinnuskólanum 1952-1954 og lauk Samvinnuskóla- próíi 1954. Hann hóf störf í hagdeild Sambands íslenskra samvinnufé- laga 10. maí 1954 og vann hjá Iceland Products í Bandaríkjunum frá 1955, í nokkur ár. Guðjón vann hjá útflutningsdeild SÍS í Rvík þangað til hann varð fram- kvæmdastjóri skrifstofu SÍS í London, 1964-1968. Hann var fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar SÍS1968-1975 og framkvæmdastjóri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum 1975-1986. Guðjón hefur verið forstjóri SÍS frá 1. sept- ember 1986. Guðjón kvæntist 25. júlí 1959 Guðlaugu Brynju Guð- jónsdóttur, f. 23. febrúar 1935, íþrótta- og teiknikennara. Foreldr- ar Guðlaugar eru Guðjón E. Jónsson, sem er látinn, bankafull- trúi í Rvík, og kona hans, Jensína Sigurveig Jóhannsdóttir. Börn Guðjóns og Guðlaugar eru Guðjón Jens, f. 23. nóvember 1960, mennt- aður í viðskiptafræðum í Banda- ríkjunum, starfar hjá Iceland Seafood í Bandaríkjunum; Bryndís, f. 18. júlí 1963, hjúkrunarfræðingur í Rvík; Brynja, f. 11. apríl 1965, há- skólanemi í Bandaríkjunum; Ása Björk, f. 17. september 1967, há- skólanemi í Bandaríkjunum; og Ólafur Kjartan, f. 3. október 1973, nemi. Systir Guðjóns er Ásgerður, f. 12. febrúar 1950, umferliskennari, gift Sigurði Rúnari Jónssyni, hljómlist- armanni í Rvík. Foreldrar Guðjóns eru Ólafur Kjartan Guðjónsson, verslunar- maður á Akranési, og kona hans, Filippía Jónsdóttir. Faðir Ólafs var Guðjón, sjómaður í Hnífsdal, Ólafs- son, b. á Fæti, bróður Rannveigar, langömmu Valdimars, fóður Om- ars varafréttastjóra. Ólafur var sonur Sigurðar, b. á Strandseljum, Þorsteinssonar, b. í Ögri, Sigurðs- sonar, b. í Ögri, Ólafssonar, lög- sagnara á Eyri í Seyðisfirði, Jónssonar. Meöal systkina Sigurð- ar í Ögri var Ingibjörg, amma Jóns forseta og langamma Jóns, afa Jó- hannesar Nordals. Meðal afkom- enda Ólafs á Eyri eru Matthías Á. Mathiesen ráðherra, Guðmundur J. Guömundsson, formaður Dags- brúnar, Haraldur Blöndal lögfræð- ingur, Styrmir Gunnarsson ritstjóri, Geir Hallgrímsson og Val- ur Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS. Móðir Ólafs var Ásgerður, systir Jensínu, ömmu Páls Þorsteinsson- ar og Kristínar Bjargar Þorsteins- dóttur, dagskrárgerðarmanna. Ásgerður var dóttir Jens, b. í Arn- ardal, bróður Halldórs, langafa Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð- herra. Systir Jens var Sigríður, amma Jakobs Björnssonar orku- málastjóra. Jens var sonur Jóns, b. í Fremri-Arnardal, Halldórsson- ar, b. í Fremri-Arnardal, Ásgríms- sonar, b. í Fremri-Arnardal, Bárðarsonar, b. í Arnardal, Illuga- sonar, ættfóður Arnardalsættar- innar. Móðir Guðjóns, Filippía, er systir Jóns, afa fréttamannanna Jóns Baldvins og Atla Rúnars Halldórs- sona. Faðir Filippíu var Jón Baldvin, b. á Jarðbrú í Svarfaðar- dal, Hallgrímsson, b. á Stóru- Hámundarstöðum, bróður Þorláks, langafa Björns Th. Björnssonar listfræðings. Faðir Hallgríms var Hallgrímur, b. á Stóru-Hámundar- stöðum, Þorláksson, b. og dannebrogsmanns á Skriðu í Hörg- árdal, Hallgrímssonar, bróður Gunnars, afa Tryggva Gunnars- sonar bankastjóra og Kristjönu, móður Hannesar Hafstein ráð- herra. Móðir Þorláks var Halldóra Þorláksdóttir, af Ásgeirsbrekku- ættinni, systir Ásgríms, langafa Áslaugar, langömmu Friðriks Sóphussonar ráöherra. Móðir Filippíu var Þóra, systir Jórunnar, ömmu Hafliða Hallgrímssonar sellóleikara, og Tryggva, afa Þór- unnar Ashkenazy. Þóra var dóttir Jóhanns, b. á Ytrahvarfi í Svarfað- ardal, Jónssonar, b. á Ytrahvarfi, Þórðarsonar, bróður Páls, langafa Guðjón Baldvin Ólafsson. Hermanns Jónassonar forsætis- ráðherra, fööur Steingríms utan- ríkisráöherra. Móðir þeirra bræðra var Sigríöur, systir Jó- hönnu, langömmu bræðranna Hallgríms, fyrsta forstjóra SÍS; Sig- urðar, forstjóra SÍS; Jakobs fræðslumálastjóra; og Aðalsteins, forstjóra innflutningsdeildar SÍS, afa Árna Árnasonar, fyrrv. fram- kvæmdastjóra Verslunarráðs. Afmæli Eylerf Jonsdottir Eyleif Jónsdóttir, Breiðabliki, Mýr- argötu 18, Neskaupstað, er áttræð í dag. Eyleif fæddist að Horni í Nesjum í Austur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- björg Lússía Þorsteinsdóttir og Jón Eyjólfsson, b. að Horni í Nesjum. Móðurforeldar Eyleifar voru Halldóra Jónsdóttir frá Hvalnesi og Þorsteinn Þorsteinsson frá Upp- sölum í Suðursveit. Föðurforeldrar Eyleifar voru Guðleif Stefánsdóttir frá Hvalnesi og Eyjólfur Jónsson frá Eystri-Skógum undir EyjaQöll- um, sem síðar flutti að Horni. Maður Eyleifar var Gísli Berg- sveinsson útgerðarmaður, f. 11.6. 1894, d. 20.3. 1971, sonur hjónanna Sigríðar Gísladóttur og Bergsveins Ásmundssonar frá Rima í Mjóa- firði. Gísli átti þrjú systkini sem öll eru látin. Þau voru: Sigurbergur, sem bjó í Neskaupstað og var ókvænt- ur, og Halldóra og Sólveig sem giftar voru bræðrunum Ólafi og Þórarni Ástráði Sæmundssonum, en þau voru búsett í Reykjavík. Börn Eyleifar og Gísla eru: Ólöf Sigríður, f. 1927, gift Gunnari Guð- mundssyni húsverði, en þau eru búsett í Reykjavík og eiga ijögur börn; Jóna Guðbjörg, f. 1932, gift ívari Hannessyni aðstoðaryfirlög- regluþjóni, en þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjú börn; Berg- sveina Halldóra, f. 1935, gift Geir Sigurjónssyni framkvæmdastjóra, en þau eru búsett í Hafnarfirði og eiga eitt barn; Gísli Sigurbergur hafnarvörður, f. 1939, er kvæntur Guðrúnu Jóhannsdóttur, en þau búa í Neskaupstað og eiga fimm börn; og Sólveig Sigurjóna, f. 1945, er gift Hermanni Skúlasyni skip- stjóra, en þau eru búsett á ísafirði og eiga fimm börn. Afkomendur Eyleifar og Gísla eru nú orðnir flörutíu talsins. Eyleif var næstelst sex systkina. Systkini hennar: Hafsteinn var ókvæntur og bjó á Hornafirði en hann er látinn; Óli Sigurður, skip- stjóri, er kvæntur Guðlaugu Marteinsdóttur, en þau búa í Garðabæ; Nanna Halldóra er bú- Eyleif Jónsdóttir. sett á Höfn, gift Stefáni Þorsteins- syni; Ingibjörg er ókvænt og búsett í Dalasýslu; og Guðni er sjómaður, ókvæntur, búsettur á Höfn. Eýleif stjórnaði lengst af mann- mörgu heimili en oft var á heimil- inu aðkomufólk og einnig skyldfólk þeirra hjóna. Hún býr nú í ibúð fyrir aldraða í Breiðabliki í Nes- kaupstað. Aðalsteinn Gunnarsson Aðalsteinn Gunnarsson vélvirki, Brekkugötu 20, Þingeyri, er sextug- ur í dag. Aðalsteinn fæddist að Hofi í Dýrafirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum til átján ára ald- urs en þá fór hann til Þingeyrar og starfaði þar, fyrst viö almenna verkamannavinnu en hóf síðan nám í vélvirkjun 1946 hjá Guð- mundi J. Sigurðssyni. Aðalsteinn tók sveinspróf 1951 og öðlaðist meistararéttindi í vélvirkjun 1953 og hefur síðan starfað við þá iðn. Hann starfaði lengi hjá Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar en hefur nú í rúm tíu ár veriö verk- stjóri hjá viðgerðaþjónustu Kaup- félags Bíldudals á Þingeyri. Kona Aðalsteins er Guðlaug, f. 14.8.1938, dóttir Vagns Þorleifsson- ar, sem nú er látinn en var lengi b. á Álftamýri í Arnarfirði, og konu hans, Sólveigar, sem einnig er lát- in. Aðalsteinn og Guðlaug eiga sex börn. Þau eru Gunnar Vagn, starfs- maður hjá viðgerðaþjónustu Kaupfélags Bíldudals, kvæntur Hrönn Magnúsdóttur húsmóður og verkakonu; Sólveig, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík, sambýlis- maður hennar er Bjarni Jóhannsson, vaktmaður í Alþingis- húsinu; Hlynur, verkstjóri hjá frystihúsinu á Þingeyri, kvæntur Gróu Björnsdóttur húsmóður; Brynjar Geir, bifvélavirki á Dalvík, sambýliskona hans er Guðrún Tómasdóttir húsmóðir; Aðalsteinn Guðlaugur, verkamaður í Reykja- vík; og ísleifur Bernhard, verka- maður í frystihúsinu á Þingeyri, sambýliskona hans er María Vals- dóttir. Foreldrar Aöalsteins: Gunnar Guðmundsson, b. á Hofi í Kirkju- bólsdal í Dýrafirði, f. 30.5. .1898, og kona hans, Guðmunda Jónsdóttir, f. 19.10.1905. Föðurforeldrar Aðal- steins voru hin kunna refaskytta, Guðmundur Einarsson, b. á Brekku á Ingjaldssandi, og Katrín Gunnarsdóttir. Foreldrar Guð- mundar voru Einar Guðmundsson, b. á Háhóli og Heggsstöðum í Anda- kíl, og Steinþóra, dóttir Einars Kortssonar á Tjarnarhúsum á Sel- tjarnarnesi og Guðrúnar Gísladótt- ur, b. á Seljalandi í Fljótshverfi, Jónssonar og konu hans, Sigríðar Lýðsdóttur, sýslumanns í Vík, Guðmundssonar. Foreldrar Einars á Heggsstöðum voru Guðmundur Ólafsson Vestmann og Helga, dóttir Horna-Salómons Bjarnasonar, b. í Hólakoti í Álftaneshreppi, langafa Kristjönu, móður Ingibjargar Þor- bergs, og langafa þeirra bræðra Helga Hjörvar rithöfundar; Gunn- ars, Úrsus, aflraunamanns; Lárus- ar lögregluþjóns; Péturs Hoffmanns; og Haralds, fóður Auð- ar rithöfundar. Móðurforeldrar Aðalsteins voru Jón Guðmunds- son, smiður og' b. á Kirkjubóli í Valþjófsdal, og kona hans, Marsibil Guðbjörg Kristjánsdóttir. Vinsamlegast hafið samband við ættfræðideild DV í síma 2 70 22 Valgerður Kristjánsdóttir Valgerður Kristjánsdóttir, Kleppsvegi 74, Reykjavík, er sjötug í dag. Valgerður fæddist á bænum Skoruvík á Langanesi en hún var ein af fjórtán börnum hjónanna Kristjáns Þorlákssonar og Krist- bjargar Maríu Helgadóttur. Kristj- án var lengi vitavörður á Langanesi, en hann sá einnig um veðurathuganir á staðnum fyrir Veöurstofu íslands. Valgerður var í foreldrahúsum fram yfir ferm- ingu en fór þá í vist til eins bræðra sinna og starfaði síðan við húshjálp næstu árin. Síöar var hún svo við síldarvinnslu á Siglufirði og Nes- kaupstað. Hún var í vinnu- mennsku til þrítugs, en stofnaöi þá heimili með Sveini Guðmundssyni úr Reykjavík, og eignuðust þau saman íjögur börn. Þau eru: Krist- björg Júlía, f. 4.10.1950; Guðmund- ur Rúnar, f. 14.4. 1952; Kristján Helgi, f. 18.2. 1958, en hann lést í umferðarslysi 1981; og María, f. Valgerður Kristjánsdóttir 22.9. 1959. Valgerður verður á heimili dótt- ur sinnar á afmælisdaginn, að Jórufelli 6, Reykjavík, en þar mun hún taka á móti gestum. 75 ára__________________________ Anna María Þorleifsdóttir, Fálka- götu 17, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Sigurður Kristjánsson, Hrauni, Akureyri, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Jóna Kristín Eiríksdóttir, Laugar- nesvegi 116, Reykjavík, er sjötug í dag. Ásgeir H. Grímsson, Vatnsmýrar- vegi 30, Reykjavík, er sjötugur í dag. Sigrún Ingólfsdóttir, Ásabraut 7, Keflavík, er sjötug í dag. 60 ára Kristin Ása Ragnarsdóttir, Urðar- bakka 10, Reykjávík, er sextug í dag. Einar M. Jóhannsson, Bleikjukvfsl 18, Reykjavík, er sextugur í dag. 50 ára Eggert Kristinn Jóhannesson, Ból- staðarhlíð 48, Reykjavík, er fimm- tugur í dag. Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir, Álf- hólsvegi 92, Kópavogi, er fimmtug í dag. Elín Gissurardóttir, Nesbala 6, Sel- tjarnarnesi, er fimmtug í dag. Fanney Jórunn Óskarsdóttir, Hringbraut 65, Hafnarfirði, er fimmtug í dag. Guðnjundur Wium Hansson, Engidal 2, Bárðdælahreppi, er fimmtugur í dag. Arnþór Pálsson, Grænuási 3, Rauf- arhöfn, er fimmtugur í dag. 40 ára Ásta Halldórsdóttir, Bergþórugötu 31, Reykjavík, er fertug í dag. Birna Edda Guðmundsdóttir, Álf- heimum 9, Reykjavík, er fertug í dag. Ólína Sveinsdóttir, Þinghólsbraut 50, Kópavogi, er fertug í dag. Matthias Guðmundsson, Norður- vör 2, Grindavík, er fertugur í dag. Ragnheiður Guðmundsdóttir, As- felli II, Innri-Akraneshreppi, er fertug í dag Sigursveinn Þorsteinsson, Hrann- arbyggð 3, Ólafsfirði, er fertugur í dag. Magnús Sveinsson, Fjólugötu 9, Vestmannaeyjum, er fertugur í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.