Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Side 3
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988. 19 Dansstaðir ABRACADABRA, Laugavegi 116 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. ÁRTÚN, Vagnhöfða 11, sími 685090 Gömlu dansamir fóstudagskvöld kl. 21-3. Danssporið ásamt söngvurun- um Örnu Karls og Grétari. Á laugar- dagskvöldið nýju og gömlu dansarnir, hijómsveitin Danssporið ásamt Örnu Karls og Grétari. BÍÓKJALLARINN Lækjargötu 2, simi 11340 Diskó fóstudags- og laugardagskvöld til kl. 3. BROADWAY, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Ein frægasta danshljómsveit Dana, Linderman Band, skemmtir gestur Broadway fóstudags' og laugardags- kvöld. CASABLANCA, Skúlagötu 30 Diskótek íostudags- og laugardags- kvöld. DUUS-HÚS, Fischersundi, sími 14446 w Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Á sunnudagskvöld leikur tríó Guðmundar Ingólfssonar í Heita pottinum. EVRÓPA v/Borgartún Síðustu sýningar á Superstar fóstu- dags- og laugardagskvöld. GLÆSIBÆR, Álfheimum Hljómsveitin Goðgá leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. Opið kl. 22.00-3.00. HOLLYWOOD, Ármúla 5, Reykjavík Á fóstudagskvöldið spilar hijóm- sveitin Lonely Blue Boys fyrir dansi. Á laugardagskvöld leikur hljóm- sveitin Sveitin milli sanda fyrir dansi. HÓTEL BORG, Pósthússtræti 10, Reykjavik, sími 11440 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir föstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónhst. Tískusýningar öll fimmtudagskvöld. Opið frá kl. 19-1. HÓTEL ÍSLAND Rokksýningin Allt vitlaust fóstu- dagskvöld. KK-sextett leikur á laugardagskvöld. HÓTELSAGA, SÚLNA- SALUR, v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 Á fóstudags- og laugardagskvöld verður sýndur söngleikurinn Næt- urgalinn - ekki dauður enn sem byggist á tónlist Magnúsar Kjartans- sonar í gegnum tíðina. Á Mimisbar leika Einar Júlíusson og félagar. LEIKHÚSKJALLARINN, Hverfisgötu Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. LENNON v/Austurvöll, Reykjavik, sími 11630 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. LÆKJARTUNGL, Lækjargötu 2, simi 621625 í kvöld og annað kvöld snýst tónlist tunglsins í takt við tilveruna undir stjóm þeirra Hlyns og Dadda. ÚTÓPÍA, Suðurlandbraut Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. ÞÓRCAFÉ, Brautarholti, s. 23333 Sverrir Stormsker ásamt Stefáni Hilmarssyni og Tommy Hunt skemmta í Þórskaffi föstudags- og laugardagskvöld. ÖIVER Álfheimum 74, s. 686220 Opið frá kl. 18-3 fóstudags- og laug- ardagskvöld. Markó Póló spilar frá kl. 21 fimmtudaga til sunnudaga. AKUREYRI Sjallinn Rokkskór og bítlahár frumsýnt í Sjallanum í kvöld. Þórscafé: Svenir og Stefán - skemmta um helgina Um helgina munu þeir kappar Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson troða upp á veitingastaðnum Þórscafé. Nú vinna þeir félagar baki brotnu við lokaundirbúning fyrir ferð sína til Dublin á írlandi þar sem þeir taka þátt í söngvakeppni sjónvarps- stööva. Þangað halda þeir félagar með fríðu föruneyti í mánaðarlok. Án efa munu þeir leyfa gestum staðarins að hlýða á sigurlagið, Þú og þeir, sem velflestir ættu nú orðið að kunna utanbókar. En fleiri lög eiga þeir félagamir í pokahominu sem ekki verður síður skemmtilegt að hlýöa á. Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson koma fram i Þórscafé um helg- ina. Stórsveit Ríkisútvarpsins: Tónleikar á Hótel Borg Frá æfingu Stórsveitar Ríkisútvarpsins. Á morgun heldur Stórsveit Ríkis- útvarpsins tónleika á Hótel Borg kl. 17.00. Hljómsveitin hefur verið við æf- ingar og upptökur frá því í byijun mars undir stjórn danska tón- skáldsins og saxófónleikarans Michaels Hove. Michael Hove stjómaði meðal annars dönsku útvarpshljómsveit- inni og lék með Thad Jones og Ernie Wilkins svo einhverjir séu nefndir. í Stórsveit Rikisútvarpsins em nú 18 hljóðfæraleikarar, þar af tveir lánsmenn frá Danmörku. Annar er tenórsaxófónleikarinn Uffe Markussen, sem er mjög vel þekktur á Noröurlöndunum og hef- ur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir frábæran hljóðfæraleik. Hinn er Jeffe Davis, trompetleikari frá New York, en hann hefur starfað í Kaup- mannahöfn undanfarin ár. Koma þessara manna er mikil lyftistöng fyrir Stórsveitina. Stórsveit Ríkisútvarpsins hefur haldið fjölda tónleika og hefur alla tíö verið gerður góður rómur aö leik hennar. Næstu tónleikar Stórsveitarinn- ar verða 23. apríl næstkomandi, einnig að Hótel Borg. Laugardaginn 26. mars sl. var opnaður nýr skyndibitastaður í Bolungar- vík. Staðurinn hefur hlotið nafnið Finnabær og stendur við Kirkjuveg 1. Eigandi Finnabæjar er Björg Jónsdóttir en hún rekur einnig Shell- skálann í Bolungarvík. Dóttir Bjargar, Jóna Guðfinnsdóttir, mun sjá um daglegan rekstur staðarins. Að sögn Jónu verður á boðstólum í Finnabæ allur almennur skyndi- bitamatur, svo sem Tommahamborgarar, kjúkiingar, pítur og fiskur. Finnabær er í nýreistu einingahúsi og er aðbúnaöur aflur hinn smekk- legasti. Fyrst um sinn verður opið frá kl. 11.30 til kl. 21.00 en væntanlega verður haft opið lengur þegar Uður fram á sumarið. Enn og aftur hefur Hugleikhúsið, elsta áhugamannaleikhúsiö sem nú þrífst í höfuðborg íslendinga, tekið til starfa. í þetta sinn er þaö frum- saminn sjónleikur sem verður frumfluttur á morgun á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9. Leikritið nefnist því langa nafni „Um hiö átakanlega og dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna, Indriða og Sigríðar, daginn eftir brúðkaupið og leitina að þeim.“ Þetta er sakamálaleikrit með söngívafi sem fjallar, eins og nafnið bend- ir til, um leit að nývígðum hjónum og allt það dularfulla í kringum hvarfið. Það segir frá sýslumanninum unga sem tekið hefur við rannsókn málsins, frá unga bóndanum á Svartagili, miðlinum, henni Jónu, hús- mæðraskóla sveitarinnar, þar sem námsmeyjar nema allt það góða milli himins og jarðar, frá dönsku prestshjónunum, frá stórkaupmanninum og konu hans og fleiri og fleiri. Höfundar verksins eru þær Hjördís Hjartardóttir, Ingibjörg Hjartardótt- ir, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Sönglögin eru eftir Árna Hjartarson og leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. „Einu sinni bollalögðum við Ingimundur minn nú að fara suður.. Jóna og Lina ræðast við. Bolungarvík: Finnabær - nýr skyndibitastaður -----------r—■———— Sigmjón J. Sigurðsson, DV, ísafirði; A opnunardaginn. Björg Jónsdóttir til vinstri og Jóna Guðfinnsdóttir til hægri. Á milli þeirra eru starfsstúlkurnar Elisabet Árnadóttir og Guðrún Skúladóttir. DV-mynd BB Hugleikhúsið: Um hið dularfulla hvarf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.