Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 8
32
FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988.
(
Listinn í dag sýnir hvaöa myndir
voru vinsælastar á páskujjum og
skal engan undra að nýjustu mynd-
imar tróna á toppinum. Að vísu
blandar Stella í orlofi sér í topp-
baráttuna og er vafalaust vinsæl-
asta íslenska kvikmyndin sem
komið hefur út á myndbandi hing-
að til. La Bamba tók við fyrsta
sætinu af hryllingsmyndinni The
Fly sem dettur niður í sjöunda
sætið. The Living Daylight er svo
í öðru sætinu.
Þrjár nýjar myndir koma inn á
listann. RoboCop stekkur beint í
þriðja sætið og kemur það engum
á óvart. Tvö síðustu sætin skipa svo
gamanmyndirnar Jumping Jack
Flash, sem skartar Whoopi Gold-
berg í aðalhlutverki, og Wise Guys
með þeim litla en skemmtilega
Danny deVito.
★★★
Goðsögn verður til
DV-LISTINN
1. (2) La Bamba
2. (3) The Living Daylight
3. (-) RoboCop
4. (7) Big Easy
5. (4) Stella í orlofi
6. (8) Blind Date
7. (1) The Fly
8. (5) April Fools Day
9. (-) Jumping Jack Flash
10. (-) Wise Guys
Mynd-
bönd
Umsjón:
Sigurður M.
Jónsson
Hilmar Karlsson:
LA BAMBA
Útgefandi: Skífan hf.
Leikstjóri og handritshöfundur: Luis
Valdez. Myndataka: Adam Greenberg.
Framleióendur: Taylor Hackford og Bill
Borden. Aðalhlutverk: Esai Morales,
Rosana DeSoto, Elisabeth Pena og Joe
Pantoliano.
Bandarisk 1987. 104 mín. Öllum leyfð.
Það er ekki erfitt að skilja vin-
sældir þessarar myndar sem þrátt
fyrir þröngan fjárhag náði að slá
'ærlega í gegn á síðasta ári og hefur
halað inn sem svarar 54 milljónum
dollara í Bandaríkjunum til þessa.
Á íslandi hefur ekki verið að sjá
neina undantekningu á þessum
vinsældum og viöbrögðin á mynd-
bandaleigum til þessa sýna vel hug
fólks til þessarar vel gerðu myndar.
Myndin segir frá Ritchie Valens
sem var á góðri leið með að verða
þjóðsaga í rokkheiminum aðeins
17 ára gamall árið 1958. Þá fórst
hann í flugslysi ásamt Buddy Holly
og Big Bopper. Þann dag má örugg-
lega gráta þvi samkvæmt mynd-
inni var Valens líklegur til að gefa
rokktónlistinni nýjan tón. Sá tónn
hefði byggst á sterkum mexíkönsk-
um hefðum eins og glögglega má
sjá í vinsælasta lagi hans, La
Bamba. La Bamba hefur orðið til
að gefa nýjan tón í myndir byggðar
á rómönskum uppruna og má þeg-
ar sjá merki þess að fleiri slíkar
myndir séu á leiðinni, þó ekki séu
það rokkmyndir.
Myndin spannar ekki langan
tíma en segir frá því þegar Valens
er að reyna fyrir sér sem gítarleik-
ari og söngvari. Þegar í upphafi
leynir sér ekki að hann býr yfir
hinum sanna neista og eru söngat-
riðin feikiskemmtilega uppbyggð.
wwí ffew- • * w* ffjwi mw* !
U í/JHl m KWfeii tífitó* IxM ■ ÍI&HHTi KW K fffW.ll'B'
tíi yi/MJith WiUft tjURffJjjMU WS liSS:wtytft j
m. vi wúíiil m;>» p-1 iJAfettiQ ^
i SgljgffP!
Má sem dæmi nefna stutt atriði á
krá þar sem Valens treður upp með
bróður sínum sem undirleikara.
Þrátt fyrir andsnúið andrúmsloft
tekst honum að fanga athygli
áhorfenda. Söngatriðin eru ekki
mörg (enda entist Valens ekki tími
til að semja mörg lög) en gegna
auðvitað mikilvægu hlutverki. •
Flugslysið hangir eins og reidd öxi
yfir myndinni og með margs konar
táknum eru væntanleg örlög Va-
lens sterklega gefin til kynna.
Þó að leikarar verði að teljast
óþekktir standa þeir vel fyrir sínu.
Fremstur fer Morales í hlutverki
Valens og stendur hann sig frábær-
lega. Er þess að vænta að margir
þeirra sem að myndinni unnu eigi
eftir að birtast fljótlega aftur á
hvíta tjaldinu. -SMJ
KING
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Abby
Mann.
Aðalhlutverk: Paul Winfield, Ossie Davis,
Cycile Tyson og Clift de Young.
Bandarisk 1978. - Sýningartími u.þ.b. 5
klsL (2 spólur).
í þessari viku eru liðin tuttugu
ár frá því Martin Luther King var
myrtur. Féll þar í vaiinn mikill
baráttumaður fyrir jafnrétti
svartra og hvítra manna. Margt
hefur breyst til betri vegar á tutt-
ugu árum og er það ekki síst
skeleggri og markvissri baráttu
Kings að þakka.
King er löng sjónvarpsmynd sem
byggð er á ævi þessa mikilmennis.
Myndin byrjar þegar hann er að
ljúka háskólanámi og fer á fjörurn-
ar við tilvonandi eiginkonu sína,
Corettu, sem á eftir að reynast hon-
um vel.
Það kemur fljótt í ljós að ein-
göngu preststarfið nægir ekki
hinum mælska King. Uppruni hans
er í Suðurríkjunum og þar hefur
hann starf sitt til að bæta kjör
svartra. Við fylgjumst svo með
honum á leið hans sem liggur vítt
og breitt um Suðurríkin.
Hvíti meirihlutinn, sem enn lítur
á svarta kýnstofninn sem þræla,
lí tur starf hans illu auga og er hann
handtekinn hvað eftir annað. Þess
má geta að allt í allt var Martin
Luther King handtekinn 125 sinn-
um á stuttri ævi sinni.
Starf hans vekur þjóöarathygli
og verður til þess að þáverandi for-
seti, John F. Kennedy, og bróðir
hans, Robert, sem var dómsmála-
ráðherra, taka tillit til baráttu hans
og lögum er breytt. Skömmu síðar
er Kennedy forseti myrtur og Lyn-
don Johnson tekur við. Hann er
hliöhollur baráttu Kings í orði en
tekur að sama skapi ekki eins ein-
dregna afstöðu og fyrirrennari
hans.
Látið er að því liggja að einn
þeirra er reyndu hvaö mest að eyði-
leggja starf Martins Luthers King
sé J. Edgar Hoover, þáverandi yfir-
maöur FBI, og er það ekki í fyrsta
skipti sem sá maður hefur verið
bendlaður við stórglæpi síðari
tíma.
Myndin endar svo á hinu til-
gangslausa morði á King. Ekkert
er farið út í að tilgreina morðingj-
ann, aðeins í lokin sýnt morðiö á
einum mesta friðarsinna nútím-
ans, manni sem ekki aöeins barðist
fyrir rétti svartra heldur var einnig
einn af fyrstu stórmennunum til
að fordæma Vietnamstríðið og
gerði það í óþökk starfsfélaga
sinna.
Martin Luther King var geysi-
mikill ræðumaður og náði heljar-
tökum á áheyrendum sínum.
Ræður hans geymast og hefur ver-
ið tekin sú stefna í myndinni að
skoðanir hans komi fram í ræðum.
Því fer mikill tími í ræðuhöldin er
gera myndina nokkuð langdregna
en ræðurnar eru nauðsynlegar til
að skýra baráttu og réttlætiskennd
þessa mikilmennis.
Það er erfitt hlutverk sem Paul
Winfield hefur fengið til að glíma
við. Til er mikið af eftirminnilegum
myndum af King þar sem hann
þrumar yfir milljónum manna en
leikarinn leysir verk sitt mjög vel
af hendi. Hann verður að sjálfsögðu
aldrei Martin Luther King en betur
er varla hægt að leika sögupersónu
sem er jafnlifandi í hugum manna
og Martin Luther King er. HK
Tónlist næturinnar
ROUND MIDNIGHT
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Bertrand Tavernier.
Aðalieikarar: Dexter Gordon, Francois
Cluzet, Christine Pascal og Lonette
McKee.
Frönsk 1986. - Sýningartími 126 min.
Það hafa verið gerðar margar
ágætismyndir þar sem heillandi
djasstónlist er umgjörð. Langflest-
ar eru bandarískar, um bandaríska
djassleikara, enda stendur djassinn
næst Bandaríkjamönnum.
Engin mynd hefur þó verið gerð
af jafnnæmum skilningi á lííi djass-
leikara, draumum þeirra og blá-
köldum veruleika og kvikmynd
Bertrands Tavemiers, Round Mid-
night. Það þurfti sem sagt franskan
kvikmyndagerðarmann til að gera
hina fullkomnu mynd um líf djass-
leikara.
Tavernier hefur látið hafa eftir
sér að hann hafi alltaf dreymt um
að gera kvikmynd sem fjallaði um
djass. Sjálfur hafi hann á unglings-
árunum í kringum 1960 verið
fastagestur á djassbúllum Parísar
þar sem þekktir bandariskir djass-
leikarar léku, menn á borð við Bud
Powell og Lester Young, en einmitt
þessum tveimur tileinkar hann
mynd sína.
Round Midnight fjallar um Dale
Tumer, drykkfelldan saxófónleik-
ara sem Dexter Gordon leikur
snilldarlega. Turner er kominn til
Parísar til að leika í Blue Note
klúbbnum. í raun er hann á síðasta
snúningi. Hann fær ekki kaup því
hann mundi drekka sig útúrfullan
og ekki mæta til að leika,
Þrátt fyrir það leikur hann djass
á hverju kvöldi öllum til ánægju
því hann veit að án tónlistarinnar
þrifist hann ekki.
Meðal aðdáenda hans er ungur
Parísarbúi sem býr einn með ungri
dóttur sinni sem hann vanrækir
vegna aðdáunar sinnar á Dale
Tumer. Kunningsskapur tekst
með þeim, kunningsskapur sem
þróast í innilega vináttu. Parísar-
búinn reynir hvað hann getur að
halda Turner frá brennivíninu,
sem og tekst og Turner verður til
þess að faðir og dóttir fmna aftur
hvort annað en þráhyggja unga
mannsins var farin að hafa slæm
áhrif á dótturina.
Allt virðist ganga vel. Þau þrjú
búa saman í sátt og samlyndi. Tón-
hstin er í fyrirrúmi og Tumer
finnur hjá sér þörf að leika inn á
plötu eftir langt hlé.
Turner langar heim, sem er New
York. Þar bera freistingarnar
gamla manninn ofurliði og þá eru
endalokin skammt undan...
Round Midnight er ekki aðeins
mynd um djass, hún er mynd um
vináttu, vináttu sem birtist í ást og
umhyggju. Tavernier hefur gert
mynd sem flestum unnendum
kvikmynda er ógleymanleg.
Stóran þátt í þessari vel heppn-
uðu kvikmynd á Dexter Gordon.
Þessi aldni en viðurkenndi saxó-
fónleikari sýnir snilldarleik, ef leik
er hægt að kalla því vitað er að
hann hefur veriö hollur Bakkusi
gegnum árin og þekkir því afleið-
ingar ofdrykkju. Haft hefur verið á
oröi að hann sé hér að miklu leyti
að leika sjálfan sig. Annars skiptir
það engu máU. Hann er burðarás
myndarinnar og er stórkostlegur á
að horfa og hlusta. HK
DOWNPAYMENT ON MURDER
Útgefandi: Steinar.
Leikstjóri: Waris Hussein. Aóalhlutverk:
Ben Gazzara og Connie Sellecca.
Bandarísk. 95 min. Bönnuð yngri en 12
ára.
Þessi bandaríska sjónvarpsmynd
byggir á fjölskyldudrama sem tek-
ur dáUtið óvenjulega stefnu þegar
eiginmanninum dettur í hug að
ráða leigumorðingja til aö drepa
konu sína.
Hjónaband Cardell hjónanna er í
rúst vegna fjárhagsvanda eigin-
mannsins og ofstopafulls skapferlis
hans. Eiginkonan ákveður að skUja
við hann og flytur að heiman. Það
dugir þó ekki til því karhnn eltir
hana og hefur sífeUt í hótunum sem
endar með því að hún fer að óttast
um Uf sitt, ekki að ástæðulausu.
Þessi mynd er svo sannarlega
ekkert tímamótaverk en hún dugir
þó tU einhverrar afþreyingar á síð-
kvöldum. AUt er nokkuð faglega
unnið, leikur þokkalegur en þó
sýnu bestur hjá þeim gamla ref,
Gazzara, sem sýnir tilþrif. Hins
vegar skortir mikið á að myndin
nái nokkru flugi og varla að það
takist að mynda spennu í kringum
hápunkt myndarinnar. Þessi mynd
telst til þeirrar fjöldaframleiðslu
sem streymir stöðugt frá Banda-
ríkjunum og fer vel í suma en síður
í aöra. -SMJ