Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Blaðsíða 6
30
FÖSTUDAGUR 8. APRfL 1988.
Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir
Bíóhöllin
Þrír menn og bam
Þremenningarnir Tom Selleck, Steve Guttenberg og Ted Danson, er
leika aðalhlutverkin í Þrír menn og barn (Three Men and a Baby), verða
heldur betur undrandi þegar þeir finna dag einn sex mánaða gamalt barn
fyrir utan dymar hjá sér. Þeir hafa hingað til lifað áhyggjulausu pipar-
sveinalífi og deilt með sér lúxusíbúð þar sem ósjaldan er glaumur og gleði
með víni og vífum. Einn þeirra er faðir barnsins og hefur móðirin í ör-
væntingu skilið það eftir hjá föðurnum i þeirri von að hann taki það að sér.
Það verður snögg breyting á lífi þeirra. Allt í einu þurfa þeir aö hafa
áhyggjur af bleium og barnamat og barnið spyr að sjálfsögðu ekki hvort
það er dagur éða nótt þegar það vantar eitthvað... Þetta er byrjunin á
einhverri vinsælustu kvikmynd vestanhafs á síöasta ári. Þykir vel hafa
tekist til og þótt þessum ágætu leikurum hafi verið hælt þá er það barn-
ið sem stelur senunni. í raun er hér um tvíbura aö ræða sem leika
stúlkubarnið.
Stjömubíó
Skólastjórinn
Skólastjórinn (The Principal) fjallar um Rick Latimer sem er mis-
heppnaöur sonur, eiginmaöur og kennari. Það kemur honum því á óvart
þegar honum er boðin skólastjórastaða við skóla sem er harla óvenjuleg-
ur. Það kemur sem sagt í ljós að nemendur gera yfirleitt allt annað en
að læra og stunda frekar íkveikjur, rán og eiturlyfjasölu. Latimer kynn-
ist öryggisverðinum Jake Philips og saman ákveða þeir herferö gegn
ofbeldismönnunum sem virðast allsráðandi innan veggja skólans. Aðal-
hlutverkin leika James Belushi, Louis Gossett jr. og Rae Dawn Chong.
Þá má geta þess að Stjörnubíó sýnir hina ágætu en nokkuö gamaldags
sakamálamynd Einhver til að gæta mín (Somewhone to Watch over Me)
sem fjallar um lögregluþjón sem fær það verkefni að gæta ríkrar konu
sem er mikilvægt vitni í morðmáli.
Laugarásbíó
Hróp á frelsi
Hróp á frelsi (Cry Freedom) er ein þeirra kvikmynda sem vakið hatá
' hvað mesta athygli og aðdáun á undanfórnum misserum. Hún segir frá
ævi blökkumannaleiðtogans Steve Biko er lést í fangelsi í Suður-Afríku
vegna barsmíða sem hann varð fyrir. Myndin er gerð eftir bók vinar
Bikos, Donalds Woods, blaðamanns og ritstjóra í Suður-Afríku, er tók
eindregna afstöðu með mannréttindabaráttu svarta kynstofnsins og
kynntist þannig Biko. Leikstjóri myndarinnar er Richard Attenborough
sem er sjálfsagt þekktastur fyrir Gandhi. Þykir honum hafa tekist vel að
skapa rétt andrúmsloft og þrátt fyrir að Hróp á frelsi sé þriggja klukku-
stunda löng er athygli áhorfandans alltaf haldið með stórfenglegum
senum, senum sem Attenborough virðist vera orðinn sérfræðingur í.
Donald Woods, sá er skrifaði bókina, ér leikinn af Kevin Kline. Það er
veigamikið hlutverk vegna þess að Woods er til staðar alla myndina. Það
er óþekktur leikari, Denzel Washington, sem leikur Biko og leitaði Atten-
borough lengi áður en hann fann rétta leikarann.
Háskólabíó
Trúfélagið
The Believers er dularfull spennumynd sem fjallar um svartagaldur
og annað álíka. Myndin gerist í New York nútímans en fortíðin er aldrei
fjarri. Aðalpersóna myndarinnar er Cal Jamison sem Martin Sheen leik-
ur. Hann kemur til New York til að forðast fortíðina. Eiginkona hans
hafði dáið í dularfullu slysi og ætlun hans er að byrja nýtt líf á nýjum
stað. Jamison er sálfræðingur og vinir hans fá hann til að sálgreina ung-
an lögregluþjón sem hefur orðiö fyrir alvarlegu sálrænu áfalli. Jamison
kemst að því að áfallið tengist morðum sem lögregluþjónninn var að
rannsaka. Hann hefur sínar grunsemdir sem stangast á við grunsemdir
lögreglunnar og brátt er hann flæktur í mál sem hann heföi ekki getað
órað fyrir að hann mundi lenda í... Það er úrvalslið sem stendur að
myndinni. Leikstjóri er John Schlesinger sem þekktur er fyrir vönduð
vinnubrögð og auk Martins Sheen leika Helen Shaver og Robert Loggia.
Gaspard Manesse og Rapohael Fejtö leika aðalhlutverkin í Bless, krakkar.
Regnboginn
Bless, krakkar
Fyrir utan aö frönsk kvikmynda-
vika er í Regnboganum er sýnd þar
úrvalsmyndin Bless, krakkar, Au
revoir, les enfants, kvikmynd sem
hinn þekkti leikstjóri Louis Malle
gerði og byggir á æskuminningum
sínum. Fjallar myndin um tvo unga
drengi sem ganga saman í kaþólsk-
an klausturskóla. Annar þeirra er
gyðingur og þegar nasistar hertaka
Frakkland vofir yfir honum hand-
taka.
Louis Malle, sem ekki haföi gert
kvikmynd í heimalandi sínu í tíu
ár, þykir hafa gert eftirminnilega
kvikmynd sem á næman hátt lýsir
náinni vináttu tveggja drengja á
stríðstímum. Bless, krakkar fékk
fyrir stuttu flest aðalverðlaun við
afhendingu Cesar-verðlaunanna
sem í Frakklandi jafngilda óskars-
verðlaunum. Þá má geta þess að á
mánudaginn keppir hún um titil-
inn besta erlenda kvikmyndin við
afhendingu óskarsverðlaunanna.
HK
Frönsk kvikmyndavika verður í Regnboganum næstu viku. Verða sýndar
sjö kvikmyndir, allt nýlegar myndir. Á sérstakri frumsýningu á laugardaginn
verður sýnd myndin Á veraldar vegi (Le Grand Chemin) sem á dögunum
fékk nokkur Cesar-verðlaun. Á myndinni er aðalleikonan, Anémone, sem
fékk Cesar-verðlaun sem besta leikkonan fyrir leik sinn i Á hjara veraldar.
Nánar er fjallað um frönsku kvikmyndavikuna á öðrum stað í blaðinu.
Á mánudaginnn verður Ijóst hvort
Cher hlýtur óskarsverðlaunin eftir-
sóttu fyrir hlutverk sitt í Moon-
struck.
Bíóborgin
Moonstruck
Meðal þeirra kvikmynda sem fá nokkrar tilnefningar til óskarsverð-
launa þetta árið er Moonstruck sem Norman Jewison leikstýrir. Aðal-
hlutverkið leikur söngkonan og upprennandi leikkonan Cher og eru hún
og Jewison bæði tilnefnd ásamt því að myndin er í hópi fimm kvikmynda
sem tilnefndar eru sem besta mynd. Cher leikur Lorettu Castorini, ekkju
sem býr í Brooklyn ásamt foreldrum sínum. Hún ákveður að giftast
Johnny Cammareri sem er fyrirmynd ungra manna. En meðan hann er
á Sikiiey að hjúkra aldraðri móður fellur Loretta fyrir öðrum í Cammar-
eri-íjölskyldunni, manni sem ekki hefur alla þá kosti sem prýða Johnny.
Moonstruck er gamanmynd sem fæstum ætti að leiðast að horfa á. Cher,
sem í dag er ein eftirsóttasta leikkonan vestanhafs, þykir fara á kostum,
svo er og um meðleikara hennar og er þar helst að nefna Nicholas Cage
er leikur aðalhlutverkið á móti henni.
Sýningar
Gallerí Borg
Pósthússtrœti 9
Elías B. Halldórsson sýnir í Gallerí Borg.
Á sýningunni eru nýlegar olíumyndir.
Elias hefur haldið margar einkasýningar
um allt land og tekið þátt í fjölda samsýn-
inga hér heima og erlendis.
Gallerí Gangskör
Amtmannsstíg 1
Lísbet Sveinsdóttir sýnir verk sín í Gal-
lerí Gangskör. Sýningin verður opin alla
daga frá kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18.
Henni lýkur sunnudaginn 10. apríl.
Gallerí list
Skipholti 50b
í Galleríinu eru til sölu og sýnis ýmis
listaverk. Opið 10.00-18.00 virka daga. En
um helgar frá kl. frá kl. 14.00-18.00.
Gallerí Langbrók
Bókhlöðustig 2
textílgallerí. Opið þriðjudaga til fóstu-
daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14.
Gallerí Nes
Nýja-Bæ v/Eiðistorg
Opnaður hefur verið nýr sýningarsalur,
Gallerí Nes, í verslunarhúsnæði Nýja-
Bæjar við Eiðistorg, III. hæð. Opið er
virka daga kl. 16-19 og laugardaga og
sunnudaga kl. 13-16.
Gallerí Svart á hvítu
Norski listamaðurinn Yngve Zakarias
sýnir verk sín í Galleri Svart á hvítu.
Hann hefur haldið fjölda einkasýninga
og tekið þátt í samsýningum. Sýningin
stendur til 10. apríl.
Hafnargallerí
Hafnarstræti 4
Opnuð hefur verið sýning á 14 olíumynd-
um eftir Ástu Guðrúnu Eyvindardóttur
á loftinu í Bókaverslun Snæbjarnar. Sýn-
ingin, sem er sölusýning, stendur til 24.
apríl.
Kjarvalsstaðir
viö Miklatún
Þar standa yfir þrjár sýningar. Guð-
mundur Björgvinsson sýnir málverk. f
Kjarvalssal sýnir Sigþrúður Pálsdóttir
(Sissú) málverk og á vesturgangi sýnir
Jens Kristleifsson landslagsverk.
Listasafn ASÍ
Grensúsvegi 16
Guðbjartur Gunnarsson sýnir myndir
byggðar á ljósmyndum, þrykktar á mis-
munandi litan pappír og handlitaðar með
pastellitum. Sýningin er opin virka daga
kl. 16.00-20.00 laugardaga og sunnudaga
kl. 14.00-20.00.
Listasafn Einars Jónssonar
við Njarðargötu
er opið alla laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega frá kl. 11-17.
Listasafn Háskóla íslands
í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið
daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90
verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri
listamenn þjóðarinnar. Aðgangur aö
safninu er ókeypis.
Listasafn íslands
Fríkirkjuvegi 7
Safnið er opið alla daga nema mánudaga
kl. 11-17. Leiðsögn sérfræðings alla fóstu-
daga kl. 13.30-13.45. Kaffistofa hússins er
opin á sama tíma og safnið.
Myntsafn Seðlabanka og
Þjóðminjasafns
Einholti 4
Opiö á sunnudögum kl. 14-16.
Nýlistasafnið
v/Vatnsstíg
Ráðhildur Ingadóttir sýnir verk sín til 17.
apríl.
Norræna húsið
Björg Þorsteinsdóttir opnar á morgun kl.
14 sýningu á verkum sínum. Á sýning-
unni eru á milli 40 og 50 málverk, pastel-
myndir og teikningar. Þetta er 12.
einkasýning Bjargar. Sýningin verður
opin milli kl. 14-22 daglega til og með 24.
apríl. Þá stendur einnig yfir þar sýningin
Norræn bókbandslist sem haldin er á
vegum Félags bókagerðarmanna í sam-
vinnu við Norræna húsið. Sýndar eru 66
bækur sem skiptast í 4 flokka, alskinn,
skinn á kjöl og horn, pappírsband og
shirtingsband. Auk þess 10 sett af hliðar-
pappír. Jafnframt eru sýndir ýmsir
merkir prentgripir svo sem Guðbrands-
biblía í ýmsum útgáfum og bókbandi og
sitthvað fleira.
Nýhöfn
Hafnarstræti 18
Laugardaginn 9. apríi kl. 14 verður opn-
uð sýning á verkum Gerðar Helgadóttur
myndhöggvara. Það er lista- og fnenning-
aráð Kópavogs sem heldur sýninguna í
tilefni af því að hinn 11. apríl hefði Gerð-
ur orðið 60 ára.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning Áma Magnússonar er í
Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8, Hafnarfirði
Safnið er opið í vetur laugardaga og
sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk óg hópar
geta pantað tíma í síma 52502 alla daga
vikunnar.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Þjóðminjasafn íslands
Þar stendur yfir sýning á teikningum
skólabarna í Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Sýningin stendur fram í mai og er opin
á venjulegum opnunartíma safnsins.
Bókasafn Kópavogs
Liststofa
Nú stendur yfir sýning á 18 ljósmyndum
eftir Svölu Sigurleifsdóttur í Listastofu
Bókasafns Kópavogs. Ljósmyndirnar em
teknar á seinustu sex árum á ísafirði og
Homströndum. Myndefnið er fiöll, fugl-
ar, sjór og fiskar. Myndimar em svart/
hvítar, litaðar með oliulitum. Sýningin
er opin á sama tíma og bókasafnið, mánu-
daga til föstudaga kl. 9-21, laugardaga
kl. 11-14. Sýningin stendur til 15. apríl
og er aðgangur að henni ókeypis og öllum
heimill.
AKUREYRI
Gallerí Glugginn
Glerárgötu 34
í dag opnar Gunnar Öm málverkasýn-
ingu í'gallerí Glugganum. Sýningin er
opin daglega kl. 14-18. Lokaö á mánudög-
um.