Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. ÞETTA Myndagáta Hvaða orð má lesa úr þessai mynd? Sendið svar til: BARNA-DV. Besta BARNA-DV Ég heiti Þorkell Hróar Björnsson og er 10 ára. Ég á heima að Bláskógum 12 á Egilsstöðum. Núna er ég fótbrotinn. Ég fót- brotnaði í skíðalyftunni á leiðinni upp brekkuna. Það verður komið sumar þegar ég losna við gifsið. Mér leiðist ofsalega mikið núna því ég ligg í rúminu. Ég fæ ekki hækjur strax. Mér finnst verst að missa af fótboltanum og frjálsu íþróttunum. Það er gaman að BARNA-DV. Við erum fjórir bræður (12, 10, 8 og 6) og rífumst alltaf um BARNA-DV þegar það kemur. Svo eigum við litla systur sem er 2 mánaða. Bless, bless, Hróar Kæri Hróar. Bestu þakkir fyrir bréfið. Vonandi líður þér eitthvað betur núna og tíminn líður svo hratt að fyrr en varir verður þú laus við gifsið og byrjar að sparka bolta. Kannski gætir þú stytt þér stundir við að teikna í rúminu? Geturðu ekki sent okkur nokkrar myndir? Eða skrifað stutta sögu? Hvað ætlar þú að gera í sumar? Hvað gerð- ir þú í fyrrasumar? Skrifaðu okkur og segðu frá því. Með ósk um góðan bata. BARNA-DV 41 HITT! Kveðjur Mig langar að senda Þórunni Bjarnadótt- ur, Kóngsbakka 12, Breiðholti, alveg meiri háttar stuð-símakveðjur. Svo vil ég senda öllum fermingarkrökkunum á þessu ári æðislegar fermingarkveðjur. Ásthildur Björnsdóttir, Aratúni 42 í Garðabæ Ég vil senda Huldu Egilsdóttur afmælis- kveðjur en hún átti afmæli 24. mars. Hanna Maja Ég var í sumarbúðum í Laugargerði sum- arið 1986 og þar kynntist ég strák sem heitir Halldór. Ég skrifaðist á við hann lengi en svo fluttist hann til Vestmanna- eyja og þá hætti hann að skrifa mér. Ég vona að Halldór lesi þetta og skrifi mér aftur. Svo sendi ég pottþéttar kveðjur til allra sem voru í seinasta hópi uppi í Kerl- ingarfjöllum í sumar. Jóhanna María Ævarsdóttir, Móatúni 6, Tálknafirði. Ég vil senda Fríðu Ellu í Reykjavík og pabba á Eskifirði æðislegar kveðjur. Pabba vil ég senda afmæliskveðjur og velgengnis- kveðjur, en hann er kokkur á skipi og átti afmæli 1. apríl. Ég vil líka senda frænku minni hamingjuóskir en hún fermdist á annan í páskum. íris Stefánsdóttir, Blikanesi 10, Garðabæ. Ég ætla að senda kveðjur til bestu vin- kvenna minna, þeirra Svövu og Sillu. Svo fær Svava eina afmæliskveðju því hún átti afmæli 30. mars. Afganginn af kveðjunum fær 5. IM. Bless, bless. Kiddý, 5.-IM. Sendi kveðju að Sumardvalarheimilinu að Kjarnaholtum. Kærar þakkir fyrir kortið og ljósmyndina. Helgi, 10 ára. . (r WMVNuzaoi r,fí 1168 “S pí. rog?;, 'I f'7AV'!.V«Krf.y ftf J ! ‘Sati. .... á m-72 f Einu sinni var stelpa sem hét Sigrún. Hún átti þríburabræður sem hétu Ólafur, Sig- urður og Magnús og mamma þeirra hét Lísa og pabbi hét Valgeir. Sandra Guðmundsdóttir 7 ára BojcuWrvi H g loo tcópar*Mj> ■ L* 0% Elínborg Óskarsdóttir, Bæjartúni 4, 200 Kóparvogi Jóna Hrund, 12 ára. „Cheerios-kökur“ 200 g flórsykur 3 msk. kakó 2 egg 200 g plöntufeiti tæpur pakki (lítill) af Cheerios Plöntufeitin brædd. Sett í skál með flórsykr- inum, kakói og eggjum. Hrært vel saman. Cheeriosið er síðan sett út í og hrært. Sett í form og fryst. Borið fram beint úr frysti. Bestu kveðjur Guðrún Eva Hversu margar múr- steina þarf í viðbót til að fullgera ten- inginn? Sendið svar til: BARNA- DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Dragðu beina línu frá einum bókstaf til tölustafs, þannig að línan skipti stjörnunum jafn í tvo hluta. (Jafnmargar stjömur báðum megin við strikið) Milli hvaða bókstafs og tölustafs á að draga línuna? Send- ið svar til BARNA-DV, Þverholti 11, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.