Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Blaðsíða 1
Fjölbreytt fjöl-
skylduhátíð
- til styrktár Halldóri Halldórssyni, hjarta- og lungnaþega
Mikil fjölskylduhátíö veröur í
Laugardalshöllinni á sunnudag-
inn. Skemmtmún hefst klukkan
fmuntán og er tilgangur hennar að
styrkja Halldór Halldórsson,
hjarta- og lungnaþega og fjölskyldu
hans.
Eins og menn sjálfsagt muna fór
Halldór í hjarta- og lungnaskipta-
aðgerð í London í byrjun febrúar.
Þá var hann búinn að bíða í fimm
mánuði í London eftir aðgerðinni
og allan þann tíma voru foreldrar
hans hjá honum. Vera þeirra og
heimsóknir systkinanna hafa mjög
orðið til þess að létta undir með
Halldóri og gera honum dvölina
bærilegri. En að sjálfsögðu hafa
töluverð útgjöld verið þessu sam-
fara þar sem hvorugt foreldranna
hefur getað unnið allan þennan
tíma. Nú er svo komið að fjölskyld-
an þarf sennilega að selja húsið sitt
til að greiða upp skuldahalann þeg-
ar hún snýr heim.
Allirgefa vinnu sína
Þessi styrktarhátíð kemur sér því
mjög vel fyrir Halldór og fjölskyldu
hans en allir sem koma fram gefa
vinnu sína og íþrótta- og tómstund-
Halldór Halldórsson, hjarta- og lungnaþegi. Myndin er tekin fáeinum
dögum eftir aðgerðina en nú eru liðnir rúmir tveir mánuðir frá því hann
fékk nýtt hjarta og lungu. DV-mynd -ATA
Halldór með foreldrum sínum, Aðalheiði Guðmundsdóttur og Halldóri
Sigurðssynl. Þau hafa reynst syni sinum ómetanleg stoð í veikindum
hans og hafa dvalið hjá honum í London frá því i september.
DV-mynd VAJ
aráð Reykjavíkur hefur gefið eftir
leiguna á Laugardalshöllinni.
Þeir sem koma fram eru Valgeir
Guðjónsson og Bjartmar Guðlaugs-
son og fleiri listamenn. Þá leikur
Breiðablik við úrval fyrstu deildar-
leikmanna í handknattleik. Kristj-
án Sigmundsson leikur þar sinn
síðasta leik en aðrir leikmenn
verða Einar Þorvarðarson, Júlíus
Jónasson, Héðinn Gilsson, Þorgils
Óttar Mathiesen, Sigurður Gunn-
arsson og fleiri landsliðskappar.
Að leik loknum fara leikmenn í
vítakeppni og keppa um titilinn
„Vítaskytta 1. deildar 1988“.
Æviráðning
í leikhléi verður knattspymu-
leikur þar sem leiða saman hesta'
sína menn frá Reykjavíkurborg og
bæjarstjórn Kópavogs.
Þeir sem standa að fjölskylduhá-
tíðinni á sunnudag er einkaklúb-
bur sem nefnist Aðall og íþróttafé-
lögin Breiðablik og Augnablik í
Kópavogi. Þess má til gamans geta
að Halldór er varaformaöur
Augnabliks og hefur hlotið ævi-
langa kosningu í þá stöðu.
Fólk er hvatt til að mæta í Höllina
á sunnudaginn og slá þar með tvær
flugur í einu höggi. Fá góða
skemmtun og styðja um leið gott
málefni.
-ATA
Þórscacé:
Þýskir dagar
Ferðamálaráð Hamborgar, Arnarflug og Þórscafé gangast fyrir Þýskaland-
skynningu í Þórscafé í kvöld og annað kvöld.
Tveir matreiðslumeistarar koma frá Hamborg og framreiða þýska rétti og
þaðan kemur einnig fjögurra manna hljómsveit sem mun ásamt hljómsveit
hússins halda uppi þýskri stemningu og fjöri.
í Þýskalandi er mikið framleitt af tískufatnaði og Unnur Arngrímsdóttir
mun stjórna tískusýningu þar sem sýndur verður þýskur fatnaður. Einnig
verða ýmsar aðrar vörur frá Þýskalandi kynntar.
Kynnir verður Júlíus Brjánsson.
Hin nýja hljómsveit Grétars örvars-
sonar, Stjórn.
Grétar Örvarsson:
Myndar
Stjóm
Nýlega stofnaði Grétar Örvarsson
hljóðfæraleikari hljómsveit. Nefnist
hin nýja hljómsveit Grétars Sljórn.
Félagar í hljómsveitinni eru Eiður
Axelsson á bassa, Einar Bragi Braga-
son á saxófón, Grétar Örvarsson,
sem leikur á hljómborð og syngur
ásamt Öldu Ólafsdóttur, og Matthías
Hemstock Íeikur á trommur.
Sfjómarsamstarfiö hófst fyrir
mánuði og hafa æfingar staðið síðan.
Frumraun sveitarinnar verður í
Glaumbergi í Keflavík á laugardags-
kvöldið, síðan heldur hljómsveitin til
Vestmannaeyja og mun skemmta
gestum Skansins næstu fjórar helg-
ar.
Efnilegur lög-
fræðingur
- sjá bls. 32
Dönsk bóka-
kynning
Það verður þýskt andrúmsloft i Þórscafé um helgina.
Sjá ennfremur bls. 20.