Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Blaðsíða 6
30 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988. Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir - Háskoiabíó Hentu mömmu af lestinni Hinn litli og skemmtilegi Danny DeVito tekur aö sér tvöfalt hlut- verk í gamanmyndinni Hentu mömmu af lestinni (Throw Momma From The Train). Hann leikur aðalhlutverkið og leikstýrir myndinni. DeVito hefur getið sér gott orð sem gamanleikari á und- anfómum árum. Hann er minna þekktur leikstjóri, Hann er þó eng- inn nýgræðingur bak við mynda- vélina. Hefur hann leikstýrt fjöldanum öllum af stuttum sjón- varpsþáttum við góðan orðstír. Hentu mömmu af lestinni fjallar um tvo rithöfunda, Larry Donner (Billy Crystal), og Owen Lift (Danny DeVito). Þeir eiga sameig- inlegt vandamál. Larry þolir ekki ejginkonu sína og Owen á móður sem er að gera hann vitlausan. Þeir ákveða því að best sé að losna við þær og á Owen að sjá um eigin- konu Larrys og Larry um móður Owens. Rithöfundarnir eru ekki lengi að upphugsa snjalla áætlun en eins og í góðri gamanmynd fer ekki allt eins og ætlað var... Danny DeVito og Billy Crystal I hlutverkum sínum I Hentu mömmu af lestinni. Tveir leikara i kvikmyndinni Fullt tungl fengu óskarsverðlaun í vikunni, Cher og Olympia Dukakis. Þær geta eins og svo margir aðrir leikarar á undan þeim þakkað að hluta til leikstjóranum, Norman Jewison, en hann hefur áður leikstýrt leikurum er svo hafa fengið óskarsverlaun fyrir leik sinn. Jewison sést hér leiðbeina Vincent Gardenia og Cher. Bíóborgin Fullt tungl Ekki fékk Fullt tungl (Moonstruck) óskarsverðlaunin sem besta kvik- mynd þetta árið. Leikkonur myndarinnar geta aftur á móti verið ánægðar með sinn hlut því Cher fékk óskarinn fyrir aðalhlutverk og Olympia Dukakis fyrir leik sinn í aukahlutverki. Cher, sem verður nú að teljast meðal allra vinsælustu leikkvenna, leikur Lorettu Castorini, ekkju, sem býr í Brooklyn ásamt foreldrum sínum. Hún ákveður að giftast Johnny Cammareri sem er fyrirmynd ungra manna. En meðan hann er á Sikiley að hjúkra aldraðri móður sinni fellur Loretta fyrir öðrum í Cammareri- ljölskyldunni, manni sem ekki hefur alla þá kosti sem prýða Johnny. Fullt tungl er gamanmynd sem fæstum ætti að leiðast að horfa á. Cher fer á kostum og svo er einnig um aðra leikara og ber myndin þess greinileg merki að við stjórnvölinn er mjög hæfur maður. Kyle MacLachlan og Michael Nouri í hlutverkum sinum í Skelfinum. Laugarásbíó Skelfirinn Skelfirinn (The Hidden) er spennumynd sem ætti að fá hárin til að rísa á áhorfendum því myndin fjallar um veru utan úr geimnum sem kemur sér fyrir í likömum sakleysingja og þá er ekki sökum að spyrja að fólkið breytist til hins verra. Þemað er ekki nýtt. Má nefna Invasion Of the Body Snatchers sem gerö hefur verið tvisvar og fjallar um líkt efni. Aðal- hlutverkiö leikur Kyle MacLachlan. Þá er sjálfsagt að geta þess að Laugarásbíó sýnir stórmyndina Hróp á frelsi (Cry Freedom) hina mögn- uðu kvikmynd Richard Attenboroughs um aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku og þá sérstaklega ævi blökkumannaleiðtogans Steve Biko. HK Regnböginn Bless, krakkar Fyrir utan að frönsk kvikmyndavika er í Regnboganum er sýnd þar úrvalsmyndin Bless, krakkar, Au revoir, les enfants, kvikmynd sem hinn þekkti leikstjóri Louis Malle gerði og byggir á æskuminningum sínum. Fjallar myndin um tvo unga drengi sem ganga saman í kaþólskan klaust- urskóla. Annar þeirra er gyðingur og þegar nasistar hertaka Frakkland vofir yfir honum handtaka. Louis Malle, sem ekki hafði gert kvikmynd í heimalandi sínu í tíu ár, þykir hafa gert eftirminnilega kvikmynd sem á næman hátt lýsir náinni vináttu tveggja drengja á stríðstímum. Bless, krakkar fékk fyrir stuttu flest aðalverðlaun við afhendingu cesar-verðlaunanna sem í Frakklandi jafngilda óskarsverðlaunum. Þá má geta þess að á mánudaginn keppir hún um titilinn besta erlenda kvikmyndin við afhendingu óskarsverð- launanna. Stjömubíó Skólastjórinn Skólastjórinn (The Principal) fjallar um Rick Latimer sem er mis- heppnaður sonur, eiginmaður og kennari. Þaö kemur honum því á óvart þegar honum er boðin skólastjórastaða við skóla sem er harla óvenjuleg- ur. Það kemur sem sagt í ljós að nemendur gera yfirleitt aflt annað en að læra og stunda frekar íkveikjur, rán og eiturlyfjasölu. Latimer kynn- ist öryggisverðinum Jake Philips og saman ákveða þeir herferð gegn ofbeldismönnunum sem virðast allsráðandi innan veggja skólans. Aðal- hlutverkin leika James Belushi, Louis Gossett jr. og Rae Dawn Chong. Þá má geta þess að Stjörnubíó sýnir hina ágætu en nokkuð gamaldags sakamálamynd Einhver til að gæta mín (Someone to Watch over Me) sem fjallar um lögregluþjón sem fær það verkefni að gæta ríkrar konu sem er mikilvægt vitni í morðmáli. Regnboginn sýnir einnig níföldu óskarsverðlaunamyndina Siðasti keisarinn og ef einhver áhugamaður um kvikmyndir á eftir að sjá úrvals- mynd ítalska leikstjórans Bernardo Bertolucci þá er sem sagt enn tæki- færi en hún hefur verið sýnd nær látlaust síðan á jólum í Regnbogan- um. Sýningar > Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1 Lísbet Sveinsdóttir sýnir verk sín í Gall- erí Gangskör. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Henni lýkur sunnudaginn 10. apríl. Gallerí List, Skipholti 50b í galleríinu eru til sölu og sýnis ýmis listaverk. Opið kl. 10-18 virka daga. En um helgar frá kl. 14-18. Gallerí Langbrók, Bókhlöðustig 2, textílgallerí. Opið þriðjudaga til fóstu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí Nes, Nýjabæ v/Eiðistorg Opnaður hefur verið nýr sýningarsalur, Gallerí Nes, í verslunarhúsnæði Nýja- bæjar við Eiðistorg, III. hæð. Opið er virka daga kl. 16-19 og laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Gallerí Svart á hvítu Laugardaginn 16. apríl kl. 14 opnar í Gallerí Svárt á hvítu sýning á blýants- teikningum Valgerðar Bergsdóttur. Á sýningupni verða verk unnin á árunum 1987-1988, allt blýantsteikningar á papp- ír. Valgerður hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í samsýningum. Hafnargallerí, Hafnarstræti 4, Opnuð hefur verið sýning á 14 olímnynd- um eftir Ástu Guðrúnu Eyvindardóttur á loftinu í Bókaverslun Snæbjarnar. Sýn- ingin, sem er sölusýning, stendur til 24. aprfl. FIM salurinn, Garðastræti 6. Sýning Mattheu Jónas- dóttur, Vorvindar, verður opnuð laugar- daginn 16. aprfl kl. 14 og stendur tfl 1. maí. Kjarvalsstaðir við Miklatún Þar standa yfir þijár sýningar. Guð- mundur Björgvinsson sýnir málverk. Á vesturgangi sýnir Jens Kristleifsson landslagsverk og í Kjarvalssal sýnir Sig- ríður Pálsdóttir (Sússú) málverk, þetta er síðasta sýningarhelgi Sússúar. Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16, Guðbjartiur Gunnarsson sýnir myndir byggðar á ljósmyndum, þrykktar á mis- munandi litan pappír og handlitaðar með pastellitum. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og laugardaga og sunnudaga kl. 14-20. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opiö álla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru tfl sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðaflega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Safnið er opið'alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Leiösögn fer fram í fylgd sér- fræðings alla fóstudaga kl. 13.30-13.45. Kaflistofa hússins er opin á sama tima og safnið. Laugardaginn 16. aprfl kl. 15 verður opnuð sýning á verkum franska listmálarans Pierre Soulage. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg Ráðhildur Ingadóttir sýnir verk sín tfl 17. apríl. Norræna húsið Norræn farandsýning á efni úr norræn- um kortabókum verður opnuð laugar- daginn 16. aprfl kl. 15 í andyrri Norræna hússins og verður hún opin daglega kl. 9-19 tfl 8. maí. Sýnd verða kort og annað efni úr norrænum ritum. Nýhöfn, Hafnarstræti 18 Nú stendur yfir sýning á verkum Gerð- ar Helgadóttur myndhöggvara. Það er Lista- og menningarráð Kópavogs sem stendur fyrir sýningunni í tilefni af þvi að hinn 11. aprfl s.l. hefði Gerður orðið 60 ára. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16 Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið verður í vetur er, laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar geta pantað tíma í síma 52502 alla daga vikunnar. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Þjóðminjasafn íslands Nú stendur yflr sýning á teikningum skólabama í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýningin stendur fram í maí og er opin á venjulegum opnunartíma safnsins. Bókasafn Kópavogs, Liststofa Nú stendur yflr sýning á 18 ljósmyndum eftir Svölu Sigurleifsdóttur í Listastofu Bókasafns Kópavogs. Ljósmyndimar em teknar á seinustu sex árum á ísafirði og á Hornströndum. Myndefnið er fjöll, fugl- ar, sjór og fiskar. Myndirnar em svart- hvitar, litaðar með olíulitum. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið, mánu- daga til fóstudaga kl. 9-21, laugardaga kl. 11-14. Sýningin stendur til 15. apríl og er aðgangur að henni ókeypis og öllum heimill. AKUREYRI Gallerí Glugginn, Glerárgötu 34 Nú stendur yfir sýning á verkum Gunn- ars Amar, listmálara í Gallerí Glugga- num. Sýningin er opin daglega kl. 14-18. Lokað á mánudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.