Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Síða 3
FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988.
19
Dansstaðir
ABRACADABRA,
Laugavegi 116
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
ÁRTÚN,
Vagnhöfða 11, sími 685090
Gömlu dansarnir fóstudagskvöld kl.
21-3. Danssporið ásamt söngvurun-
um Ömu Karls og Grétari. Á laugar-
dagskvöldið nýju og gömlu
dansarnir, hljómsveitin Danssporið
ásamt Ömu Karls og Grétari.
BÍÓKJALLARINN
Lækjargötu 2, sími 11340
Gleðimunkarnir' leika af fmgrum
fram fóstudags- og laugardagskvöld,
opið kl. 22-3.
BROADWAY,
Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500
Lokað fóstudagskvöld fyrir almenn-
ing vegná einkasámkvæmis. Allt í
gamni með Ríó á laugardagskvöld.
CASABLANCA,
Skúlagötu 30
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
DUUS-HÚS,
Fischersundi, sími 14446
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld. Á sunnudagskvöld leikur Tríó
Kristjáns Magnússonar í Heita pott-
inum.
EVRÓPA
v/Borgartún
Diskótek fóstudagskvöld. Sálin hans
Jóns míns leikur fyrir dansi á laugar-
dagskvöld.
GLÆSIBÆR,
Álfheimum
Hljómsveitin Goðgá leikur fyrir
dansi fóstudags- og laugardagskvöld.
Opið kl. 22.00-3.00.
HOLLYWOOD,
Ármúla 5, Reykjavik
Á fóstudags- og laugardagskvöld
spila The Lonely Blue Boys fyrir
dansi, einnig kemur hljómsveitin
„mín“ fram.
HÓTEL BORG,
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími
11440
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
HÓTEL ESJA,
SKÁLAFELL,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík,
sími 82200
Dansleikir fóstudags- og laugardags-
kvöld. Lifandi tónlist. Tískusýningar
öll fimmtudagskvöld. Opið frá kl.
19-1.
HÓTEL ÍSLAND
Rokksýningin Allt vitlaust fóstu-
dagskvöld. KK-sextett leikur á
laugardagskvöld.
HÓTEL SAGA, SÚLNA-
SALUR,
v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221
Á fóstudags- og laúgardagskvöld
veröur sýndur söngleikurinn „Næt-
urgalinn - ekki dauður enn“ sem
byggist á tónlist Magnúsar Kjartans-
sonar í gegnum tíðina. Á Mímisbar
leika Einar Júlíusson og félagar.
LEIKHÚSKJALLARINN,
Hverfisgötu
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
LENNON
v/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
LÆKJARTUNGL,
Lækjargötu 2, simi 621625
í kvöld og annað kvöld snýst tónlist
tunglsins í takt við tilveruna undir
stjórn þeirra Hlyns og Dadda.
ÚTÓPÍA,
Suðurlandbraut
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
ÞÓRSCAFÉ,
Brautarholti, s. 23333
Síðasta helgi Tommy Hunt. Þýsk
helgi á vegum Amarflugs og Þórsc-
afé. Föstudags- og laugardagskvöld
verður boöið upp á þýskan mat og
þýska skemmtun.
ÖLVER
Álfheimum 74, s. 686220
Opið frá kl. 18-3 fóstudags- og laug-
ardagskvöld. Markó Póló spilar frá
kl. 21 fimmtudaga til sunnudaga.
AKUREYRI
SJALLINN
„Rokkskór og bítlahár" í Sjallanum
föstudags- og laugardagskvöld.
„Verkin sex, sem verða flutt eftir
mig á tónleikunum á sunnudag,
eiga það sameiginlegt að vera af
trúarlegum rótum runnin. Þar af
eru þrjú beinlínis við trúarlega
texta. Þau endurspegla afstöðu
mína til kristinnar trúar og um leið
eflaust þær tilfinningar sem bærast
í bijósti mínu.
Það má kannski segja að þetta sé
tónlist mikillar ástríðu og átaka.
Yrkisefni mín í tónlistinni eru yfir-
leitt ástin og dauöinn og þær
þjáningar sem óhjákvæmilega
tengjast ástinni og dauðanum.
Þetta er það sem raunverulega
skiptir mestu máli í lífi hvers
manns,“ segir Hjálmar H. Ragnars-
son, tónskáld og kórstjóri.
Á sunnudag
Á sunnudag kl. 17.00 verða tón-
leikar í Kristskirkju þar sem
sönghópurinn Hljómeyki og Mar-
teinn H. Friðriksson flytja kórverk
eftir Hjálmar undir stjóm hans
sjálfs.
Hjálmar hefur verið áberandi í
tónlistarlífi Reykjavíkurborgar á
Sönghópurinn Hljómeyki er skipaóur 12 atvinnusöngvurum. Undirleikari er Marteinn H. Friðriksson en stjóm-
andi Hjálmar H. Ragnarsson.
Hjálmar H. Ragnarsson:
Þjáning, dauði og ást
Á tónleikum í Kristskirkju næstkomandi sunnudag verða flutt sex verk
eftir Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld; Gamalt vers, Kvöldvísur um sum-
armál, Lauffall, Gloria, Credo og Ave Maria. DV-mynd KAE
síðustu árum. Eftir hann liggur
mikill fjöldi kórverka. Hjálmar hef-
ur einnig samið tónlist fyrir ein-
leikshljóðfæri og kammerhópa. Þá
hefur hann og verið afkastamikill
á sviði tónlistar fyrir leikhús og
sjónvarp og er skemmst aö minnast
tónhstar hans við uppfærslu Þjóð-
leikhússins á Yermu eftir Garcia
Lorca.
Glorla
- Hvenær byijaðir þú að semja trú-
arleg verk?
„Fyrsta verkið, sem ég gerði viö
trúarlegan texta, var verkið Gloria
og það var fyrir beiðni Dómkórsins
á árinu 1982.
Gloria er fom kristinn trúartexti.
Venjulega er hún tónsett sem gleði-
söngur sem táknar trúarvissu.
Fyrir mig var ekki hægt að horfast
í augu við þetta verkefni nema ég
geröi mér grein fyrir því fyrst hver •
væri afstaða mín til almættisins.
Þegar ég settist niður meö textann
fyrir framan mig gat ég ekki falsað
og þóst vera fullur trúarvissu. Þess
vegna er mín Glória, Gloria efa-
semdarmannsins. Hún lýsir í senn
flrringu og þjáningu nútíma-
mannsins. Hún er dapurleg í
byrjun og endi. En í miðkaflanum
opnast hún líkt og blómknappur
sem er að springa út. En einmitt í
þeim kafla er Drottinn ákallaður
um miskunn til handa okkur
mönnum.
Credo
Credo er samið við hinn latneska
texta trúaijátningarinnar. Verkið
samdi ég á síðasta ári fyrir Hljóm-
eyki. Credo er ofsafengið og ákaft
verk. Það er óp þess sem þráir og
hrópar til almættisins. Credo og
Gloria eru af sama toga þó ólík séu.
Annars vegar kyrrlátt og dapurlegt
verk og hins vegar ofsafengið verk.
Þau endurspegla manninn í vest-
rænu samfélagi, samfélagi sem
einkennist fyrst og fremst af skeyt-
ingarleysi fyrir tilfmningum og
rétti náungans.
í Ave Maria ríkir hins vegar
meira tilfinningalegt jafnvægi.
Verkið byggir á stefi sem ég samdi
upphaflega fyrir sýningu Leikfé-
lags Reykjavíkur á leikritinu
Agnes, bam Guðs. í verkinu er ég
að tala við Maríu guðsmóður og
þaö er hægara aö tala viö hana en
Drottin. Hún er í senn ímynd þess
mjúka í heiminum, fulltrúi kon-
unnar og móðurinnar. Hún er
éitthvað sem maður telur sig
þekkja og geta nálgast.
íslenskir textar
Hin verkin þijú eru gerð við ís-
lenska texta. Gamalt vers byggir á
gamalli íslenskri bæn sem ort var
í orðastað barns. Ég samdi það verk
upphaflega fyrir Háskólakórinn
árið 1980.
Kvöldvísur um sumarmál eru
skrifaðar fyrir Hamrahlíðarkórinn
1984 við texta Stefáns Harðar
Grímssonar. í þeim birtist undur-
falleg minning skáldsins um ást-
vinu sem hvarf honum. í ljóðinu
kemur fram einhver sú fallegasta
konumynd sem um getur í íslensk-
um skáldskap. í verkinu reyni ég
að samræma tónlistina anda text-
ans og orðum hans. Aliar myndlík-
ingar í textanum eiga sér
hliðstæður í tónlistinni.
Lauffall er gert við texta eftir
Snorra Hjartarson. Ég samdi þetta
verk í minningu Snorra sem var
náfrændi minn en hann lést á síð-
asta ári. Verkið var fyrst sungið
af Kristni Sigmundssyni við jarðar-
för skáldsins, 7. janúar 1987.“
Hollt hverjum listamanni
- Hvers viröi er það fyrir tónskáld
að halda tónleika á borð við þessa.
„Það er mjög hollt fyrir hsta-
manninn aö fá yflrlit yfir eigin verk
á einum tónleikum. Þá fær hann
betri yfirsýn yfir verkin. Annars
er hætta á því að maður sjái ekki
samhengið í eigin tónsmiðum.
Tónskáldið verður að kunna að
kasta í músíkinni. Ég hef samiö
verk og sett ofan í skúffu og reynt
að gleyma þeim. Metnaöarfyllsta
verk sem ég hefi nokkru sinni sa-
mið hafiiaði þar. Það var held ég
vel unnið og mikið í það lagt í öflum
smáatriðum en heildjn var hræði-
leg. En þetta verk hefur hins vegar
nýst mér sem aflgjafi margra ann-
arra tónverka."
-J.Mar
Heiti Pottuiinn:
TJÍÓ Kristjáns
Magnussonar
Á sunnudagskvöldið kl. 21.30
hefjast tónleikar með Triói Kristj-
áns Magnússonar í Heita pottinum
í Duus-húsi. Sérstakur gestur
kvöldsins er Þorleifur Gíslason
saxófónleikari.
Píanóleikarinn Krislján Magnús-
son hóf sinn hijómlistarferil
skömmu fyrir 1950. Hann hefur
leikið með fjölmörgum hijómsveit-
um í gegnum tíðina en lengst af var
hann með KK-sextettinum, eða á
annan áratug. Með tríói þessa gam-
alreynda píanista spilar trommu-
leikarinn Guömundur R. Einars-
son, sem haldið hefur fullum damþi
í áslættinum í 50 ár. Þriðji félagi
tríósins er kontrabassaleikarinn
Tómas R. Einarsson, sem djass-
unnendur ættu meðal annars að
minnast fyrir leik sinn á plötunni
Hinsegin blús sem kom út á síðast-
hðnu ári.
Þorleifur Gíslason hefur sphaö á
saxófóna í rúma tvo áratugi. Það
eru þó ekki nema tæplega 10 ár síð-
an hann varð verulega kunnur
meðal djassfólks. Þorleifur hefur
verið einn af aðalsólóistum Stór-
sveitar Ríkisútvarpsins síðasthðin
10 ár.
Kristján Magnússon, Tómas R. Einarsson og Guðmundur R. Elnarsson
munu skemmta gestum Heita pottsins um helgina.