Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Qupperneq 2
24 MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988. Iþróttir • Tómas Ragnarsson fer léttilega með fák sinn yfir samfastar Skodabifreiðar. DV-mynd E.J. • Sigurbjörn Bárðarson lætur Hræring stökkva yfir dúkað borð. DV-mynd E.J. • KVEIKJUHLUTIR • BREMSUKLOSSAR • STÝRISENDAR • HJÖRULIÐIR • HÖGGDEYFAR • ORYGGISBELTIFRA FYRIR FRAMSÆTI, AFTURSÆTI, BARNABELTI, BURÐARRLJMSFESTINGAR OG RALLBELTI. IVARA /A " ItúkJÚX wr HLIITIR Opið laugardaga kl.9-12. V A R A HLUTAVERS L U N I N S I Ð U M U L A 3 3 7 2 7 3 • VATNSDÆLUR • HJOLATJAKKAR • BUKKAR • HJOLKOPPAR • SÆTAÁKLÆÐI • AUKAHLUTIR Fjölbreyttar sýningar í Reiðhöllinni: Djarfhuga ofurknapar og fáguð glæsireið! Glæsilegar sýningar hestamanna vöktu mikla hrifningu meöal sýning- argesta í Reiðhöllinni um helgina. Djarfhuga ofurknapar og fáguð glæsireið í bland komu vel út og er greinilegt að þrátt fyrir ungan aldur Reiðhallarinnar hafa orðið miklar framfarir í sýningarhaldi þar. Fjölbreytni var aðalsmerki sýning- arinnar. Hestamenn svifu um á jóum sínum á öllum gangtegundum, marg- ir saman eða einir sér. Norðlenskir knapar og norðlenskir hestar voru áberandi á þessari sýningu. Stóð- hestasýning stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti var haldin á laugar- daginn þannig aö margir norðan- manna geröu góða ferð á Suður- landið. Norðlenskir knapar sýndu verðlaunahesta að norðan en einnig komu fram norðlenskir kvenknapar og norölenskir hrossaræktendur. Slökkt í alelda ofurknapa með handslökkvitækjum Knapar í Félagi tamningamanna settu og svip sinn á mótið og tengd- ust flestum atriðum sýningarinnar. Að öðrum atriðum ólöstuðum vakti alls konar sprell mesta athygli. Póló- hð hafnfirskra hestamanna, sem kepptu undir merkjum íþrótta- bandalags Akraness og Fimleikafé- lags Hafnarfjarðar, áttust við og sigr- uðu höin til skiptis. Hetjuatriði Úlf- ars Guðmundssonar, sem lét hest draga sig út úr hölhnni logandi enda á milli, þótti djarft, sérstaklega þegar Úlfar missti takið á bandinu, sem hann var dreginn í, þannig að hann lá eftir á jörðinni alelda. Hjálpar- menn hans brugðust skjótt við, geystust inn í salinn með hand- slökkvitæki og slökktu samstundis í Úlfari sem lét sér hvergi bregða. Fé- lagar í Stjörnuklúbbnum, Tómas Ragnarsson, Orri Snorrason og Þórð- ur Þorgeirsson létu hesta sína stökkva yfir eldveggi og Skodabif- reiðar og Sigurbjörn Bárðarson lét hestinn Hræring stökkva yfir dúkað borð. Skeiðsýningar undir dynjandi tón- list ollu skjótum viðbrögðum hjá áhorfendum og var ávaht klappað mikið er Aðalsteinn Aðalsteinsson lét hinn kunna vekring Börk draga kerru á eftir sér á flugskeiði. Á milli var rólegra yfirbragð á sýningum. Kristinn Hákonarson lét hestinn Snata leggjast og lét hann leika ýms- ar kúnstir sem hingað til hafa verið kallaðar hundakúnstir. Snati velti sér, hoppaði og skoppaði. Strump- arnir sáust á ferh og krakkar úr Reiðskólanum í Vestra-Geldingaholti sýndu ýmsa leikfimi á hesti sem var stjórnað með löngum taumi af Annie Sigfúsdóttur. Ræktunarmenn hylltir Ræktunarmennimir Sveinn Guð- mundsson, Jón Guðmundsson, Sig- urður Haraldsson, Gísli Höskulds- son, Jón Bergsson og Magni Kjart- ansson voru hylltir sérstaklega enda eru hross frá þeim í fremstu viglínu á öhum stórmótum þar sem íslensk hross eru samankomin. Ungar stúlkur erlendar, sem hafa tekið sér bólfestu á íslandi og skapað sér nafn meðal íslenskra knapa, sýndu nokkra góðhesta og kvenknapar sýndu tölthesta. Einnig voru sýnd þekkt og óþekkt kynbóta- hross. Eftir þvi sem sýningum fjölgaði slípuðust hestar og menn, jafnt þeir sem tóku beinan þátt í sýningum og hinir sem sáu um að stjórna og störf- uöu viö sýninguna. Það er greinilegt að ýmislegt er hægt að gera þegar sýningar eru annars vegar. Atriði þurfa að vera stutt og hnitmiðuð, jafnt stórsýning- ar margra hesta og knapa sem og einstakhngsatriöi, sprell og róman- tík. Þekktur hestamaður hefur stungið upp á því að burtreiðar verði á dagskrá næst þegar haldin er sýn- ing. Það er ekki vitlaus hugmynd. E.J. • Halla Margrét Jónsdóttir söng hægt og hljótt, böðuð eltiljósum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.