Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Side 6
SVONA GEfíUM VIÐ
28
óhreinindi festist viö rúöur
og Ijós.
íþróttir
Tíu ára bið KR-inga á enda:
Ross er
masttur!
- Pétur afgreiddi Fram með tveimur mörkum
Ian Ross er mættur til starfa í vest-
urbænum, þaö fer ekki á milli mála.
Skotinn, sem leiddi Val til tveggja
íslandsmejstaratitla á síðustu fjórum
árum, var ekki lengi aö binda enda
á tíu ára biö KR-inga eftir titli - í
gærkvöldi tryggðu hinir nýju læri-
sveinar hans sér sigur í Reykjavíkur-
mótinu með mjög sannfærandi sigri
á Fram, 2-0, að viðstöddum um 1500
áhorfendum á gervigrasinu. Og sá
sigur bar vörumerki Ross því KR-
ingar böröust af gífurlegum krafti
allan tímann og gáfu Frömurum
aldrei stundlegan frið til að byggja
upp sóknir. Og - vesturbæingar
höföu Pétur Pétursson.
Pétur skoraöi bæði mörkin. Það
fyrra gerði hann á 14. mínútu, fékk
þá góða stungusendingu frá Þor-
steini Halldórssyni og renndi boltan-
um yfirvegað framhjá Birki mark-
verði. Seinna markið, á 49. mínútu,
var sérlega glæsilegt. Sæbjörn Guð-
mundsson tók hornspyrnu frá hægri,
boltinn lenti í miðjum teig og spýttist
að stönginni fjær. Þar kom Pétur,
kastaði sér fram og skallaði af krafti
beint upp undir markvinkilinn, 2-0.
Með því voru úrslitin svo gott sem
ráðin.
Besta færi Fram í leiknum kom á
20. mínútu þegar Guömundur Steins-
son komst inn fyrir vörn KR, lyfti
boltanum yfir Stefán Arnarsson
markvörð en boltinn datt aftan á
þaknetið. Annars gaf flrnasterk vörn
KR með Þorstein Guðjónsson sem
besta mann lítinn höggstað á sér.
„Liðinu hefur farið fram með
hverjum leik og það var allt annað
að sjá til strákanna en í fyrri leiknum
gegn Fram. Þeir hafa æft mjög vel,
lagt meira að sér en áður, og nú sjá
þeir uppskeruna af því. Þetta var
hörkuleikur og lofar góðu fyrir
sumarið enda þótt gervigrasið bjóði
ekki upp á sérlega góða knattspyrnu
og mörk Péturs voru virkilega góð.
Ég er sérlega ánægður með að þessir
strákar skuli loksins vinna eitthvað.
Ég spurði þá fyrir leikinn hvað þeir
ættu af verðlaunapeningum og að-
eins Sæbjörn átti einn, tíu ára gaml-
an!“ sagði Ian Ross í samtali við DV
eftir leikinn í gærkvöldi.
Þetta var fyrsti titillinn sem KR
vinnur í meistaraflokki í tíu ár, síð-
ast varð félagið Reykjavíkurmeistari
og 2. deildarmeistari árið 1978. Haldi
liðið áfram á þessari braut hefur þaö
burði til að bæta frekar við safniö í
ár.
-VS
• Haraldur Ingólfsson, ÍA, skýlir boltanum fyrir Óla Þór Magnússyni, Kefl-
vikingi. DV-mynd Ægir Már Kárason
Litli bikarinn:
Farrell sá um
Skagamennina
Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjum;
Keflvíkingar tryggðu sér sigur í
litlu bikarkeppninni í knattspyrnu á
laugardaginn þegar þeir unnu Akur-
nesinga 1-0 í úrslitaleik sem fram fór
í Keflavík.
Leikurinn var furðu góður miðað
við aðstæður, rigningu og strekking.
Skagamenn sóttu talsvert undan
vindinum í fyrri hálfleik en síðan
snerist dæmið viö eftir hlé. Það var
Englendingurinn Peter Farrell sem
skoraði sigurmark ÍBK á þriðju mín-
útu síðari hálfleiks.
MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988.
MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988.
29
• Guðmundur Steinsson, Fram, og Willum Þórsson, KR, heyja skallaeinvígi í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Ekki má á milli sjá
hvor hefur betur en Wiilum og félagar höfðu undirtökin í leiknum og unnu nokkuð öruggan sigur. DV-mynd Brynjar Gauti
Tillaga um inntöku eriendra leikmanna var felld:
Engir útlendingar
í úrvalsdeildinni
á næsta leikári
- breytt keppnisfýrirkomulag í úwalsdeildinni
Ársþing Körfuknattleikssambands
íslands fór fram um helgina. Voru
flölmörg mál tekin fyrir og bar þar
einna hæst tillögu fráfarandi stjórn-
ar þess efnis heimila erlenda leik-
menn að nýju í úrvalsdeildarkeppn-
inni. Sú tillaga náði ekki fram að
ganga og var hún felld með yflrgnæf-
andi meirihluta í leynilegri atkvæða-
greiðslu. Féllu atkvæði þannig aO 28
voru hugmyndinni andvígir en 14
voru henni hlynntir.
Breytt keppnisfyrirkomulag
Þá kom fram á þinginu tillaga um
breytt keppnisfyrirkomulag í úrvals-
deildinni. Var tillagan þróuð áfram
og samþykkt í þeirri mynd aö tíu lið
munu spila í deildinni á næsta tíma-
bili í stað níu. Verður leikið í tveimur
fimm liða riðlum og í þá raöað með
hliðsjón af styrkleika sjálfra liðanna.
Riðlarnir eru þannig:
A-riðill
Haukar, ÍBK, KR, ÍR og Tindastóll.
B-riðill
UMFN, Valur, UMFG, Þór og UBK
eða ÍS.
Leikin verður flórfóld umferð inn-
an hvors riðils og síðan spila lið úr
A-riðli við félög úr þeim gagnstæða,
heima og heiman. Fjögur lið, þau tvö
efstu úr hvorum riðli, eigast síðan
sérstaklega við í úrslitakeppni. Þar
verður keppt með því móti að efsta
liðiö úr riðli A glímir við annað besta
liðið úr riðli B og öfugt.
Þau lið sem fyrr vinna tvo leiki
mætast síðan í úrslitum um meist-
aratitilinn og hreppir það félagið tit-
ilinn sem fyrr vinnur tvo leiki.
Kolbeinn Pálsson tekur við for-
mennsku hjá KKÍ.
Ný stjórn kjörin
Ný stjórn tekur við störfum í kjöl-
far þessa þings KKÍ. Breyting þess
efnis að láta sjö menn sitja í stjórn í
staö fimm og þrjá varamenn í stað
tveggja var jafnframt samþykkt. Sú
lagabreyting er þó háð samþykki
íþróttaþings ÍSÍ sem mun fara fram
'í haust.
Þessir menn voru kjörnir í stjórn-
ina:
Kolbeinn Pálsson formaður, Einar
Bollason, Siguröur Hjörleifsson,
Kristinn Albertsson og Ingvar Krist-
insson. Þeir Gunnar Þorvarðarson
og Kristinn Stefánsson voru einnig
kosnir en teljast varamenn þar til
íþróttaþing ÍSÍ samþykkir lagabreyt-
inguna. Varamenn eru Kolbrún
Jónsdóttir, Eiríkur Sigurðsson og
Friðrik Jónsson.
Þá má geta þess að á þinginu var
samþykkt sérstaklega að styrkja þau
félagslið er taka þátt í Evrópu-
keppni. Felst styrkur KKÍ í aö bera
kostnað af dómgæslu á heimaleikj-
um íslensku liðanna en hingaö þurfa
að koma dómarar erlendis frá.
-JÖG
íþróttir
Knattspyma:
Skúli í
uppskurð
Einar Ásbjöm meiddur
Ægir Már Kárason, DV, Suðumasjum;
Skúli Rósantsson, leikmaður
með 1. deildar liði ÍBK, þarf að
gangast undir uppskurö vegna
meiðsla á hné. Hætta er á að hann
missi þar með að mestu af kom-
andi keppnistímabili.
Einar Asbjörn Ólafsson, sem er
nýgenginn yfir í ÍBK úr Fram,
meiddist á sinni fyrstu æfingu
með liðinu en ætti að vera orðinn
heill þegar hann verður löglegur
um næstu mánaðamót.
Norska knattspyman:
Aftur töp
hjá Moss
og Brann
Liðum íslendinganna gekk illa
í 2. uraferö norsku 1. deildarinnar
í gær, rétt eins og i fyrstu um-
ferðinni, og bæði máttu þola sitt
annað tap.
Gunnar Gíslason og félagar í
meistaraliði Moss töpuöu óvænt
á heimavelli fyrir nýliöunum
Djerv 1919, leikurinn endaði 0-1.
Brann, lið Bjarna Sigurðssonar,
tapaði fyrir Kongsvinger á úti-
veiii, 1-0.
-VS
Reykjavíkurmótið í knattspymu:
Víkingar nældu í
bronsverðlaunin
unnu Valsmenn, 1-0
„Arangur okkar í Reykjavíkur-
mótinu sýnir að við erum á svipuðu
reki og hin Reykjavíkurliðin í fyrstu
deildinni, Valur, KR og Fram. Við
getum því verið bjartsýnir á sumar-
ið. Okkur fer fram með hverjum leik
og ég veit að það veröur stígandi í
þessu hjá okkur í sumar.“
Þetta sagði Jóhann Þorvarðarsou,
fyrirliði Víkings, í spjalli við DV en
Hæðargarðsliðið hreppti brons í
Reykjavíkurmótinu með því að
leggja Valsmenn að velli á laugardag.
Gerðu Víkingar eitt mark en Vals-
menn ekkert.
Mark Hæðargarðsliðsins kom í
fyrri hálfleiknum, há og löng sending
kom inn í vítateig Vals og féll boltinn
fyrir fætur Hlyns Stefánssonar.
Þrumaði hann boltanum í stöngina.
Af henni hrökk knötturinn til Andra
Marteinssonar sem kom honum í
opið markið.
Viðureignin tók annars lit af háv-
aðaroki mestan hlutann úr fyrri hálf-
leik en eftir hléið lægði og brá þá
fyrir samleiksköflum annað slagiö.
Fengu þá bæði liðin færi sem ekki
tókst að nýta.
-JÖG
Styrkur fyrir Skagamenn:
Ólafur orðinn heill
Ægir Mar Kárason, DV, Suöumesjum;
Allar líkur eru á því að Kefl-
víkingurinn Ólafur Gottskálks-
son geti leikiö í marki Skaga-
manna gegn Leiftri í 1. umferð
1. deildarinnar í knattspyrnu
um næstu helgi.
Ólafur ökklabrotnaði í leik
með ÍBK I úrvalsdeildinni í
körfuknattleik seinni part vetr-
ar og litlar líkur voru taldar á
að hann gæti haflð íslandsmó-
tiö með Skagamönnum. En
hann lék í marki þeirra seinni
hálfleikinn gegn ÍBK i Litlu bik-
arkeppninni á laugardaginn og
i spjalli við DV sagðist Ólafur
mjög bjartsýnn á að geta leikiö
gegn Leiftri á sunnudaginn
kemur.
Hlynur Stefánsson átti þrumuskot i markstöng Vals í leik Vals og Vikings á laugar-
dag. Að baki honum á myndinni standa þeir Ingvar Guðmundsson og Óttar Sveinsson.
DV-mynd Brynjar Gauti
Stórieikur Fram og Vals í 1. umferð:
Frestun eða gewígras?
Svo kann að fara að stórleikur 1. um-
ferðar íslandsmótins í knattspyrnu næsta
mánudagskvöld, milli íslandsmeistara
Vals og bikarmeistara Fram, verði leikinn
á gervigrasvellinum í Laugardal. Þá yrði
brotið blað í sögu 1. deildarinnar því til
þessa hefur enginn leikur í henni farið
fram á gervigrasi.
Framarar, sem eiga heimaleik, eru
hlynntir því að leikið verði á gervigrasinu
en Valsmenn eru því andvígir. Mótanefnd
þarf að taka afstöðu til málsins en frestun
er slæmur kostur fyrir hana vegna þess
hve þétt er leikið í sumar.
Sýnt er að leik KA og Þórs í 1. umferö
verði frestað fram í júní þar sem vellirnir
á Akureyri eiga langt í land og sömuleiðis
hafa Valsmenn hug á að fá sínum fyrsta
heimaleik, gegn Leiftri í 2. umferð þann 19.
maí, frestað af sömu ástæðum.
-VS
BMW 318i, árgerð 1987, 4 dyra,
ekinn aðeins 13.000 km, sjáíf-
skiptur, vökvastýri, áifelgur,
sumar-/vetrardekk, útvarp/seg-
ulband, litur steingrár. Skipti
gætu komið til greina á ódýrari
bifreið, einnig greiðsla með
skuldabréfi. Verð 1.000.000.
GMC JIMMY, árgérð 1987, einn
með öllu, ekinn 20.000 km, ál-
felgur, rafmagn í rúðum og
læsingum, cruisecontrol, leðurá-
klæði, 6 cyl., sjálfskiptur o.fl. ofl.
Skipti gætu komið til greina á
nýlegum fólksbíl. Verð
1.340.000.
Mercedes Benz 190 E, árgerð
1984, gullfallegur, hvítur, ekinn
108.000 km, ABS bremsukerfi,
beinskiptur, vökvastýri, sóllúga,
álfelgur, útvarp/segulband, höf-
uðpúðar að aftan. Skipti gætu
komið til greina á ódýrari smábil.
Verð 980.000.
GLÆSIVAGNAR Á G
MMC Pajero, turbo, dísil, lengri
gerð, 1986, ekinn 78.000 km, 5
gíra, vökvastýri, breið dekk og
White Spoke felgur, hvort
tveggja nýtt, aukadekk á felgum,
útvarp/segulband, litur brúnn.
Skipti gætu komið til greina á
ódýrari bifreið, einnig greiðsla
með skuldabréfi. Verð
1.090.000.
OPIÐ LAUGARDAG
KL. 10-17.30.
Subaru 1800 station, 4x4, árgerð
1988, ekinrt aðeins 5.000 km,
sjálfskiptur, vökvastýri, rafmagn
í rúðum og speglum, centrallæs-
ingar, útvarp/segulband, sílsa-
listar, litur rauður. Skipti gætu
komið til greina á ódýrari nýleg-
um bíl. Verð 850.000.
Subaru Justy J-12, 4x4, árgerð
1987, sem nýr, ekinn aðeins
3.000 km, álfelgur, 5 gíra, topp-
lúga, sumar/vetrardekk, útvarp/
segulband, litur blár/silfur. Engin
skipti, aðeins bein sala. Verð
460.000.
Væntanlegir kaupendur ath.:
Mikið úrval nýlegra bifreiða á
söluskrá. Verð við flestra hæfi.