Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1988, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1988, Qupperneq 1
. v Blýlausa bensínið: Flest bíla- umboðin hafa létt áhyggjum af bíleig- endum Áhyggjum flestra bíleigenda ætti nú að vera lokið hvað varðar notkun nýja, blýlausa bensínsins. Síðustu daga hafa birst auglýsingar frá bíla- umboöunum um þaö hvaða bílar frá þeim megi nota þetta nýja bensín og hveijir ekki. Það var Toyota sem reið myndar- lega á vaðið með greinargóðri aug- lýsingu og síðan fylgdu aðrir í kjöl- farið. Það fór fram hjá umsjónar- manni DV-Bíla, þegar flallað var um þessar upplýsingar frá bifreiðaum- boðunum um síðustu helgi, að þá hafði Hekla hf. þegar dreift upplýs- ingunum til bensínstöðva í staö þess að birta auglýsingu eins og flest hinna umboðanna. Enn eru þó bifreiðainnflytjendur sem eiga eftir að gera kaupendum bíla frá þeim grein fyrir því hvaða bensín þeir mega nota. Ljós allan daginn fækka slysum Talsverð umræða hefur átt sér staö að undanfórnu um ljósanotkun allan sólarhringinn. Mönnum hefur sýnst sitt hvað um þessa ákvörðun eins og gerist og gengur. En hvenær og hvar skyldi mönnum fyrst hafa dottið í hug að láta ökuljósin loga á daginn? Þetta má rekja allt il ársins 1961. Þá var í gangi herferð i umferðarör- yggismálum og meðal annars var lögð áhersla á að ökumenn hefðu Ijósin kveikt. Það voru síðan aðrir aðilar í Bandaríkjunum sem héldu áfram að leggja áherslu á mikilvægi ökuljósa. yUMFERÐAR RAÐ En hverju breytir ljósanotkunin? í nýrri skýrslu frá sænskri rann- sóknastofnun um vega- og umferðar- mál er einmitt fjallað um þetta at- riði. Spurningin sem leitast er við að fá svar við er: Hefur ljósanotkun á daginn einhver áhrif á umferðarör- yggi? Niðurstöður þessarar könnunar eru, að 'bílar sjáist mun betur séu ljósin kveikt, þá fækki slysum þar sem fleiri en tveir bílar koma við sögu og síðast en ekki síst, fækkar slysum á gangandi fólki og hjólreiða- mönnum með ljósanotkun á daginn. Niðurstaða rannsóknarinnar er í stuttu máli sú, að mjög sterk rök mæh með ljósanotkun allan sólar- hringinn og fátt eitt ef nokkuð bendi til annars. Nefnt hefur verið að slys- um hafi að jafnaði fækkað um 11 prósent með tilkomu ljósanotkunar. she Nýtt útlit á bil sem flestir þekkja í sjón eftir rækilega umfjöllun siðustu daga - Saab 9000 CD. Nú hefur Saab brotið upp fyrri hefð og komið fram með hefðbundinn þriggja kassa bil, eða fólksbil með venjulegu „skotti". Á minni myndinni sést opinn blæjubíll af gerðinni Saab 900 Turbo sem sérstaklega var fenginn hingað til lands vegna kynningarinnar á nýja 9000-bilnum, en hún byrjar í dag og mun standa hjá Glóbus í Lágmúlanum næstu viku. Ekki er annað að sjá en bíllinn hafi hentað vel í blíðviðrinu í gær. DV-mynd KAE Saab 9000 CD - nýtt útlit á vel heppnuðum bíl - sjá næstu opnu Charade CX árg. 1987, 4 dyra, 4 gira, útv./kassetta, koppar, dökkgrár met- allic, ek. 20.000 km. Verð 390.000. Charade TX árg. 1986, 3 dyra, 5 gíra, tvílitur dökkblár/silfurgrár, ek. 27.000 km. Verð 325.000. Daihatsu Cuore árg. 1986, 5 dyra, 5 gíra, framdrif, útv./kassetta, liturblár, ek. 37.000 km. Verð 260.000. Daihatsu Charade CX árg. 1988, út- varp/segulband, rauður, ek. 25.000 km, 5 gira. Verð 450.000. Daihatsu Rocky Wagon disil turbo árg. 1985, vél 2800 cc 4wd, dökk- blár/silfurgrár, ek. 24.000 km aðeins, álfelgur, rafspil, útvarp og segulband. Verð 950.000. Daihatsu Charmant LE 1600 árg. 1986, dökkblár, ek. aðeins 9.000 km, útv./kassetta. Verð 490.000. Daihatsu Charade CS árg. 1984, 5 gíra, koppar, gulur, ek. aðeins 27.000 km. Verð 250.000. a Daihatsu Cab Van árg. 1985, fjór- hjóladrifinn, útv./kassetta, vínrauður, m/gluggum og aftursæti, ek. 55.000 km. Verð 360.000. Opið frá kl. 9-18 virka daga 13-17 laugardaga Daihatsu Rocky dísil 2800 cc árg. 1985, hvitur, ek. 23.000 km, álfelgur, útv./kassetta. Verð 850.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.