Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1988, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1988, Page 2
34 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988. BQar f—ÚRVALS NOTAÐIR---1 TEGUND ARG. EKINN VERÐ Isuzu Trooper LS, 4 dyra 1988 2.000 1.335.000 OLS. M. Calais Brough. 1987 11.000 1.100.000 Ch. Monza SL/E, beinsk. 1987 15.000 495.000 Pontiac Grand Am 1987 21 .OOOrn 890.000 Toyota Carina II, 5 gíra 1987 480.000 Mmc Pajero, styttri 1986 44.000 850.000 Toyota Corolla, 2 dyra 1985 67.000 360.000 Ford Fiesta 1984 25.000 250.000 Honda Accord EX 1982 76.000 330.000 BMW316 1982 72.000 310.000 Opel Kadett, sjálfsk. 1982 62.000 235.000 Saab 99 GLI 1981 96.000 220.000 Toyota Tercel,4x4 1984 54.000 430.000 Ch. Blazer S10, m/öllu 1985 40.000m 990.000 Ch. Monza SL/E, sjálfsk. 1987 12.000 565.000 MMC Colt GLX1500 1986 39.000 300.000 Mazda 323,5 dyra 1984 72.000 250.000 Opel Corsa LS, 3 d. 1987 36.000 330.000 Ch. Monza SL/E, 4d. 1986 38.000 430.000 Range Rover 1982 81.000 800.000 Scout II, 4 cyl. m/vökvast. 1980 88.000 390.000 Bein lína - notaðir bílar 39810 Opið laugardag frá kl. 13-17 BSLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 BILAR DAGSINS TEGUND ARG. EKINN Lada1300 1985 26.000 Lada Safir 1987 31.000 Lada Safir 1986 30.000 Lada Canada 1984 55.000 Lada Samara 1987 22.000 Lada Samara 1986 23.000 Lada Lux 1986 26.000 Lada Lux 1985 37.000 Lada station 1985 26.000 Lada Sport 1988 10.000 og miklu fleiri Ath. góð greiðslukjör. Opið 10-16. Einnig á staðnum Pontac Grand Am 1985 og Jeep Cherokee 1984 á góðum kjörum B í I a& Vélsleðasalan BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR 84060 % m 681200 Suðurlandsbraut 14 Kynning á Saab 9000 CD: Nýtt en sígilt útlit - hljóðlátur og rásfastur á vegi Frændur vorir Svíar hafa þótt heldur íhaldssamir hvaö varöar bíla- smíði og því vakti það nokkra at- hygli fyrr í vetur þegar Saab kynnti nýja gerö af 9000-bílnum með mikilli viöhöfn í Nice í Suður-Frakklandi, eins og áður hefur verið sagt frá í DV-Bílum. Heldur hefur dregist að þessi nýi bíll kæmi hingað til lands en nú er komið að því og mun hann verða kynntur á sérstakri sýningu hjá umboðsaðila Saab á íslandi, Glóbus hf„ í þessari viku. Af því tilefni er rétt að riíja upp þau kynni sem feng- ust af reynsluakstri um frönsku Rivi- eruna fyrr í vetur. Sú meginbreyting, sem er á þessum nýja bíl, 9000 CD, frá eldri gerðinni, er sú að með honum hefur Saab kom- ið fram með hefðbundinn þriggja kubba bíl, eða bíl með venjulegu skotti, í stað stóra afturhlerans sem var bæði á 900 og 9000-bílunum fram að þessu. Mun hljóölátari í tilefni af kynningunni í Nice höfðu Saab-verksmiðjumar flutt um hundrað CD-bíla til frönsku Rivier- unnar og það var harla tilkomumikið að sjá þá alla standa í einni röð í morgunsólinni á Promenade de Anglais, aðalgötunni í Nice, tilbúna til reynsluaksturs. Bíllinn sem okkur Gísla Sigurðs- syni Lesbókarritstjóra var úthlutað til reynsluaksturs þennan sólbjarta janúarmorgun við Miðjarðarhafið reyndist vera sjálfskiptur og að sjálf- sögðu búinn mengunarvörn eins og allir góðir bílar eiga víst að vera þessa dagana í Evrópu. Sjálfskipting- in og mengunarvömin gera sitt til að draga vígtennurnar úr þessum spræka bíl en samt er nóg eftir til að þjóta eftir hraðbrautinni vestur frá Nice í átt til Cannes þar sem kvik- myndastjömurnar baða sig árlega í dýrðarljóma kvikmyndahátíðarinn- ar. Þar sem hér er ekki í raun um nýjan bíi að ræða heldur aöeins ann- að útlit á bíl, sem við höfum fjallað um hér á þessum síðum, þá er rétt að bíða með frásögn af raunveruleg- um reynsluakstri þar til tækifæri gefst til að reyna bílinn við íslenskar aðstæður. Á hinn bóginn er rétt að gera grein fyrir þeirri tilfmningu sem fékkst viö þennan 250 kílómetra reynsluakstur í átt til Aix en Proven- ce og aftur til baka til Nice. Aðalbreytingin á bílnum, sem fyrst kemur í ljós, er hve hljóðlátur hann er orðinn. Nú berst veghljóðið ekki lengur inn með stórum afturhleran- um heldur sér góð hljóðeinangrunin um að halda öllu veghljóði víðs fjarri. Það var ekki fyrr en mesti hugsan- legur hámarkshraöi á íslandi hafði verið tvöfaldaður að það fór lítiö eitt að hvína í bílnum og vindur guðaði á glugga. Annað sem græðst hefur við þessa breytingu er það að nú er kominn styrktur gafl fyrir aftan aftursætið sem gerir þílinn mun stöðugri í akstri þar eð yfirbyggingin nær ekki að vinda upp á sig heldur situr bíllinn eins og límdur við yfirborð vegarins. Bestur að innan Saab 9000 var, eins og flestir bíla- áhugamenn vita, hannaður samtímis Lancia Thema, Fiat Croma og Alfa Romeo 164. Af þessum bílum, eða þeim sem ég hef kynnst, því Alfan hefur ekki enn komist undir mínar hendur, þá er Saabinn best heppnað- ur hvað innanrýmið varðar. Sam- kvæmt alþjóðlegum stöðlum eru bíl- ar flokkaðir í stærðarflokka. í slíkri flokkun telst Saab 9000 CD stór bíll, gagnstætt bílum eins og Volvo 760 og Audi 200 og fimmunni frá BMW, sem teljast bílar í millistærðarflokki. Fótarými í þessum bíl telst yfirdrif- ið, bæði hvað varðar fram- og aftur- sætisfarþega. Sætin eru heill kapítuli út af fyrir sig. Þau hafa fengið hrós á hrós ofan í erlendum bílablöðum og verið meðal þeirra punkta sem dregið hafa bílinn hvað mest upp á viö í stigagjöf í erlendum bílaprófun- um. Að sjálfsögðu eru þau upphituð þannig að á köldum morgni þarf ekki annað en að kveikja á rofa og morg- unhrollurinn er á bak og burt. Saab hefur einnig haldið sérstöðu hvað varðar stjórntæki og mælaborð og lítt eða ekki beygt sig undir þá þróun, sem verið hefur að ryðja sér til rúms í bílaheiminum undanfarið, að æ fleiri bílar, jafnvel japanskir, koma nú fram á sjónarsviðið með „þýskum" mælaborðum. Með þessu á ég við að mælaborð og stjómtæki æ fleiri þíla eru farin að draga dám af þeim staðli sem þýskir bílafram- leiðendur virðast hanna bíla sína eft- ir. Sérlega rásfastur Svo mikið hefur þegar verið íjallað um Saab 9000 áður hér í DV-Bílum, Farangursrýmið er með því stærsta sem gerist á bílum í þessum stærðar- flokki eða um 512 lítrar. TOYOTA LANDCRUISER II Nýr LandCruiser bensínbíll til sölu. Upplýsingar í síma (91)-71316 TIL SÖLU SCANIA AJOKKI 53 stillanleg sæti, ekinn 30.000, þ.á. Scania 740 vél, skoöuð '88 (vantar sjúkrakassa + neyðarút- gangsskilti, þess vegna grænn miði). Nýjar hliðar, tvöfalt litað gler. Nýjar lestir, loftræstikerfi og miðstöð um allan bíl (tímastillanleg) o.fl. Nýlega sprautaður. Mjög góður bíll. Verð 1.550 þús., fæst á skulda- bréfi, ýmisskipti möguleg. Góðurstaðgreiðsluafslátt- ur. Uppl. í síma 686010 - 686030 Bílakaup, Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.