Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1988, Síða 8
40
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988.
DV
Bflar
Umferðarmerkingar
við vinnusvæði
Lélegar og rangar merkingar vegna framkvæmda við lýsingu á Vesturlandsvegi eru kveikjan að þessari umræöu
um umferðarmerkingar á vinnusvæðum.
„Það var mál til komið að taka á
þessu máli. Merkingar í kringum
vinnu á götum eða við þær eru oftast
nær út í hött, engar eða svo kjánaleg-
ar að enginn fer eftir þeim,“ sagði
atvinnubílstjóri sem hafði samband
við DV-Bíla eftir síðustu helgi. Hann
var þar að ræða um baksíðugrein
blaðsins þar sem fjallað var um for-
kastanlegar merkingar vinnuflokks
er setti upp götulýsingu við Vestur-
landsveg.
DV-Bílum hefur einnig borist bréf
frá umferðardeild lögreglunnar í
Reykjavík sem hér er birt í heild
saxnkvæmt beiðni. Jafnframt er rétt
að taka fram að viðkomandi verktaki
hefði átt að leita heimildar fyrir
merkingum viö þetta tiitekna verk
til vegamálastjóra en ekki lögregl-
unnar þar sem Vesturlandsvegur
telst til þjóövega.
Bréf lögreglunnar er svohijóðandi:
Undirritaður vill þakka fyrir grein
í Dagblaðinu-Vísi sl. laugardag þar
sem vakin er athygh á ófullnægj-
andi, röngum og ótímabærum merk-
ingum vegna framkvæmda á Vestur-
landsvegi nýverið. Lestur greinar-
innar ætti að verða mörgum mannin-
um umhugsunarefni.
í framhaldi af þessari grein vill
undirritaður biðja um að vekja at-
hygli þessara sömu aðila á eftirfar-
andi greinum umferðarlaga og lög-
reglusamþykktar:
** 85. gr. umferðarlaga: Lögreglu-
stjóri skal sjá um, að merki samkv.
1, mgr. 84. gr. [dómsmálaráðherra
setur reglur um gerð og notkun um-
ferðarmerkja, umferðarljósa og
hljóðmerkja og annarra merkja á eða
við veg tfl stjómunar á eða leiðbein-
ingar fyrir umferð, svo og hvað þau
táknaj verði sett á eða við veg, þar
sem sérreglur gilda um umferð eða
þörf er á tfl stjómunar eða leiðbein-
ingar. Vegamálastjóri skal þó sjá um,
að slík merki veröi sett á eða við þjóð-
veg utan kaupstaða og kauptúna og
sýsluveg.
Eigi má án leyfis lögreglustjóra
(vegamálastjóra) setja merki skv. 1.
mgr. 84. gr. á eða við veg.
86. gr. umferðarlaga: Þar sem vega-
vinna fer fram eða vegi raskaö af
öðrum ástæðum, þannig að hætta
stafi af, er þeim, sem stjórna verki,
skylt að sjá um, að staðurinn verði
merktur á fullnægjandi hátt.
77. gr. umferðarlaga: Leyfi lög-
reglustjóra þarf til að geyma á vegi
muni, tæki eða vegagerðarefni, sem
getur haft í for með sér óþægindi
fyrir umferðina, nema sérstakar
ástæður geri geymslu tfl bráðabirgða
nauðsynlega. Ef eigi er unnt að setja
slíka muni, tæki eða efni út fyrir
akbraut, skal þeim komið fyrir eins
utarlega á henni og unnt er og staö-
urinn auðkenndur viðvörunar-
merkjum.
19. gr. lögreglusamþykktar: Á al-
mannafæri má ekki leggja eöa setja
neitt, sem hindrar umferð.
26. gr. lögreglusamþykktar: Ekki
má gera skurð í gangstéttir, götur eða
torg borgarinnar né raska þeim á
annan hátt, nema með leyfi borgar-
verkfræðings og samþykki lögreglu-
stjóra. Að verki loknu skál færa það
í samt lag, sem raskað var.
Lögreglustjóri getur, ef hann telur
framkvæmdir. dragast um of, látið
setja í samt lag það, sem raskað var,
á kostnaö þess, sem verkið átti að
vinna.
31. gr. lögreglusamþykktar: Ef ein-
hver lætur ógert, sem honum er skylt
að gera samkvæmt samþykktinni,
getur lögreglustjóri látið fram-
kvæma það eða gert nauðsynlegar
ráðstafanir til aö hindra að van-
rækslan valdi tjóni. Kostnaður við
þetta og kostnaður sem leiðir af þeim
ráðstöfunum er lögreglustjóri gerir
tfl þess að hindra brot gegn því sem
bannað er í samþykktinni, greiðist
af brotamanninum eða, ef hann er
eigi fær um það, úr ríkissjóði.
Virðingarfyllst,
Ómar Smári Ármannsson,
aðalvarðstjóri umferðardeildar
lögreglunnar í Reykjavík.
inn GOTT VERÐ - GÖÐ KJÖR
VOLVOSALURINN SKEIFUNNM5 SÍMI 691600
Opiö alla daga frá kl. 9.00 til 18.00.
Laugardaga frá kl. 10.00 til 16.00.
Alltað 18 mánaða VOLVO- kjör
NÖTAÐIR BÍLAR
Saab 900 GLS árg. 1981, ekinn
115.000 km, Ijósblár, beinskiptur.
Verð 300.000. Góð kjör.
Volvo 244 GL árg. 1982, ekinn
110.000 km, Ijósblár metal, sjálf-
skiptur, toppeintak. Veró 400.000.
Góó kjör. Plussáklæði.
Mazda 323 GLX 1500 árg. 1986,
Ijósgrænn, ekinn 32.000 km, sjálf-
skiptur. Veró 465.000. Góð kjör.
Volvo 244 GL árg. 1984, ekinn
73.000 km, brúnn metal, sjálfskipt-
ur. Verð 580.000.
Volvo 264 árg. 1986, ekinn
km, sjálfskiptur, vökvastýri, topp-
lúga, eins og nýr. Verð 265.000.
Volvo 340 DL árg. 1986, ekinn
33.000 km, Ijósblár metal, bein-
skiptur. Verð 525.000. Góð kjör.
Volvo 340 DL árg. 1983, beinskipt-
ur, vínrauður, ekinn 56.000 km.
Verð 310.000. Góð kjör.
Volvo 740 GLE árg. 1986, silfurgrár
metal, beinskiptur, 5 gíra, ekinn
12.000 km, topplúga, læst drif og
margt fleira, toppeintak. Verð
1.150.000. Góð kjör. Ath.
Toyota Carina II árg. 1986, silfur
metal, ekinn 33.000 km, sjálfskiptur,
fallegur bíll. Verð 525.000. Góð kjör.
Audi 100 cc árg. 1984, ekinn 96.000
km, hvitur, beinskiptur með od.
Verð aðeins 610.000. Góð kjör.