Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1988, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1988, Page 1
Iistahátíð: Brúðuleikhús íyrir alla Nú um helgina verða brúðuleikhús í sviðsljósinu á Listahátíð. Á laug- ardag og sunnudag kl. 14 sýnir Jón E. Guðmundsson leikritið Maður og kona. Heíjast sýningarnar, sem eru í Lindarbæ, kl. 14.00 báöa dag- ana. Hjá Leikbrúðulandi verða sýningar kl. 16 á laugardag og sunnudag að Fríkirkjuvegi 11. Þar verður leikritið Mjallhvít sýnt. Jón E. Guðmundsson er braut- ryðjandi á sviði brúðuleikhúss hér á landi, en hann stofnaði brúöu- leikhús sitt árið 1954. Hann stund- aði myndlistarnám hér á landi á árunum 1933-38. Árið 1946 var hann við nám í leirmótun og leik- brúðugerð í Kaupmannahöfn en 1949 nam hann við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hann stofn- aði Brúðubílinn árið 1976 og stund- aði myndlistarkennslu í meira en 30 ár. Síðustu fjögur árin hefur hann eingöngu unnið við brúðu- leikhús sitt. Að þessu sinni er Jón einnig með sýningar á Hans og Grétu í brúðuleikhúsi sínu að Flyðrugranda 4, og eru upplýsingar um sýningartíma veittar í síma 16167. Mjallhvít Leikbrúðuland hefur nú starf- rækt brúðuleikhús í 20 ár eða frá Tékkinn Petr Matásek ásamt Leikbruðulandskonum. Jón E. Guðmundsson, brautryðjandi á sviði brúðuleikhúss hér á landi. árinu 1968. Leikhúsið hefur sýnt í kjallaranum að Fríkirkjuvegi 11 síðustu 15 árin og einnig tekið þátt í sýningum bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Leikhúsið sýndi Tröllaleiki í Iðnó árið 1983-84, en með þá sýningu hefur Leikbrúðuland ferðast um síðastliðin 3 ár og tekið þátt í al- þjóðlegum brúðuleikhúshátíðum víðs vegar um heim. Tékkneskur leikstjóri Að þessu sinni hefur Leikbrúðu- land fengið til liðs við sig tékkneska brúðuleikhúsmanninn Petr Matá- sek sem bjó til brúðurnar og leik- tjöldin og hefur hann unnið með þeim stöllum í Leikbrúðulandi undanfarnar vikur. Efnið í leikrit- inu Mjallhvít er sótt í ævintýrasafn Grimmsbræðra. Tónlist í verkinu er eftir Jónas Þóri. Ájörð ertu kom- inn - sjá bls. 19 — Nor- ræni kvart- ettinn - sjá bls. 29 Þor- valdur í Gallerí Borg - sjá bls. 20 listahátíð: Þrjár kvikmyndir frumsýndar Dagur ljóðs- ins sjábls. 19 Mynd- banda- listi DV - sjá bls. 32 Listahátíð frumsýnir á morgun, laugardaginn 11. júní, þijár stuttar kvikmyndir sem gerðar eru eftir verðlaunahandritum. Á síðast- liðnu ári efndi Listahátíð í Reykja- vík til verðlaunasamkeppni um handrit að stuttum kvikmyndum og voru úrslitin kynnt viö opnun kvikmyndahátíðar í haust. Verðlaunin hlutu þau Erlingur Gíslason, Lárus Ýmir Óskarsson og Steinunn Jóhannesdóttir. í vet- ur voru gerðar kvikmyndir eftir handritum þeirra og verða þær nú til sýnis gestum Listahátíðar. Hver myndanna er um og innan við 20 mínútna löng. Símon Pétur fullu nafni nefnist mynd Erlings Gíslasonar. Myndin gerist í Reykjavík i byrjun seinni heimsstyrjaldar og fjallar um vináttu lítils drengs og íjár- hættuspilara. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Með aðalhlutverk fara Erlingur Gíslason og Freyr Ólafsson. Ferðalag Fríðu nefnist mynd Steinunnar Jóhanns- dóttur. Myndin lýsir ferðalagi gam- allar konu og fjallar um óttann við hið ókunna. Leikstjóri er María Kristjánsdóttir og með aðalhlut- verk fer Sigríður Hagalín. Kona ein nefnist mynd Lárusar Ýmis Óskarssonar. Hún fjallar um konu sem er að koma heim til sín að nóttu til - og trúlega oftar en einu sinni. Leikstjórn annaðist Lárus Ýmir Óskarsson en meö hlutverk konunnar fer Guðrún Gísladóttir. Myndirnar verða sýndar í Regn- boganum og hefst frumsýningin kl. 19.30, en myndirnar verða sýndar áfram á sama stað. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndina að mati dómnefndar og sýningagesta. Hver aðgöngumiði gildir jafnframt sem atkvæðaseðill og verður komið fyrir kassa við anddyri Regnbog- ans sem sýningagestir geta skilað atkvæðum sínum i. Verðlaunin fyrir bestu myndina verða síðan æfhent við lok Listahátíðar 1988. -gh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.