Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Side 16
16 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988. íslenskri ballerínu boðið starf erlendis - Katrínu Hall boðinn samningur við dansflokk óperunnar í Köln Þaö er ekki á hverjum degi sem íslensku listafólki er si sona boöiö starf á erlendri grund. En undan- tekningarnar eru svo sannarlega til 9g er Katrín Hall, ballettdansari í íslenska dansflokknum, ein þeirra heppnu. Henni hefur veriö boðið staif viö dansflokkinn viö Kölnar- óperuna og hyggst hún halda utan nú í haust og þar með taka þessu til- boði. Reyndar er Katrín byrjuð að dansa meö dansflokknum því aö undanfómu hefur hún tekiö þátt í sýningum hans. - En hvernig kom þaö til að henni var boðiö þetta starf? „Stjórnandi dansflokksins, Jochen Ulrich, kom hingaö til lands á síöasta ári og setti upp sýninguna Ég dansa við þig. Þannig kynntumst viö hon- um en nú ári síðar hringir hann bara í mig og býður mér aö koma þarna út. Vissulega kom mér þetta mjög á óvart enda var liðinn svo langur tími frá því hann var hérna. Samningur- inn, sem mér stendur til boða, tekur gildi frá og með næsta hausti en þeg- ar hann hafði samband viö mig þá baö hann mig um að koma út sem fyrst og taka þátt í nokkrum sýning- um því einn bailettdansarinn haföi forfallast. Ég er nýkomin heim eftir að hafa tekiö þátt í sýningu með flokknum og er að fara aftur út nú í vikunni í sama tilgangi. Þaö var mjög gott aö fara þarna út og kynnast aö- stæöum áður en ég ákvaö nokkuð meö næsta vetur.“ Vantaði spark í rassinn - Nú hlýtur það aö vera draumur hverrar ballettdansmeyjar að kom- ast að erlendis, haföir þú einhver áform um aö reyna fyrir þér viö er- lenda dansflokka? „Já, það haföi auðvitað alitaf blundaö í manni að prófa eitthvað svoleiðis. Mig vantaöi bara spark í rassinn. Það er nauðsynlegt aö kynn- ast dansinum annars staöar en hérna. Hugarfariö er svo gjörólíkt. Vanalega þarf maður sjálfur aö hafa fyrir því að reyna að koma sér áfram erlendis en í þessu tilfelli er málunum öfugt fariö og þvi ekki hægt aö hugsa sér þaö betra. Þaö getur veriö meiri háttar mál aö trana sér fram erlendis. Dansarinn veröur aö fara út og taka próf á nokkrum stööum. Hann borgar allan kostnað- inn sjálfur og svo er aldrei aö vita hvemig gengur. Líklega er þaö þetta umstang sem hefur dregið úr manni.“ Fáir íslenskir dansarar hafa komist að viö erlenda dansflokka. Að vísu eru tveir fyrrum karldansarar ís- lenska dansflokkinn á samningi er- lendis.einnigþær Auöur Bjamadótt- ■ ir og María Gísladóttir en þær hafa lengstum starfað á erlendri grund. Þessir dansarar hafa farið utan en eru ekki enn snúnir heim. Samning- urinn, sem Katrínu hefur veriö boð- inn, hljóðar upp á eitt ár. - En hefur hún frekari áform og drauma? „Það verður allt að koma í ljós. Að svo stöddu fer ég út í eitt ár en svo er aldrei aö vita hvaö gerist. Þetta hefur síöur en svo verið auðveld ákvöröun og hvað þá ef mér býðst starf áfram. Það er alltaf erfitt að rífa sig upp frá sínu landi, sinni fjöl- skyldu og vinum. Framhaldið ræðst svo af því hvernig maður hugsar; hvort starfið og að ná sem lengst í því sé númer eitt eða einhverjir aðr- ir hlutir. Svo er heldur aldrei að vita hvernig mér kemur til með að ganga. Leikhúslífið á hug hennar Katrín hefur verið í ballett frá því hún var átta ára. í dag er hún tutt- ugu og fjögurra ára og hefur verið fastráðinn dansari við íslenska dans- flokkinn í fjögur ár. Veturinn, sem hún las undir stúdentspróf í Mennta- skólanum í Reykjavík, var hún í hálfu starfi við dansflokkinn. Síðan hefur hún veriö í fullu starfi sem dansari. Katrín hefur einnig taisvert stundað ljósmyndafyrirsætustörf, leikið í kvikmyndum og tekið á einn eða annan hátt þátt í leiksýningum af ýmsu tagi. Sambýlismaður hennar er Guðjón Pedersen leikari og reka þau leikhúsið.Frú Emilía. í því hafa þau getað sameinað starf beggja, sett upp leiksýningar þar sem danslistin hefur fengið að njóta sín með. En starfsævi dansarans er stutt. Erlend- is er fólk í mesta lagi í dansinum til 35-40 ára aldurs. Hérlendis hefur ekki ennþá fengist reynsla á starfs- aldurinn því þær stúlkur, sem hófu störf með íslenska dansflokknum þegar hann var stofnaður, fyrir 15 árum, voru þá komungar og dansa enn með honum. „Ef guð lofar þá á ég ekki von á öðru en að ég dansi á meðan aldur leyfir. Hér á landi fá dansarar engar bætur eftir að tími þeirra er útnmn- inn. Erlendis komast dansarar á eft- irlaun um fertugt. Þetta er dálítið óréttlátt. Fólk, sem á unghngsámm ákveður aö tileinka líf sitt þessari grein og leggur mörg ár við gíifurlegt strit til að ná langt, stendur svo einn daginn bara uppi með það að þess sé ekki lengur vænst á danssviðinu. Þessir einstaklingar hafa þá látið allt frekara framhalds- eða háskólanám eiga sig og búa þá í raun viö frekar ótrygga framtíð. Ég vona þó að ég eigi í framtíðinni eftir að geta starfað við eitthvað tengt leikhúslífinu." - Hvernigleggstsvoveturinníþig? . „Bara vel. Eg hef fengið ársleyfi frá íslenska dansflokknum og held ég að þetta frí geti komið fleiri en mér til góða, hvað sem verður svo eftir árið. Þarna gefst mér mikilvægt tækifæri til aö kynnast nýju í dansin- um og verða viðsýnni. Efnisskráin er að mestu komin á hreint. Meðal verka, sem verða tekin upp, eru Hnetubrjóturinn og Drakúla. Éins og ég sagði áöan verður erfitt að fara ein burt frá öllu hér en ég reyni að koma eins oft og ég get hingaö í frí og svo ætlar kærastinn að koma í heimsókn til mín þegar færi gefst.“ -RóG. Katrínu Hall ballettdansara hefur verið boöinn samningur við dansflokk óperunnar i Köln næsta vetur. Hún er heppnari en margur listamaðurinn; fékk bara simhringingu og var beðin um að koma út. Stjórnandi dansflokksins hreifst af henni en hann var hér á landi síðasta vetur þar sem hann setti upp sýninguna Ég dansa við þig í Þjóð- leikhúsinu. Sú sýning sló eftirminnilega i gegn. DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.