Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988. 23 Viðtal: Rósa Guóbjartsdóttir Halldór Fannar tannlæknir lenti í mjög alvarlegu umferðarslysi i desember síð- astliðnum. Hann var keyrður niður i Lækjargötunni þar sem hann var að ganga yfir götu. Það er kraftaverki likast hve Halldór hefur náð sér og er orðinn brattur. Hann er nú i þjálfun á endur- hæfingardeild Borgarspítalans. „Jóni Páli svelgdist nú á ef hann sæi þetta," sagði Halldór þegar Ijósmynd- ari DV tók af hon- um mynd, enda þekktur fyrir að geta gert svolítið grín að hlutun- um. DV-mynd GVA hlýtur að verða bilt við fregnir af svipuðum atburðum - jafnvel at- burðum þar sem oftar en ekki er um dauðaslys aö ræða. Undanfarn- ar vikur og mánuði hafa þess hátt- ar slys verið óvenju tíð, reyndar aldrei fleiri. Svo virðist sem margir ökumenn, í flestum tilfellum úr hópi þeirar yngstu, geri sér enga grein fyrir því hvaða ábyrgð þeir beri þegar út í umferðina er komið. Breyta verður umferðarfræðslimni „Þetta er óhugnanlegt. Það eru 11 manns sem hafa látið lífið í umferðarslysum frá áramótum. Þessum ökumönnum segist ekki við neitt. Eins og banaslysið sem varð á Hverfisgötunni fyrir skömmu. Þar er um hraðakstur að ræða en nokkrum dögum síðar eru aðrir ökumenn teknir viö sama hlutinn á sama stað. Það er að segja teknir í kappakstri á 140 km hraða. Þetta er skelfilegt. Erfitt er að segja hvað hægt sé að gera. Þó held ég að breyta verði umferðarfræðslu og gera tilvon- andi ökumönnum hættuna ljósari. Aðalatriðið er að byrja á réttum enda. Eins og þegar sýnt var í sjónvarp- inu frá því þegar bíl var ekið á 140 km hraða úti á flugvelli og svo snarbremsað. Bíllinn þeyttist 100 metra í bremsunum. Það þarf að sýna meira svona og líka láta óvana ökumenn prófa þetta eins og þarna á flugbrautinni. Þannig væri hægt að láta ökumenn gera sér grein fyrir því hvað um ræðir. í dag eru líka léttari og hraðskreið- ari bílar, „spíttkerrur" þess vegna. Þannig að í höndum óreynds manns er þetta stórhættulegt tæki.“ Bifreið þess sem keyrði á Halldór er af turbo-gerð, kraftmeiri en venjulegir bílar. Enda gaf piltur þá skýringu á ofsahraðanum á Reykjanesbrautinni að hann væri að „prófa" kraftinn og sýna hvern- ig hægt væri að keyra á hraðbraut- um erlendis. Slíkar skýringar eiga eflaust við um fleiri sem teknir eru við ofsa hraðakstur. Upp á síðkas- tiö hefur aukist að fluttir séu inn hraðskreiðari og kraftmeiri bílar en áður. Því hafa sumir spurt hvort banna ætti innflutning á slíkum bílum sem eru allt að því kappaksturs- bílar. Yfirleitt um gáleysi að ræða „Mér fmnst sjálfsagt að hugsað sé um það hvort hækka eigi bíl- prófsaldurinn því í langflestum til- fellum eru það mjög ungir öku- menn sem haga sér svona í um- ferðinni. í lýðfrjálsu landi er erfitt að vera með boð og bönn. Við verð- um að geta treyst fólki. Þaö má líka alveg hiklaust þyngja refsingar viö hraðakstri. Auðvitað má segja að hvert ein- asta slys og hvert einasta manntjón verði vegna gáleysis en það er ekki alveg sama hvaða aðstæður valda því. Þegar um mörg vítaverð atriði er að ræða í sama tilfellinu þá hlýt- ur að mega dæma harðar en oft er gert. Einnig skiptir máli hvar er að verki staðið. Hraðakstur á Keflavíkurveginum og svo Hverfis- götunni eða í Lækjargötu er tvennt ólíkt. í miðbænum eða í íbúða- hverfi ertu með hraðakstri að stefna hveijum sem verður á vegi þínum í bráða hættu. Mér finnst það alls ekki vera skref númer eitt að herða viðurlög. Það þýðir ekki alltaf að ætla að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann. Eins og ég segi á frek- ar að byrja á hinum endanum - sjá til þess að unglingar séu gerðir að góðum og skynsamari ökumönn- um. En til viðbótar verði varnagl- inn refsingin. Það hlýtur einhvers staðar að vera galli í kerfinu þegar fjöldi þessara brota er svona mik- ill. Hvort harðari refsingar myndu draga úr hraðakstri er svo alltaf vafamál. Menn hættu ekkert að drekka á bannárunum." Heyrði ekkert frá ökumanninum - Hafði ökumaður bílsins, sem keyrði yfir þig, eitthvert samband við þig eða fylgdist hann að öðru leyti með líðan þinni? „Nei. Ég hef aldrei séð hann eða heyrt. Það má búast við því að hann hafi átt von á því að verða hund- skammaöur eða að ég færi að svekkja mig út í hann. Ég hefði aldrei gert þaö. Það hefði ekki þjón- að neinum tilgangi. En með því að vilja tala opin- berlega um slysið og persónuleg mál því tengdu vona ég að vekja megi ökumenn til umhugsunar áð- ur en eitthvað hendir sem ekki verður aftur tekið. Svo er bara að vona að tekið verði skynsamlega á þessum málum og byijað á byrjun- inni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.