Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Qupperneq 28
28
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988.
Sérstæö sakamál
Bob Lonsdale.
Sean Walsh.
en mér fannst samt að hún gæti ekki
veriö alvarlega meidd.“
Ókunni maðurinn hélt nú áfram
frásögn sinni og lýsti því hvernig
hann hefði í ílýti ekið frá slysstaðn-
um án þess að koma stúlkunni til
hjálpar. Hann hefði verið hræddur
við lögregluna því hann hefði vitað
að hann var búinn að drekka of mik-
ið til að sitja undir stýri.
Er heim hefði komið hefði hann
skoðað bílinn í bílskúrnum og kom-
Doris Hobbs.
ist aö raun um að vart heföi sést á
honum. Daginn eftir heföi hann hins
vegar lesið í blöðunum að sautján ára
gömul stúlka, Nadine Rayner, heföi
látist eftir að ekið hefði verið á hana
er hún var á leið heim til sín á hjól-
inu sínu úr kvöldskóla.
Vikum saman sagðist ókunni mað-
urinn hafa íhugað hvort hann ætti
að gefa sig fram við lögregluna en
ætíð hefði sú hugsun ráðið að hann
myndi sennilega sleppa við öll óþæg-
indi af máhnu ef hann þegði. Vitni
hefðu greinilega engin verið að at-
burðinum og af því sem blöðin sögðu
var ekki að sjá að lögreglan hefði
fundiö neinar vísbendingar um hver
ökumaðurinn hefði verið. Þá heföi
hann óttast aö kona sín yrði fyrir
áfalli segði hann til sín og um þetta
leyti hefði sonur hans verið nýbúinn
að opna endurskoðunarskrifstofu og
hefði máhð getað skemmt fyrir hon-
um rekstur hennar. „Ég valdi því að
þegja," sagði ókunni maðurinn. „Og
sú ákvörðun hefur gert síðustu tíu
ár ævi minnar að hreinu helvíti.
Konan mín dó svo í fyrra eftir erfiða
sambúð þessi ár því ég var stööugt
að hugsa um það sem ég hafði gert
og það leiddi til þess að ég var ergileg-
ur og skapvondur við hana. Beri
fundum okkar síðar saman í öðrum
heimi mun ég skýra þetta allt fyrir
henni í von um að hún fyrirgefi mér.“
Doris Hobbs leit í augun á þessum
óhamingjusama manni. Svo tók hún
ákvörðun sína.
Haldið á fund lestarvarðar
Doris reis þegjandi á fætur og
gekk fram á ganginn í leit að lestar-
verði. Ókunni maöurinn bar ábyrgð
á dauöa ungrar stúlku. Hann sá að
vísu mikið eftir því að hafa ekki gert
hreint fyrir sínum dyrum en hann
varð að gjalda fyrir glæp sinn.
Eftir nokkra leit fann Doris lestar-
vörö, Sean Walsh. Hann hlustaði á
sögu hennar og þegar hún var á enda
gengu þau bæði til klefans þar sem
ókunni maöurinn hafði setiö and-
spænis Doris. Eú sæti hans var autt
ef frá var talinn frakki sem lá á því.
Leit hefst
Þau Doris Hobbs og Sean Walsh
hófu nú leit að ókunna manninum.
Þau höfðu ekki svipast um eftir hon-
um lengi er þau sáu að vagndyrnar
stóðu opnar. Þá varö þeim ljóst hvað
gerst hafði. Ókunni maðurinn hafði
svipt sig lífinu.
Er lestin kom til Doncaster var
frakki mannsins látinn lögreglunni í
hendur og í honum fannst veski með
ökuskírteini. Það sagöi að eigandi
þess væri Bob Lonsdale, 67 ára og
heimilisfastur í Stockton-on-Tees.
Rétt um sama leyti bárust um það
boð frá starfsmönnum lestar sem var
að koma úr gangstæðri átt að þeir
hefðu séö lík ájárnbrautarteinunum.
Staðfesting fékkst síðar á því að það
væri af Bob Lonsdale.
Sönn saga
Lögreglan í Redcar skýrði
nokkru síðar frá því að árið 1978
hefði sautján ára gömul stúlka, Nad-
ine Rayner, látist í umferðarslysi en
aldrei hefði tekist að finna ökumann
bílsins sem ekiö hefði á hana þar sem
hún var á leið heim til sín á hjóli.
Doris Hobbs gaf skýrslu um þaö sem
ókunni maöurinn, Bob Lonsdale,
hafði sagt henni í lestinni á leið til
Doncaster og þar með var þetta tíu
ára gamla mál upplýst.
Ted Lonsdale, sonur Bobs Lons-
dale, sagði það vera þungt áfall að
komast að því að faðir hans skyldi
hafa þagað allan þennan tíma um að
hann hefði borið ábyrgð á dauða
Nadine Rayner. í raun hefði hann
þó verið góður maður og viljað fjöl-
skyldu sinni aUt það besta. „Og ég
mun sakna hans,“ sagði Ted.
Ljóst er að þögnin yfir því sem
gerðist að kvöldi 20. október 1978 í
Redcar eyðilagði það sem eftir var
af ævi Bobs Lonsdale. Og ýmsir hafa
spurt þeirra spurningar eftir að þessi
saga kom á prent hve margir aðrir
kunni að vera að eyðileggja þaö sem
þeir eiga eftir ólifað með því að kæfa
rödd samvisku sinnar eftir að hafa
flúið af slysstað.
Það rigndi þennan föstudag þegar
Doris Hobbs, sextug, steig inn í lest-
ina sem hún ætlaði meö frá heimabæ
sínum, Durham. til Doncaster í Suð-
ur-Yorkskíri á Englandi. Hún var á
leið í heimsókn til systur sinnar eins
og stundum áður og átti ekki von á
neinu óvenjulegu þegar hún settist
og tók upp sakamálasöguna sem hún
var að lesa. Þetta átti þó eftir að verða
eftirminnilegasti dagur sem hún
hafði lifað.
Ferðafélaginn birtist
Tvæimur mínútum áður en lestin
átti að leggja af stað opnuðust klefa-
dyrnar og inn gekk eldri maður.
Hann brosti til Doris og settist. Hún
brosti dauflega til hans því hún vildi
helst fá að vera i friði með sakamála-
sögúna.
Um hríð las hún en á meðan tók
hún eftir því að maðurinn leit ekki
af henni. Hún fór þvi að hugsa um
hvort hún ætti ekki að flytja sig í
annan klefa en áður en af því gat
orðið gaf maðurinn sig á tal við hana.
Ég hef þó aldrei getað sagt henni
leyndustu hugsanir mínar. Er það
annars ekki heimskulegt að búa með
konu í svona mörg ár og geta ekki
opinberað fyrir henni hug sinn?"
Doris svaraði því þannig að svona
væri þessu sennilega farið með flest
gift fólk.
„Já, það er rétt," sagði maðurinn,
„en það kemur samt sem áöur sá tími
í lífi hvers og eins að hann verður
að gera hreint fyrir sínum dyrum og
leysa frá skjóðunni. Og þegar sú
stund er runnin upp er oft betra að
gera það við einhvern ókunnugan.
Einhvern sem þekkir ekki fortíð
manns og mun af þeim sökum ekki
kveða upp yfir manni dóm.“ Rödd
mannsins var nú orðin lág og döpur.
Löng þögn fylgdi. Maðurinn leit út
um gluggann og virti fyrir sér lands-
lagið. Loks leit hann aftur á sam-
ferðakonu sína og þegar hann tók
aftur til máls var eins og rödd hans
hefði öðlast nýja festu. „Ég er ekki
genginn af vitinu," sagöi maðurinn
nú. „Ég hélt að þú værir ef til vill
farin að halda það. Sannleikurinn er
Nadine Rayner.
„Þaö er ekkert að óttast,“ sagði hann
er hann sá að henni var ekki alveg
rótt. „Ég ætla ekki að gera þér neitt
illt. Segöu mér hvert þú ert aö fara.“
Doris Hobbs sagði aö hún væri á
leið til Doncaster til þess að heim-
sækja systur sína. Þá sagöi maðurinn
aö hann væri einmitt á leiö þangaö.
„Það ætti því ekkert aö vera því til
fyrirstöðu að við styttum hvort öðru
stundir með spjalli,“ bætti hann svo
við, „enda leiðast mér lestarferðir.“
Undarleg spuming
Doris var nú orðið ljóst að henni
myndi ekki veitast mikið næði til
lestrar svo hún lagði bókina á sætið
við hliðina á sér. „Er samband ykkar
systranna náið?“ spurði nú maður-
inn. „Það sem ég á við er hvort þið
getið rætt um vandamál ykkar og
þess háttar hvor við aðra?“
Doris Hobbs fannst spumingin
undarleg en svaraði henni þó og á
þann veg að samband þeirra systr-
anna gæti ekki talist náið. Þær liföu
hvor um sig sínu lífi og ræddu ekki
einkamál sín hvor við aöra.
Kvæntur í þijátíu ár
„Æth því sé ekki þannig farið
með flesta,“ sagði maðurinn þá. „Ég
var kvæntur í þijáuu ár og konan
mín var mér kærari en allt annað.
bara sá aö ég hef mikla þörf fyrir að
leysa frá skjóöunni áður en líf mitt
er á enda.“
Doris Hobbs var nú orðin meira en
lítið óróleg en spurði þó hvernig
skilja ætti þessi orð hans. Var hann
haldinn banvænum sjúkdómi? „Já,
þaö má svo sem segja það,“ sagði
hann. „í rauninni er það nokkurs
konar sjúkdómur en þetta leysist
brátt. Mig langar bara að biðja þig
aö hlusta á sögu mína. Hún hófst
fyrir 10 árum,“ sagði maöurinn.
„Reyndar þann 20. október 1978. Þá
vann ég hjá tryggingafyrirtæki í Red-
car og varð ánægður með starfiö.
Þetta var fóstudagur og einn starfs-
félaganna bauð okkur út á krá. Eigin-
lega langaöi mig ekki með en þó lét
ég tij leiöast. Ég ætlaði í fyrstu að
fara eftir hálftíma en áður en ég vissi
var klukkan orðin nærri átta. Eg var
ekkert farinn að borða og fann vel á
mér. Á heimleiðinni ók ég dálítið
hratt því ég var búinn að lofa kon-
unni minni að vera kominn heim
klukkan sjö. Þaö rigndi og útsýnið
var ekki sem best.“ Maðurinn þagn-
aði um stund áður en hann hélt
áfram. „Ég sá hana alls ekki, stúlk-
una á hjólinu. Ég fann bara að bíllinn
varð fyrir höggi og heyrði ískur í
málmi. Ég hægði ferðina og leit í
spegilinn. Þá sá ég að stúlka lá á
götunni undir hjóli. Hún lá grafkyrr
Maðurinn í lestinni