Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Qupperneq 31
30
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988.
4
.8881 ÍMÚI .BS flUaAWtf'QÚAJ
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988.
43
Sonurinn Phil er sendur sem hermaður til Víetnam að kröfu föður síns.
Sjálfur hafði hann hug á að starfa sem Ijósmyndari. Hér er hann ásamt
víetnamskri stúlku.
Víetnam - nýir þættir á Stöð 2:
Áhrif stríðsins á
bítlaböm í Ástralíu
Víetnam nefnist myndaflokkur í
tíu þáttum sem Stöð 2 hefur sýningar
á annað kvöld kl. 23.30 í læstri dag-
skrá. Þættimir eru ástralskir og eins
og margir þættir sem koma þaðan
vel þess virði að fylgjast með þeim.
Raunar eru Ástralir orðnir sérfræð-
ingar í gerö myndaflokka sem höfða
til flestra áhorfenda.
Víetnam fjallar, eins og nafnið
bendir til, um Víetnam og þær hörm-
ungar er þar urðu er stríðið geisaði.
Þó er Víetnam ekki í raun aðalefni
fyrsta þáttar. Sögusviðið er Canberra
í Ástralíu í nóvember 1964. í bænum
gengur lífið sinn vanagang og eins
og annars staðar í heiminum fylgjast
unglingar með Bítlunum og hlusta á
rokktónhst. Klæðnaður, dansleikir,
bílar og annað umhverfi rifjar upp
þessi fyrstu ár Bítlatímabilsins.
í fyrsta þætti kynnumst við fjöl-
skyldu. Faðirinn, Douglas, er stjórn-
málamaður og leggur áherslu á
framapot sitt innan flokksins. Hann
er fremur geðstirður heima við og
lætur skap sitt bitna á fjölskyldunni
en leggur metnað sinn í að þóknast
ráðamönnum í stjórn landsins. Hann
er ráðríkur, þröngsýnn og ótrúr eig-
inkonu sinni.
Douglas á tvö stálpuð börn. Dóttir-
in er á sextánda ári og sonurinn 19
ára. Þau eru bæði gagntekin af bítla-
æðinu í kringum sig, spila tónlist og
reyna að líta út eins og tískan segir
til um. Móöirin er hins vegar afskap-
lega værukær, brosir út í annað en
segir fátt.
Ball í „Glaumbæ“
í þessum fyrsta þætti skiptast á
skin og skúrir. Víetnam-stríðiö er
hafið með öllum sínum hörmungum
og svo kemur að því að Bandaríkja-
Dóttirin i myndaflokknum, skóla-
stúlka sem langar aö verða fullorðin
en kemst brátt að raun um að lífið
er ekki bara leikur.
Astralskir hermenn sem guldu fyrir mistök annarra í stríði Bandaríkjanna og Víetnam.
menn biðja Astrala um aðstoð. Þar
með eru stjórnmálin farin að bland-
ast inn í, á milli þess sem við fylgj-
umst með hressilegum unglingtun í
„Glaumbæ“ þar sem dansinn líkist
sundtökum í skriðsundi. Við fylgj-
umst með er ráðamenn hittast og
ræða um beiðni Bandaríkjamanna
og hvernig þeim sjálfum verður við
er þeir fá að fylgjast með kvikmynd-
um frá Víetnam-svæöunum þar sem
konur og böm eru pyntuð til dauða.
Engu að síður fer Douglas fram á
viö son sinn að hann gangi í herinn
og nánast skipar honum það. Fyrsti
þáttur Víetnam byggist á kynningu
á fólki, við kynnumst hinu daglega,
ánægjulega og tilkomumikla lífi
bítlaunglinga og sannarlega er hægt
að hlæja að einstökum atvikum.
Ástamáhn blómstra hjá unga fólkinu
en aht í einu skyggnumst við inn í
aht annan heim, heim stjómmálanna
og stríðsins sem síðar á eftir að
breyta lífi og högum þessa fólks.
Meistaraverk
Blaðamanni DV gafst kostur á aö
horfa á fyrsta þáttinn af Víetnam og
getur fullyrt að hann lofar góðu. Hins
vegar er erfitt að útlista af einum
þætti hvað á eftir aö koma í næstu
níu. Efnisþráðurinn gefur þó vís-
bendingu um að hér sé á ferðinni
vandað efni sem flokkað hefur verið
til meistaraverka kvikmyndasög-
unnar.
Kennedy Miher, framleiöandi
myndarinnar, hefur án efa lagt á sig
mikiö til að fá sem réttasta mynd af
því hvað gerðist í raun og veru. Kvik-
myndir, sem sýndar eru mni á mihi,
eru raunverulegar og öll þáttaröðin
er á einhveiju leyti byggð á sann-
Víetnamskar konur við störf. Ogæfan dundi yfir þjóðina.
sögulegum atburðum.
Því miöur höfum við ekki upplýs-
ingar um leikara myndarinnar enda
flestir óþekktir hér á landi. Með aðal-
hlutverkin fara Barry Otto, Veronica
Lang, Nicholas Eadie og Nicole Kid-
man, sem allt eru ástralskir leikarar.
Víetnam segir að miklu leyti frá
syni Douglas, Phil, er hann er sendur
sem hermaður th Víetnam. Við upp-
lifum hvernig hermennirnir börðust
í stríöinu og guldu fyrir mistök ann-
arra. Hvernig stríðið setur mark sitt
á líf allra einstaklinga sem við kynn-
umst í fyrsta þættinum, það er fjöl-
skyldu Douglas, sem sjálfur er æst-
astur í að senda soninn í stríöið.
Þættirnir gerast allt frá árinu 1964-
1972 á tímum Bítla og blómabama
sem vissulega setja svip sinn á þætt-
ina. Víetnam-þáttaröðin var frum-
sýnd árið 1986 og eru hér á ferðinni
nýir þættir. Mikið af efninu, sem
fram kemur í þeim, er sótt til Banda-
ríkjanna. Þar sem þættirnir eru
byggðir upp frá annarri hlið en
venjulega hefur verið sýnd frá Víet-
nam-stríðinu ná þeir fremur til
áhorfandans og hafa þeir því fengið
góða dóma. ELA
Nú ætlar þú líka að vinna!
0.
í Fjarkanum
nýju skafmiðahapp drætti - getur þú unnið
Ford Escort m
ut an landsfer ðir
ICELANDAIR
adídas
margt
f'jarkinn er nýtt og spennandi hraðhappdrætti
Handknattleikssambands íslands og Skáksam-
bands íslands og í því áttu von á vænum vinningi.
I Fjarkanum eru 54.844 vinningar í boði og
bíða eftir að þú skafir ofan af þeim. Vertu með
og skafðu til vinnings því í Fjarkanum hefuralltaf
einhver heppnina með sér.
Vinningslikur eru með ólíkindum. Þín bíður
vinningurað jafnaði í fjórða hverjum Fjarka og
vinningshlutfall er 51%.
Fjarkinn býðurþér tvo skemmtiiega og spennandi
leiki.
ÞÚ GETUR UNNIÐ FORD ESCORT
í FJARKA-HAPPDRÆTTI
ú skefur afskákreitunum og efþú færð fjórar
• myndir eins hlýturðu vinning. Fjórir handbolt-
ar gefa gullfallegan Ford Escort að verðmæti
kr. 580.000. Nýjan glæsivagn - hvorki meira
né minna.
Fjórir kóngar gefa þér Accord skáktölvu að verð- .
mæti kr. 10.000; fjórir hrókar gefa Goai hand-
bolta að verðmæti kr. 2.000 og fjórir riddarar
Adidas Miami íþróttatösku að verðmæti kr. 500.
annað
| og ótal
Fyrir vinning í Fjarka-happdrætti að verðmæti kr. 10.000,
kr. 2.000 og kr. 500 færðu VISA-vöruúttektarseðil,
sem þú getur framvísað í verslunum og hjá þjónustu-
aðilum VISA um land allt. Möguleikarnir í Fjarkanum
eru óteljandi.
FJARKINN BÝÐUR BÓNUS
- UTANLANDSFERÐ MEÐ
FLUGLEIÐUM
/\llir safna einhverju, hvort sem það eru
A* servíettur, frímerki eða myndir af
frægum kvikmyndaleikurum ? En hefurðu
safnað liði?
í Fjarkanum skefur þú af handboltavellin-
um og þá kemur í Ijós nafn stórmeistara í
skák eða landsliðsmanns í handknattleik.
Safnaðu Fjörkum með nöfnum sex stór-
meistara í skák eðá nöfnum sjö lands-
liðsmanna í handknattleik og þú ert
lukkunnar pamfíll - þú hefur unnið utan
landsferð að eigin vali með Flugleiðum
Það vinna fleiri í Fjarkanum - fjórði hver
Fjarki ber að jafnaði vinning. Fáðu þér fjóra
Fjarka i einu.
■
sife