Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Side 38
0
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988.
Kvikmyndir
Breski aðallinn er viðfangsefni Charles Sturridge í A Handful of Dust. Á myndinni sjást aðalleikararnir Ru-
pert Graves, Kristin Scott Thomas og James Wilby.
Hnefafylli af ryki
Einhver aílra besta sjónvarpssería,
sem gerö hefur verið, er Ættaróö-
ahö, eða Brideshead Revisited, sem
gerð var eftir skáldsögu Evelyn
Waugh. Þessi þáttaröð var hvar-
vetna sýnd við miklar vinsældir og
sjálfsagt hefur aldrei verið hlaðið
jafnmiklu lofi á neina sjónvarps-
seríu.
Mennimir á bak við Ættaróðalið
eru framleiöandinn, Derek Gran-
ger, og leikstjórinn, Charles
Sturridge. Þeir hafa nú snúið sér
að kvikmyndagerð og fyrsta kvik-
mynd þeirra í sameiningu var nú
nýverið frumsýnd vestanhafs og í
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
Englandi og hefur hún fengið góða
gagnrýni. Enn er það rithöfundur-
inn Evelyn Waugh sem er við-
fangsefni þeirra. Nú er það ein
þekktasta skáldsaga hans, A Hand-
ful of Dust, sem varð fyrir valinu.
Þar lítur Waugh gagnrýnum aug-
um á breska aðalinn.
Viötökur hafa verið mjög góðar
og þykir þeim félögum hafa tekist
Alec Guinness og James Wilby í hlutverkum sínum.
vel að koma til skila nöpru háðu
Waugh um leið og lifnaðarháttum
breska aðalsins á fjórða áratugnum
eru gerð góð skil.
Miðpunktur myndarinnar er
hinn klassíski þríhyrningur. Tony
og Brenda eru dæmigerð fyrir
breska aðalinn. Þau búa á sveitaóð-
ah þar sem Tony kann best við sig
en Brenda er ekki eins sátt við lífið
og þegar freistingin birtist í Bea-
ver, frökkum ungum manni sem
er gestur þeirra eina helgi, er hún
auðvelt fómarlamb hans.
Th að geta hitt elskhuga sinn leig-
ir hún íbúð í London, segir eigin-
manni sínum að hún sé á nám-
skeiði í hagfræði og geti aðeins ver-
iö hjá honum um helgar. Þessari
ólíklegu skýringu á fjarvera henn-
ar trúir eiginmaðurinn.
Sphaborgin fellur ekki fyrr en
sonur þeirra deyr af slysfömm. Þar
sem heiðurinn er ofar öhu hjá
breska aðlinum fellur aht í sama
farveg og var í byrjun myndarinn-
ar.
Aðalhlutverkin eru í höndum
ungra og óþekktra leikara. Kristin
Scott Thomas leikur Brendu og
hefur hún fengið fnjög góða dóma
fyrir leik sinn. James Wilby leikur
eiginmann hennar, Tony, og Ru-
pert Graves leikur Beaver. Þekkt-
ari leikarar eru í aukahlutverkum.
Má þar nefna Judi Dench, Anjelicu
Huston og Alec Guinness.
DV
Hvað þarf th að veröa vinsæll leik-
ari? Allir vita að hæfileikar hjálpa til.
Kynþokki hefur einnig sitt að segja,
ásamt þvi að hafa góðan umboðsmann.
En ætli það sé ekki einna árangursrík-
ast fyrir hvem þann leikara, sem vill
láta bera á sér, að svara rétt í við-
tölura? Kvikmyndatímaritið Premier
tók saman fyrir stuttu svör þekktra
leikara við spumingum og þó í fyrstu
virðist svörin ekki djúpt hugsuð, þá
er vist að í þeim má finna réttu for-
múluna fyrir vinsældum.
Hveraig kom þér og leikstjóranum
saman við tökur á síðustu mynd?
Mary Stuart Masterson: „Francis
Coppola er mestur og bestur leik-
stjóra."
Ted Danson: „Ég er ástfanginn af
Leonard (Nimoy).‘‘
Kim Basinger: „Ég held að ég hafi
eignast sannan vin þar sem Robert
Benton er.“
Og hveraig líkaði yður meðleikari
yðar:
Sally Field (um Michael Caine):
„Hann er dásamlegur, sá besti.“
Dennis Quaid (um Martin Short):
„Hann er sniðugasti maöur í veröld-
inni og einnig sá vinalegasti.“
Raul Julia (um Whham Hurt): „Ég
þekki ekki leikara með stærra hjarta.“
Charlotte Levvis (um Eddie Murphy):
„Hann er einn af vinalegustu og þægi-
legustu mönnum sem ég hef kynnst."
Getur þú lýst andrúmsloftinu þann
tíma sem tökur stóðu yfir?
Mary Stuart Masterson: „Þetta var
eins og ein stór íjölskylda, enda öllum
stundum saman.“
Margot Kidder: Við bjuggum saman
í eitt og hálft ár og þrátt fy rir smávægi-
lega árekstra var útkoman ein stór
fjölskylda.'1
Cher: „Ég gerði tvær kvikmyndir án
þeirra (Susan Saradon og Michelle
Pfeiffer) og mér fannst sem ég hefði
skiíið hluta af fjölskyldu minni eftir
heima.“
Hlutverk þetta gæti gert nafn þitt
þekkt. Hvað finnst þér um það?
Holly Hunter; „Að verða frægur er
ekki fýrsta boðorð mitt.“
Meg Ryan: „Ég hef énga sérstaka
löngun til að verða stjarna.“
Maria Conchita Alonso: „Að vera
ír.
Gætir þú hugsað þér að leika nakin:
Robin Wright: „Engar nektarsenur í
fimm ár.“
Daryl Hannah: „Ég hef það skrifað í
samning minn, engin föt, enginn
samningur."
Hefurðu áhyggjur af að eldast?
Faye Dunaway: „Þegar þú ert tutt-
ugu ára og falleg ertu eins og Sviss,
faheg en heimsk. í dag veit ég svo
miklu meirá. Ég er á þvi stigi að upp-
götva meira og meira um lífið sjálft.“
Kehy McGiIlis: „Ég kvíði því ekki að
verða þrjátíu ára. Ég er alltaf að þrosk-
ast Ég held að eldri konur hafi mikið
meira við sig en þær yngri. Þær geta
boðið upp á svo mikið meira.“
Donna Dixon: „Eftir því sem ég nálg-
ast þrítugsaldurinn finn ég betur og
betur hversu mikils virði það er að
vera þroskuð kona. Ég vildi ekki yngj-
ast hvaö sem í boði væri.“
Meðal annarra orða, til hamingju
með nýfætt barn þitt. Mun það að
verða móðir hafa einhver áhrif á frama
þinn?
Farrah Fawcett: „Starfiö verður
minna viröi vegna þess hversu ég finn
fyrir barni mínu og heimili.“
Candice Bergen: „Þegar ég haföi
eignast Chloe fannst mér allt annað í
lífinu verða líthfjörlegt."
Susan Sarandon: „Fæðing dóttur
minnar er ótrúlegasta reynsla sem ég
hef upplifað."
Það eru svo margir hrifnir af leik
þínum. Geturðu gefið okkur hugmynd
um hvernig þú ert í raun og veru?
Madonna: „Það væri sama og aö öll
dulúðin hyrfi.“
Harrison Ford: „Ég mun aldrei opna
sjálfan mig í viðtölum."
Robert De Niro: „Ég geri það sera ég
þarf að gera og eyði ekki tíma mínum
í að mala um sjálfan mig.“
Getur þú ekki samt sem áður sagt
okkur leyndarmálið að farsælum
starfsferli?
Anne Archer: „Ég var heppin.“
Peter Coyote: „Ég var heppinn.“
Jeff Bridges: „Eingöngu heppni.“
Kiefer Sutherland: „Ég held ég hafi
verið heppinn.“
Lou Diamond Phillips: „Ég hef verið
einstaklega heppinn.“
Merming
r -A
Land mikilla tækifæra?
- Leifur Þórarinsson í listrænum hátíðarþönkum
Möguleikarnir á listrænum fjárglæfrum eru nánast engir hér á landi, þeir eru allir i rolluketi og flugstöðvun.
Enn einu sinni hefur verið haldin
Listahátíð í Reykjavík. Að þessu
sinni hófst hún meö magnaðri
Sálumessu Pendeckis 4. júní og
fjaraði út þann 19. með Mend-
elssohn. Á milli voru alls konar
„listviðburðir", stórir og smáir,
konsertar, leiksýningar, myndlist-
arsýningar o.fl. á hverjum degi. Ég
hef meira að segja grun um að ljóð
hafi verið lesin opinberlega ein-
hvers staðar í bænum en sel þaö
þó ekki dýrar en ég keypti. Kunn-
ugir segja að þetta hafi kostað
„marga peninga". Kunnugir segja
að verð aðgöngumiða, sem hefur
hækkað um 50% fram yfir meðal-
laún síðan á fyrstu Listahátíð 1972,
muni varla nægja fyrir „skrifstofu-
kostnaði“ fyrirtækisins. Hvað
„skrifstofukostnaður" er mun hins
vegar svo teygjanlegt að ógeming-
ur er að skilgreina þaö nákvæm-
lega. Sumir segja aö það sé allur
kostnaður fyrir utan laun hsta-
manna, svo kannski er hallinn ekki
svo mikill. Hann er kannski ekki
neinn? En það er svo sem sama
hvemig þau mál standa, þetta geta
aldrei orðið umtalsverðar upphæð-
ir, því miður. Möguleikarnir á list-
rænum íjárglæfrum eru nánast
engir hér á landi, þeir em allir í
rolluketi og flugstöðvun.
En til hvers er haldin Listahátíð?
Sumir segja að það sé til að
skemmta „þjóðinni". En „þjóðin"
er ekki mikið fyrir það. Aðrir segja
að það sé til að stappa stálinu í
„þjóðina" svo hún haldi menning-
arlegri reisn sinni. En „þjóöin“ er
upptekin. En eitthvað hlýtur að
vera hæft í því að Listahátíð sé góð
landkynning, að hún sé eitthvað
af að státa framan í heiminn. Er
hún ekki þessi fræga slaufa á salt-
fiskinn? Og er ekki líklegt að þessi
skringilega skopstæling á Edin-
borgarfestivalinu dragi að túrista?
Það er áreiðanlega einhver tilgang-
ur og hugsun í þessu, þó ekki liggi
það í augum uppi fremur en svo
margt annaö sem máli skiptir. Eitt
hggur þó í augum uppi og það er
að Listahátíö í Reykjavík er haldin
af miklum vanefnum. Þar var að
þessu sinni, eins og oftast áður,
ekkert um aö vera sem ekki hefði
rataö hingað nokkum veginn sjálf-
krafa. Jafnvel Varsjárkórinn og
hljómsveitina frá Poznan hefði
eflaust mátt fá hingað í gegnum
skipasmíðabisnessinn án milli-
göngu Listahátíöar. En svona er
þetta nú reyndar í stórum dráttum
á flestum hstahátíðum heimsins.
Þær eru alltaf sýndarmennska,
hversu stórar sem þær eru og
hversu miklum peningum þær
velta upp á röndina.
Þó er átakanlegast, ömurlegast
og aumkunarverðast, og um leið fal-
Listahátíð
Leifur Þórarinsson
legast, að gera sér grein fyrir því
að hér dreymir menn sífellt stóra
drauma í algjöru aðstööuleysi.
Hvar er listahátíðlegur tónleikasal-
ur í landinu? Hvar er listahátíðlegt
óperuhús í landinu? Hvar er boð-
legt listaleikhús í landinu? Tvö
uppgefin bíó og hálfhrunið Þjóð-
leikhús eru helstu húsakynni túlk-
andi lista á íslandi. Á meöan tveir
milljarðar króna, tvö þúsund millj-
ónir króna, kr. 2000.000.000, hverfa
út í buskann í flugstöðvarbrallinu
er ekki til grænn eyrir til að bæta
úr því. Óskaplega er það nú annars
uppbyggilegt að hugsa til að fyrir
þá peninga, sem framtakssamir
einstaklingar stálu frá þjóðinni
suður á velli, hefði verið hægt að
byggja tónlistarhús, byggja óperu-
hús og laga Þjóðleikhús. Hugsan-
lega hefði einnig verið hægt að
klára Borgarleikhús fyrir næstu
kosningar. Þetta er þrátt fyrir allt
land mikhla tækifæra.
LÞ.