Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Side 42
54
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988.
LífsstOl
Sumarhúsaferðir:
Góð slökun og skemmtun
Dvöl í sumarhúsum er aö veröa æ
snarari þáttur í sumarieyfisvenjum
íslendinga. Fjölbreytni og framboð
er líka sífellt að aukast, bæði hér
innanlands og utan.
Nú bjóða íslensku ferðaskrifstof-
urnar upp á sumarhúsadvöl í ýmsum
- . löndum, svo sem í Holiandi, Þýska-
landi, Englandi og ekki hvað síst í
Danmörku. Yfirleitt er boðið upp á
hús í sumarhúsabyggðum þar sem
tugir eða hundruð húsa eru á litlu
svæði. Á svæðunum eru alls kyns
þjónustumiöstöðvar, íþróttahús og
aðstaða til flestra tegunda leikja,
íþróttaiðkana og útiveru.
Stutt til skemmtisvæða
Sumarhúsabyggðirnar eru yfir-
leitt í nágrenni stórra skemmtisvæða
og því er þetta tilvalinn valkostur
fyrir alla fjölskylduna. Sumarhúsa-
hveríin eru fyrst og fremst ætluð
.barnafólki. í sjálfum kjörnunum eru
sjaldnast næturklúbbar eða diskótek
og frekar ætiast til þess að þeir sem
virkilega vilja djamma þurfi að
sækja þá skemmtun út fyrir sumar-
húsabyggðirnar.
Dvöl í sumarhúsi getur boðið upp
á mikla og nauðsynlega slökun fyrir
fjölskylduna. Fjölskyldumeðlimir ná
því einnig að kynnast hver öðrum
betur en kostur er á í streituþjóð-
félaginu okkar hér á íslandi þar sem
fullorðnir þurfa að vinna nánast all-
an sólarhringinn og börnin ganga
sjálfala stóran hluta dagsins.
Flest nútímaþægindi
Sumarhúsagestirnir þurfa yfir-
leitt að sjá um mat sinn sjálfir en þó
eru veitingahús yfirleitt innan seil-
ingar. í húsunum eru flest nútíma-
þægindi, þar með tahð sjónvarp og
útvarp, en reynslan sýnir að sjón-
varpsgláp íslendinga í sumarhúsum
í útlöndum er til muna min'na en
gengur og gerist hér heima.
Það helgast meðal annars af því að
fólk er ekki að fara til útlanda til að
liggja yfir sjónvarpi. Þaö blandast
einnig inn í að menn fara fyrst virki-
lega aö kunna að meta sjónvarpsefn-
ið hér heima þegar þeir sjá upp á
hvað er boðið í nágrannalöndunum.
Sjáland og Jótland
Að þessu sinni segjum við frá
sumarhúsabyggðum í Danmörku.
Þær sem boðið er upp á eru einkum
á Sjálandi, ekki langt frá Kaup-
mannahöfn ogTívólí. Emnig segjum
við frá sumarhúsabyggð á Jótlandi
sem tekin var í notkun 1. júní með
mikilh viðhöfn.
í nágrenni þeirra sumarhúsa er th
dæmis skemmtigarðurinn Legoland,
og í um klukkutíma akstursleið frá
sumarhúsunum er svo hæsti tindur
Danmerkur, Himmelbjerget. Þar er
mjög fahegt um að htast þó íslend-
ingum þyki ef til vih ekki mikið koma
til fjallsins sjálfs. Landinn myndi lík-
ast til kaha Himmelbjerget hól!
-ATA
Sundlaugarnar, sem tengjast sumarhúsabyggðunum, eru ott ævintýraleg-
ar. Stundum eru þær yfirbyggðar til að skýla gestum ef skúr brestur á. Og
í sumum tilfellum eru laugarnar á opnu svæði sem hægt er að loka í rign-
ingu. Þessi mynd er reyndar tekin í Kempervennen í Hollandi.
Ný sumarhúsabyggð tekin í notkun á Jótlandi:
Hjá molbúum í Ebeltoft
Ný sumarhúsabyggð var tekin í
notkun við bæinn Ebeltoft, skammt
frá Árósum á Jótlandi, í byrjun mán-
aöarins. Byggð þessi er á svæði sem
nefnist 0erne eða Eyjamar. Sjór
leikur um allt svæðið og byggðin
býður upp á að íbúar allra húsanna
geti haft bát við sitt sumarhús.
í Ebeltoft búa um funmtán þúsund
manns og er þetta því mikil og kostn-
aðarsöm framkvæmd hjá bæjarfé-
laginu. í Eyjunum hafa á síðasta ári
risið á íjórða hundrað sumarhús sem
eiga aö rúma um þrjú þúsund manns
þegar aht er fuhbókað. Það var því
mikið um dýröir í byrjun þessa mán-
aðar þegar svæðið var formlega vígt
og fyrstu gestirinr fluttu inn.
Uppruni molbúasagnanna
Ebeltoft er mjög nálægt héraðinu
Mols, en þar em molbúasögurnar
uppmnnar. íbúar Ebeltoft era dálítið
á varðbergi þegar molbúasögur eru
bornar undir þá. Þeir auglýsa þó
bæinn sinn og sumarhúsabyggðina
dálítið meö því að vitna í molbúasög-
ur en taka það jafnframt fram að
sögurnar eigi við fólkið sem býr í
næsta héraði, Mols.
Sumarhúsabyggðin Eyjarnar er
afar sérstök, húsin byggð í sérkenni-
legum sth og þau máluð í öhum regn-
bogans htum. í fyrstu fannst íslensk-
um gestum eiiís og þeir væm komn-
upp á Árbæjarsafn, eða þá að þeir
væm komnir inn í bandaríska kú-
rekamynd. Fljótlega fóru menn þó
að venjast húsunum og útliti þeirra
og fóm að kunna vel við sig.
Vistlegt og bjart
Innandyra er bjart og vistlegt og
ágætlega rúmt um gesti. Þar em öll
tæki til matseldar og hreinlætis, en
hluti eins og straujám, ryksugu,
handklæði og rúmfot þarf að leigja
sérstaklega. Útvarps- og sjónvarps-
tæki era í öllum húsum.
Þjónustumiðstöð er í miðri sumar-
” húsabyggðinni. Þar era veitingahús
og verslanir, póstur og sími og bjór-
og íssölur. Rétt fyrir utan sumar-
húsakjarnann er svo íþróttamiðstöð,
tennis-, badminton- og borðtennis-
vellir. Þá er golfvöhur skammt frá.
Hægt er að leigja báta, sjóskíði, segl-
bretti og veiðistangir, en í skurðun-
um í kringum húsin og byggðina eru
Dæmigerð götumynd frá nýju sumarhúsabyggðinni við 0er rétt utan við Ebeltoft. Minnir kannski pínulítið á villta
vestrið. DV-mynd -ATA
Það er mjög th bóta fyrir gesti Eyj-
anna að hafa bíl til umráða. Vega-
lengdir á Jótlandi eru yfirleitt stuttar
og það tekur til dæmis ekki nema
um klukkustund að aka th Legolands
og Ljónagarðsins, sem er merkilegur
dýragarður. Himmelbjerget er einnig
nálægt og þar er náttúrufegurð mik-
h.
Vilji menn skreppa til Kaupmanna-
hafnar tekur þaö um tvo tíma í ferju
að fara th Sjálands og nokkrar mín-
útur þaðan í bh eða lest til höfuö-
borgarinnar. Reyndar telja Jótarnir
það óþarfa flangs þar sem Jótland sé
langfegursti hluti Danmerkur og hafi
upp á allt það að bjóða sem Sjáland
hefur, og meira th.
Helstu verð
Tveggja vikna dvöl í sumarhúsi
Ferðir
Klæddar að hætti molbúa tóku þessar ungu stúlkur á móti gestum i nýju
sumarhúsabyggðinni 0er við Ebeltoft á Jótlandi. DV-mynd -ATA
Mikil fagnaðarlæti voru viö vigsluna og hátiðarbragur. Prúðbúnir krakkar
með fána voru áberandi. DV-mynd -ATA
shungar í þúsundatali. Þá er hægt
að leigja hesta, meira að segja ís-
lenska hesta.
Legoland og Ljónagarður
Öll kostar þessi þjónusta peninga
en leiguupphæðum er mjög stillt í
hóf.
í Eyjunum kostar frá 27.600 krónum
á manninn upp í 41.400 krónur eftir
því hvort átta eru saman í húsi eða
færri. Hærra verðið ghdir fyrir tvo í
húsi. Þriggja vikna ferð kostar frá
28.800 krónum til 48.600 króna.
Flogið er frá íslandi til Kastrup í
Kaupmannahöfn, en heim th íslands
um Billund flugvöll. -ATA