Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 1. JÚUl 1988.
5
Fréttir
Stjórn Prestafélagsins sakar safnaðarstjórn Frikirkjunnar um óbilgirni og að nota sjónvarpsviðtal við formann
þess sem átyllu til að slíta viðræðunum. Sr. Flóki Kristinsson, sr. Valgeir Ástráðsson, sr. Sigurður Sigurðarson og
sr. Jón Dan Hróbjartsson kynntu blaðamönnum viðhorf félagsins í gær. DV-mynd BG
Gunnar ókurteis
við organistann
- var það eina sem Prestafelagið fékk út úr viðræðum við safnaðarstjómina
„Viö erum tilbúnir að segja þaö og
standa viö það aö safnaðarstjórn Frí-
kirkjusafnaöarins, eða það sem eftir
er af henni, hefur sýnt afskaplega
mikla óbilgirni í þessu máli. Það tók
allan fundinn á þriðjudaginn að
sannfæra hana um að nauðsynlegt
væri að ræða við okkur sem fulltrúa
stéttarfélags sr. Gunnars Bjömsson-
ar. Stjórnin sleit síðan viðræðunum
eftir aö sjónvarpsviðtal við formann
okkar var sýnt. Það lítum við á sem
átyllu en ekki ástæðu,“ sagði sr. Val-
geir Ástráðsson, varaformaöur
Prestafélags íslands, í gær.
í máli sr. Sigurðar Sigurðarsonar,
formanns félagsins, kom fram að
hann telur slæm lög Fríkirkjusafn-
aðarins helstu ástæðuna fyrir því
hvernig komið sé. Þar sé ekki skýrt
tekið á þvi hvert verksvið prestsins
er og hvert verksvið safnaöarstjórn-
ar.
En hvaða ástæöu gaf safnaðar-
stjórnin fyrir brottrekstri sr. Gunn-
ars?
„Það kom fram að um persónuleg-
an ágreining er að ræða. Stjórnin
fullvissaði okkur um að ekki væri
um misferli af neinu tagi að ræða.
Það alvarlegasta sem hún tiltók var
að sr. Gunnar hefði verið ókurteis
við organistann," sagöi sr. Sigurður.
-gse
Hælis fýrir Steingrím Njálsson leitað:
Okkur er Ijóst að fram-
fylgja verður dómnum
- segir Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri
„Viö erum að leita lausnar á
hvernig þessi dómur verður afplán-
aður samkvæmt niðurstöðum hans.
Okkur er fullljóst að það verður að
framfylgja dómnum," sagði Þor-
steinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í
dómsmálaráðuneytinu.
Steingrímur Njálsson, margdæmd-
ur kynferðisafbrotamaður, verður
laus úr fangelsi 27. ágúst í sumar.
Samkvæmt dómi Hæstaréttar á
Steingrímur þá að fara á viöeigandi
hæh í fimmtán mánuði.
Þorsteinn Geirsson vildi ekki segja
til um hvort viðeigandi hæh fyndist
hér á landi eða hvort leita yrði að
því erlendis.
„Það er víst að við þurfum ekki að
byggja hæli yfir hann,“ sagði Þor-
steinn. -sme
Halldór Ásgrímsson:
Ekki sérlega ánægður
með vinnslukvótann
- ráðuneytíð ber ekki ábyrgð á fjárfestingu í vinnslu
„Ég er ekki farinn að sjá öll þessi
vandræði sem eiga að hljótast af
þessum kvóta og einn eða tveir
menn hafa veriö aö lýsa í fjölmiðl-
um. Meirihluti þeirra aðila sem
starfa í rækjuvinnslu telja kvótann
mjög mikilvægan. Það eru fleiri
hagsmunir til en hagsmunir þess-
ara tveggja manna. Það eru líka
hagsmunir Vestfiröinga sem eru
mjög viðkvæmir. Það þarf ekki síð-
ur aö taka tillit til þeirra en ann-
arra,“ sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra.
Þegar kvóti einstakra vinnslu-
stöðva er skoðaöur kemur í Ijós að
ef miðað er við þá stöö, sem fær
mestan kvóta á hverja pillunarvél,
má gera ráð fyrir að vinnslustöðv-
arnar gætu annað aflanum þótt
þær væru rúmlega helmingi færri
en í dag. Hefði ekki mátt grípa fyrr
inn í þetta í stað þess að veita sí-
fellt fleiri og fleiri vinnsluleyfi?
„Sjávarútvegsráðuneytiö skipu-
leggtrn ekki fjárfestingu þessara
manna. Þeir standa f>Tir henni
sjálfir og verða að standa undir
henni. Viö höfum ekki viljaö
standa í vegi fyrir því aö einstök
byggðariög geti unniö afla af þess-
um skipum eins og öðrum. Sjálf-
sagt má alltaf deila um þaö hvað
er eðlilegt og hvað ekki Það er rétt
að taka þaö skýrt fram að við hefð-
um helst viljaö losna algerlega við
að koma náiægt þessu. Kvótinn er
niðurstaða af langri umræðu og
yfirlýsingum sem gefnar hafa verið
í umræðum á Alþingi. Við getum
ekki hunsað þessi viðhorf. En það
er ekki þar með sagt að við séum
ákaflega ánægðir með þessa niður-
stöðu.“ Er þessi niðurstaða sprott-
in af samkomulagi sem gert var í
þinginu við ákveðna þingmenn
sem tregir voru tii stuðnings við
kvótakerfið?
„Nei, ekki samningum. En það
er nú einu sinni svo í öllum þjóð-
félögum að það á sér stað umræða.
Það þarf síðan aö reyna að sætta
sjónarmið. Ég get ekki séö annað
en langflestir séu sáttir við þá nið-
urstööu sem við komumst að. Þetta
er tilraun og það er nægur tími til
að endurskoða hana um næstu ára-
mót. Ég get ekki séð aö einhverjir
fari yfir um af hennar völdum.
Hins vegar er alltaf auövelt aö
kenna öðrum um en sjálfum sér,“
sagði Halldór Ásgrimsson. -gse
Skotárásir
eru árviss
viðburður
„Það er árvisst aö rúður í stjórn-
stöðinni verða fyrir skotárásum. Það
gerðist síðast í fyrrakvöld. Þá hafa
kaplar í ljósabúnað verið skornir
sundur. Grassvæði sem við höfum
ræktaö hefur verið spænt upp. Þeir
sem svona gera hljóta að vera blind-
ir á báðum og vel það ef þeir sjá ekki
að þarna hefur verið unnið við að
rækta gras,“ sagði Svavar Svavars-
son, stjórnarmaður í Kvartmílu-
klúbbnum.
Svavar sagðist þess fullviss að það
væru ekki félagar í Kvartmílu-
klúbbnum sem þetta gera.
„Það liggur mikil vinna á bak við
þetta hjá okkur. Peningatapið er
kannski ekki mjög mikið. Við vinn-
um þetta í sjálfboðavinnu og þetta
hefur leiðinleg áhrif á félagsskapinn.
„Svipað er meö byssur og bíla. Það
hafa ekki allir þroska til að fara með
þessi tól. Ég er viss um að heiðvirðir
skotmenn eru ekki ánægðir með
þessa umgengni," sagði Svavar
Svavarsson. -sme
Saga kemur
líka út
í umsögn um tímaritið Ný saga,
sem Sögufélagið gefur út,í DV á mið-
vikudaginn sagði að það blað hefði
komið í stað tímaritsins Saga. Þetta
er misskilningur því Saga lifir enn
góðu lífi við hlið nýja tímaritsins og
leiðréttist það hér með.
AFMÆLISTJALDSYNING
FÖSTUDAG - LAUGARDAG - SUNNUDAG
ÓTRÚLEGT VERÐ
Dærni: 3-4 manna tjald með fleyg-
himni kr. 8.100,- stgr.
HRINGDU OG VIÐ SENDUM
ÞÉR BÆKLING UM LAND ALLT
Opið til kl. 22 alla daga
SENDUM í PÓSTKRÖFU
SEGLAGERÐIIM
ÆGIR
EYJASLÓÐ 7 - SÍMI 621780