Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1988, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988.
15
Lögbrot og hefðir:
Stjórnarskráin sem hvarf
Stjórnarskrá er grunnlög hvers
lýðræðisþjóðfélags og mega lög og
reglugerðir ekki stangast á við
stjórnarskrána. Stjórnarskrá er
sett til að afmarka valdsvið stjórn-
valda til verndar einstaklingnum
og mannréttindum. Á íslandi á að
heita í gildi stjórnarskrá. Þetta
plagg er einskis virði ef við ein-
staklingar þessa þjóðfélags stönd-
um ekki vörð um það. Það er stað-
reynd að við höfum ekki staðið
vörð um stjómarskrána sem skyldi
og afleiðingin af því er aðhaldslaus
stjórnvöld.
Stjórnvöld á íslandi taka lögbrot
og hefðir á lögbrotum til grundvall-
ar lagasetningum og reglugerðum.
Nýlegt dæmi er hið fræga hjór-
frumvarp sem varð að lögum.
Frumvarp þetta er alfarið byggt á
lögbrotum og hefðum þeim er skap-
ast höföu á þessum lögbrotum.
Aðhald eða taumleysi
Spumingin um það hvers vegna
ríkisstjórn og stjórnvöldum þurfl
að veita aðhald er nauösynleg. Að-
haldslausum stjórnvöldum hættir
til aö líta á sig sem heilaga hand-
hafa alls valds; að fólkið sé fyrir
þau en ekki að þau séu fyrir fólkið.
Hin frjálslega túlkun stjórnvalda á
28. grein stjórnarskárinnar er
gleggsta dæmið um aðhaldsleysi.
„28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber
til, getur forsetinn gefið út bráða-
birgðalög milh þinga. Ekki mega
þau þó brjóta í bága við stjómar-
skrána. Ætíð skulu þau lögö fyrir
KjaHarinn
Hólmsteinn Brekkan
blikksmiður
næsta Alþingi á eftir.“
Ríkisstjórnir á íslandi hafa ætíð
veriö iönar við aö koma á bráöa-
birgöalögum, óháð því hvort um
brýna nauösyn sé að ræða eður ei.
Prýðilega gott dæmi um hvað
stjórnvöld leyfa sér að ganga langt
í valdníðslu meö setningu bráða-
birgðalaga eru nýleg bráðabirgða-
lög, sett vegna vinnudeilu starfs-
manna og stjómar í álverinu við
Straumsvík. í fyrsta lagi var ekki
að sjá neina brýna nauðsyn meö
þessum lögum og í öðru lagi bijóta
þau alvarlega í bága við stjórnar-
skrána. Eini augljósi tilgangurinn
með lagasetningu þessari er að
vernda stóriðjudrauma og í leið-
inni að afnema samningsrétt stétt-
arfélaga í landinu.
Hver á að vernda
stjórnarskrána?
Það er okkar að standa vörð um
stjórnarskrána. Gmndvallaratriði
við verndun stjórnarskrár lýðveld-
isins er aö allir þjóðfélagsþegnar
kynni sér stjórnarskrána og geri
sér grein fyrir mikilvægi hennar. I
Bandaríkjunum er í gangi stööug
kynning á stjórnarskránni og get-
um við séð þá kynningu á korn-
flögúpökkum frá Bandaríkjunum.
Við sem boröum reglulega amer-
ískt coco puffs í morgunverð erum
orðin vel að okkur í fræðum hinnar
bandarísku stjórnarskrár. En á ís-
landi er það erfiðleikum bundið að
nálgast eintak af stjórnarskrá lýð-
veldisins. „Hver þjóð býr við það
stjórnarfar sem hún á skilið." Þetta
spakmæli, sem eitt af mikilmenn-
um sögunnar lét sér um munn fara,
er ekki algilt en þó er ég sannfærð-
ur um að þetta spakmæli á við um
hina íslensku þjóð í dag. Við höfum
leyft misvitrum og misheiðarlegum
mönnum að stjórna þessu landi án
aðhalds allt of lengi. Mönnum þess-
um hefur leyfst aö komast upp með
hverja katastrófuna af annarri án
athugasemda. Við verðum að veita
stjórnvöldum aðhald því nú er svo
komið að lýðræðinu verður ekki
bjargað nema fyrir beinar aðgerðir
borgaranna. Nánast á hveijum
degi framkvæmir ríkisvaldið eitt-
hvað sem eykur á fiárhagslegt
ósjálfstæði þjóðarinnar, að ekki sé
talað um tilraunir ríkisvaldsins til
afnáms stjórnarskrárinnar í áföng-
um. Þrátt fyrir mikið góðæri und-
anfarin ár hefur stjórnvöldum
samt tekist að breikka bilið á milh
þjóðfélagshópa og troða miskunn-
arlaust á þeim sem minnst mega
sín.
Hvaðertil ráða?
Ekki get ég bent á neina patent-
lausn, en til er stefna í þessu landi
sem heitir „sjálfstæðisstefnan".
„Sjálfstæðisstefnan hefur það að
meginmarkmiði að efla og standa
vörð um frelsi og mannhelgi.
1 .Að varðveita-og tryggja sjálf-
stæði og frelsi Islands. Standa
vörð um tungu, bókmenntir og
annan menningararf íslendinga.
2. Að treysta lýðræði og þingræði.
3. Að vinna að víðsýnni, þjóðlegri
umbótastefnu á gi-undvell ein-
staklingsfrelsis og athafnafrelsis
með hagsmuni allra stétta fyrir
augum.
4. Beita nútímaþekkingu og tækni,
svo að auðlindir landsins verði
hagnýttar í þágu þjóðarinnar.
5. Að skapa öllum landsmönnum
félagslegt öryggi.“
Þetta er sú stefna sem Sjálfstæðis-
flokkurinn vill theinka sér. En þar
á hún ekki heima lengur og verða
menn á þeim bæ að gera svo vel
að kokka upp nýtt plagg þar sem
fram kemur raunstefna Sjálfstæð-
isflokksins og í framhaldi af því að
gefa Sjálfstæðisflokknum nýtt
nafn. Við sem teljum okkur vera
sjálfstæðismenn vildum gjarnan
getað kallað okkur það áfram.
Askorun
Að lokum langar mig aö skora á
alla sjálfstæðismenn, sem vhja
hefja sjálfstæðistefnuna til vegs og
virðingar á ný, að taka höndum
saman um stofnun nýs sjálfstæðis-
flokks, kristilegs borgaraflokks þar
sem sjálfstæðisstefnan fengi að
njóta sín á tæran og ómengaðan
hátt. Að endurbyggja sjálfstæðis-
hugsjónina og halda á lofti ljósi
lýðræðisins.
Hólmsteinn Brekkan
„Nánast á hverjum degi framkvæmir
ríkisvaldið eitthvað sem eykur á fjár-
hagslegt ósjálfstæði þjóðarinnar, að
ekki sé talað um tilraunir ríkisvaldsins
til afnáms stjórnarskrárinnar 1 áföng-
um.“
Margt er gott á íslandi
„Hvert barn sem lifir á Islandi hefur
rétt til að fá menntun (eins og það hef-
ur gáfur til), óháð því hvort foreldrar
eru ríkir eða fátækir.“
„Við teljum það sjálfsagðan rétt að allir eigi kost á heilsugæslu, óháð
því hvort þeir eru ríkir eða fátækir", segir höfundur.
í fyrra ákvað ég að fara einu sinni
um hnöttinn eða næstum því - aö
Kyrrahafmu undanskildu. 1987 fór
ég í austur - yfir Balí til Ástraliu,
um Ástralíu og til baka yfir Bang-
kok.
í maí/júní sl. fór ég til Bandaríkj-
anna og þar sem ég hef unnið í
Ástralíu sem háskólalektor og í
New York sem starfsmaður Sam-
einuðu þjóðanna átti ég vini í þess-
um heimsálfum, auk ættingja.
Mér var sagt aö aðalsjúkdómur
íslendinga væri að bera ísland
saman við önnur lönd. Er ég því
greinhega orðin góður íslendingur;
ég ber saman ailt sem ég sé. Hér
eru nokkrir punktar sem mér
finnst vera athyglisverðir.
Mannréttindi
Mikið er rætt um mannréttindi.
í huga flestra eru mannréttindi trú-
frelsi, tjáningarfrelsi og ferðafrelsi.
Til eru hins vegar mannréttindi,
sem við á íslandi (og annars staðar
á Noröurlöndum) tökum sem sjálf-
sagða hluti, en eru þó mjög mikil-
væg. Þessi mannréttindi eru: I.
Heilsuvernd - II. Réttur til mennt-
unar.
I. Heilsuvernd.
Við teljum það sjálfsagðan rétt
að allir eigi kost á hehsugæslu,
óháð því hvort þeir eru ríkir eða
fátækir. Öll höfum við sjúkratrygg-
ingu og fáum bestu meðferð sem
þekkist. Sjúkrasamlagsgjald er
greitt með sköttum, þ.e.a.s. þeir
sem hafa háar tekjur greiða hærri
skatta. Ef maður þarfnast hjarta-
uppskurðar fær hann uppskurðinn
og, ef nauösynlegt er, erlendis.
í Bandaríkjunum er fólkiö hrætt
við sjúkdóma og talar stanslaust
um hættur, t.d. hættu af kólester-
óli. Hér var skrifaö fyrir nokkrum
árum um hættu vegna dýrafitu,
kólesteróls, og fólkið byrjaði að
foröast að borða mjólkurfitu, en
þar við sat. En í Bandaríkjunum
er yfirleitt engin almenn sjúkra-
Kjallarinn
Eiríka A. Friðriksdóttir
hagfræðingur
trygging til og dagur á sjúkrahús-
inu mun kosta þúsundir dollara.
Hver og einn verður að kaupa
einkatryggingu nema gamalt fólk,
sem er með „Medicare“, og fátækl-
ingar sem eru á styrkjum ríkisins.
Hve vel ísland stendur er greini-
legt af eftirfarandi tölum. Mæli-
kvarðar eru ungbarnadauði -
þ.e.a.s. hlutfall lifandi fæddra
barna sem deyja innan við árs-
gömul - og meðalaldur. Við erum
í 2. sæti í heiminum. Hér eru töl-
urnar:
Japan, ungbarnadauði (1986):
6,0 af 1000. Meðalaldur (1986):
Karlar 75,2 ár - Konur 80,9 ár.
ísland (1981-85), ungbarnadauði:
6,2 af 1000. Meðalaldur (1985/6):
Karlar 75,0 ár - Konur 80,4 ár.
Bandaríkin, ungbarnadauði (1985):
10,5 af 1000. Meðalaldur (1983):
Karlar 71,0 ár - Konur 78,3 ár.
II. Rétturtil menntunar
Hvert barn sem lifir á íslandi
hefir rétt til að fá menntun (eins
og það hefur gáfur til) óháð því
hvort foreldrar eru ríkir eða fátæk-
ir. Athugun, sem ég gerði fyrir
nokkrum árum, sýndi að flestir
háskólaprófessorar komu úr fá-
tækum bændafjöldskyldum og
slíkum.
í San Jósé (Kaliforníu) blaði,
„San Jósé Mercury News“ frá 8.
júní 1988, sá ég grein: „Hvað veldur
unglingum áhyggjum?“ (What do
teenagers worry about?) Fyrst var
kennslugjaldið á háskólum. Á ís-
landi eru engin kennslugjöld í raun
og veru. Háskólagjaldið fyrir
kennsluáriö 1988/9 var ákveðið
6.200- kr. (139 US$), námsskráin og
stúdentaskírteini innifalin, á fyrsta
ári. Seinni árin er gjaldið aðeins
5.200 kr. (116 US$), án námsskrár
og skírteinis.
í Bandaríkjunum eru námsgjöld-
in mismunandi eftir ríkjum, lög-
heimilum í rikisháskólum, og allt
annað sé um einkaháskóla að ræða
sem heimsþekktir eru. Hér eru
nokkur dæmi: Virginia ríkishá-
skóli, lögheimili í Virginia, $ 4000
(178.000 kr.) árlega, ekki lögheimili
þar 40-50% hærra. Harvard, einka-
háskóli, $ 15.000-20.000 (670.000-
893.000 kr.) árlega. Læknaháskóli
getur kostað $ 30.000 (339.000 kr.)
árlega. Yfirleitt geta aðeins börn
vel stæðra fjölskyldna numið við
háskóla. í báðum löndum eru auka-
lega útgjöld fyrir daglega þarfir og
kennslubækur.
Lítið atvinnuöryggi
Hér á landi hefur hver og einn
uppsagnarfrest, fra nokkrum vik-
um til þriggja mánaða, að ég hygg.
En svo er ekki í Bandaríkjunum.
Verkfræðingur, t.d. deildarstjóri
hjá stóru fyrirtæki, er daglega
hræddur um að vegna breytinga
hjá fyrirtækinu eða vegna óánægju
með deild hans eða starf geti hann
fengið uppsögn án fyrirvara - til-
kynningu um að hann eigi ekki að
mæta næsta dag.
En umfjöllun um ísland er ófull-
komin án þess að ræða um hvað
sé gott við íslendinga. Rannveig
Tómasdóttir benti mér fyrir mörg-
um árum á að best væri fyrir ferða-
menn að búa á hótelum KFUK eða
KFUM. Ég notaði ráð hennar í
mörgum löndum Evrópu og Asíu,
og nú í Denver í Cölorado.
Eins manns herbergi með einka-
baði kostaði US $ 65 fyrir heila viku
í KFUM. Anna Bjarnason og fjöl-
skylda hennar gerðu uppihald mitt
í Colorado ógleymanlegt og loksins
gat ég gist hjá íslendingum, Systu
og Óla (Systol Trading Corp. 199-10
Romeo Court, Holliswood NY
11423) í New York borg fyrir vægt
verð. Systa sótti mig á Kennedy-
flugvöll og keyrði mig þangað og
er ég mjög þakklát henni.
Eiríka A. Friðriksdóttir