Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 1
31 * Sg „ / ' ' 30. TBL. LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1988. Elín, Arndís og Svava Elín og Svava fóru út á sjó með afa sínum. Hann átti mjög litla trillu. Þau fóru að heimsækja frænku sína sem átti heima á eyju langt í burtu. Eyjan hét Tungudalseyja. Svo komu Arndís frænka og pabbi hennar á móti þeim á stórri trillu. Þau náðu í Svövu og Elínu en afi var svo þreyttur að hann fór heim aftur. Elín og Svava voru svo hjá Arndísi nokkurn tíma í Tungudalseyju. Það þótti þeim gaman. Erla Rún Kjartansdóttir, Hjallastræti 30, 415 Bolungarvík. Sj ómannadagurinn Það var sjómannadagsmorgunn. Siggi, Kalli, Dísa, Linda og Sverrir vöknuðu snemma af því að í dag ætlaði mamma að fara með þau í sigl- ingu á einhverjum togaranum. Krakkarnir bjuggu með móður sinni og móðurafa. Pabbi þeirra hafði dáið í flugslysi fyrir einu ári. Eftir hádegi lögðu þau af stað niður að höfn. Þar voru margir skraut- legir togarar en allir voru yfirfullir af fólki svo að þau komust ekki fyrir. ,,Við verðum víst bara að fara heim, krakkar mínir,“ sagði mamma. Þegar krakkarnir og mamma komu heim spurði afi af hverju þau væru svona leið. Krakkarnir sögðu afa sínum allt af létta. Afi hugsaði sig um svolitla stund en sagði svo: „Ég þekki gamlan sjómann sem á trillu. Hann vill örugglega fara með ykkur á sjóinn.“ Svo hringdi afi til vinar síns, gamla sjómannsins, og sagði honum frá þessum leiðinlega atburði. Sjómaðurinn sagðist gjarnan vilja fara með mömmu og krakkana á sjóinn. Mamma smurði því nesti og setti í körfu. Síðan fóru þau á sjóinn með gamla sjómanninum. Ingibjörg Hilnjarsdóttir, 12 ára, Fögrubrekku II, 690 Vopnafirði. Skemmtilegur dagur Einu sinni var stelpa sem hét Hildur. Hún átti tvær systur. Þær hétu Lísa og Lára. í dag ætluðu þær í siglingu. Þá hittu þær frændur sína. Þeir hétu Þór og Gunnar. Þeir áttu heima í Noregi. Um borð í skipinu fengu þau kók og súkkulaði. Svo fóru þau heim að borða. Síðan fóru þau í kirkju og þaðan fóru þau í sundlaug. Svo fóru þau heim að sofa. En á morgun kemur nýr dagur. Hanna Lísa Daðadóttir, Botnahlíð 11, 710 Seyðisfirði. Skipsferðin Einu sinni voru Rakel, Una, Bogga, Þórður og Sigga og mamma þeirra á skipinu þeirra. Þau ætluðu til lítillar eyju og tjalda þar í nokkra daga. Þar var líka annað fólk. Þau voru í tveimur tjöldum af því að þau voru svo mörg. Þetta var skemmtilegt sumarfrí. Sigríður Sóley Hafliðadóttir, 9 ára, Lækjargötu 6, 580 Siglufirði. Ferðin Skólakrakkarnir í l.A fóru í ferðalag til Dalvíkur með báti. Kennararn- ir, Dísa og Óli, skiptust á að vera niðri hjá krökkunum sem voru sjó- veikir en hinir krakkarnir voru uppi á þilfari og horfðu út á sjóinn. Þau mættu öðrum báti sem var á veiðum. Á þeim báti voru Árni og Lóa með pabba sínum. Pabbinn veifaði til hinna krakkanna. Svo fóru þau að skemmta sér á Dalvík, fóru í búðir og fleira. Guðrún Beta Mánadóttir, 10 ára, Hrísabraut 11, 780 Höfn, Hornafirði. Bátsferðin Einu sinni voru tvö systkini. Þau hétu Anna og Daði. Pabbi þeirra hét Jón. Hann átti stóran bát. Einn daginn sagði pabbi við Önnu og Daða: „Á morgun ætla ég að leyfa ykkur að koma með mér í bátnum. Þið megið bjóða nokkrum vinum með. Og endilega skuluð þið bjóða foreldrum þeirra með.“ „Þakka þér kærlega fyrir, pabbi,“ hrópuðu Anna og Daði. Þau drifu sig til vina sinna og sögðu þeim frá þessu. Anna bauð Brynju, Öldu og Sóleyju en Daði bauð Óla og Bjarna. Næsta dag hélt báturinn af stað með krakkana og nokkra foreldra. Þessi bátsferð var mjög skemmtileg. Um kvöldið kom báturinn í höfn. Allir þökkuðu Jóni fyrir skemmtilega ferð og fóru svo heim að sofa. Alda Berglind Egilsdóttir, 9 ára, Víðihlíð 12, 105 Reykjavík. Sagan mín Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan í 33. tbl. og getur að sjálfsögðu hreppt verðlaunin. s / S y, S & * jsy s'/y .jAvA-A' v V5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.