Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1988. 49 „Komdu nú að kveðast á... “ Bama-DV er besta blað. Það er alveg frábært. Ég fer oft með það í bað. Það engan getur sært. Erla Björg Gunnarsdóttir, 10 ára, Úlflj ótsvatni. Ég kann ekki að smala. Ég kann varla að tala. Ég er með hala ofan í bala. En ég kann víst annað sem kannski er bannað. Það verður ei sannað að það sé óbannað. Sindri Hreinsson, Faxatröð 6, Egilsstöðum. Lítill hvalur Taktu útlínur litla hvalsins í gegn á annað blað, nokkuð stífan pappír (helst vaxborinn). Litaðu hvalinn og klipptu hann síðan út. Alveg eins ferðu að með hringinn. Biddu einhvern fullorðinn um að hjálpa þér að skera rauf- ina B og stingdu hvalnum svo í hana. Nú getur hvalurinn flotið í baðkerinu eða í litlu fati. /. A N <2. G A (3Í 3. N A Magnús Gunnlaugsson, Hrannarbyggð 20 á Ólafsfirði, sendi okkur þessa þraut. Þið eigið að setja stafi í eyðurnar þannig að út komi kvenmannsnöfn. Hver eru þau? Sendið svar til: Barna-DV. Oddný Svana Friðriksdóttir, 9 ára, Bleiksárhlíð 15, Eskifirði. Kveðjur Ég ætla að senda Ingu Heiðu kveðju og vona að hún skemmti sér vel með kanínunni. Sigríður Þuríður Jónasdóttir, Neðstaleiti 16 i Reykjavík. Mig langar að senda kveðjur til pennavinkvenna minna. Þær heita Elva, Kristín, Björg, Anna, Jóhanna, Guðmunda og Lilja. Einnig sendi ég kveðju til As- laugar vinkonu minnar í Ysta- seli 27. Valgerður D. Heimisdóttir, Laxakvísl 5, Reykjavík. Mig langar að senda kveðju til Alla, Elínborgar og Jónu í Kópavogi. Einnig til Gumma á Húnavöllum. Til hamingju, Gummi, með bikarinn. Svo mega allir sem þekkja mig eiga af- ganginn af kveðjunni. Maria Jóna Gunnarsdóttir, Ránarbraut 14, Skagaströnd. Ég sendi stuðkveðjur til allra krakkanna sem voru í sumar- búðunum á Hólum 6. til 11. júní og svo auðvitað til Kalla, Rósu, Melkorku og Eiríks. Ég sendi líka kveðjur til Ásdísar í Hvera- gerði og Lilju í Reykjavík. Svo fá allir hinir sem ég þekki af- ganginn. Jórunn Sigurðardóttir, Sauðárkróki. Tilkynning Ég verð að biðja allar penna- vinkonur að hætta að skrifa mér því næsta vetur get ég ekki ver- ið að skrifa þeim því ég verð að fara í skólann fyrir hádegi og líka eftir hádegi. í sumar fer ég í ferð um landið. Pennavinkonur mínar heita Berglind, Eygló, Alma og Guðbjörg. Berglind Ósk, Siglufirði. HITT! Tvær eins Hvaða tvær mýs eru alveg eins? Sendið lausn til: Barna-DV Hvað er í nestiskörfunni hennar mömmu? BR. " . 1. KA ^' SM . . . * LU os. • • sy. .. TÖ EP. . A6 AP. KÆ.. . BA SU . . . ví.. .. MJ . . . GO. Mamma skrifaði lista yfir allt sem hún tók með - en hér sjást bara fyrstu stafirnir! Geturðu lokið við orðin og sagt okkur hvað er í körfunni? Sendið svar til: Barna-DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.