Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988. Fréttir Innheimtumenn ríkissjóðs: Vextir sem jafngilda 420 présent ársvöxtum Innheimtunienn ríkissjóðs reiknaða staðgreiðsluskatta laun- næsta mánaðar leggjast 4,8 prósent aðamót, getur þvi þurft aö greiða ar, er því að taka sér lán með vöxt- reikna vanskilavexti sem jafngilt þegasinnafyrir 15. hvers raánaðar. vanskilavextir enn ofan sem svarar 14,8 prósent vöxtum um sera jafngilda 420 prósentum á geta allt að 420 prósent ársvöxtum Ef það er ekki gert reiknast 1 pró- á. fyrir rúmlega hálfs mánaöar „sjálf- ári. -gse hjá þeim sem skila ekki af sér stað- sent vextir á höfuðstólinn á hverj- Atvinnurekandi, sem þannig hef- tekið“ lán. Launagreiðandi, séra greiðslusköttura. um degi næstu tíu daga. Ef laun- ur trassað að skila af sér stað- þannig veltir staögreiðslu starfs- Atvinnurekendum ber aö greiða greiðandinn hefur ekki greitt 1. greiðslunni fram yfir næstu mán- mannasinnafrámánuðitilmánað- Eignaðist hlut í íbúð við giftingu: Á samt ekki rétt á húsnæðis- bétum samkvæmt skattalögum „Ég keypti íbúð 1983 og átti því ekki rétt á neinum húsnæðisbótum. Hins vegar gifti ég mig í maí í fyrra og þannig eignaðist konan mín hlut í íbúðinni. Ég tel að hún eigi rétt til húsnæðisbóta og sótti því um þær fyrir hana. Okkur var synjað á þeim forsendum að hún hafi ekki keypt, hafið byggingu eða gert bygginga- samning um sína fyrstu íbúð á síð- asta ári. Það virðist ekki vera svo að löggjafinn geri ráð fyrir að fólk geti eignast íbúð með öðrum hætti en þessum síðastnefnda. Þarna er hola í löggjöfinni. Ég hef kært málið, en það veröur að gera fyrir 1. septemb- er, og bíð úrlausnarÁ sagði maður einn við DV. Sagði hann að það tæki allt að eitt ár að lagfæra þetta ef það yrði þá gert og þyrftu þau að standa skil á afborgunum og standa í vafstri á þeim tíma. Hefðu örugglega fleiri lent í þessu sama. DV hafði samband við Ævar ísberg vararíkisskattstjóra vegna þessa og sagði hann það rétt að konan ætti ekki rétt á húsnæðisbótum. „Kúsnæðisbætur sem eru ákveðn- ar í ár eru ákveðnar samkvæmt bráðabirgðaákvæði 2 í skattalögun- um, en ekki samkvæmt almennu reglunum um húsnæðisbætur. í al- mennu reglunum eru ákvæði sem taka til einstaklinga sem eignast íbúð eða hlut í íbúð eins og kona manns- ins. Þær reglur gilda aðeins fyrir þá sem eignast íbúð á þennan hátt á þessu ári og fá húsnæðisbætur á næsta ári. Bráðabirgöaákvæðin ná aftur á móti yfir árin 1984 til 1987, en aðeins yfir einstaklinga er keypt hafa, hafið byggingu á eða gert byggingasamn- ing um sína fyrstu íbúð á þessu tíma- bili. Þau ná ekki yfir þá sem hafa eignast íbúð á annan hátt á þessu þriggja ára tímabili.“ Ævar vildi leggja áherslu á að rétt- ur konunnar til húsnæðisbóta væri ekki úr sögunni. Hann mætti nýta ef hjónin kaupa íbúð saman. -hlh Bylgjan bauð í fréttamenn Stjörnunnar „Ég vil ekki tjá mig um það hvar við höfum leitað eftir starfsmönnum. Stjarnan leitaði hingað eftir fólki þegar hún byrjaði. Auðvitað höfum við leitað víða,“ sagði Hallgrímur Thorsteinsson, fréttastjóri Bylgjunn- ar, þegar DV bar það undir hann hvort að Bylgjan heföi verið að bjóða í fréttamenn Stjörnunnar. HaUgrímur sagði að það þyrfti ekki annað en horfa á fréttir sjónvarps- stöðvanna til að sjá fréttamenn sem hefðu áöur verið á Bylgjunni. Á Rík- issjónvarpinu væru Ámi Þórður Jónsson, Árni Snævarr, Arnar Páll Hauksson, Ólöf Rún Skúladóttir og Bjami Vestmann. Hjá Stöð 2 væru svo Karl Garðarsson og Adda Steina Bjömsdóttir. Við endurskipulagningu á dagskrá Bylgjunnar, sem varð um síðustu mánaðamót, var leitað víða eftir nýj- um starfskröftum. Starfandi frétta- mönnum Bylgjunni var sagt upp en leitað hófanna hjá nokkrum frétta- mönnum helsta keppinautarins. Allt fór þetta þó fram með mikilli leynd. Enginn Stjömumanna mun þó hafa tekið boðinu og eru allir enn í vinnu hjá Stjörnunni. JFJ Strákar hafa löngum verið þekktir fyrir að taka upp á hlutum sem eru foreld- rum þeirra lítt að skapi. Þessir tveir prakkarar komu auga á góðan drullu- poll í Mosfellsbæ og ekki var að spyrja að því, freistingin var of mikil. Hvað mamma sagði, þegar peyjar þessir létu sjá sig heima hjá sér, fylgir ekki sögunni. Varla hefur veitt af að nota garðslönguna á snáðana til að ná af þeim drullunni. DV-mynd EJ í heilan aldarijórðung em ís- lensk stjómvöld búin að kljást við verðbólguna og annan efnahags- vanda. Tölu verður ekki komið á aUar þær ríkisstjórnir sem setið hafa að völdum og þurft að játa sig sigraða í þessum eilífa slag. Margur stjómmálamaöurinn hefur þurft að lúta í lægra haldi og hefur þó ekki staðið á patentlausnunum, þegar hann hefur verið að gagn- rýna fyrirrennara sína fyrir aum- ingjaskap í verðbólguglimunni. En allir hafa þeir mnnið á rassinn þegar á hólminn er komið og verð- bólgan hefur magnast jafnt og þétt. Ríkisstjórnir hafa ráðið til sín efnahagssérfræðinga og ráðunauta og heilar stofnanir hafa fengið það verkefni að gefa pólitíkusunum góð ráð og leiðbeina þeim með lærðum kenningum. Við höfum Þjóðhags- stofnun og Seðlabanka, við höfum hagdeildir í bönkunum og hag- fræðinga hjá allsherjarsamtökun- um. Fjármálaráðuneytið hefur sett upp fjárlaga- og hagsýsludeild, vinnuveitendur hafa fengið sér hagfræðing, alþýðusambandið hef- ur fengið sér hagfræðing og raun- inni em engin samtök í landinu svo aum að þau ráði ekki hagfræðing til að spá í efnahagsmál og verð- Niðurfærslan bólgu. Ráðherrar hafa ráðið til sín sérstaka efnahagsráðunauta og það hefur verið í tísku hjá ungum og upprennandi mönnum að stunda hagfræðinám og taka dokt- orspróf í faginu og skrifa greinar um lausnimar á verðbólgunni. En það er alveg sama hvað menn hafa lært mikið og sagt mikið, allt- af hefur þrautalendingin á íslandi verið sú að fella gengið og verð- bólgan hefur lifað alla hagfræð- inga, hvort sem þeir koma frá Ox- ford eða Harvard eða frá vinstri eða hægri. En svo var það um daginn að Þorsteinn Pálsson nennti ekki lengur að hlusta á rausið í þekkt- ustu kverólöntunum og bjó til sér- staka nefnd fyrir þá til að þagga niður í þeim. Þetta em menn úr atvinnulífinu, sem hafa haft það fyrir atvinnu að skammast út í rík- isstjórnir og heimta gengisfellingar þegar þeir em búnir að setja fyrir- tækin á hausinn með aðstoð verð- bólgunnar. Enginn þeirra hefur komið nálægt neinni hagfræði né hefur vit á efnahagsmálum frekar en ég og þú. Þetta var kænskubragð hjá forsætisráðherra til að leyfa mönnunum að halda að þeir réðu einhveiju og leyfa þeim líka að rasa út meðan forsætisráöherra mátti ekki vera að því að hlusta á þá vegna ferðar vestur um haf. Þor- steinn hélt, eins og allir aðrir, að þar með fengju atvinnuþrasaramir útrás fyrir sínar.eigin patentlausn- ir meðan hann sólaði sig á Flórida. Annað mundi ékki gerast. En þar með er sagan ekki öll. Annað kom á daginn. Nefndar- mennimir vom ekki aldeilis á því að þeir væm bara upp á punt. Þeir voru ekki fyrr byijaöir nefndar- störf en þær fréttir spurðust út að nefndin væri búin að finna lausn- ina sem engum hafði dottið áður í hug. Ráðgjafanefndin mælir með niðurfærsluleið sem Pinochet, ein- ræðisherra í Argentínu, mun víst einn manna í heiminum hafa reynt í landi sínu. Nú gengur það eins og eldur um sinu að niðurfærslu- leiðin sé eina færa leiðin út úr verð- bólguógöngunum og maður gengur undir manns hönd í stjómarflokk- unum til að mæla með niðurfærsl- unni og hrinda henni í fram- kvæmd. Þorsteinn mun fá efnahagspakk- ann afhentan þegar hann kemur heim og verður það ekki amalegt fyrir forsætisráðherra aö sjá öll vandamálin leyst meðan hann skrapp í sumarfrí og sumir hafa jafnvel haldið því fram að það væri óþarfi fyrir ráðherrann að koma heitn. En ef Þorsteinn verður hissa, þá erum við hin miklu hissari. Hvers vegna haíði engum dottið þessi niðurfærsluleið fyrr í hug? Hvar eru allir hagfræðingarnir og efnahagssérfræðingarnir með lær- dóminn sinn? Hvernig má það vera að lausnir á efnahag landsmanna finnast ekki fyrr en efnahagssér- fræðingarnir em settir til hliðar? Er ekki best að segja þeim öllum upp og ráða ófaglærða hagfræðinga í framtíðinni? Og hvers vegna eru ráðherramir ekki allir sendir í sól- arfrí til Flórída, til ársdvalar, svo ófaglærðir atvinnuþrasarar leysi vandamáUn í eitt skipti fyrir öll? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.