Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988. Spumingin Lesendur Borðarðu lunda? Svanhildur Steinarsdóttir: Nei, mér finnst hann vondur. Hallgrímur Ásgeirsson: Ég hef smakkað reyktan lunda og fannst það mjög athyglisvert. Elin Ásvaldsdóttir: Já, og mér finnst hann alveg æðislega góður. Bryndís Bjarnadóttir: Mér fmnst lundi ekki góður. Mér flnnst fugla- kjöt yfirleitt ekki gott nema kjúkling- ar. Halli Hallsson: Já, mér finnst hann góöur. Egill Tómasson: Já, ég hef smakkað hann og finnst hann ágætur. Verkamannaíbúðir Reiður íbúi skrifar: Það eru dæmi þess að fólk sem er að fá íbúðir í verkamannabústöðum er dregið á asnaeyrunum í vikur og mánuði með að fá afhenta íbúð. Aldr- ei nokkurn tímann stenst það sem fólki er sagt og það fær oft ekki einu sinni skynsamlegar útskýringar eða tímaáætlanir til að geta gert sínar eigiri áætlanir. Mjög margir sem búa í húsnæðis- kerfi verkamannabústaða búa af- skaplega þröngt og við erfiðar að- stæður og finnst áríðandi að vita hvenær hægt er að sjá fyrir endann á því. Mig langar að vita af hverju því í ósköpunum aldrei sé hægt að fá svo skynsamlega tímaáætlun aö hún standist, þótt ekki væri néma einu sinni. Vita þeir á skrifstofu verkamanna- bústaða virkilega ekki betur en þetta um framkvæmdir og hraða þeirra við nýju íbúðirnar í Grafarvogi? Er ekki möguleiki að endurskipuleggja þetta kerfi sem þeir vinna eftir og bara að koma heiðarlega fram og gera áætlanir sem standast? Ég veit þess dæmi að fólk sem búið er að borga og skrifar undir, fær ekki af- hentan lykilinn. Af hveiju? Að minnsta kosti veit ég aö við- komandi hefur ekki fengið skýringu eða svör, „bara að bíða eina viku í viðbót, hún er ekki svo lengi að líða“. Það eru ekki þeir sem þurfa að bíða, með ekkert nema svikin loforð í vas- anum. Fólk getur sætt sig við að bíða ef það fær útskýringar af hveiju, en það sættir sig enginn við að vera dreginn á asnaeyrunum með engin svör nema hálfloðin. Það eru eindregin tilmæli til fram- kvæmdastjóra og stjórnar verka- mannabústaða að gera skynsamleg- ar tímaáætlanir sem standast. Ef það er ekki hægt, þá að minnsta kosti að útskýra af hveiju. En ekki bara þetta sígilda gamla svar „athugaðu eftir viku“. Hringið i sirridL 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Fann hjól Áskrifandi hringdi: Ég fann reiðhjól fyrir nokkrum dögum í efra Breiðholti. Því hafði greinilega verið stolið því bæði brétt- in vantaði og bögglaberinn skemmd- ur þótt hjólið væri að öðru leyti í góðu ástandi. Ef einhver saknar hjólsins eða þekkir til málsins þá vinsamlegast hringi hann í síma 73319. Margréti (innst ekki rétt að bændur hafi einkaleyfi á laxveiðiám. Einkaleyfi á laxám Margrét Matthíasdóttir hringdi: Ég hef aldrei skilið það séríslenska kerfi að bændur geti veriö með einkaleyfi á laxám hér á Jandi. ísland er land okkar allra landsmanna og mér finnst að allir þegnar landsins ættu að geta veitt í laxám. Ég er mikill áhugamaður um lax- veiði en get engar vonir gert mér um að komast í þess konar lúxus á með- an núverandi kerfi er í gildi. Verðið í laxveiðiárnar, sem bændur setja upp, er alveg óheyrilega hátt svo að fæstir íslendingar geta gert sér vonir um að stunda þetta sport þótt þeir fegnir vildu. Einstakt blað Kona skrifar: Mig langar til að gefa svolítið af sjálfri mór og deila með ykkur því jákvæða sem ég hef verið að upplifa, því mér persónulega finnst fólk vera svo fast í því aö segja frá neikvæðum hlutum sem henda það. Ég var að ljúka við að lesa tímarit sem heitir „Líkamsrækt og næring". Að lesa svona uppbyggjandi blað er eins og að fá stein í hausinn, því maður vaknar til meðvitundar um svo marga hluti. Það er algerlega laust viö slúður- greinar og yfir það hafið að skrifa neikvæðar fréttir og greinar sem flest tímarit eru fost í. Maður les í þeim viðtöl við sama fólkið aftur og aftur. Ég held að fólk sé að vakna til meðvitundar um sjálft sig og vilji lesa eitthvað fyrir sig. Þaö er hætt að vera áhorfendur að lífinu, en taka þátt í því þess í stað. Ég óska aðstand- endum blaðsins til hamingju og skora á aðra að fá sér eintak. P.S. Hvet ég aðra lesendur að skrifa til lesendasíðunnar eitthvaö jákvætt sem verður á vegi þeirra lfflnu, en ekki sífellt um neikvæða hluti. Reiður íbúi er óhress með að tíma- áætlanir standast ekki með afhend- ingu verkamannabústaða. Málfarsleg ódöngun: Röng notkun líf-orða Ingvar Agnarsson skrifar: Osköp er leiðinlegt að heyra og sjá í fjölmiðlum að verið er að stagast á orðskrípinu „lífshlaup" þegar verið er að tala um ævi einhvers eða ævi- skeið (orðin æviganga og ævibraut má einnig nota). Þetta sýnist stund- um vera viljandi gert til að spilla tungunni. Þá er oft talað í fjölmiðlum um „lífslengd" einhvers hlutar þegar verið er að tala um endingu hlutar- ins. Hér þyrfti sterkara málfarseftir- lit. Allir vita aö dauður hlutur lfflr ekki, hvorki stutt eða lengi, hann aöeins endist í lengri eða skemmri tíma. Ég hef ekki heyrt orðin lífs- hlaup eða lífslengd notuð í almennu tali manna á milli. Þetta er því senni- lega einhver málfarsleg ódöngun sem kemur frá fjölmiölafólki og þyrfti'að uppræta eða lækna. M.N. skrifar: Mánudaginn 8. ágúst 1988 skrifar B.S. grein um fræðsluvarp ríkissjón- varpsins og telur hann það ekki hafa skilað árangri. Hvort það sé rétt veit ég ekki, en persónulega er ég sama sinnis. í þessari sömu grein bendir B.S. á þann möguleika að nota myndbönd sem hjálpargagn við kennslu. í þessu tilefni vil ég koma því á framfæri, að nú þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á kennsluefni á mynd- böndum til kennslu í tónmennt. Efni þetta er hugsaö fyrir börn í yngstu bekkjum grunnskóla. Um er að ræða 9 myndbönd (ca 15 mín. hvert) og kennslubækur í blokkflautuleik. Kennsluefnið er mjög aðgengilegt fyrir alla, skóla og heimili. Efnið kemst vel til skila, það veit ég af eig- in reynslu sem foreldri. Allt efni, myndbönd og bækur er unnið af Gðmundi Norðdahl, tónmennta- kennara á Akranesi. Hann hefur kennt tónmennt í áratugi, oft með ótrúlegum 'árangri. Á meðan enn finnast menn eins og hann sem hafa vilja og nennu til að útbúa gott kennsluefni, er ekki nokkur ástæða til að leggja fræðsluvarp niður. í von um að B.S. og fleiri kynni sér þetta vandaða og skemmtilega efni, þá er aldrei að vita nema fleiri hug- sjónamenn með góðar hugmyndir komi fram í dagsljósið. Ekki síst ef vel er stutt við bakiö á þeim, öllum til gagns og ánægju. Verið er að leggja síðustu hönd á kennsluefni á myndböndum fyrir yngstu bekki grunnskóla. Til B.S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.