Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Blaðsíða 19
GOLF
Fréttir
af NM
í gotfi
Ægii Már Kárason, DV, Suðurnesjum;
Landsliðið æfir í dag
Landslið íslands í golfi kemur saman
kl. 17 í dag til æfinga fyrir Norður-
landamótíð sem fram fer á Hólms-
velli í Leiru um næstu helgi. Loka-
undirbúningur liðsins fyrir mótið
hefst með þessari æfingu. Ailir kylf-
ingarnir áttu erfiða helgi því þeir
voru á ferðinni í hinum ýmsu mót-
um.
Tvísýnt með Bergvík
Enn er óljóst hvort hin fræga Berg-
víkurhola í Leinmni verður notuð á
Norðurlandamótinu. Hún kom illa
undan vetri og veðurfarið undanfar-
iö hefur ekki flýtt fyrir því að hún
kæmist í gott lag. Verði veður þurrt
verður hún líklega notuð, annars
ekki. Til vara er svonefnd „vetrar-
flöt“ en þá styttíst vegalengdin all-
nokkuð. Vetrarflötin er 110 metra frá
teig en Bergvíkurholan 181 metra.
Þúsund áhorfendur?
„Við reiknum með því aö meira en
eitt þúsund áhorfendur komi og fylg-
ist meö Norðurlandamótinu. Það
ræðst þó auðvitað mikið af því hvort
við verðum heppnir með veður eða
ekki,“ sagði Omar Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Norðurlanda-
mótsins, í samtali við DV í gær.
Kæran í 4. deild:
Uð Lettis
ólöglegt
í DV í gær var sagt aö Ármenning-
ar hygöust kæra Hvergerðinga vegna
ólöglegs leikmanns í 4. deildar
keppninni í' knattspymu. Þetta
reyndist á misskilningi þyggt, en það
rétta í málinu er að Ármenningar
ætla að kæra lið Léttis og fara fram
á aö því verði vísað úr mótinu.
Aö mati Ármenninga hafa Léttís-
menn iðulega í sumar teflt fram leik-
mönnum sem ekki hafa gengiö frá
félagaskiptum yfir í þeirra raöir.
Léttir náði jafntefli við Ármann fyrr
í sumar og einmitt þau úrslit skipta
sköpum þegar upp er staðiö - Hvera-
gerði fer í úrslitakeppni 4. deildar að
öllu óbreyttu, en það kæmi í hlut
Ármenninga ef Léttismönnum yrði
vísaö úr mótinu. -VS
Fram leikur sannkallaða
hollenska knattspymu
sagði aðstoðarþjálfari Barcelona eftir 2-0 sigur Fram á IBK
„Framliðið kom mér mjög á óvart í þessum leik. Það
leikur sannkallaða hollenska knattspyrnu - knatt-
spyrnu sem er mér mjög að skapi og þaö var ánægju-
legt að horfa á það leika,“ sagði Tonnij Bruins Slot,
aðstoðarþjálfari spænsku bikarmeistaranna Barcel-
pna, í samtali við DV í gærkvöldi, eftir leik Fram og
ÍBK í 1. deildar keppninni á Laugardalsvellinum sem
Fram vann 2-0.
hreyfingu og það var unun að fylgj-
ast með honum í leiknum. Númer
13 (Ómar Torfason) lék einnig mjög
vel. Hann er jafnvigur í sókn og
vörn og er alltaf til taks þar sem á
þarf aö halda. En ég sá Framliðið
aðeins sækja, ekki verjast, því mót-
heijar þess voru frekar slakir og
komu vöminni aldrei í vandræði,“
sagði Bruins.
Hann kvaöst ekki kviða því sér-
staklega að leika á Laugardalsvell-
inum, sagði að hverjum velli yröi
að taka eins og hann væri. Fyrri
leikur Frara og Barcelona fer fram
hérlendis 7. september en sá síðari
á Nou Carap í Barcelona 5. október.
Bruins kom til landsins á sunnu-
dag, gagngert til aö skoöa lið Fram
sem veröur andstæðingur Barcel-
ona í Evrópukeppni bikarhafa í
haust, og hann hélt aftur til Spánar
í morgun. Hann stjómar liði Barce-
lona ásarat hinum fræga Johan
Cruyff og kom með honum frá Ajax
í sumar. Þar störfuöu þeir saman
í þijú ár og Bruins var hjá hol-
lenska félaginu þtjú ár þar á und-
an.
„Leikstíll Fram er mjög áferöar-
fallegur og í liðinu era margir mjög
góöir leikmenn sem viö þurfum aö
varast í haust. Númer 10 (Arnljótur
Davíðsson) er mjög góður sóknar-
• Amljótur Daviðsson snýr á Einar Ásbjörn Ólafsson i eitt skiptið af
mörgum i leiknum við ÍBK i gærkvöldi. Bruins, aðstoðarþjálfari Barce-
lona, sagðl að þaö heföl verið unun aö fylgjast með honum i lelknum.
maöur, snöggur, sterkur og alltaf á - VS
DV-mynd Brynjar Gauti
NHján umsóknir frá
erlendum þjálfurum
- um stöðu landsliðsþjálfara íslands 1 sundi
Eins og fram hefur komið í fréttum
hættir Guðmundur Harðarson sem
landsliðsþjálfari í sundi eftir ólymp-
íuleikana í Seoul. Sundsamband Is-
lands auglýsti stöðuna fyrir nokkru
hér heima og einnig í erlendum
sundtímaritum. Umsóknarfrestur
rann út í gær og kom þá í Ijós að 19
þjáfarar sóttu um stöðuna og era all-
ir innsækjendur erlendir.
„í fijótu bragði virðast mjög færir
þjálfarar hafa sótt um stöðuna. Allir
þjálfararnir hafa góð meðmæli og
þaö verður ekki létt verk að fara yfir
allar þessar umsóknir. Áhugi útlend-
inganna kemur okkur nokkuð á
óvart en þjálfarastaðan er áhugaverö
því stefnt verður að mörgum verk-
efnum á næstu áram “ sagði Guð-
finnur Ólafsson, formaður Sundsam-
bands íslands, í samtali við DV í gær.
Flestir umsækjendanna koma frá
Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Vest-
ur-Þýskalandi og ein umsókn kom
frá Tékkóslóvakíu. Ráðið veröur í
stöðuna til 4 ára eða fram yfir ólymp-
íuleikana sem haldnir verða í Barcel-
ona 1992.
„Landsliðsþjálfarinn í sundi kem-
ur ekki eingöngu til með aö hafa
þjálfun landsliðsins á siirni könnu.
Hann mun einnig sjá um fræðslumál
og aðstoða við uppbyggingu á sund-
íþróttínni um allt land. Landsliðs-
nefnd mun á næstu dögum fara yfir
umsóknirnar og leggja mat sitt á þær
en endanleg ákvörðun er í höndum
Sundsambands íslands. Ég hef trú á
að búið verði að ráða í stööuna í lok
þessar mánaöar,“ sagði Guðfinnur
Ólafsson.
-JKS
• Atli Eðvaldsson - sá þriöji Irá
upphafi sem nær 50 landsleikjum.
Atfli með sinn
50. landsleik
- gegn Svíum á fimmtudagskvöldiö
Atli Eövaldsson, fyrirliöi íslenska
landsliösins í knattspyrnu, leikur
sinn 50. landsleik fyrir íslands hönd
á fimmtudaginn. Þá mætír ísland
ólympíulandsliöi Svía á Laugardals-
vellinum og hefst leikurinn kl. 18.30.
Atli verður aðeins þriðji leikmaður-
inn frá upphafi til að ná þessum
áfanga en Marteinn Geirsson lék 67
leiki og Árni Sveinsson 50.
Þorsteini Þorsteinssyni, vamar-
manni úr Fram, var í gær bætt í
landsliöshóp íslands fyrir leikinn.
Breytingarnar á hópnum frá leikn-
um við Búlgaríu era því þær að
Gunnar Gíslason, Bjarni Sigurðsson
og Þorsteinn koma inn í hann í stað
Friöriks Friörikssonar, Sigurðar
Jónssonar og Sigurðar Grétarssonar.
Byrjunarliö íslands á fimmtudag-
inn verður væntanlega þannig skip-
aö: Bjarni Sigurösson, Guðni Bergs-
son, Sævar Jónsson, Atli Eðvaldsson,
Ólafur Þórðarson, Viöar Þorkelsson,
Gunnar Gíslason, Ómar Torfason,
Pétur Ormslev, Ragnar Margeirsson
og Halldór Áskelsson. Varamenn era
þá Guðmundur Hreiöarsson, Þor-
steinn Þorsteinsson, Amljótur Dav-
íðsson, Þorvaldur Örlygsson og Pét-
ur Amþórsson.
• Óskar Ármannsson.
Óskar kyrr
hjáFH
— fer ekki til GUIF
„Ég hef tekið endanlega
ákvörðun um að vera áfram þjá
FH á komandi keppnistímabili.
Ég fékk mjög freistandi tilboð frá
sænska liöinu GUIF en eftir aö
hafa spáö vel í þetta ákvað ég aö
vera áfram meö FH-ingum, alla
vega í eitt ár,“ sagði Oskar Ár-
mannsson, handknattleiksmað-
urinn spjalli, í samtali við DV í
gærkvöldi.
„Svíamir geröu mér mjög gott
tilboð, því veröur ekki neitaö. Ég
vil hugsa mig betur um áður en
ég fer út í atvinnumennskuna
enda hef ég nógan tíma. Eins og
er hugsa ég bara um að leika vel
með FH í vetur og mér líst ann-
ars mjög vel á komandi keppnis-
tímabil. Þetta kemur til með
verða spennandi mót og liöin
tefla nú fram mjög sterkum leik-
mönnum. Viö FH-ingar erum
staöráönir í aö gera stóra hlutí
en lið okkar verður að öllum lik-
indum óbreytt frá því í fyrra,“
sagði Óskar ennfremur.