Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Síða 8
8
Viðskipti
wr "r',; s rr «r: fí??( y
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988.
Eru dráttawextir komnir
í hreint óefni hériendis?
Eiga dráttarvextir rétt á sér? Er
ekki nægilegt fyrir þann sem lánar
aö hafa traustar tryggingar og þann-
ig framlengir hann einfaldlega lánið?
Nær þaö nokkurri átt að dráttarvext-
ir falh á lán aðeins örfáum dögum
eftir gjalddaga? Ýmsir hafa spurt sig
þessara spurninga að undanfórnu og
halda því fram að fyrirkomulagið á
dráttarvöxtum hérlendis sé komið í
hreint óefni.
„Aðrar þjóðir nota að sjálfsögðu
dráttarvexti eða eitthvert vaxtaálag
sé ekki greitt á réttum tíma. En það
miðast nánast undantekningarlaust
við dagvexti en ekki að greiddir séu
dráttarvextir í ákveöið tímabil, til
dæmis mánuð, eins og hér tíökast,"
segir Gunnar Óskarsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Fjárfestingarfé-
lags íslands, um notkun dráttar-
vaxta.
Gunnar telur dráttarvexti nauð-
synlega á íslandi. „Það er þjóðarsið-
ur íslendinga að greiða ekki á gjald-
daga. Hins vegar borga íslendingar
yfirleitt alltaf. Þess vegna þurfa þeir
sem lána að hafa eitthvert tæki í
höndunum sem hvetur til þess að
greitt sé á gjaiddaga. Þeir gera sínar
fjárhagsáætlanir og verða að reikna
með innborguðu íjármagni á gjald-
dögum. Annars lenda þeir í vand-
ræðum.“
Að sögn Gunnars telur hann fárán-
legt að greiddir séu dráttarvextir í
heilan mánuö þótt fólk fari nokkra
daga fram yfir gjalddagann eins og
tíðkast til dæmis í víxilviðskiptum
hérlendis.
„Dráttarvextirnir missa þannig til-
gang sinn sem er að hvetja th borg-
unar. Þetta fyrirkomulag vinnur
reyndar þveröfugt, það letur til borg-
unar. Menn sem hafa lent í að greiða
dráttarvexti í mánuð bíða með að
greiða þar til nokkrum dögum fyrir
nýjan gjalddaga og nýtt dráttar-
vaxtatímabil."
Niðurfelling Jóns Baldvins
Hannibalssonar fjármálaráðherra á
dráttarvöxtum af skattaskuldum
ársins 1987 og fyrri ára, en hann tel-
ur að þannig séu meiri möguleikar á
að innheimta skuldirnar, hefur vakið
upp þá spurning hvort bankastofn-
anir eigi ekki að gera meira af þessu
gagnvart fyrirtækjum sem eiga í
greiðsluerfiðleikum.
„Það er ekkert geflð að þetta virki.
Það verður að vera ákveðinn hvati
fyrir menn að borga og svona tilboð
um að menn semji um skuldir sínar
verður að hafa ákveðin tímamörk.
En vissulega veröa lánardrottnar að
hta á dæmið í heild sinni. Þetta getur
þýtt að þeir nái frekar láni sínu til
baka, sjálfum höfuðstólnum. Á hinn
bóginn er þetta spurning um réttlæti
gagnvart þeim sem greiða á réttum
tíma,“ segir Gunnar Óskarsson.
Yfirleitt er reglan sú aö dráttar-
vextir greiðast eftir á í hehan mánuð
af víxlum á þriðja degi eftir gjald-
daga. Skuldabréf bera yfirleitt dag-
vexti fyrstu fimmtán dagana. Eftir
það greiðast dráttarvextir í heilan
mánuð.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggö
Sparisjóðsbækurób. 25-26
Sparireikningar
3]a mán. uppsógn 24-28 Sp.Ab,- Sb
bmán. uppsögn 26-30 Sp.Ab,- Sb.Vb
12 mán. uppsogn 26-33 Úb,Ab
18mán.uppsögn 39 Ib
Tékkareikningar, alm. 9-15 lb,S- b,Ab
Sértékkareikningar 10-28 Vb.Ab
Innlán verötryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsogn 4 Allir
Innlánmeðsérkjórum 20-36 Lþ.Bb,- Sp
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7.25 Úb.Bb,- lb,V-
b,Ab
Sterlingspund 9-9.75 Lb.Ab
Vestur-þýsk mörk 3,75-4,25 Vb.Sb,- Ab.Úb
Danskar krónur 7,25-8,50 Vb.Ab,
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 38,5-39 Sp
Viöskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 41 Allir
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 41-42 lb.
Bb.So
Utlan verðtryggö
. Skuldabréf 9,25-9,50 Ib.Vb
Utlán til framleiðslu
isl. krónur 36-41 Úb
SDR 8,50-9,25 Lb.Úb,- Sp,Bb
Bandaríkjadalir 9,75-10,50 Úb.Sp
Sterlingspund 12-12,75 Úb.Sp.
Vestur-þýsk mörk 5,25-7,25 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 56,4 4.7 á mán.
MEÐALVEXTIR
óverðtr. júlí 88 38,2
Verðtr. júlí 88 9,5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala ágúst 2217 stig
Byggingavísitalaágúst 396 stig
Byggingavísitala ágúst 123,9 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði8%1. júlí.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Avöxtunarbréf 1,7497
Einingabréf 1 3,197
Einingabréf 2 1,837
Einingabréf 3 2,041
Fjölþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,494
Kjarabréf 3,193
Lífeyrisbréf 1.608
Markbréf 1,673
Sjóðsbréf 1 1,555
Sjóðsbréf 2 1,379
Tekjubréf 1,533
Rekstrarbréf 1,2695
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.
Almennar tryggingar 115 kr.
Eimskip 269 kr.
Flugleiðir 240 kr.
Hampiðjan 116 kr.
lónaðarbankinn 168 kr.
Skagstrendingur hf. 158 kr.
Verslunarbankinn 120 kr.
Otgerðarf. Akure. hf. 123 kr.
Tollvörugeymslan hf.‘ 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt-
um óg nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á flmmtudögum.
Hekla hf. valin umboð
ársins hjá Mítsubishi
Hekla hf. hefur verið vahn bílaum-
boð ársins 1987 í Evrópu hjá Mitsu-
bishi. Ahs eru 24 fyrirtæki með um-
boð fyrir Mitsubishi í Evrópu. Hekla
er þriðja umboð Mitsubishi sem hlýt-
ur þessi verðlaun, áður hafa umboð-
in í Þýskalandi og Sviss hlotið þessa
viðurkenningu.
„Hekla fylgir stefnu okkar mjög
vel. Fyrirtækið hefur vilja th að selja
og þjónusta þá sem kaupa Mitsubis-
hi. Það er jafnframt góð liðsheild inri-
an fyrirtækisins en á slíkt leggjum
við mikla áherslu," segir Hiroshi
Ninomyia, framkvæmdastjóri Evr-
ópudehdar Mitsubishi.
Mitsubishi framleiðir meira en
bíla. Fyrirtækið er eitt hið þriðja
stærsta í Japan og á sér 130 ára sögu.
Það er með um 10 prósent af þjóðar-
framleiðslu Japana.
„Það ætti frekar að segja hvaö fyr-
irtækið gerir ekki í stað þess hvað
það gerir," segir Ninomyia.
Ninomyia framkvæmdasljóri er 51
árs aö aldri og hefur starfað hjá
Mitsubishi í 30 ár. Til gamans má
geta þess að hann var landshðsmaö-
ur í knattspymu í 10 ár. Og hann var
að sjálfsögöu í framlínunni.
-JGH
Ninomyia, framkvæmdasfjóri Evrópudeildar Mitsubishi, afhendir hér Stefáni Sandholt sölustjóra og Sigfúsi Sigfús-
syni framkvæmdastjóra verðlaunin sem eru handunnin eftirlíking af fyrsta fjöldaframleidda bílnum i Japan. Bíllinn
sá var Mitsubishi árgerð 1917. DV-mynd Brynjar Gauti
Heinz, forstjóri
AEG, seinkar
komu sinni
Heinz Durr, aöalfor-
stjóri AEG í Þýskalandi,
kemur til landsms í nóv-
ember og flytur fyrir-
lestur um umbreyting-
amar í efriahagslífi
Þýskalands. Th stóð að
Heinz kæmi nú í ágúst
en ferðinni var frestað.
Heinz er talinn einn af
galdramönnunum í
þýsku atvinnulifi og tal-
inn eiga einn mestan
þátt í endurreisn AEG-
fyrirtækisins en það stóð
mjög illa í lok síðasta
áratugar.
AEG sameinaðist ný-
lega Daimler-Benz en er
þó áfram sjálfstæð
rekstrareining. Fyrir-
tækiö hefur einnig sam- AEG. Hann er talinn
starf við ýmis þýsk há- einn af galdramönnun-
tæknifyrirtæki. -JGH um ( þýsku atvinnulífi.
Morgunfundur
um gjaldþrot
Verslunarráð íslands
heldur morgunveröar-
fund um gjaldþrot á Hótel
Sögu klukkan átta í fyrra-
málið, miðvikudagsmorg-
un. Fundurinn verður í
Skálanum svonefnda,
tengibyggingunni á ann-
arri hæð.
Meöal þeirra sem tala á
fundinum eru Ásgeir
Gunnarsson, fyrrum for-
stjóri Veltis, Sverrir Nor-
land hjá Smith og Nor-
land, Ásgeir Thoroddsen
lögfræðingur og Ragnar
Hall skiptaráðandi.
-JGH
Ásgeir Gunnarsson, fyrrum forstjóri Veltis, er meðal
frummælenda á morgunverðarfundi Verslunarráðsins
um gjaldþrot íslenskra fyrirtækja en fundurinn verður
á Sögu í fyrramálið klukkan átta.
Þaðvar45stiga
hiti í Róm þegar
sá ferski úr
Höfnum fenti
„Þetta hefur gengið vel en á
þessum árstíma má samt lítið út
af bregöa, það er svo heitt á Ítalíu
núna. Þaö var til dæmis 45 stiga
hiti þegar seinni véhn lenti,“ seg-
ir Sigrún Sigurðardóttir, eigandi
fiskiðjunnar Frostrósar í Höfri-
um, sem fyrst íslendinga hefur
haflö útflutning á ferskum fiski
til ítahu. ÍJtflutningurinn hófst í
siöustu viku.
Ætlunin er að flyfja út 30 tonn
af ferskum fiski á viku til Ítalíu
þegar fram í sækír. Flogið er með
fiskinn út,
Mest var af laxi í þessum upp-
hafsferðum til Ítalíu. í fyrstu
ferðinni sendi Sigrún reyndar 15
fisktegundir út til prufu en ætl-
unin er að selja ítölum ailt að 15
tegundir af ferskum fiski.
-JGH