Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988.
9
Shamir hafnar
sáttatillögum
íbúar herteknu svæðanna hundsuðu útgöngubann stjórnvalda í ísrael.
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra
ísraels, hefur hafnað sáttatiUögum
háttsetts manns innan PLO, Frelsis-
samtaka Palestínu, og sagði að áætl-
anir PLO væru þær að útrýma ísrael.
Salah Khalaf, næstæðsti maður
PLO, hefurboðið að PLO muni viður-
kenna Ísraelsríki og stofna bráða-
birgðastjóm Palestínumanna. Sham-
ir vísaði tillögum Khalaf alfarið á bug
og sagði að enginn ísraeli gæti sætt
sig við slíkt. Hann sagði að tiUögurn-
ar legðu stein í götu friöar.
Ráðgjafi Shamirs sagði í gær að
forsætisráðherrann myndi aldrei
fallast á viðræður við PLO. ísraels-
stjórn hefur neitað að eiga viðræður
við PLO sem hún kallar hryðju-
verkasamtök.
Æðstu menn í Verkamannaflokkn-
um, flokki Shimon Peres varnar-
málaráðherra, sem situr í ríkisstjórn
með Likud-bandalagi Sahmirs, hafa
samþykkt nýja áætlun um friðarvið-
ræður milli Verkamannaflokksins
og Palestínumanna á herteknu svæð-
unum ef flokkurinn ber sigur úr být-
um í kosningunum sem fram fara í
nóvember. Ákvörðun Husseins Jórd-
aníukonungs þess efnis að rjúfa efna-
hagsleg tengsl við herteknu svæðin
hefur komið Verkamannaflokknum
í slæma stöðu rétt fyrir kosningar.
Áætlun Verkamannaflokksins ger-
ir ekki ráð fyrir viðræðum við PLO,
ekki frekar en Likud-bandalagsins,
en hann er tilbúinn til viðræðna við
íbúa herteknu svæðanna svo framar-
lega sem þeir viðurkenna rétt ísraels.
Þessi nýja áætlun Verkamanna-
flokksins þarf samþykki tveggja
nefnda flokksins áður en hún verður
samþykkt sem hluti stefnuskrár
flokksins fyrir kosningarnar.
Útgöngubann það sem yfirvöld í
ísrael settu á Gaza-svæðinu á sunnu-
dag er enn í gildi og er talið að það
muni standa a.m.k. fram á miðviku-
dag.
íranir halda árásum áfram
írakar sökuðu í gær írani um aö þijá daga. Hafi stórskotalið írana verða þeir frá tuttugu og fimm ríkj-
halda áfram stórskotaliðsárásum á skotiö á aö minnsta kosti þijár um.
stöðvar iraska hersins á vígstöðv- stöðvar íraka þessa daga. Þá er aöstoðarfólk af ýmsu tagi
unum viö Persaflóa þrátt fýrir iof- í dag er væntanlegur til Bagdad einnigá leiöinni til Persaflóa. Með-
orð beggja aöila um að sýna sti.ll- yfírmaöur friðargæslusveita Sam- al annars mun nær fimm hundruð
ingu og hætta öllum árásum. Nú einuðu þjóðanna sem eiga aö gæta manna lið sjá um fjarskipti fyrir
eru aðeins fjórir dagar þar til þess aö vopnahlé milli írans og ír- friöargæslusveitirnar.
vopnahlé tekur opinberlega gildi í aks veröi haldið. Áætlað er að beinar viöræður
styijöldinnimilliríkjannatveggja. Fyrstu friðargæsluraennimir milli írans og íraks heflist á
í yfirlýsingu til fjölmiðla segir komu til Persaflóa í gær, þrettán fimmtudag í næstu víku, fimm dög-
sendinefnd Iraks hjá Sameinuðu kanadfskirliðsforingjar. Allsveröa umeftiraövopnahlégengurígarð.
þjóðunum aö íranir hafi gert ftrek- um þijú hundruð og fimmtfu her-
aöarárásirástöðvarþeirrasíðustu menn f friöargæslusveitunum og
Skæruliðar herða sóknina
imar ríkisstjórn sem í sætu fulltrúar
hinna stríðandi afla gengju ekki sem
skyldi.
Hann sagði að afskipti erlendra
ríkja, sérstaklega Pakistan, gerðu
honum erfitt um vik. Najibuliah
sagði að Pakistan hefði brotið gegn
Genfar-sáttmálanum með því að
leysa ekki upp búöir skæruliöa í Pak-
istan og ásakaði þá um að halda
áfram að senda skæruliöum vopn.
Tahð er að sovéskir hermenn hafa
nú yfirgefið flest hémð í suöur og
austurhluta Afganistan. Sovétmenn
hafa þegar dregið til baka um helm-
ing eitt hundrað þúsund manna her-
Uös síns frá Afganistan og þeir fimm-
tíu þúsund sovéskir hermenn sem
enn eru í landinu eiga að verða á
brott fyrir 15. febrúar á næsta ári.
Brottflutningur þeirra hefst í nóv-
ember.
Um fimm miHjónir afganskra
flóttamanna búa nú í nágrannaríkj-
um Afganistan. Flestir eru í Pakist-
an, eða um þrjár mifljónir, en talið
er að tvær mifljónir hafa flúiö til ír-
ans. Það getur reynst erfitt fyrir
flóttamennina að snúa aftur til síns
heima og að sögn bandarískra emb-
ættismanna hafa fáir flóttamenn lagt
af stað heim.
Sameinuðu þjóöirnar hafa nú hafið
undirbúning aðgerða til að auðvelda
flóttamönnunum að snúa heim en
aö sögn starfsmanna bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins er mikið um
jarðsprengjur við landamæri Afgan-
istan og nágrannaríkjanna sem geta
reynst flóttamönnunum skeinuhætt-
ar. Reuter
Skæruliðar í Afganistan hafa hert
til muna sókn sína gegn stjóm Naji-
bullah forseta sem studdur er af Sov-
étríkjunum síðan brottflutningur so-
véska hersins hófst.
Á síðasta sólarhring hafa skærulið-
ar gert loftárásir á höfuðborgina
Kabúl og borgina Jalalabad í austur-
hluta landsins. Talið er að allt að
tólf manns hafi látið lífið í þeim árás-
um. Samkvæmt fréttum sovésku
fréttastofunnar Tass hafa skæruliðar
náð á sitt vald héraðinu Shakardar,
sem er í 40 kílómetra fjarlægð frá
Kabúl, auk höfuðborgar Kunduz hér-
aðs.
Najibullah forseti hefur viður-
kennt að erfitt hefur reynst að ná
sáttum á milli stjórnvalda og skæru-
liða og að tilraunir til að setja á lagg-
Margir telja að stjórn Najibullah, forseta I Afganistan, sem studd hefur
verið af Sovétrikjunum, muni ekki standa lengi eftir að sovésku hermennirn-
ir hafa yfirgefið tandið. Bróðir Najibullah, Siddiqullah, sem hér sést, er einn
þeirra en hann hefur ásakað bróður sinn um harðstjórn. Simamynd Reuter
Útlönd
Opna sendiráðið að nýju
Bandarísk stjómvöld tilkynntu í gær að þau heföu opnað að nýju sendi-
ráð Bandaríkjanna í Rangoon, höfuðborg Burma, og að sendiráöið myndi
útdeila neyðarbirgöum til þeirra sem urðu fyrir áfóllum í mótmælaöld-
unni sem gekk yflr Burma í síöustu viku.
Talsmaöur bandaríska utanríkisráöuneytisins sagði í gær að sendiráðið
heföi verið lokað frá 9. ágúst en nú yröi eðlileg starfsemni tekin upp að
nýju.
Stjórnarerindrekar í Burma segja að hundmö manna hafl fallið í mót-
mælunum í síðustu viku en þeim var beint gegn efnahagslegum erfiðleik-
um, matarskorti í landinu og tuttugu og sex ára langri haröstjórn sósíal-
ista þar.
Bjóða samkomulag
Nicaragua, hefur sagst reiðubúinn til samninga
Daniel
við
Stjómvöld í Honduras sögöu í
gær að þau myndu samþykkja að
alþjóölegar friðargæslusveitir
kæmu til eftirlitsstarfa við landa-
mæri Honduras og Nicaragua, aö
því tilskildu að stjórnvöld í Nic-
aragua dragi til baka kærur þær
sem þau hafa sett fram á hendur
Hondurasmönnum við alþjóða-
dómstólinn í Haag.
Stjómvöld Nicaragua kærðu
Honduras fyrir alþjóöadómstóln-
um i Haag árið 1986. Ákæran var
byggð á fullyröingum um aö Hond-
uras heimilaði skæruliðum kontra-
hreyfmgarinnar afiiot af landsvæð-
um sínum til þess að undirbúa og
skipuleggja árásir sínar inn í Nic-
Simamynd Reuter
Friðargæslu mun þörf á nokkuð
brelðu belti við landamæri Hond-
uras og Nicaragua.
aragua.
Haft var eftir Daniel Ortega, for-
seta Nicaragua, i síðustu viku að
hann teldi viösættanlegt að alþjóöagæslulið sæi um aö halda frið viö landa-
mæri ríkjanna tveggja.
Hondurasmenn segjast nú ekki ætla að taka frekari þátt í viðræðum
um friðaráætlanir í Mið-Ameriku fyrr en Nicaragua hefur dregiö kærur
sínar til baka.
Enn neyðarástand
Flutningabifreiðír flytja nú hjálpargögn til þeirra svæða sem verst hafa
orðið úti i flóðunum.
Simamynd Reutor
Neyðarástand ríkir enn víða í Súdan, eftir rigningar þær sem gengu
yfir landiö nýlega. Hjálpargögn era nú aö berast til þeirra svæða sem
verst urðu úti í flóðunum sem fylgdu í kjölfar rigninganna, meöal annars
til höfuðborgar landsins þar sem meira en ein mifijón manna er á ver-
gangi eftir flóöin.
Mikill fjöldi maima hefur flúið Khartoom í von um aö finna aðstoð
annars staöar.
Erfiðlega gekk að koma hjálpargögnum til flóðasvæðaima fyrst eftir að
sfjórnvöld i iandinu lýstu yflr neyðarástandi þar. Skipulag þjálpar-
starfsins var allt í molum og tók marga daga aö koma því í nothæft
form.