Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988. Utlönd Skogareldar í Perú Miklir skógareldar hafa nú geis- að í um viku tíma við flallsrætur skammt frá Inkaminjunum.í Mac- hu Picchu í Perú. Að sögn yfirvalda í landinu hafa eldamir eyöilagt nær tvö þúsund hektara af skóg- lendi og hefur mikill flöldi dýra látið lífið í þeim. Eldamir, sem kviknuðu síöastliðinn mánudag, hafa hins vegar ekki enn náö til rústanna í Machu Picchu. Meðal þeir ra dýra, sem oröiö hafa eldinum að bráö, eru dýrategundir sem taldar eru í útrýmingarhættu, svo sem púmur, frumskógarbimir og refir. Eldamir nálgast nú gamlan Inka- veg, sera liggur aö rústum Machu Picchu, en það eru einar þekktustu Inkarústir Perú. Eldarnir eru í nágrenni Inkamenj- anna við Machu Picchu. Harka í Suður-Kóreu Sagði af sér Hundruö stúdenta lögðust I götuna i miðborg Seoul í vikunni til að mótmæla banni stjómvalda við tyrirhuguðum fundum. Simamynd Reuler Mikil harka hefur nú hlaupiö í átökin milli róttækra stúdenta í Suöur-Kóreu og óeirðalögreglu landsins og færist hún í aukana eftir því sem nær dregur fyrir- huguðum fundi stúdentanna með félögum sínum frá Norður-Kóreu. Þúsundir stúdenta hafa staðið að mótmælaaögerðum í Seoul og öðr- um borgum landsins i gær og í dag. Em stúdentamir að mótmæla banni stjómvalda í Suður-Kóreu við fundunum sem þeir ætla aö eiga með stúdentum frá N-Kóreu í landamæraþorpinu Panmunjon. Um flögur þúsund stúdentar reyndu í gær aö ganga áleiðis til Panmunjom í trássi viö bann yfir- valda. Sveitir óeirðalögreglu reyndu að dreifa stúdentunum og koma í veg fyrir göngu þeirra. Kom þá til átaka og beittu stúdentarnir bensínsprengjum sem margar lentu óþægilega nærri lögreglu- mönnum og í nokkrum tilvikum kviknaöi í klæðum þeirra eöa öðr- um búnaði. Lögreglumenn eiga oft fótum fjör að launa þegar bensinsprengjur stúdentanna lenda óþægilega nærri. Simamynd Reuter Reagan lof- syngur Bush Ronald Reagan, forseti Bandaríkj- flokksþinginu sem hófst í New Orle- anna, lét af hendi leiðtogaembætti ans í gær. í ræðu sinni hvatti Reagan repúblikana í opnunarræðu sinni á Bandaríkjamenn til að halda merki Reagan forseti kvaðst styðja Bush heils hugar i kosningabaráttunni fyrir kosningarnar í nóvember og sagðist mundu gera allt sem i sínu valdi stæði til að Bush færi með sigur af hólmi. Simamynd Reuter sínu á lofti með því að kjósa George Bush, varaforseta og frambjóðanda repúblikana, í forsetakosningunum sem fram fara 8. nóvember. George Bush var ekki viðstaddur opnunarræðuna og er skipulagning þingsins gerð með það í huga að for- setinn og varaforsetinn munu ekki sjást mikið saman. Bush mun koma til New Orleans í dag og hitta Reagan á flugvellinum í örskamma stund í þann mund er forsetinn heldur til Kaliforníu þar sem hann hyggst taka sér nokkurra daga frí. Reagan lofsöng Bush í ræðu sinni í New Orleans og kvaðst reiðubúinn til að gera allt sem í sínu valdi stæði til að stuðla að sigri hans. Reagan rakkaði niður demókrata í ræðu sinni og sagði þá hafa barist gegn uppbyggingu varnarkerfis Banda- ríkjanna, barist gegn skattalækkun- um, en skattamál hafa ætíð verið mikið kosningamál í bandarískum forsetakosningum, og staðiö gegn því að útgjöld ríkisstjórnarinnar yrðu skorin niður í sparnaðarskyni. Reagan forseti dvaldist einnig við afrek ríkisstjórnar sinnar síðastliðin ■átta ár og sagði að George Bush heföi átt mikinn þátt í öllum veigamiklum ákvörðunum sem teknar voru. Þessi ummæli Reagans eru andsvar við spurningu demókrata sem borin var fram á flokksþingi þeirra í síðasta mánuði, „Hvar var George“?, en demókratar hafa haldið því fram að Bush hafl ekki átt mikinn þátt í ríkis- stjórn Reagans. Deilt um kosninga- úrslitin í Mexíkó Miklar deilur risu á þingi Mexíkó í gær þegar það kom saman til þess að fara yfir úrsht kosninganna sem haldnar voru í landinu í síðasta ári. Stjórnarandstaöan endumýjaði við þetta tækifæri ásakanir sínar um að stjómvöld hefðu haft rangt við í kosningunum en stjórnvöld hafa al- farið neitað að fella kosningaúrsUtin úr gildi, þrátt fyrir ásakanirnar. Um flögur þúsund stjórnarand- stæðingar vom saman komnir fyrir utan neðri deild þingsins í Mexíkó í gær og hlýddu þar á einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem sagði að þingið yrði að hreinsa kosningaúr- sUtin með einhverju móti. Báðar déildir þingsins í Mexíkó, öldungadeild og neðri deUd, verða að staðfesta kosningarnar fyrir lok þessa mánaðar. í næsta mánuði mun svo neðri deild þingsins staðfesta úrslit for- setakosninganna. , Æösti yfirmaður argentíska flugfélagsins AeroUnes Argentinas, Hortacio Domingorena, sagðist í gær ætla að segja af sér vegna samning- anna um samruna félagsins við skandinavíska flugfélagið SAS. Sagðist Domingorena ætla að aíhenda Raul Alfonsin, forseta landsins, afsögn sína í dag. Samkomulagið milU flugfélaganna var undirritað síðastUðinn fimmtu- dag en samkvæmt því mun SAS kaupa flörutíu prósent af argentíska flug- félaginu. Þing Argentínu þarf að staöfesta samkomulag þetta áður en það tekur gildi. Sér enga breytingu Bandaríski herforinginn John Galvin, yfirmaður herafla Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra í Evrópu, sagði á fundi með blaöa- mönnum í gær að haxm sæi ekki að nein breyting hefði átt sér stað á hemaöarlegri stefnu Sovétríkj- anna frá því í marsmánuði árið 1985. Sagðist herforinginn hafa heyrt margt frá Sovétmönnum um þetta efni en hins vegar væru ekki grein- anleg nein merki breytinga á hem- aðarmætti Sovétríkjanna. Bandaríski teiknarinn LURIE virðist hafa nokkra samúð með málstað stjórnarandstæðinga í Mexíkó. Hann hefur alla vega sínar eigin skýringar á því hvernig sigri stjórnarflokksins var háttað i kosningunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.