Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988. Utlönd Þrettán skólabörn látast í rútuslysi Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Fimmtán létust og a.m.k. átta slös- með þrjátíu og fimm farþegum ók á uðust alvarlega þegar sænsk rúta klettavegg við fjallveg við Máböda- Björgunarfólk vinnur hér að því að færa slasaðan bílstjórann úr brakinu. Fimmtán létust í þessu mesta rútuslysi í Noregi I fjöldamörg ár. Simamynd Reuter len á vesturströnd Noregs í gær- kvöldi. Þrettán þeirra látnu eru sænsk börn úr nágrenni Stokkhólms. Þau eru úr tólf ára bekk og voru í skóla- ferðalagi með foreldrum sínum og einrnn kennara. Rútan var á leið út úr jarðgöngum við Mábödalen við Eidíjörd þegar bílstjórinn missti stjórn á bílnum og skall á klettaveggnum á miklum hraöa. Trúlega hafa bremsurnar á rútunni bilaö. Ekki hefur þó verið unnt að tala við bílstjórann eftir slys- ið þar sem hann er alvarlega slasað- ur. Fjórir farþeganna eru enn í lífs- hættu. Rútan, sem var af eldri geröinni, eyðilagðist algerlega og erfitt var að ná fólkinu út úr brakinu. Sjúkrabílar komu á slysstað löngu eftir að slys- ið átti sér stað en 70 kílómetrar eru til Odda, sem er næsti kaupstað- ur. Vegimir, þar sem slysiö átti sér stað, eru með þvi versta sem gerist í Noregi, mjóir og krókóttir en ferða- mannastraumur er mikill í héraöinu. Þeir -særðu og látnu hafa nú verið fluttir á sjúkrahús í nágrenninu, flestir til Bergen. Þar er allt fáanlegt læknalið og hjúkrunarfólk komið á neyðarvakt og sérstök móttökudeild mun taka á móti aðstandendum bamanna sem koma frá Svíþjóð í dag. Þetta er stærsta rútuslys í Noregi eftir stríð en mörg minni slys og óhöpp hafa átt sér stað á þessum slóðum. Tre- holt- mal- inu lokið? Björg Eva Eriendsdóttir, DV, Osló: Mál njósnarans Ame Treholt veröur ekki tekið upp að nýju fyrir hæstarétti í Noregi. Ákvörð- unin um þetta var tekin í gær og var kærunni frá verjanda Tre- holts, Arne Haugestadt, endan- lega vísað frá. Þar með er dýrasta og umfangs- mesta máli sem farið hefur í gegn um norskt réttarkerfi loksins lok- ið. Aðalpersónan, Treholt sjálfur, verður að sætta sig við að afþlána dóm fyrir landráð sem hfjóðaði upp á tuttugu ár. Fjögur og hálft ár eru nú liðin frá því að Arne Treholt var hand- tekinn á flugvellinum í Osló. Sækjendur í Treholt-málinu em að vonum ánægöir meö úrslit hæstaréttar en veijandinn segir að niðurstaðan sé ógnun við rétt- arfar og lýöræði í landinu. Hann segir að lögfræðingar bæði í Dan- mörku og Svíþjóð vinni aö þvi að undirbúa jaröveginn til þess aö koma Treholt-máhnu fyrir mannréttindadómstólinn í Stras- bourg vegna brota á mannrétt- indum. Refsistigareikningurinn Gizur Helgason, DV, Reersnæs: Vestur-Þjóðverjar nota refsistiga- kerfi til að reyna að beijast fyrir bættri umferðarmenningu í landinu. Tillitslausir ökumenn og aðrir ökuníðingar geta ekki bara greitt sektir sínar þegjandi og hJjóðalaust og síöan gleymt mál- inu. Þeir koma til með að hafa hangandi yfir sér þá hótun að ef þeir ekki bæti ráð sitt í umferðinni missi þeir ökuleyfið. Stjómsýslustöðvar v-þýska um- feröarráðsins eru í landamæra- borginni Flensborg. Þar em þrjátíu milljón bílar skráöir í risavöxnum tölvum. Auk þess er sérhver. öku- leyfishafi skráður í tölvumar ásamt tilheyrandi athugasemdum eða „reikningi“. Vestur-Þjóðveijar kalla þetta stigareikninginn. Á skrifstofunum vinna um eitt þúsund manns og eru þær einn stærsti vinnuveitandi borgarinnar. Þarna er syndalisti sérhvers öku- manns skráður ef hann á annað borð hefur eitthvað á samviskunni. Dauðaslysum fer fækkandi Það em mörg ár síöan þetta refsi- stigakerfi var tekið upp í V-Þýska- landi og það hefur ugglaust hjálpað til við að halda aftur af mörgum ökuníðingnum. Það er og tahð ör- uggt að fækkun dauðaslysa, sem átt hefur sér stað í v-þýskri um- ferö, eigi rætur sínar að rekja til þess aöhalds sem refsistigakerfið veitir. Árið 1970 vora dauðaslysin nítján þúsund á ári en em nú aðeins um tíu þúsund á ári. Aftur á móti hefur fjöldi árekstra aukist. V-Þjóðverjar hafa það alveg á hreinu hversu mörg refsistig maö- ur fær ef maður brýtur eitthvað af sér. Við smásyndir, eins og til dæmis að aka aðeins hraðar en leyfilegt er, sleppur maður með að greiða sekt. En strax og sektin nær upphæð sem er um 80 þýsk mörk eða meira þá fær maöur refsistig auk sektarinnar. Þegar refsistiga- reikningurinn er kominn upp í níu er send út skrifleg aövörun, ef tölv- an segir fjórtán refsistig verður einstakhngurinn að gangast undir bfipróf á nýjan leik. Séu refsistigin oröin átján missir maöur ökuleyfið en má reyna að fá það aftur eftir að hafa gengist undir nýtt bílpróf sem þó fyrst má eiga sér stað að einu til fimm árum hðnum. Það fer allt eftir því hversu alvarleg um- ferðarlagabrotin voru. Fjórar milljónir ökuníðinga í dag em skráðar fjórar milljónir ökuníðinga í V-Þýskalandi. Þá nafngift þurfa þeir ekki að bera ævilangt því ef þeir brjóta ekkert af.sér í langan tíma er refsistiga- reikningurinn settur á núh aftur. Það gerist að tveimur áram hðnum ef um smáyfirsjón var að ræða en að tíu árum hðnum ef um stórbrot var að ræða. „Diskó-slysin" Eitt af stærstu vandamálum um- ferðarinnar í V-Þýskalandi er sá mikh fjöldi ungs fólks sem lætur lífið eða hlýtur örkuml árlega í umferðarslysimum. Næstum því einn þriðji af öhum umferöarslys- um í landinu veröur hjá urigu fólki, á aldrinum átján til tuttugu og þriggja ára. Svonefnd „diskó-slys“ eru al- gengust. Þá er ekið á allt of miklum hraða heim frá skemmtistöðunum og oft í kappakstri. Þess vegna tóku V-Þjóðveijar það upp fyrir tveimur ámm að afhenda bráðabirgða öku- skírteini. Þessi ráðstöfun lendir fyrst og fremst á unga fólkinu. All- ir sem fá ökuleyfi í fyrsta sinn fá tveggja ára reynslutíma. Á þeim tima geta jafnvel minnstu brot á umferðarlöggjöfinni valdið öku- leyfismissi. Þarf þá viðkomandi að fara í bóklegt nám aftur. Ef um al- varlegt brot er að ræða verður við- komandi aö fara í gegnum allt öku- námið, verklegt og bóklegt, á nýjan leik. Þessar reglur hafa orsakað gjör- breytingu á hegðun unga fólksins í umferðinni. Enda þótt þær tölur, sem tfitækar era, geti ekki gefið hundrað prósent mynd af ástand- inu hefur verið tilkynnt að slysum hafi fækkað um tiu tfi tuttugu pró- sent þar sem um ungt fólk er aö ræða. Af þeim 830 þúsundum nýrra ökuleyfa, sem útgefin eru ár hvert, em 8.700 eða um eitt prósent inn- köhuð aftur. Þaö er oftast vegna brota á hámarkshraða. Það er aðal- lega á einu sviði sem brotum hefur fækkað, en það er ölvun við akst- ur. Þegar rætt er um öryggi í um- feröinni má og geta þess í lokin að í landi með þijátíu milljónir bif- reiða þurfa ökumenn að koma með bfia sína í skoðun annað hvert ár. ökuþórar i V-Þýskalandi fá nu refsistig fyrir hvert umferðarlagabrot.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.