Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988. 13 Fréttir Bókaflóðið 1 aðsigi: Maigar spennandi jólabækur - vandinn verður að velja Bókaflóöiö er í undirbúningi. I aflæstum herbergjum, og það gjarna á afskekktum stööum úti um landið, sitja rithöfundar, rífa hár ■sitt, lemja ritvélar eða tölvur og hafa tekið sím- ann úr sambandi. Því nú er að duga eða drepast að ljúka handritum sem eiga að komast gegnum prentsmiðj- urnar í tæka tíð fyrir jól. Útgefendur eru leyndardómsfullir klerk. Spyrlarnir eru ekki af verra taginu, báðir afbragðs rithöfundar. Sigurbjörn Einarsson, biskup um langan aldur, mun sitja fyrir svörum hjá Sigurði A. Magnússyni. Vafa- laust koma þeir víða við á ferð sinni um veröld trúar og andlegra verð- mæta. Bók þeirra kemur út hjá Set- bergi. Samtalsbók Rögnvaldar Finnboga- Sigurbjörn Einarsson og Sigurður A. Magnússon: Koma víða við á sviði trúmálanna. og vilja sem fæst segja um hvaða tromp þeir hafa á hendi. Því bókaút- gáfa' er hættuspil þar sem ekki er hægt að sjá fyrir hverjir fara á haus- inn og hverjir eru svo heppnir að ná að selja bók í flmm til sex þúsund eintökum og fá þar með pottinn og alla peningana. Rætt við klerka og stórsöngvara Endurminningar og/eða viðtals- bækur við skemmtilegt fólk hafa náð hátt á metsölulistum undanfarinna ára og flestir af umsvifameiri útgef- endum munu hafa eina eða fleiri slíka sem tromp uppi í erminni. Síð- ustu ár hefur verið vinsælt að rekja ævibraut eða lífshlaup kvenna en þetta árið verður breytt til og gengið á guðs vegum. Fregnir herma að í undirbúningi séu tvær viðtalsbækur við kirkjunnar menn, önnur við merkan biskup, hin við frægan sonar, prests á Staðastað á Snæfells- nesi, og Guðbergs Bergssonar, sem sögð er á leiðinni frá Forlaginu, gæti orðið gálgahúmorslegri eða meira upp á heiminn, en það er þó aldrei að vita. Viðtalsbók við stórsöngvarann Kristján Jóhannssón, sem á leiðinni er frá Iðunni, verður eitthvað á öðr- um nótum. En góð fyrir þá sem lang- ar að lesa um frægðarfólk. Rúnar Ármann Arthúrsson skrásetur feril óperusöngvarans frá blikksmiðju á Ákureyri upp á svið sönghallanna í Mílanó og Santiago. Úr fórum fyrri tíðar Ævisögur nútímakvenna hljóta aö koma á jólamarkaðinn áður en yfir. lýkur. Annars verðum við að kasta okkur yfir verk kvenréttindakon- unnar miklu, Bríetar Bjarnhéðins- dóttur, og það verður kannski ekkert síðra. Sonardóttir Bríetar, leikkonan Bríet Héðinsdóttir, sér um að koma skrifum ömmu sinnar á prent hjá útgáfunni Svart á hvítu. Af öðru lesefni, þar sem horfið er aftur í tímann, má nefna stórbók eft- ir Björn Th. Björnsson um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu í Reykjavík. Sögulegur fróðleikur, sambland af persónusögu þar sem rakin verða örlög margra þeirra sem hvíla þar undir grænum sverði, og jafnframt listfræði. Björn Th. mun á þann hátt, sem honum einum er lag- inn, flétta saman við frásögnina miklum fróðleik um listina að gera legsteina: steinhögg. i bókinni verður Rögnvaldur Finnbogason og Guðbergúr Bergsson: Líklega slegiö á létta strengi. Kristján Jóhannsson: Frægðarstundir á fjölunum. fjöldi Ijósmynda eftir Pétur Maack. Það er Mál og menning sem gefur hana út. Mikil bók og eiguleg verður einnig „Fegurð íslands - svipmyndir og sendibréf Colhngwoods 1897“ sem væntanleg er frá Erni og Örlygi. Collingwood ferðaðist um landið, gerði 170 vatnslitamyndir, tók fjölda ljósmynda og skrifaði vinúm sínum heima í Englandi mörg sendibréf um land og þjóð. Allt þetta efni kemur nú á prent, mikið af því í fyrsta sinn. Ásg'eir S. Bjömsson lektor hefur far- ið í fótspor Collingwoods, staðsett myndirnar og graflð upp margt þeim til skýringar. Skáldsögur og leikrit Fyrsta skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar kemur nú út hjá Vöku- Helgafelli. Hún lýsir lífi íslendings sem vinnur hjá alþjóðafyrirtæki. Ól- afur, sem enn er ekki fullra 26 ára gamah, vakti athygli með smásagna- safninu „Níu lyklar" fyrir tveimur ámm. Einar Már er löngu þekktur fyrir ljóð sín og skáldsögur. Nú kemur frá honum þykkt og mikið smásagna- safn hjá Almenna bókafélaginu. Vettvangur sagnanna er um land allt og bæði hérlendis og erlendis. Þá er að greina frá nýju leikriti sem kemur 1 bókabúðir næstu daga. Þaö ber hinn dularfulla titil „Húðir Svignaskarðs“. Við nánari athugun kemúr í ljós að það fjallar um sjálfan Snorra Sturluson og gerist á tvenn- um tímum, annars vegar samtið Bríet Héðinsdóttir gefur út verk ömmu sinnar, Brietar Bjarnhéðins- dóttur. Snorra og hins vegar á dogum þeirra Noregskonunga sem hann ritaði um. Höfundur er löngu landskunnur fyr- ir skáldsögur, kvikmyndahandrit og þýðingar, m.a. á leikritum, en fer hér- út á nýja braut. Nafn hans er Indriði G. Þorsteinsson. Ýmsar öndvegisþýðingar munu einnig verða með í jólabókaflóðinu og við vitum um tvær.sem gætu orð- ið mjög góðar. Önnur er gerð af hinum orðsnjalla fréttaritara ríkisútvarpsins í Madríd, Kristni R. Ólafssyni. Hann hefur snúið sér að einum kunnasta nú- Paskval Duarte og hyski hans. Saga þessi sem mun vera eins konar ævi- minningar aðalpersónunnar hefur verið þýdd á mörg tungumál. Hin þýðingin er á bíblíu beatnikk- anna , „On the Road “ eftir Jack Kerouac. Þessi bók kom út 1951, en er þegar komin í hóp sígildra banda- rískra bókmennta. Söguhetjurnar hendast á bílskrjóðum sínum á ofsa- hraða um Bandaríkin þver og endi- löng, fullar af orku og lífsþorsta en dálítið rótlausar. Það vefst fyrir þeim að finna lífi sínu markmið eða til- Snorri Sturluson: Aðalpersóna i nýju leikriti Indriða G. tímahöfundi Spánverja, José Maria Cela, og þýðir eftir hann skáldsöguna gang. Ólafur Gunnarsson rithöfund- ur þýðir bókina fyrir Mál og menn- ingu. Útgefendur stórhuga og bjartsýnir Þetta er allt mjög spennandi og ekki annað að sjá en bókaútgáfa standi ’með miklum blóma og útgef- endur séu stórhuga og bjartsýnir. Áreiðanlega eiga þeir enn ýmis tromp uppi í ermunum sem eiga eftir að koma okkur á óvart. í september og síðan fram til jóla verða jólabækumar kynntar reglu- lega í helgarbláði DV. En ein er sú tegund bóka sem fæstum dettur í hug að gefi gróða í aðra hönd en lifa þó lengur en flestar aðrar og það eru ljóðabækumar. Nokkrar þeirra eru þegar komnar inn á borð hjá okkur, aðrar em í undirbúningi. Við segjum frá þeim áður en langt um líður en látum þetta nægja í dag. ihh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.