Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988. 15 Gerum krónuna að alvömmynt með tengingu við myntbandalag Evrópuþjóðanna - EMS Ennþá einu sinni eru til umfjöll- unar „bráðabirgðaráöstafanir“ í efnahagsmálum þjóðarinnar. Höf- undur hefur fengið sig fullsaddan af þessum reddingum fyrir löngu eins og eflaust fleiri. En hvemig stendur á því að við gerum ekki meiri kröfur til okkar sjálfra en svo að við sitjum alltaf fóst í sama víta- hringnum? Varanlega lausnin læt- ur á sér standa. Eða hvað? Lausnin virðist vera fyrir hendi. En það ,virðist vanta töluvert upp á kjark- inn í sumum til þess að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum kaldar staöreyndir málsins. Um „framleiðslueftirlit“ peningamála Með aðild íslenska myntkerfisins að EMS (European Monetary Sy- stem) myndu peningamál og ríkis- fjármál lenda undir stöðugt eftirlit. Þetta eftirht er kostur en ekki galli. Allir verða að sætta sig við eftirlit í lýðræðisskipulaginu. Sjávarvöru- framleiðendur verða að framleiða vöru sem uppfylhr ákveðnar gæða- kröfur. Skipasmíðaiðnaðurinn verður að sætta sig við reglur flokkunarfélaga um gæöi skips- skrokka. Bændur verða að sætta sig við að dýralæknir stimph kjötið þeirra. Tenging myntkerfis okkar við EMS með aðild okkar að því er nokkurs konar „framleiðslueftir- ht“ með íslenskri peninga- og hag- stjóm. Það er þvættingur að þetta sé skerðing á sjálfstæði þjóðarinn- ar. Eða er það skerðing á sjálfstæði bóndans að hafa ekki fullan rétt til þess selja skemmt kjöt á fullu verði? Er það skerðing á sjálfstæði sjávarvöruframleiðandans að hafa ekki fuhan rétt til þess að selja úldna og fúla blokk á fullu verði? Auðvitað ekki. Málið snýst um að koma stjórn efnahagsmála í sam- band við allþjóðlega viöurkennt myntbandalag sem vinnur eftir viðurkenndum leikreglum. Kjarni málsins er að varanlegar aögerðir í efnahagsmálum felist í því að íslenka krónan njóti alþjóð- legrar viðurkennignar. Þá fá íslenskir framleiðendur al- KjaJlarinn Kristinn Pétursson alþingismaður vörumynt fyrir alvörumynt en ekki „úldnar" krónur í skiptum fyrir alvörugjaldeyri eins og í dag. Þau „viðskipti" em svo heimskuleg að mann skortir orð th lýsa þeim ósköpum. Hvernig stendur á því að þeir sem selja gjaldeyri hér á landi láta bjóða sér svona lagað? Eins og skipta á skemmdum kart- öflum og nýjum. En sætta sig við það samt með smánöldri! í Mbl. 11. ágúst 1988, „Fjármál á fimmtudegi", er góð grein eftir Sig- urð B. Stefánsson um tengingu gjaldmiðilsins viö stærra mynt- svæði. Þar segir m.a.: „Sveiflur vegna þess að misjafn- lega árar yrðu þó að líkindum minni en nú er vegna þess að nú- verandi peningakerfl okkar magn- ar þær upp fremur en að draga úr þeim. Ekki leikur vafi á aö afkoma þjóðarinnar væri betri við slíkt fyr- irkomulag vegna þess að verðbólg- an slævir hvata til framleiöniaukn- ingar og dregur úr mætti fyrir- .tækja til þess að beijast í sam- keppni á erlendum markðaði." Þetta voru þörf orð vegna þess að sumir hafa haldið því fram að við verðum að geta „aðlagað okkur sveiflum" með því að breyta gengi krónunnar. Ég spyr: Er ekki nóg að aðlaga sig verðbreytingunni frá erlenda markaðnum þótt við verð- um ekki hka aö aðlaga okkur auk- inni verðbólgu og alls konar breytt- um aðstæðum vegna gengisbreyt- ingarinnar? Auðvitað geta skapast þannig aðstæður að nauðsynlegt sé að breyta gengi krónunnar. En það verður þá að gerast eftir virtum leikreglum. Aöild okkar myntkerf- is að EMS tryggir að gæði ráðstöf- unarinnar sé samkvæmt reglum EMS. Nokkurs konar „framleiðslu- eftirht" eins og áður sagði. En þeir sem eru kjarklausir og ráðalausir, vilja þeir afnema aht eftirlit og leik- reglur? Eiga íslendingar að fá aö vera aðeins lengur að hlaupa en hinir á erlenda leikvanginum vegna þess að við erum svo fáir? Ég spyr. Vitanlega ekki. Verðbólgan er vandamálið Vandinn, sem við erum að glíma við, er verðbólgan. Segja má að verðbólga sé nokkurs konar „fram- leiðslugalli" á íslenskri peninga- og hagstjórn. Þeir sem fara með fram- kvæmdavald peningamála hafa fengið sín tækifæri th þess að lag- færa framleiðslu sína. Það er nóg komið af tilraunastarfsemi þeirra og nú skulu þessir aðilar settir undir jákvætt eftirlit með tengingu myntkerfis okkar við t.d. EMS. Það er hagur allrar þjóðarinnar að þetta fyrirkomulag verði tekiö upp sem fyrst. Veröbólgan er að gera út af við flest fyrirtæki og þá sem skulda peninga. Við getum bjargað miklu með því að bregðast nú rétt viö. Tökum ekki mark á mönnum sem segja að við eigum að tengjast stærra myntbandalagi „þegar við höfum náð verðbólgunni niður“. Það er sjónarmið kjarkleysis og uppgjafar. Það er búið að fórna nógum tíma og verðmætum í efna- hagslega thraunastarfsemi síðast- liðna áratugi. Reynslan sýnir okk- ur að þetta hefur ekki tekist. Það eru nákvæmlega engin rök sem mæla með eftirgjöf í þessum efn- um. Við verðum aö koma verð- bólgunni niöur. í Vísbendingu 3. ágúst sl. segir Þorvaldur Gylfason í grein um verðbólguna: „Það er umhugsun- arvert að vöxtur þjóðarframleiðslu á mann á íslandi síðan 1950 hefur verið 1% hægari á ári aö meðaltah en í Noregi. Þvilíkur munur hleður utan á sig með tímanum. Þjóðar- tekjur okkar íslendinga væru rösk- lega 40% hærri en þær eru nú, ef við hefðum náð sama hagvexti á mann og Norðmenn 1950-86. Þjóð- artekjur okkar væru þá ekki millj- ón á mann, eins og nú er, heldur 1,4 milljónir króna á mann. Hver fjögurra manna íjölskylda hefði þá að meðaltah um 1,7 milljónum króna hærri tekjur á þessu ári en hún hefur nú. Það munar um minna. Þaö er hægt að færa þung rök fyrir því að verðbólgan á ís- landi sé völd að þessum mun að miklu leyti. Ef svo er, getur nokkr- um blandast hugur um nauðsyn þess að ná verðbólgunni niður í eitt skipti fyrir öll?“ Þá höfum við það. Lífskjör hér á landi 40% lakari og þökk sé verð- bólgunni. Því segi ég. Gerum þær ráðstafanir sem duga til þess að ná niður verðbólgunni. Gerumst aðil- ar að EMS og setjum íslenska pen- ingastjórn undir nauösynlegt „framleiðslueftirlit' ‘. „Vaxtaokrið“ Mörgum verður tiðrætt um „vaxtaokrið" og er vart að furða. En skoðum máhð án tilfmninga- semi. Af hveiju eru vextir svona háir? Svar: Vegna verðbólgunnar. Eigum við að ráðast á sparifé lífeyr- isþega og rýra það? Vhl einhver stjórnmálamaður, sem talar um þessi mál, gefa sig fram um aö lækka vexti með handafli og ráðast þannig að kjörum þeirra sem hafa náð 67 ára aldri? Vill einhver gefa sig fram? Auðvitað snýst máhð um að koma verðbólgunni niður. Sé stormur úti og loftvogin stend- ur á „Storm", lagast veðrið eitt- hvað ef við mölvum glerið og lím- um nálina á „Smukt“? Eða læknum við sjúklinginn af of háum hita við þaö að setja hann í frystigeymslu þar til 37 O er náð? Nei, málið snýst alfarið um það að verðbólgunni verði náð niður með því að íslenskri peninga- og hagstjórn verði hagað eftir alþjóð- lega viðurkenndum leikreglum. Þegar það hefur verið gert kemst vaxtastigið hér á landi á svipað ról og í helstu nágrannalöndum og enginn hefur stolið neinu frá lífeyr- isþegum sem eiga stærstan hluta af sparnaði landsmanna. Eða finnst einhverjum það mikh reisn yflr stjórnmálamönnum sem ætla sér að ráðast að öldruðum og láta þá borga niður flármagn? Er þaö sú varanlega lausn sem við erum að leita aö? Að lokum Höldum baráttunni áfram. Lát- um ekki villa okkur sýn. Þetta málefni, sem hér er hvatt til að sett verði í gang, er stærsta hags- munamál þjóðarinnar. Lífskjör væru hér langtum betri hefðum við búið við stöðugleika. Kjarni máls- ins er að íslenska krónan og um leið íslensk hagstjórn verður að njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Við ætlum ekki að vera í hópi svo- kallaðra „bananalýðvelda". Viö eigum að hafa þá reisn að viöur- kenna það sem að er og gera raun- hæfar ráðstafanir th þess að þessi málefni verði leidd í þann farveg sem okkur er sæmandi. Kristinn Pétursson „Þaö er búið aö fórna nógum tíma og verðmætum 1 efnahagslega tilrauna- starfsemi síðastliðna áratugi.“ Reykjavíkuiflugvöllur verður að víkja Fyrir stuttu varð hörmulegt flug- slys viö Reykjavíkurflugvöll þar sem þrír Kanadamenn létu lífið. Mikil mildi var að ekki fór verr en litlu mátti muna að vélin skylli nið- ur á Hringbrautina á miklum annatíma. Þessi atburður vakti í örfáa daga upp umræður í dagblöðum um hlutverk flugvallarins og þá sér- staklega hvort rétt væri að leggja hann niður eða takmarka umferð um hann að einhverju marki. Slik- ar umræður eru ekki nýjar af nál- inni en ýmissa hluta vegna hefur ekkert gerst og völlurinn heldur áfram aö vera í Vatnsmýrinni og taka á móti sívaxandi flugumferð. Samt eru að minnsta kosti þrjár röksemdir sem færa má fyrir því að völlurinn eigi að víkja og að færa beri alla flugumferð burt frá miðborginni. Slysahætta Fyrstu rökin, sem færa má fyrir því að flugvöllurinn verði að víkja, er slysahættan sem fylgir þeirri flugumferð sem um völlinn fer. Hafa ýmsir velt því fyrir sér hvað geti gerst í slæmu tilviki, til dæmis því að þota skelli niður í miðborg- inni. Framkvæmdastjóri Al- mannavama benti á að Landsíma- húsið og Alþingishúsið eru nánast beint undir aöfluginu að þeirri braut sem síðasta slys varö við. Þannig gætum við misst um tíma öll fiarskipti og stjórnsýsla og æðri ákvarðanataka færu heldur betur f óreiðu ef svo skyldi vhja til að þingfundir stæðu yfir. (Mönnum KiaUaiiim Ágúst Hjörtur fyrrverandi íbúi við Tjörnina kann ef til vill að þykja sá skaöi lítill, frá þinginu komi sjaldnast nokkuð gott, aukinheldur sem mæting á þingfundi er nú ekki nema í meðallagi oftast nær. En séu málin á þeim bæ slæm við venju- legar kringumstæður er víst að þau munu ekki batna við neyðar- ástand). Vitaskuld eru þetta getgátur ein- ar en .þær eru þó ekki út í bláinn. Það er algerlega ástæðulaust aö bíða rólegur eftir stórslysi áður en eitthvað er aðhafst í málinu. Hagkvæmni Önnur röksemdin, sem benda má á, er að það hlýtur að vera hag- kvæmara að hafa allt flug á einum og sama staðnum. Eins og málum er háttað nú fer áætlunarflug inn- anlands, flug lítilla einkaflugvéla og lítilla erlendra flugvéla um Reykjavíkurflugvöll en stórar vél- ar, í hvaða flugi sem þær eru, fara um Keflavíkurflugvöll. Það kemur að vísu til álita að flug lítilla einkaflugvéla eigi ekki heima innan um annað flug. En þá er bara aö leggja lítinn flugvöll fyrir þá sem í slíku standa. Raunar skilst mér 'að það standi til og kemur þá hraunið suöur af Hafnarfirði helst til álita. Og þar er komið að mikilvægu atriði. Reykjavíkurflugvöllur getur ekki með nokkru móti stækkað eða tekið við aukinni umferð. Hvorki er hægt að bæta við flugbrautum né aðstöðu. Þess vegna er óhjá- kvæmilegt að flugumferð færist í auknum mæli annað, þá væntan- lega til Keflavíkur, því flugsam- göngur aukast stöðugt. í kringum Keflavíkmflugvöll er nóg landrými til að flölga brautum og byggja flug- skýli. Þar er einnig ýmis nauðsyn- leg aðstaöa til staðar, flugumferð- arstjórn, eldsneytissala og fleira. Byggð í Vatnsmýrinni Enn eru ótalin þriðju rökin fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur eigi að víkja. Þau eru á þá lund að það landrými, sem starfsemi flug\'all- arins krefst, yrði betur nýtt til upp- byggingar í borginni. Undanfarna tvo áratugi hefur þróunin verið sú í Reykjavíkur- borg að byggöer sífellt að flarlægj- ast miðborgina. Fyrst kom Árbær- inn, svo Breiðholtin þrjú og nú síð- ast Grafarvogurinn. Vatnsmýrin og flugvallarsvæðið allt væri hins vegar kjörið svæði fyrir næsta hverfi borgarinnar. Og ef marka má undirtektirnar sem lóðaútboð- in í Suðurhlíðum fengu á sínum tíma er ekki að efa að margir kjósa fremur að setjast að í borginni sjálfri í stað þess að kúldrast nán- ast uppi á öskuhaugum. Fátt sem mælir á móti Rökin gegn því að leggja Reykja- víkurflugvöil niður byggjast fyrst og fremst á þeim kostnaði og þeirri fyrirhöfn sem þa£i hefði í fór með sér. Auðvitað myndi það kosta sitt að byggja upp nýja aðstöðu fyrir þá starfsemi sem lögð yrði niður í Reykjavík. En kemur ekki hluti af þeim kostnaði til með að skila sér til baka, bæði í beinhöröum pen- ingum en ekki síður í auknu ör- yggi? Og sú fyrirhöfn, sem um er rætt. felst í því að Reykvíkingar og þeir sem sækja borgina heim þyrftu að leggja á sig lengri ökuferð til að ná flugvélinni sinni. En munurinn er svo lítill aö hann skiptir ekki máli. Nema kannski fyrir þá sem búa rétt hjá flugvellinum en ég er þess fullviss að flestir þeirra væru til- búnir að leggja á sig auka 20 mín- útna akstur til að losna við bæði slysahættu og ónæði sem fylgir flugvellinum. Lokaorð Að lokum er rétt aö ítreka það við íbúa Reykjavíkur að það er fyrst og fremst þrýstingur þeirra sem gæti oröið til þess aö flugvöll- urinn viki. Borgarstjórinn dregur úr og segist vera bundinn aöal- skipulagi. En slíkt skipulag er að- eins samþykkt fastákveðið til ör- fárra ára í senn svo það er engin afsökun fyrir aðgerðaleysi. Breyting sem þessi hlýtur að taka talsverðan tíma þar sem um er að ræða miklar framkvæmdir og kostnað. En það má ekki veröa til þess að málið lognist út af. Það veit enginn fyrir fram hvort við verðum eins heppin næst þegar flugslys á sér stað við Reykjavíkur- flugvöll. Ágúst Hjörtur „Hafa ýmsir velt því fyrir sér hvaö geti gerst 1 slæmu tilviki, til dæmis því aö þota skelli niður í miðborginni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.