Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Page 18
18________ Sviðsljós ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988. Ólyginn sagði... Michael Caine er nú oröinn kráareigandi. Hann opnaði sína eigin krá í Ox- fordshire og hlaut hún nafnið „Caine’s Mutiny". Michael hefur sjálfur hug á þvi að standa fyrir innan barinn og þjóna viðskipta- vinunum eins oft og mögulegt er. Það ætti þó allavega að trekkja að kúnnana. John McEnroe missti algjörlega stjóm á skapi sínu þegar eiginkona hans, leik- konan Tatum ONeal, tilkynnti honum að hún hefði tekið boði um að leika í ítalskri kvikmynd. John hélt því fram að hún væri eiginhagsmunaseggur og sæi ekkert nema sjálfa sig, en hann kýs að hún sé bara heima og passi börnin þeirra tvö. Tatum hefur ekki sömu skoðun á málunum og spurði hann hvernig hann vogaði sér að reyna að stjóma lífi henn- ar. Já, svona geta hlutirnir stund- um verið. Rob Lowe vantar víst ekki peninga þessa stundina. Fyrir aðeins nokkmm mánuðum keypti hann sér nýtt hús í Hollywood fyrir 42 milljónir og fyrir aðeins nokkmm vikum skrifaði hann undir kaupsamn- ing á íbúö í New York fyrir sömu upphæð. Rob sjálfum finnst hann hafa sloppið ótrúlega vel við kaupin og reyndar hafi húsnæðið verið ódýrt. Keppendur voru fjölmargir í Flipp-open eins og sjá má á þessari mynd sem fekin var við komuna í Hvammsvik. Tilhlökkunin leynir sér ekki í svip þátttakenda. Árlegt golfmót starfsmanna DV haldið á Hvammsvíkiirvelli: Metþátttaka í Flipp-open Fhpp-open, golfmót starfsmanna DV, var haldið í þrettánda skiptið á hinu glæsilega útivistarsvæði í Hvammsvík þar sem bæði er skemmtilegur níu holu golfvöllur, sem þeir Hvammsvíkurmenn hafa ræktað upp á tæpu ári og verður betri og betri með hverri vikunni, og vinsælt veiðivatn sem alltaf er full- bókað í. Keppendur voru þrjátíu og fimm og hafa aldrei verið fleiri. Keppt var í tveimur flokkum og réð forgjöf í Nokkrir starfsmenn DV voru það forsjálir að hafa með sér veiðistöng og renndu fyrir silung í góðviðrinu. Sigurvegari mótsins var Bergur Garðarsson. Sést hann hér taka við verð- launum sínum úr hendi Jónasar Haraldssonar fréttastjóra. hvorum flokknum keppendur lentu. Að venju voru nokkrir gestir, fyrr- verandi starfsmenn og velunnarar blaðsins. Ekki leit vel út með gott veður í byrjun en um leið og hinn glæsilegi hópur birtist í Hvalfirðin- um fóru veöurguðimir að brosa sínu blíðasta og hélst sú veðurblíða fram á kvöld. Mikill hugur var í mönnum enda verðlaun hin glæsilegustu og þótt htla hvíta kúlan fæ'ri ekki alltaf þá leið sem henni var ætlað er víst Klæðnaður var óformlegur eins og sést á búningi Ragnars Sigurjónssonar sem hér er í fríðum hópi samstarfsmanna. Ýmis ný tilbrigcfi við golfíþróttina sáust á Hvammsvíkurvellinum. Hér sést Gunnar Andrésson pútta. Félagar hans, Magnús Ólafsson, Bergur Garðars- son og Jónas Haraldsson virðast, eftir svipnum að dæma, ekki vera alltof bjartsýnir á að kúlan rati rétta leið. Hér sjást verðlaunahafar í Flipp-open, talið frá vinstri, Hilmar Karlsson, Bergur Garðarsson, Þórður Geirsson, Finnur Thorlacius, Þorbjörn Gíslason, Þráinn Þorleifsson og Halldór Bragason. Til hliðar sést svo hinn glæsilegi Peugeot 205 sem var í verðlaun fyrir þann sem færi 1. braut í einu höggi. Enginn var þó svo heppinn í þetta skiptið. óhætt að fullyrða að alhr höfðu gam- an af. Verðlaun voru einstaklega glæsi- leg. Jöfur hf. eftirlét Peugeot 205 í verðlaun fyrir þann sem færi holu í höggi á fyrstu braut. Enginn var svo heppinn í þetta skiptið. En sigurveg- ari og aðrir verðlaunahafar fóru ekki tómhentir heim heldur höfðu með sér hin glæsilegustu verðlaun. Sigur- vegarar í hvorum flokki fengu til dæmis fallegar ullarpeysur frá Ár- bliki. Önnur verðlaun voru einnig glæsileg, vasadiskó frá Radíóbæ, út- varpsvekjaraklukkur frá Japis, íjöl- breyttar golfvörur frá Golfbúðinni í Garðabæ, höfuðfónar og vídeóspólur frá Sjónvarpsmiðstöðunni og höfuð- fónar frá Faco. Verðlaun sem allir voru ánægðir með. Þá má geta þess að aðstandendur útivistarsvæðisins í Hvammsvík leystu verðlaunahafa út með reyktum regnbogasilungi frá Eðalfiski í Borgarnesi. Það var ánægður hópur starfs- manna DV sem fór heimleiðis að loknum viðburðaríkum degi. HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.