Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Síða 28
3 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988. Fréttir______________________ Síöasti hvaluriim lifir: Erum ekki að drepa síðasta hvalinn - segir Jakob Jakobsson „Viö erum ekki aö drepa síðasta hvalinn eins og stundum er haldið fram,“ sagöi Jakob Jakobsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, á blaöamannafundi í gær. Jakob vísaði til hvalarannsókna sem íslendingar gerðu í sumar og fyrrasumar í samstarfi viö fjórar 5 aörar þjóðir. Leitað var úr skipum og flugvélum og stóö Hafrannsókna- stofnun fyrir talningu á stærsta svæöinu sem markaðist af Jan May- en, suöurodda Grænlands, Færeyj- um og svæöi suöur af þeim. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, sérfræðings hjá Hafrannsóknastofn- un, hefur aldrei áöur verið staðið jafnvel að hvalatalningu. Aðferðin, sem er notuð, felst í því að skip fara eftir leitarlínum sem valdar eru af tilviljun og hvalir taldir og greindir i tegundir. Staðsening hvalanna og stærð alls svæðisins er svo notuð til að áætla heildaríjölda hvala. Flugvélar voru notaðar til að telja smáhveli á grunnslóð. 203 hrefnur voru taldar og er stofninn talinn 20.000 dýr. / Af skipum Hafrannsóknastofnun- ar voru taldir liðlega 5.700 hvalir af öllum stærðum. Hafrannsóknastofn- un áætlar íjölda langreyða um 6.500 en sú hvalategund er mest veidd. Sandreyðar voru ekki komnar á svæðið þegar talning fór fram og því ekki hægt að áætla stofnstærð þeirr- ar tegundar. Steypireyðar eru taldar innan við 1.000 og hnúfubakar áætl- aöir um 2.000. Næsta sumar er fyrirhugað að halda áfram talningu á hvölum og ieggja áherslu á sandreyðarstofninn. pv ísnes losar tómar síldartunnur á Fáskrúösfirði. DV-mynd Ægir FáskrúösQöröur: Fýrsti tunnufarmurinn fyrir sfldarvertíðina Ægir Kristiiisson, DV, Fáskrúösfirði: Síðastliðinn fóstudag kom m/s ís- nes til Fáskrúðsfjarðar með átta þús- und tómar síldartunnur til Pólarsíld- _ar. Þetta er fyrsti tunnufarmurinn, %em berst hingað fyrir komandi síld- arvertíð. Á síðustu vertíð var saltað hátt í þijátíu þúsund tunnur hjá Pól- arsíld og Pólarsæ. Óvíst er um síldarsöltun hjá Sól- borgu h/f á næstu vertíð en þar hefur verið söltuð síld á undanförnum ver- tíðum. Tfisölu ■ Verslun BÚDIN HJÓLKOPPAR! Ný sending, allar stærðir. Litir: hvítt, króm, silfur og svart, einnig krómhringir í öllum stærðum, vönduð ensk framleiðsla, gott verð. Sendum í kröfu samdægurs. GT búðin, Síðumúla 17, s. 37140. Mikiö úrval hjálpartækja á böð fyrir fatlaða og aldraða frá Normbau, 10% kynningarafsláttur. A. Bergmann, Stapahrauni 2, Hafnarfirði, s. 651550. Otto pöntunarlistinn er kominn. Nýjasta tískan frá Evrópu o.fl. Allar stærðir. Til afgreiðsiu að Tunguvegi 18 og Helgalandi 3. Símar 91-666375 og 33249. TÉ'JMta Hamraborg 1, 200 Kópavogi lceland Box 317. » 641101 tooo stk VERD /980 Prentun. Þarft þú að láta prenta eitt- hvað? Við prentum allar gerðir lím- miða. Nafnspjöld-Bréfsefni. Umslög. Blöðrur. Penna. Dagatöl. Dagbækur. Lyklakippur. Eldspýtur o.fl. Einnig útvegum við stimpla á 2 dögum. Kann- aðu verðið, það gæti borgað sig. Textamerkingar, sími 91-641101. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Glæsilegt úrval sturtuklefa og baðkars- veggja frá DUSAR á góðu verði. A. Bergmann, Stapahrauni 2, Hfirði, sími 651550. ■ Húsgögn Nýkomið úrval af „bypack" fataskáp- um frá V-Þýskalandi. Litir: hvítt, fura, eik og svart, með eða án spegla. Verð frá kr. 7.980, 100x197 cm. Nýborg hf., Skútuvogi 4, sími 82470. Bátar Vatnabátar. •Vandaðir finnskir vatnabátar. • Góð greiðslukjör. • Stöðugir, með lokuð flothólf. •Léttir og meðfærilegir. , • Hagstætt verð. •Til afgreiðslu strax. BENCO hf„ Lágmúla 7, Rvik. Sími 91-84077. Bflar tfi sölu Hin árlega torfæruaksturskeppni björg- unarsveitarinnar Stakks verður hald- in 4. sept. Keppendur vinsámlegast skrái sig hjá Þorsteini í síma 92-14889. Nefndin. M.Benz 409 ’83 til sölu, ekinn 66.000 km. Uppl. í síma 985-21985. KAYS pöntunarlistinn. Vetrartískan frá Roland Klein Burberrys-Mary Qu- ant-Kit-YSL-Belley o.fl. Búsáhöld, leikföng, gjafavara. Kr. 190 án/bgj. Pantið skólafötin tímanlega. É. Magnússon, Hólshrauni 2, sími 52866. Nýkomnir Bauhaus stólar, úr leðri og krómi, verð frá kr. 3650, einnig gler og krómborð. Nýborg, Skútuvogi 4, s. 82470. Þessi bátur er til sölu. 5 tonna plast- bátur, sm. Mótun, vél Saab árg. 1987, 65 hp. skiptisk. Vel búinn tækjum, allur endurnýjaður 1987. Skipasalan Bátar ög búnaður, Tryggvagötu 4, sími 622554. Til sölu: Toyota 4Runner árg. ’84, skipti, skuldabréf, VW Golf GTi ’88, ekinn 10.000, fallegur bíll, skipti skuldabréf, Opel Senator 3,0 E ’84, með öllu, skipti, skuldabréf, Fiat Uno I.E turbo ’87, ekinn 25.000, skipti, skuldabréf, Citroen 22 TRS ’86, skipti, skuldabréf. Opið mánud.-fimmtud. . 10-22, föstud. og laugard. 10-19. Bíla- salan Tún, Höfðatúni 10, s. 91-622177. Þessi einstaki, eldsnöggi Honda Civic CRX ’87, til sölu, 16 ventla, 1,6 vél með tölvustýrðri innspýtingu og yfir- liggjandi kambás, rafdrifin sóllúga o.fl., ekinn 13 þús, silfurgrár. Verð 750 þús., 695 staðgreitt. Uppl. í síma 14699. Til sölu Audi 80 1,8E, árg. 88, ekinn 12 þús, 5 gíra, 4 dyra, svartur, metalik lakk, álfelgur, topplúga, rafm. í rúðum + læsingum. Skipti + skuldabréf. Til sýnis hjá Bílasölunni Bjöllunni. Renault 4 Van árg. ’84 til sölu, góður bíll fyrir iðnaðarmenn. Til sýnis og sölu á bílasölunni Braut, sími 681510 og 681502. Toyota Hiace árg. ’80 dísil, í topp- standi, á góðu verði. Benz ’76 280 E, ekinn 160.000, dimmblár, sjálfskiptur, vökvastýri, sóllúga, sportfelgur. Sími 54566. Audi 80 ’82 til sölu, sjálfskiptur, sól- lúga, rauður, vel með farinn, ekinn 97.000 km. Verð 270.000 kr„ samkomu- lag. Uppl. í síma 641120 á daginn. Jeep Wrangler ’87, 6 cyl. vél, 5 gíra, vökvastýri, aflbremsur o.fl., ekinn 10.000 mílur. Nánari uppl. á bílasöl- unni Braut, sími 681502 og 681510. Benz 608 ’83 sendibíll með kassa, ekinn 150.000, vökvastýri, vel með farinn. Uppl. í síma 657065 eftir. kl. 18. Oldsmobile ’80 til sölu, rafmagn í rúð- um og læsingum, verð 350 þús„ skipti ódýrari t.d. Lada Sport. Uppl. í síma 622554 á daginn og 75514 á kvöldin. ■ Ymislegt íþróttasalir tii leigu. I september nk. verða teknir í notkun í nýju húsnæði tveir íþróttasalir við Stórhöfða 15 (við Gullinbrú, Grafarvog). Hvor salur er 10x20 metrar að stærð og lofthæð er sex metrar. Salir þessir verða leigðir út til einstaklinga, félagasamtaka og starfsmannahópa sem áhuga hafa á að stunda íþrótt við sitt hæfi í góðum höpi. Mjög góð búningsaðstaða fylgir sölunum, svo og gufuböð. Jafnframt gefst tækifæri til að stunda upphitun, leikfimi og þrekæfingar með lóðum í sérstökum æfingasal án nokkurs aukakostnaðar. Á staðnum verður líka aðstaða fyrir borðtennis, billiard o.fl. Hvað passar þér?- Við höfum salina. Þitt er valið! * Fótbolti. * Handbolti. * Körfubolti. * Blak. * Badmintön. * Skallatennis. * Leikfimi. * Gufubað. *Lyftingar í sérstökum 70 m2 tækja- sal. * Eða búðu til þína eigin íþrótta- grein. TRYGGÐU ÞÉR TIMA. Tíma- pantanir fyrir veturinn og nánari uppl. eru hjá Þorsteini Guðjónssyni í síma 641144 frá kl. 9-17 og síma 11163 á kvöldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.