Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Qupperneq 29
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988.
29
Lífsstfll
Fyrirkomulag Búseta fysilegur kostur
Að kaupa sér rétt til að leigja íbúð
á kostnaöarverði er hægt með Bú-
setakerfmu. í stuttu máli virkar það
þannig að fólk borgar fyrir rétt til
búsetu. Þar með er það komiö með
leiguíbúð á kostnaðarverði og getur
enginn sagt því upp húsnæðinu.
Þetta gæti verið góður kostur fyrir
þá sem eru orðnir langþreyttir á
ótryggu og rándýru leiguhúsnæði.
En fleiri gætu haft gagn af þessu
kerfi.
Samkvæmt núverandi húsnæðis-
lánakerfi er fólk að greiða íbúðir sín-
ar á löngum tíma. Eftir 30 ár er þetta
fólk búið að eignast helming íbúðar-
innar. Þessu kerfi fylgir einnig sá
ókostur að ef ekki er staðið í skilum
er fólkið búið að missa íbúðir sínar
fyrr en varir. Fólk er ekki einu sinni
öruggt með eigin íbúðir.
Að reka húsnæði sem
fyrirtæki
Samkvæmt Búsetakerfinu er gert
ráð fyrir því að húsnæði sé rekið eins
ástandið þannig að 90% íslendinga
bjuggu í eigin íbúðum. Stefnan var
sú að fólk ætti þess kost að eignast
húsnæði. Hugmyndir um búseturétt
í félagslegum íbúðum gengu þvert á
þessa stefnu.“
Að sögn Reynis snerist máhö um
hugmyndafræði. Forsendan, sem var
við lýði, var eigið eignarhald. Hug-
myndir um húsnæði í félagslegri eigu
voru nánast eins og guölast í augum
sumra. En hefur þetta eitthvað
breyst?
Atök milli tveggja kynslóða
„Þetta eru í rauninni átök milli
tveggja kynslóða, þeirrar óverð-
tryggöu og þeirrar verðtryggðu. Á
árum óverðtryggðs fjármagns gátu
menn eignast eigin íbúðir á 10-20
árum. Þá þýddi ekki að spara, fjár-
Neytendur
Nýbygging Búseta við Frostafold.
magnið brann upp í bönkunum. Eina
leiðin var að íjárfesta í húsnæði. Nú
á tímum verðbólgu og verðtrygging-
ar er þetta ekki framkvæmanlegt
lengur."
Aö sögn Reynis hefur reynst erfitt-
að fá kynslóðina sem byggði á tímum
óverðtryggös fjármagns til að skilja
að íbúðakaup eru ekki fýsilegur kost-
ur fyrir fólk í dag. „Ástandið var
slæmt 1983 en er enn verra í dag. Að
kaupa sér íbúð nú er í raun að koma
sér í skuldafangelsi. Annað vanda-
mál er að sú kynslóð sem var að
byggja á árunum 1960 til 1980 er sú
kynslóö sem ræður þjóöfélaginu í
dag. Við og Sigtúnshópurinn höfum
þurft að kljást við þennan hóp sem
hefur hag af háum vöxtum."
Áætlanirtil langs tíma
„Nú verður flutt inn í fyrsta húsið.
Fólkið sem flytur þarna inn hefur
haft tölurnar á borðinu hjá sér í þrjú
ár. Þær hafa ekkert breyst nema með**
visitölu. Þetta hefur okkur tekist meö
ýtrustu hagkvæmni. Við byrjuðum
að leita tilboða hjá stórum bygging-
arfélögum. Hagvirki kom með hag-
stæðasta tilboðið og lét hanna húsið
út frá okkar óskum. Síðan gerðum
við kaupsamning við Hagvirki. Við
fórum ekki þessa haföbundnu ís-
lensku leið að leita tilboða í hvern
verkþátt. Verðið hefur því legið fyrir
allan tímann. Það er heldur engin
hætta á bakreikningum því kaup-
samningurinn nær yfir allt sem aAc
byggingunni snýr. Þá verður stofnað
sérstakt Búsetafélag íbúa hússins
sem verður sjálfstæð fjárhagsleg ein-
ing og sér um allan rekstur. Það
veröur því ekki hægt að velta auka-
kostnaöi yfir á þetta fólk. Þetta er
spurning um að koma húsnæðismál-
um af heimilisiðnaöarstiginu og
breyta þeim í þróaðan og vel skipu-
lagöan iðnaö.“ -PLP
Reynir Ingibjartsson, framkvæmda-
stjóri Búseta. DV-mynd JAK
og hvert annað fyrirtæki. Hugsunin
bak við kerfið er sú sama og bak við
götur og gangstéttir. Fólk greiðir
gatnagerðargjöld en eignast hvorki
götumar né gangstéttirnar. Það hef-
ur hins vegar af þeim full not. Sama
gæti gilt um húsnæði.
Nú í desember næstkomandi verð-
ur flutt inn í fyrsta hús Búseta. Þá
næst merkilegur áfangi í baráttu sem
staðið hefur allt frá árinu 1983.
Brautin hefur verið rudd og nú hefur
Búseti sótt um lóðir í Reykjávík,
Kópavogi og Hafnarfirði. Áætlað er
að byggja 200 íbúðir á ári næstu'fimm
árin.
Ekki eignarhald
heldur rekstur
Á fyrstu starfsárum sínum hefur
Búseti mætt mikilli andstööu. En
hvers vegna? Reynir Ingibjartsson,
framkvæmdastjóri Búseta, svarar
því:
„Þegar Búseti kom fram 1983 var
Búseturéttur:
Búseturéttur er éignarhluti í Þriggja herbergja íbúð-
byggingarfélaginu. Upphæðin, sem kr. 611 þúsund.
borga þarf fyrir réttinn, er miöuö Fjögurra herbergja fbúö
við stærö íbúðar og nemur 15% af kr. 678 þúsund.
byggingarkostnaði Hægt er að
selja réttinn og hann erfist eins og Að auki þarf að borga leigu, mán-
hver önnur eign. Hann er verö- aðarlegan husnæðiskostnaö. Hún
tryggður. er nú sem hér segir:
Upphæðin sem borga þarf í Fro- Tveggja herbergja íbúö kr. 9.983.
stafold er sem hér segir: Þriggja herbergja íbúð kr. 12.594.
Tveggja herbergja íbúð Fjögurra herbergja íbúðkr. 13.990.
kr. 484 þúsund. -PLP
á laugardögum
|ÍKR!BÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍg.
I
r~'
3»
30
DO
£
30
CD
£
30
DO
e:
30
ro
e:'
30
00
— <
5
§.ARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍLARBÍL
Á bílamarkaði DV á laugardögum
auglýsir fjöldi bílasala og bílaumboða
fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum
og öllum verðflokkum.
Auglýsendur, athugið! Auglýsingar í
bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi
fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum.