Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988.
31
Lífsstm
Nútíma arkitektúr á smíðavöllum bæjarins
Þessi (uilbúni og skrautlegi kofi hefur hvorki eldhús né klósett. „Þetta eru
allt stofur. Við þurfum hvorki eldhús né klósett," sögðu strákarnir kampa-
kátir. DV-myndir GVA
Ætlaði að smíða sér
15 hæða kofa með lyftu
Sagt er um smáfólk, sem er aö
byggja sína eigin kofa, aö það hagi
sér nokkurn vegin, í grófum drátt-
um, eins og fullorðna fólkiö sem er
aö byggja sína eigin „kofa“. Meöan
verið er að byggja húsiö eru allir
velkomnir aö vaða fram og til baka
um bygginguna og skoöa. En því full-
búnara sem húsiö verður því erfiö-
ara veröur fyrir ókunnuga aö kom-
ast inn í bygginguna. Hver vill eiga
sitt heimili í friöi fyrir ókunnugum.
Þeir bjóöa bara vinum sínum inn til
sín og kannski einhverjum sætum
vini, strák eða stúlku. Svo eru alltaf
einhverjir ókunnugir, leiðindasegg-
ir, sem vilja eyöileggja með því að
brjóta allt og bramla.
Já, eignarrétturinn er fljótur aö
brjótast fram í litlum körlum og kerl-
ingum og öfundin einnig. Undir þaö
tók Nína Magnúsdóttir sem hefur
haft yfirumsjón meö smíöavöllunum
í Laugardal í sumar.
Sorglegt að rífa niður kofana
„Þaö hefur veriö mjög skemmtilegt
að fylgjast með krökkunum í sumar.
Þaö var meira segja svo mikiö aö
gera aö ég þurfti að fá aðstoðarmann-
eskju til liðs viö mig um mitt sumar-
iö,“ sagöi hún.
Nína sagöi aö fjölda margir krakk-
ar hefðu innritað sig á smíðavellina
í sumar. En sama væri þar og í skóla-
goröunum aö krakkarnir stunduöu
vellina mismikið.
„Það er að vísu alltaf fastur kjarni
sem kemur hingað daglega. En svo
eru margir sem koma endrum og
eins.
Flestir krakkarnir eru búnir aö
byggja upp sína kofa núna og mála
þá og gera þá tilbúna. Þá verður
næsta skref rífa þá niður fyrir vetur-
inn þótt manni fmnist þaö alltaf leið-
inlegt,“ sagði Nína.
Kofi með hundakofa
Á smíðavellinum voru um það bil
10 kofar og aö minnsta kosti tveir
þeirra voru á þremur hæöum og
skrautlega málaðir. Einn haföi
greinilega horft mikið á teiknimynd-
irnar í sjónvarpinu því hann var
búinn aö reisa sér háan og myndar-
legan kofa meö hundakofa við hlið-
ina. Einnig var ljóst aö margir hverj-
ir höfðu tileinkað sér arkitektúr nú-
tímans og byggt sér hina frumle-
gustu kofa. Það er greinilega af sem
áöur var þegar krakkar byggöu sér
ferkantaða kofa meö flötu þaki og
einum til tveimur gluggum sem voru
jafnvel sagaöir út.
„Þau fá mikla útrás fyrir alla sköp-
unargáfu meö því aö byggja sér kofa.
Meira að segja ætlaði einn stórtækur
sem byrjaði Tiér í vor að byggja sér
15 hæöa kofa og setja lyftu í miðjuna.
Stórtækir krakkar
Krakkarnir eru yfirleitt mjög stór-
tækir. Það versta er aö stúlkurnar
eru svolítið feimnar við að taka sér
hamar í hönd. Annars hafa nokkrar
stúlkur flækst hér með í sumar,"
sagði kvenkyns verkstjórinn sem
sagðist hafa haft ágætisvald yfir
strákunum í sumar.
Borgin sér um að útvega alla hluti
til bygginga á smíðavöllunum, timb-
ur, nagla, málningu og allt annað.
-GKr
Sakarías var að smiða sverð inni í
kofanum hjá sér og sagðist einnig
ætla að smíða sér hníf og töng.
Sakarías Ingólfsson, 6
ára:
„Ég hef
aldrei meitt
mig á
hamrinum"
Sakarías Ingólfsson var að smíða
sér stórt sverð á smíðavellinum og
ætlaði hann að nota það í bardaga,
aö eigin sögn.
„Ég ætla líka að smíða mér hníf
og töng. Ég er ekki búinn að smíða
mér neinn kofa, bara hjálpa til, og
svo smíða ég mér alls konar dót,“
sagði hann. „Ég hef aldrei meitt
mig.“
Sakarías sagði okkur að hann væri
að fara að Ástjörn núna bráðum og
svo þegar hann kæmi heim byrjaði
hann í skóla.
„Mér finnst ofsalega gaman að smíða
en ég ætla samt ekki að verða smiður
þegar ég verð stór,“ bætti hann við.
Fannar Grétarsson, 5 ára:
„Ætla að verða bygginga-
meistari eins og pabbi"
Tveir ljóshærðir strákar sátu inni
í kofa og negldu nagla í gólfið af öll-
um mætti og drógu þá síðan upp jafn-
óðum. Fljótlega kom í ljós aö þeir
höfðu komist að svolitlu merkilegu.
Þeir höíðu uppgvötvað að naglarnir
hitnuðu á því að vera barðir niður.
Þarna héldu þeir áfram af fullum
krafti og létu ekkert trufla sig. Þessir
merku vísindamenn heita Gunnar
Páll Hálfdánarson, 7 ára, og Fannar
Grétarsson, 5 ára.
Dægradvöl
Fannar sagöi í samtali við DV að
hann ætlaði að verða byggingameist-
ari þegar hann yrði stór. Hann væri
alveg ákveðinn í því að veröa það
sama og pabbi hans en hann smíðar
stór hús.
Hann sagðist koma á hverjum degi
og stundum á kvöldin. „Ég er búinn
að vera hér í allt sumar og finnst
ofsalega gaman að byggja kofa en ég
má bara vera úti til 8 á kvöldin."
Gunnar sagðist mega vera úti til
10 af því að hann væri orðinn sjö ára.
„Við erum búnir að byggja einn
stóran kofa þrír saman," sagði Fann-
ar, „og núna bráðum ætlum við að
rífa hann niður.“
Húsið þeirra félaga var hið álitleg-
asta og málað í öllum regnbogans lit-
um.
Þeir sögðust ákveðnir í því að koma
aftur næsta sumar og ætla þá að
smíða ennþá stærri kofa.
-GKr