Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988. Lífestm „Heyrðu, vina, ætlar þú að skila hryggnum?" sagði versiunarstjóri i Nóatúni við þjóf sem reyndi að næla sér í sunnudags- matinn. Þessi mynd er að vísu sett á svið. DV-myndir JAK Nokkrar umræður hafa spunn- ist rnn þjófnaði að undanfomu, í kjölfar þess er öldruð kona var tekin saklaus í Hagkaupi á dög- unum. Konan var hin sárasta vegna aðfarar Hagkaupsmanna og taldi sér stórlega misboðið. Kemur það oft fyrir að fólk er tekið harkalegum tökum vegna gruns um þjófnað og eru búðar- þjófnaðir algengir hér á landi? Það er líka vert að velta því fyrir sér hvers konar fólk það er sem stelur og hvað veldur því að fólk stelur? Sterkur orðrómur hefur verið um það að búðarþjófar væru ýmist gamalt fólk, sérstaklega konur, eða mjög ungt fólk. Að minnsta kosti er það oftast gert opinbert gagnvart lögreglu. Svo hafa aðrir orðið varir við, einkum eftir að þjófavamarkerfm voru sett upp, að þetta er venjulegt fólk á öllum aldri, ekkert frekar ungt en gamalt heldur fólk sem klæðist allt frá gömlum i-yk- frökkum upp í fínustu pelsa. „Diplómatískar“ aðfarir Gæti ekki verið svo að ef ein- hver broddborgari bæjarins væri staðinn að hnupli væri slíkt þagg- að niður á staðnum eða að afsök- unin væri sú að þetta hafi verið gert óvart? Einn gullsmiður hér í bæ sagðist oft hafa orðið var við það að einhver af „fínni“ dömum bæjarins laumaði á sig hring og setti svo hanskann á höndina. Hann yrði hins vegar oftast var við ef slíkt gerðist og færi þá venjulega fínt í aö leita að hringn- um. Segir til dæmis við viðkom- andi: Hefurðu nokkuö séð hring- inn sem var héma? og biður þjóf- inn að hjálpa sér að leita. Smám saman fær hann svo viðkomandi til þess segja að hann hafi óvart sett hringinn á sig þegar hann var að máta. Og allt endar vel. Þessa aðferð kallar viðkomandi gull- smiður diplómatíska. Stelsýki er eitt og spennandi barnslegt hnupl er annað. Yfir- leitt er talað um að eldra fólk sé stelsjúkt og yngra fólkið geri þetta af bamslegri nautn. Stelsýki nær meira að segja upp í æðstu raðir. Frægt er orðið dæmið um Margréti prinsessu, systur Elísabetar drottningar, að hún stundi búðarþjófnað grimmt. Hennar mesta nautn er að stela hlutum og lífverðir hennar, sem vita af þessu, borga svo munina á leiðinni út, án þess að hún hafi minnsta grun um það. Meira að segja er sagt að afi drottningar- innar hafi einnig þjáðst af stel- sýki. En stelsýki lýsir sér í því að þeir sem þjást af þessum sjúk- dómi gera þetta án þess að vita hvað þeir em að gera. Freistingar nútímans Maður nokkur, sem hefur góða þekkingu á búðarþjófnuðum, hélt því fram í samtali við DV að nú- tímaþjóðfélagið gerði það að verkum að búðarþjófhaðir væru svona algengir nú. Hann skýrði það þannig að íreistingamar væm svo geigvænlegar alls staö- ar að erfitt væri að standast þær og bætti því við að þegar hann var ungur heföi hann alveg getað verið einn þeirra sem hnupluðu af og til en það hafi ekki verið hægt vegna þess að þá vom allar vörur fyrir innan búðarborðið. En í dag standa allar freistingar fyrir framan nefið á fólki, því væri ekki óeðlilegt að veiklundað fólk stæðist ekki freistinguna. Gjaman er búðarhnuplurum skipt niður í þijá hópa; fyrst eru það krakkar sem stela af því þeir eiga ekki peninga fyrir hlutnum eða finnst spennandi og „töff ‘ að stela, svo er það eldra fólk sem á peninga en stelur til að drýgja tekjumar og í þriðja lagi þeir sem stela þrátt fyrir að þeir séu með fulla vasa af peningum, stela bara til að stela. Þjófavarnakerfi mjög gölluð Hinrik Hjörleifsson, verslunar- stjóri í Hagkaupi í Skeifunni, sagðist helst verða var við að ýmist væri það ungt fólk, á ferm- ingaraldri, eða eldra fólk sem stæli úr Hagkaupi í Skeifunni. Tíðarandi Gamlar konur eru búðarþjóftiaöir eru stórfeUdustu þjóínaðir sem til eru „Það koma heilmargar skýrslur um búðarþjófiiaði inn á borð til okkar en ég hef grun um aö flest þessi mál séu leyst á staönum. Þessi mál em yfirleitt af smærri geröinni miðaö við önnur mál. Þó man ég eftir einu dæmi þegar við heimsóttum mann sem haíöi verið gmnaður í nokkum tíma um búðarþjófnaði hér og þar um bæ- inn. Á heimili hans vom alls kyns vörur, allt frá ýmsum smáhlutum upp i kaffivélar en hann var yfir- leitt ekki meö stærri hluti en þaö enda hlýtur aö vera erfitt að hnupla mikið stærri hlutum en kaffivélum. Hann var allavega með óhemju- magn af alls kyns drasli heima hjá ser, sagöi Helgi Danielsson hjá lögreglunni en hann er einn reynd- asti lögreglumaðurinn á þessu sviöi hér á landi. „Aðkoman í húsið var hálfskond- in vegna þess að þama voru marg- ir hlutir af hverju og margir hlutir sem hann haföi litla þörf fyrir. En við gátum aö sjálfsögöu ekki tekið hluti nema ef þeir vom enn í um- búðunum." öllu steini léttara stoliö Hveiju er heist stolið? Það er öllu steini léttara stölið úr búðum; matvörum, fatnaði og skartgripum og öllum smáhlutum sem hægt er aö stela. Hins vegar viröist sem minnstu sé stoliö af sælgæti eöa einhveiju úr sjoppum enda er erfitt að stela vömm sem em fyrir innan búðarborðiö. Það er yfirleitt minnst stolið úr smærri búöum því kaupmennirnir hafa þar miklu betri yfirsýn yfir búðirn- ar. Það er miklu meira um að það sé stoliö úr stórmörkuðum því þar úir og grúir af alls kyns vörum og ireistingum og það er erfiðara að hafa yfirsýn yfir þá.“ „Flestir játa á sig þjófnaðinn strax og segja; ég skil ekki hvað kom yfir mig. Auðvitað er alltaf alvarlegt mál þegar fólk stelur. En reynslan mín er sú að þetta er flest prýðisfólk sem fengið hefur stund-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.