Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1988, Síða 35
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988. 35 Einar Oddur Kristjánsson er formaður efnahagsnefndar ríkis- stjórnarinnar. Einar Oddur er fædd- ur 26. desember 1942 á Flateyri í Öndundarfirði og var við nám í MA 1959-1961. Hann var skrifstofumað- ur 1961-1965 og póstafgreiðslumað- ur á Flateyri 1965-1968. Einar var einn stofnenda fiskvinnslunnar Hjálms á Flateyri og framkvæmda- stjóri frá 1968 og hefur verið fram- kvæmdastjóri Utgerðarfélags Flat- eyrar frá 1974. Hann var í hrepps- nefnd Flateyrarhrepps 1979-1982 og í stjóm Vinnuveitendafélags Vest- íjarða frá 1974. Einar hefur verið í varastjórn SH frá 1983, stjórnar- forjnaður Vélbátaútgerðarfélags ís- firðinga frá 1984 og stjórn Skógrækt- arfélags V-ísafjarðarsýslu frá 1985. Hann hefur verið í stjórn íslax á Nauteyri frá stofnun 1985 og í stjórn IcelandicFreezing Plant Ltd. í Grimsby frá 1987. Einar var formað- ur Sjálfstæðismannafélags Önund- Fólk í fréttum Einar Oddur Kristjánsson arfjarðar 1968-1979 og formaður fuhtrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í V-Ísaíjarðarsýslu frá 1979. Einar kvæntist 7. október 1971 Sigrúnu Gerði Gísladóttur, f. 20. nóvember 1943, hjúkranarfræðingi. Foreldrar hennar era Gísli Þorleifsson, múrarameistari í Rvík, og kona hans Brynhildur Páísdóttir hjúk- runarfræðingur. Börn Einars og Sigrúnar eru Kristján Torfi, f. 21. júní 1977 og Teitur Björn, f. 1. aprO 1980. Systir Einars er Jóhanna Guð- rún, f. 11. mars 1941, skólastjóri Öskjuhhðarskóla. Bróðir Einars, samfeðra, er Sigurður Guðmundur, f. 24. ágúst 1924, stýrimaðúr í Rvík, kvæntur Soffíu Jónsdóttur. Foreldrar Einars eru Kristján Ebenezersson, skipstjóri á Flateyri, og kona hans, Maria Jóhannsdóttir. Kristján var sonur Ebenezers, skip- stjóra á Flateyri, Sturlusonar. Móö- ir Ebenerzers var Kristín Ebenez- ersdóttir, b. í Innri-Hjarðardal, Guð- mundssonar, b. í Arnardal, Bárðar- sonar, b. í Arnardal, Illugasonar, ættfóöur Amardalsættarinnar. Móðir Kristjáns var Friðrikka, systir Bersebe, móður Guðmundar Inga skálds, Halldórs, skálds frá Kirkjubóli, og Ólafs skólastjóra, fóð- ur Kristjáns Bersa skólastjóra og afa Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmála- fræðings. Friðrikka var dóttir Hall- dórs, b. á Hóli í Önundarfirði, bróð- ur Ragnheiðar, langömmu Gunnars Ásgeirssonar forstjóra og Elsu Guð- johnsen safnvarðar. Halldór var sonur Halldórs, b. á Grafargili, Ei- ríkssonar, bróöur Elínar, langömmu Ólafs, fóður Gests skipu- lagsfræðings og Valdimars yfirflug- umferðarstjóra. Móöursystkini Einars eru Mar- grét, móðir Hrafns Tuliniusar próf- essors, Torfi, faðir Kristjáns, bæjar- fógeta í Vestmannaeyjum, og Björn skrifstofustjóri, faðir Ingibjargar, skólastjóra ballettskóla Þjóðleik- hússins, konu Áma Vilhjálmssonar prófessors, og Bjöms verkfræðings. María er dóttir Jóhanns Lúthers, prófasts á Hólmum, bróður Sigríðar, ömmu Gunnlaugs Finnssonar, fyrrv. alþingismanns, á Hvilft. Jóhann var sonur Svein- bjarnar, b. í Skáleyjum, Magnússon- ar, b. í Hvallátrum, Einarssonar, bróður Eyjólfs eyjajarls. Móðir Jó- hanns var María Jónsdóttir, móðir skáldanna Herdísar og Ólínu Andr- ésdætra og systir Sigríðar, móður Bjöms Jónssonar ráðherra. Móðir Maríu var Guðrún, systir Sigríðar, móður Esra læknis og Maríu Pétursdóttur, fyrrv. for- manns Kvenfélagasambands ís- larids. Bróðir Guðrúnar var Ásgeir, faðir Haraldar, fyrrv. forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðn- arins, og Önundar, fyrrv. forstjóra Olís, föður Ragnars, bankastjóra Iðnaðarbankans. Guðrún var dóttir Torfa, kaupmanns á Flateyri, Hall- Einar Oddur Kristjánsson dórssonar og konu hans, Maríu Ös- surardóttur, b. í Súðavík, Magnús- sonar, b. í Bæ í Súgandafirði, Guð- mundssonar, bróðub Ebenesers í Hjarðardal. Afrnæli Kristinn R. Bjamason Kristinn R. Bjarnason, Sunnu- vegi 27, Reykjavík, er fertugur í dag. Kristinn fæddist í Rvík og vann við verslunarstörf og rak einnig eigið fyrirtæki. Hann vann á innheimtudeild Ríkisútvarpsins í sex ár en síðan við innflutning. Kristinn vinnur nú hjá verðlags- stofnun. Kona Kristins er Sigrún Guðmundsdóttir, f. 6. janúar 1948. Foreldrar hennar eru Guðmundur Guömundsson, rafvirkjameistarií Reykjavík og Svava Jóhannesdótt- ir. Sonur Kristins og Sigrúnar er Guömundur Rúnar, f. 26. júní 1969, nemi við Verslunarskóla íslands. Foreldrar Kristins era Bjarni Kristjánsson, heildsah í Reykjavík, og Áslaug Kristinsdóttir. Föður- bróðir Kristins var Einar Krist- jánsson stórkaupmaður. Bjarni er sonur Kristjáns Kristjánssonar, rithöfundar frá Þingeyri og síðar í Reykjavík, og Guörúnar Kristjáns- dóttur. Áslaug er dóttir Kristins, jámsmiðs í Reykjavík, Árnasonar trésmiðs í Reykjavík, Magnússon- ar, og Guðbjargar Árnadóttur. Bróðir Kristins járnsmiös var Sig- hvatur, faðir Björgvins, föður Sig- hvats, alþingismanns og fv. ráð- herra. Guðjón Magnússon Guðjón Magnússon, Hátúni 10B, Reykjavík, er áttræður í dag. Guð- jón fæddist á Eintúnahálsi á Síðu og ólst upp á Efri-Mörk til sautján ára aldurs en fór þá í Landbrot til mágs síns og var þar vinnumaður til 1947. Hann fór þá til Rvíkur, var kjötiðnaðarmaður í tuttugu og sex ár hjá Sláturfélagi Suðurlands en þá lét Guðjón af störfum vegna heilsubrests. Systkini Guðjóns eru: Þóranna, gift Hahgrími Jónssyni, húsverði hjá SláturfélagiSuðurlands í Reykjavík, en þau era bæði látin, og er sonur þeirra, Jónas, læknir í Reykjavík; Sigurður Wium, loft- skeytamaður í Reykjavík, en hann er látinn; og Magnea húsmóðir sem nú dvelur á Dvalarheimili aldraðra á Klaustri, gift Páli Pálssyni, b. á Efri-Mörk. Foreldrar Guðjóns voru Magnús Hansvíumsson, b. á Eintúnshálsi á Síðu, og kona hans, Guðríður Sig- urðardóttir. Systir Magnúsar var Sigríður, langamma Hauks Gunn- arssonar, heimsmeistara í hundrað og fjögur hundruð metra hlaupi fatlaðra. Magnús var sonur Hans Víum, b. á Keldunúpi, Jónssonar, og konu hans, Guðrúnar Magnús- dóttur. Faðir Hans var Jón, b. á Uppsölum í Landbroti, Pálsson, b. á Hnappavöhum, Jónssonar, bróð- ur Einars, langafa Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness. Kona Jóns á Uppsölum var Ragnhildur Bjarnadóttir, b. á Mörk á Síðu, Jórissonar, b. á Núpstað, Bjarnh- sonar, bróður Eiríks, langafa Ka- ritasar, móður Jóhannesar Kjarv- al. Kona Bjarna á Mörk var Bóel, dóttir Jóns prests á Eiðum, Brynj- ólfssonar, ogkonu hans, Ingibjarg- ar Sigurðardóttur, b. á Surtsstöð- um í Jökulsárhlíð, Eyjólfssonar spaka, lögréttumanns í Fljótshhð, Guðmundssonar. Kona Sigurðar var Bóel, dóttir Jens Wium, sýslu- manns á Skriðuklaustri, sem sagð- ur er vera í ætt við Júlíönu Maríu Danadrottningu. Foreldrar Guð- ríðar voru Sigurður, b. á Þykkvabæ syðra, Sigurösson, Hálfdánarsonar og konu hans, Guðrúnar Gissurar- dóttur. Guðjón verður ekki heima áafmælisdaginn. Halldór Guðjón Bjömsson Halldór Guðjón Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, Furu- grund 62, Kópavogi, er sextugur í dag. Halldór fæddist á Stokkseyri en fluttist til Rvíkur tveggja ára. Hann lauk gagnfræðaskólaprófi frá Ingimarsskólanumogvannsíðan . verslunarstörf í Rvík. Halldór starfaði í nítján ár hjá Olíufélaginu, lengst af á dæluverkstæði þess, og hefur unnið hjá Dagsbrún frá 1969. Hann hefur verið í stjórn Dags- brúnar frá 1958, ritari frá 1968 og varaformaður frá 1981. Halldór hefur verið formaður rekstrarfélags Ölfusborga frá 1972; varamaður í miðstjórn ASÍ í nokk- ur Kjörtímabil; í framkvæmda- stjóm Sambands almennra lífeyr- issjóða; í stjórn lífeyrissjóðs Dags- brúnar; í bankaráði Alþýðubank- ans 1976-1987; og í framkvæmda- stjóm Verkamannasambandsins. Þá hefur hann verið í fulltrúaráði Verkalýðsfélaganna í Reykjavík um tíma og varabæjarfulltrúi í Kópavogi. Kona Halldórs er Kristín Gríms- dóttir, f. 1931. Foreldrar Kristínar eru, Grímur Grímsson í Nordalsís- húsi og kona hans, Guðrún Guð- bjartsdóttir. Börn Halldórs og Kristínar eru: Grímur, f. 1954, rafvirkjameistari í Garöabæ, kvæntur Hildi Blumm- enstein en þau eiga þrjú börn; Guð- rún, f. 1957, hjúkrunarkona í Garðabæ, gift Guðmundi Jóhann- essyni, ljósmyndara og eiganda ljósmyndastofunnar Nærmyndar, en þau eiga tvo syni; Ketill Rafnar, f. 1961, trésmiður í Reykjavík; og Hrafnhildur, f. 1964, í námi í fjöl- miðlafræði í Salzburg. Systkini Halldórs era: Ragna, húsmóðir í Kópavogi; og Ámi, vélstjóri hjá Ohufélaginu í Reykjavík. Foreldrar Halldórs era: Björn Ketilsson, smiður á Stokkseyri og síðar í Rvík, og kona hans, Ólöf Árnadóttir. Ólöf er systir Jóns, móðurafa Jóns Þórs Þórhallssonar, forstjóra SKÝRR. Björn var sonur Ketils, b. á Ketilsstöðum í Mýrdal, Ketilssonar, vinnumanns í Reynis- dal, Ketilssonar, b. á Bólstað, Ei- ríkssonar, Sighvatssonar. Móðir Bjöms var Ragnhildur Björnsdótt- ir, b. á Ketilsstöðum, Sigurðssonar. Ólöf var dóttir Árna, b. í Stóra-Dal í Mýrdal, Árnasonar. Móðir Ólafar var Guðríður Jónsdóttir. Móöir Guðríðar var Ólöf Gísladóttir, b. í Eystri-Tungu, Gíslasonar, bróður Ragnhildar, langömmu Sveins, afa Sveins Runólfssonar landgræðslu- stjóra. Systir Gísla var Ingibjörg, langamma Gíslrúnar, móður Sig- urbjamar biskups og Ingibjargar, móöur Aðalheiðar Bjarnfreðsdótt- ur alþingismanns. Móöir Ólafar var Hahdóra Oddsdóttir, systir Guðríðar, langömmu Jóns, afa Jóns Helgasonar ráðherra. Halldór mun taka á móti gestum að Háaleitisbraut 68 í félagsheimih rafvirkja milh klukkan 17 og 19 á afmælisdaginn. Sigurgeir Steingrímsson Sigurgeir Steingrímsson, for- stöðumaöur tannsmíðaskólans við HÍ og formaður Tannlæknafélags íslands, til heimihs að Holtsbúð 54, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Sigurgeir fæddist á Blönduósi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk stúdentsprófum frá M A1959 og embættisprófí í tannlækningum frá HÍ1965. Sigurgeir var aðstoðar- tannlæknir 1965 en stofnaði sama ár eigin stofu sem hann hefur rekið síðan. Hann var skólatannlæknir Reykjavíkurborgar 1965-71; stunda- kennari við HÍ frá 1971; aðjúnkt þar frá 1976 og forstöðumaður tann- smíðaskólans frá 1987. Sigurgeir hefur haft með höndum fjölda trúnaðarstarfa fyrir Tann- læknafélag íslands. Hann sat í stjóm TFÍ frá 1980-82 og er nú form- aöurfélagsins. Kona Sigurgeirs er Svanlaug Elsa Sigurðardóttir vefnaöarkennari, f. 21.7.1938, dóttir Sigurðar Jónsson- ar, b. á Fornhólum í Suður-Þingeyj- arsýslu, og Laufeyjar Kristjánsdótt- urhúsfreyjúþar. Sigurgeir og Svanlaug Elsa eiga þrjú börn. Þau era: Steingrímur far- maður, f. 18.1.1961, en sambýliskona hans er Oddrún Einarsdóttir og eiga þau eina dóttur; Laufey, viðskipta- fræðinemi við HÍ, f. 31.10.1962, gift Magnúsi Hahdórssyni bifvélavirkja, en þau eiga einn son, og Helga Sig- ríður, f. 5.2.1967. Foreldrar Sigurgeirs: Steingrímur Sigurgeir Steingrírnsson Árni Björn Davíðsson skólastjóri, f. 17.11.1891, d. 9.10.1982, og Helga Dýrleif Jónsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 1894. Föðurforeldrar Sigurgeirs voru Davíð Jónatansson, b. á Neðri- Mýrum í Austur-Húnavatnssýslu, og Sigríöur Jónsdóttir húsfreyja þar. Móðurforeldrar Sigurgeirs voru Jón Hróbjartsson, b. á Gunnfríðar- stöðum í Austur-Húnavatnssýslu, og Anna Andrésdóttir húsfreyja þar. 111 hamingju með daginn! 80 ára Petrína Friðbjörnsdóttir, Hreggnasá 12, ísafirði. 70 ára Guðlaug Ágústsdóttir, Reynilundi 10, Garöabæ. Guðrún Guðbjörg Guðmundsdóttir, Aðalgötu 38, Suðureyri. Einar Bárðarson, Hátúni 8, Mýrdalshreppi. Garðar Þorsteinsson, Heinabergi 6, Þorlákshöfn. 60 ára Ammundur Jónasson, Mávabergi, Skeggjastaðahreppi. Valgerður Magnúsdóttir, Kleppsvegi 2, Reykjavík. 50 ára Fríða Fanney Stefánsdóttir, Njálsgötu 69, Reykjavík. Bima Ósk Bjömsdóttir, Efstabjaha 7, Kópavogi. Hún verður ekki heima á aftnæhs- daginn. Högni Jónsson, Brekkubæ 18, Reykjavik. 40 ára Hlöðver Kjartansson, Flókagötu 6, Hafnarfirði. Kristján Vífill Karlsson, Smárabraut 15, Hafnarhreppi. ómar Ambjörnsson, Ægisgötu 3, Dalvík. Helga Árnadóttir, Leirabakka 30, Reykjavik. Steinar Hibnarsson, Kötlunesvegi 8, Skeggjastaöahreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.