Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1988, Blaðsíða 7
43
iiior T9.tot _Q(?. flIJnAnÍTA.,011A
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988.
Góðirvinir
Smásaga eftir
Kareninu Kristínu Chiodo, 15 ára
Austurbergi 30
111 Reykjavík
Þaö var kalt úti og skólinn var byrjaður aftur
eftir jólafrí. Gunni gekk og hugsaði með sér að
það yrði gaman að hitta skólasystkinin aftur.
Gunni var í 8. bekk í Fellaskóla. Hann var
dökkhærður með brún augu, frekar stór og
mjög sætur gæi. Allt í einu hittir Gunni besta
vin sirin, Gulla. Gulli var með ljóst hár og blá
augu, hann var frekar lítill miðað við aldur.
Hann var mjög montinn með sig.
- Nei, hæ Gulli!
- Hæ Gunni, hvað segir þú gott?
- Ég segi allt fínt, en þú?
- Bara allt fínt, hvernig hafðirðu það um jólin?
- Ágætt, en þú?
- Bara gott.
Þeir gengu saman og töluðu. Þegar þeir voru
komnir á skólalóðina hittu þeir vini sína og
skólasystkini sín.
Eftir skóla fór Gulli heim til Gunna.
-Heyrðu, sagði Gulli. Ég hitti Helgu um jólin.
- Nú, og hvað með það???
- Nú, ég hélt að þú værir hrifmn af henni.
Helga var falleg stúlka, en mjög leiðinleg. Hún
var ljóshærð með blá augu. Gunni hafði áður
verið lirifinn af henni, en ekki lengur. Eftir að
hann kynntist henni fannst honum hún svo
leiðinleg.
- Nei, ég er ekki hrifinn af henni og hættu að
tala um stelpur núna.
- Heyrðu, hvað segirðu um að hafa partí eftir
svona tvær vikur og bjóða hópi af krökkum?
- Allt í lagi, en hvar?
Svo fóru þeir að tala um þetta partí fram og til
baka. Seinna fór Gulli heim til sín. Og þá fór
Gunni að læra fyrir næsta skóladag.
Tveim vikum síðar
Partíið átti að vera heima hjá Gunna í Vestur-
berginu. Foreldrar hans höfðu samþykkt það.
Þau ætluðu út úr bænum. Hann og Gulli buðu
bekkjarsystkinum og félögum. Þau máttu
koma með vini sína. Það átti að vera fjör.
Gulli kom fyrstur til að hjálpa Gunna við að
koma öllu á réttan stað áður en hinir kæmu.
Stuttu seinna komu krakkarnir.
- Hæ, hæ, krakkar, sögðu þeir Gulh og Gunni.
Svo fóru þau öll inn í stofu og nokkrir byrjuðu
að dansa. Seinna um kvöldið sá Gunni mjög
sæta stelpu sem hann hafði aldrei séð áður.
Hann fór til Gulla, benti á stelpuna og sagði:
Sérðu stelpuna þarna, í stutta pilsinu?
-Já, hún er falleg. Mig langar að reyna við
hana þessa.
-Nei, góðurinn, þetta er stúlkan mín. Viltu
reyna að komast að því fyrir mig hver hún er
og með hverjum hún kom.
- Jæja, ókey, ég skal gera það. Bless á meðan.
Gulli fór til hennar og fór strax að tala við
hana. Þau töluðu saman í nokkrar mínútur, en
Gunna fannst það heil eilífð. Loksins kom
hann aftur.
-Hún kom með Guðrúnu, skólasystur okkar,
og hún heitir Kristín og kallar sig Stínu. Án-
ægður?
-Já, þakka þér fyrir, svaraði Gunni og roðn-
aði.
- Jæja, svo þú roðnar bara, ert þú kannski orð-
inn ástfanginn?
Gunni svaraði ekki strax, en svo sagði hann: -
Það kemur þér ekkert við.
- Það er bara svona.
Gulli fór strax aftur fram og fór að dansa við
stelpu sem hann var með.
Allir voru að dansa eöa tala saman. En Gunni
sat og hugsaði hvernig hann ætti að fara að því
að ná í Stínu.
En... allt í einu stendur Stína hjá honum.
- Get ég fengið kók?
-Ha, já, það er í ísskápnum, get ég hjálpað
þér? Svo fóru þau fram í eldhús og náðu í kók-
ið.
-Takk fyrir, en, hvað heitir þú?
- Eg??? Hann gat ekki svarað fyrst. Hann var
pínulítið feiminn við þessa stelpu.
-Uhm, ég heiti Gunnlaugur og er kallaður
Gunni.
-Ég heitir Kristín og er kölluð Stína. En þú
heitir þá sama nafni og vinur þinn Gulli.
- Já, það er rétt.
Þau héldu áfram að tala saman og seinna fóru
þau að dansa líka. Mikið var Gunni heppinn,
fannst honum. Hann var líka orðinn svo ást-
fanginn af henni. Um miðnætti kom Gulli til
þeirra.
- Heyrðu Gunni, við krakkarnir ætlum niður í
bæ núna, komið þið með?
- Nei, ég kem ekki, ég ætla að vera heima. Far-
ið þiö bara.
- Ég ætla ekki að fara heldur, sagði Stína.
-Nú, það er bara svona, hvíslaði Gulh að
Gunna.
- Þegiðu og bless, sagði Gunni.
Stuttu seinna fóru allir krakkarnir... nema
þau Gunni og Stína. Það var þögn eftir að allir
krakkarnir voru farnir út. Þau töluðu ekkert
saman í heilt kortér. En þá sagði Stína: - Ég
er farin heim.
-Nei, ekki fara strax, vertu lengur, sagði
Gunni biðjandi. Hún hætti þá við að fara og
þau byrjuðu að tala saman aftur. Og nú var
ekki eins þvingað.
... Allt í einu vaknar Gunni í sófanum inni í
stofu og sér að Stína er þar líka. Hann varð
hissa og vakti hana.
-Hættu þessu, mamma, ég ætla að sofæáfram,
svaraði hún hálfsofandi.
-Ég er ekki mamma þín, ég er Gunni. Þá
vaknaði hún strax og spurði hvað hún væri að
gera hér ennþá.
-Við hljótum að hafa sofnað í nótt þegar við
vorum að tala saman. Og foreldrar mínir eru
ekki komnir heim ennþá.
- Hvað er klukkan? spurði hún þá.
- Hún er átta.
- Átta! Ég verð að flýta mér heim.
Hún fór og kvaddi hann í flýti. Hún fór gang-
andi heim, það var kalt úti. Hann fór inn í rúm
að sofa.
Eftir hádegi hringdi síminn. Gunni vaknaði
við hringinguna og fór fram að svara. Þaö var
þá pabbi hans, sem sagði að hann og mamma
hans kæmu ekki fyrr en um kvöldið.
- Er ekki allt í fína lagi? spurði hann.
- Jú, jú.
Hann lagði tólið á. Stuttu seinna hringdi sím-
inn aftur. Hann svaraði. Það var Stína sem var
í símanum. Hjartað tók kipp.
- Hæ, Gunni, viltu koma til mín í kvöld?
-Já, það vil ég. En hvernig vissir þú síma-
númerið mitt?
- Ég fékk það hjá Guðrúnu, vinkonu minni. Ég
verð ein heima í kvöld og á að passa litlu syst-
ur mína.
- Ég kem, en klukkan hvað viltu fá mig?
- Eftir kvöldmat, þá eru foreldrar mínir farnir.
- Ókey, við sjáumst þá, bless.
- Já, þá sjáumst við, bless, elskan.
Hvað átti hún við með þessu? hugsaði Gunni.
Loksins var komiö kvöld. Gunni fór í bað og
geröi sig mjög finan fyrir Stínu. Svo fór hann
út í blómabúð og keypti blóm handa henni.
Hann gekk af stað heim til hennar. Stína átti
heima í Rjúpufellinu.
Hún opnaði fyrir honum þegar hann kom.
- Sæll, elskan, hvað ertu með fyrir aftan bak?
- Hæ, ég er með blóm handa þér.
- Þakka þér fyrir, en gaman, ég hef aldrei feng-
ið blóm frá strák áöur. Svo kyssti hún hann á
kinnina. Gunni roðnaði.
- Af hverju roönar þú svona mikiö, Gunni?
- Ég!!! ég veit það ekki... því ég vil byrja með
þér.
- Nei, ekki strax, við erum bara búin að þekkj-
ast í tvo daga. Við skulum bara vera vinir,
kannski seinna.
- Hvenær? spurði hann og var hálffýlulegur.
-Þegar við erum farin að þekkjast betur.
- Jæja þá, sagði Gunni og tók aftur gleði sína.
Eftir nokkra mánuði byrjuðu þau saman á
fóstu og voru mjög hamingjusöm.
Felumynd
Hvað er á þessari mynd?
Hvaö eru hlutirnir margir?
Sendið svör til: Barna-DV.
Halló krakkar!
Margir lesendur brugðu skjótt við þegar við auglýst-
um eftir heimilisfangi Sylvester Stallone. Bestu
þakkir fyrir það!
Sylvester Stallone,
c/o Richard Duffin,
Westhaven, Orchard Avenue,
Tickenham, Clevedon, Avon,
B S 21, 6 R Q,
England.
Besta Barna-DV!
Mig langar að fá svör við tveimur spurningum, ef
hægt er.
1. Hvaða bækur hafa komið út eftir Enid Blyton?
2. Hvaða dag kom Barna-DV út í fyrsta skipti.
Með fyrirfram þakklæti.
Álfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir, 9 ára,
Breiðvangi 13, Hafnarfiröi.
Kæra Álfheiður!
1. Við munum eftir bókunum um alla Fimm, t.d.
Fimm og leynihellirinn, Fimm á Fagurey o.s.frv.
Einnig Ráögátan á Rökkurhólum. Þú skalt hringja
eða skrifa til Bókaforlagsins Iðunnar, því þar hafa
bækur Enid Blyton verið gefnar út.
2. Barna-DV kom út fyrst laugardaginn 29. nóv-
ember 1986.
Bestu kveðjur
M.Th.