Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1988, Blaðsíða 2
30 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988. <am í STAFASÚPUNNI í dag er búið að fela þessa ÍSLENSKU ÞJÓÐVÍSU: Kvölda tekur, sest er sól, sígur þoka á dalinn. Komið er heim á kvíaból, kýrnar, féð og smalinn. Orðin eru ýmist falin lárétt, lóðrétt, á ská, aftur á bak eða áfram. Sendið lausnina til: BARNA-DV. KRAKKAR! NAFN: Guðbjörg Þorsteinsdóttir HEIMILI: Vesturberg 13 í Reykjavík FÆDD: 24. júní 1977 SKÓLI: Fellaskóli AHUGAMÁL: Dýr, Madonna, skiði, skátar, handbolti, ferðalög og leiklist BESTI MATUR: Franskar kartöflur, grænmeti og fleira FALLEGUSTU LITIR: Hvítur, svartur og bleikur BESTU VINIR: Inga H., Ama og Helga SYSTKINI: Aðalheiður, Gunnar og Gísli. NAFN: Ása Ámadóttir HEIMILI: Austurgata 4, Vogum FÆDD: 24. september 1977 SKÓLI: Stóm-Vogaskóli BESTA VINKONA: Svava Berglind sem er 10 ára BESTU KENNARAR: Kristín og Guðmundur SKEMMTILEGUSTU NÁMSGREINAR: Skrift og teikning DRAUMAPRINS: Hann er með brún augu, brúnt hár og er æðislega sætur. Hann er 5 ámm eldri en ég AHUGAMÁL: Djassballett, skíði, skautar, lestur, hjólaskautar og margt fleira. Er athyglin í lagi? Horfðu á þessa mynd í 1 MÍNÚTU - Leggðu hana síðan frá þér og reyndu að muna hvað þú sást! EINKUNN: 10 - 12 = FRÁBÆRT 5 - 9 = GOTT 0 - 4 = LÉLEGT GÓÐA SKEMMTUN! (Fáðu fjölskylduna með í leikinn!) - að sjómenn nokkrir náðu skjald- böku fyrir rúmlega 100 árum og merktu hana. Hún var þá fullorðin eða um 30 ára gömul. Seinna náðist hún aftur og er nú geymd í dýragarð- inum í London. Þar hefur hún verið síðustu árin. - að eggjaþyngd hænu er 1/36 á móti líkamsþunga hennar. Eggjaþyngd strúts 1/60 og eggjaþyngd kóhbrífugls 1/10 á móti líkamsþung- anum. Krían verpir tiltölulega stærstum eggjum því að þau vega 1/3 á móts við líkamsþunga hennar! MIG DREYMDI. Elsku BARNA-DV! Mig langar svo að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig. - Mig dreymdi að ég væri frammi í eldhúsi með mömmu og systur minni sem er nokkru yngri en ég. Mamma var að baka og við systurnar horfðum á hana. Síðan fer systir mín út en ég er áfram með mömmu. Allt í einu missir mamma plötuna þegar hún tekur hana út úr ofninum og ég rekst í plötuna og brenni mig. Þá finnst mér eins og ég æpi og emji af sársauka og við það vaknaði ég. Bless, bless og í leiðinni vil ég þakka fyrir frábært blað. ANNA SIGRÍÐUR Kæra Anna! Yfirleitt er það fyrir góðu að dreyma ofn og bakstur. En þar sem þú brennir þig á ofnin- um er það líklega fyrir leiðinlegum misskilningi við einhvern vin þinn eða þér nákom- inn. Reyndu því að hafa allt á hreinu í náinni framtíð! Bestu kveðjur. BARNA-DV. Felumynd ■r 6 * ro 2T. .26 'r 'n s 60 'Vs# 'ss’f? • '48 s* so'V fí *r %2 •v 'íf •!<) /*> Íí 23 £9 2/ ' .iL_ ÖO 29 ' .3o Q, SS 4> » Tengdu punktana frá 1 til 2, 2 til 3, 3 til 4 o.s.frv. Þá kemur felumyndin í Ijós. LITAÐU MYNDINA SÍÐAN VEL!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.