Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Blaðsíða 2
38 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. KRAKKAR! NAFN: Erna S. Auðunsdóttir HEIMILI: Hlein á Álftanesi FÆDD: 14. október 1978 AHUGAMÁL: Skautar, fimleikar og íleira BESTU VINIR: Rakel, Sigurlaug og Magga SKÓLI: Álftanesskóli BESTI MATUR: Hamborgarar með frönskum og beik- oni BESTA HLJÓMSVEIT: Model og besti söngvari er Madonna NAFN: Aðalheiður Runólfsdóttir HEIMILI: Stóragerði 8 í Vestmannaeyjum FÆDD: 6. október 1976 SKÓLI: Barnaskóli Vestmannaeyja SYSTKINI: Gunnar 7 ára og Sigfríð 20 ára ÁHUGAMÁL: Fótbolti, feló og fleira BESTU VINIR: Guðný, Lauga, Iða Brá og Ása DRAUMAPRINS: Skolhærður með blá augu, einu ári eldri en ég, skemmtilegur, fyndinn, meiri háttar og hann á rifna úlpu! í hvaða band á litli grísinn að grípa til að komast upp úr vatninu? Sendið lausn til: BARNA-DV. - I Búddamusteri skammt frá Bangkok er eldur sem hefur logað í rúm 200 ár. Þó er það ekki sama bálið alltaf því að á vissri stundu íjórða hvert ár kveikja munkarnir nýtt bál með loga úr því eldra, sem þá er slökkt. Annar sílogandi eldur er í Sarkh í Pers- íu og er sagt að honum hafi verið haldið við í nær 200 ár! - Árið 1839 var maður að nafni Paul Hubert dæmdur í Bordeaux í Frakk- landi fyrir morð. Eftir að hafa setið í fangelsi í 21 ár fékkst mál hans tekið upp að nýju. Þá kom í ljós að maðurinn, sem Paul átti að hafa myrt, var hann sjálfur! Sumarfrí Nonni og Sigga eru á leið í sumarfrí og eru að hugsa um það hvað þau ættu að taka með sér. Getur þú séð hvað þau taka með? Sendið svar til: BARNA-DV. MIG DREYMDI... Elsku BARNA-DV! Ég hef mikla trú á draumum og reyni oft að ráða þá sjálf eða spyr mömmu. Hún trúir líka á drauma. Fyrir nokkru dreymdi mig að ég var stödd í nýja húsinu okkar sem er verið að byggja. Ég var eitthvað að laga gluggana, allavega var ég með tusku og var að þrífa. Þá kemur allt í einu vinalegur hundur og byrjar að flaðra upp um mig. Ég varð ekkert hrædd við hundinn og klappa honum. Mér finnst þessi draumur svo skrýt- inn því ég er 1 alvöru dauðhrædd við hunda og þori alls ekki að klappa þeim! Vonandi getur þú ráðið þennan draum fyrir mig, elsku BARNA-DV. Með fyrirfram þakklæti. Sigríður Grétarsdóttir, 13 ára, Reykjavík. Kæra Sigríður! Þessi draumur boðar gott. Því það er fyrir góðu að dreyma vinalegan hund og að hann sýnir þér vinahót merkir að þú verður mjög hamingjusöm. Og þar að auki táknar oft hús í byggingu mikla velgengni, svo þú skalt bara vel við una. Það er allt bjart framundan hjá þér!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.