Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1988, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988. <mm * mw 9 KVEÐJUR Sendi kveðjur til stelpnanna sem voru í Birkihlíð 5.-12. júlí. Hulda Einarsdóttir, Borgarvegi 26, Njarðvík. Mig langar að senda kveðjur til Tinnu og Röggu á Króknum og svo langar mig líka að senda kveðjur til Steina, Guð- rúnar, Nilla og bara allra sem þekkja mig. Hrefna Þór Björnsdóttir, Hamraborg 28, Kópavogi. Ég vil senda öllum pennavinkonum mínum bestu kveöjur og sérstaklega Bylgju, Hrönn og Karen Lind. Erla Rán. Ég sendi kveðjur til krakkanna sem voru með mér á Benidorm þann 23. júní til 14. júlí. Bestu kveðjur fá líka Hanna, Sævar, Svenni og Sara litla. Guðlaug og Inga í Njarðvík. Mig langar að senda kveðjur til Unnar í Reykjavík, Guðrúnar í Hafnarfirði, Matthildar, sem kenndi Sunnu Lind í Laugarnesskóla, Tinnu systur minnar, ömmu í Kefló, langömmu, Elvu, sem kenndi á Fáskrúðsfirði, Þrastar, Ingu Bjartmars og Snorra. Afganginn fá allir sem þekkja mig. Sunna Lind Smáradóttir, Fáskrúðs- firði. Ég sendi vinkonu minni, Þóru Björg, sjúklegar afmæliskveðjur. Hún átti af- mæli 31. ágúst og varð 10 ára. Sunna Björk Símonardóttir, Bæjarsveit. Felumynd Hann Halli litli er að leita að 6 DÝRUM sem liggja einhvers staðar í felum. Hvaða dýr eru það? Send- ið svar til: BARNA-DV. Spegilmyndir 1. Helltu örlitlu af lit á annan helming pappírsblaðs. // 1 3 J < 2. Brjóttu blaðið saman og þrýstu á. 3. Taktu það í sundur og láttu litinn þorna vel. 4. Búðu til margs konar myndir og haltu síðan sýningu fyrir vini og vandamenn. GÓÐA SKEMMTUN! TILKYNNING: Ég fékk bréf frá stelpu sem vildi skrifast á við mig. En hún gleymdi að skrifa nafn og heimilisfang! Hún á tvo bræöur. Þeir heita Benóný, sem er u.þ.b. 5 mánaða gamall, og Einar Hannes, 3 ára. Foreldrar hennar heita María Benónýsdóttir og Hörður Guðbrandsson. Ég bið þessa stelpu aö skrifa mér aftur. Ég held að hún eigi heima á Akureyri. Álfheiður H. Hafsteinsdóttir, Breiðvangi 13, 220 Hafnarfirði. Kæra BARNA-DV! Ef maður vinnur í þrautum, hvernig fær maður verðlaunin? Verða þau send heim eða veröur maður að ná í þau? Svo langar mig til þess að spyrja hvernig maöur fær að vita hvort maöur vinnur fyrir „SAGAN MÍN“. Vonast eftir svari. Ein í vanda. Frá BARNA-DV: Verðlaun fyrir þrautir eru send heim til vinningshafa. Nú eru nöfn þeirra er vinna fyrir „SAGAN MÍN“ og „LISTAVERK" einnig birt hjá vinningshöfum fyrir þrautir aftast í BARNA-DV. 6 villur Reynið að fmna 6 ATRIÐI sem ekki eru eins á báðum myndunum. Sendið síðan lausnina til BARNA-DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.