Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988.
31
Fundir
Vetrarstarf ITC-deildanna
Vetrarstarf ITC-deildanna um land allt
er nú að hefjast. I-ráð ITC heldur fyrstu
ráðsfúndi sína 8. og 9. október. Fyrri
fúndurinn, laugardaginn 8. okt., er hald-
inn af ITC-deildinni Ýr á fundarstað
deildarinnar að Síðumúla 17 og hefst
skráning kl. 12.30. Kvöldfundur verður
haldinn í Átthagasal Hótel Sögu og hefst
kl. 19.30. Síðari fundurinn, 9. okt., er í
umsjá ITC-deildarmnar Hörpu. Sá fund-
ur er haldinn í Húsi verslunarinnar og
hefst kl. 9.30. Innan I-ráðs ITC á íslandi
eru deildimar Brellur, Patreksfirði,
Stöllúr, Tálknafirði, Bylta, Bíldudal, Gná,
Bolungarvík, Harpa, Reykjavík og Ýr,
Reykjavík.
Kynningarfundur
Guðspekifélagsins
Vetrarstarfsemi Guðspekifélagsins er
hafin. í vetur verða jafnan erindi á fóstu-
dagskvöldum kl. 21 í húsi félagsins, Ing-
ólfsstræti 22. Hús félagsins verður opið á
laugardögum kl. 15-17. Félagar munu
skipta með sér að sjá um dagskrá milli
kl. 15.30 og 16.15. Þar verður m.a. upplest-
ur úr bókum eða tímaritum og mynd-
bandaefni en síðan umraeður um það efni
sem tekið verður fyrir hverju sinni. Auk
þess verður bókaþjónustan opin. Skrif-
stofan og bókaþjónustan verður einnig
opin á miðvikudögum frá kl. 16.30-17.30.
Hugræktariðkanir verða á miðvikudög-
um. Laugardaginn 8. október nk. kl. 15-17
verður kynningarfundur. Stefnuskrá fé-
lagsins verður kynnt, fjallaö verður um
sérstöðu félagsins og frelsi ásamt starf-
semi íslandsdeildarinnar. Fundurinn
verður með kaffihléi. Allir velkomnir.
Tilkynningar
Neskirkja
-félagsstarf aldraðra
Samverustund á morgun, laugardag, kl.
15 í safnaðarheimili kirkjunnar. Sýndar
myndir úr ferðum sl. vor.
Tónleikar
Tónleikar í Njarðvík, á Vest-
fjörðum og í Borgarnesi
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og
Gunnar Kvaran sellóleikari munu halda
dúótónleika á eftirtöldum stöðum næstu
daga: Sunnudag 9. okt. kl. 17 í Ytri-Njarö-
víkurkirkju, þriðjudaginn 11. október kl.
20.30 í Félagsheimilinu Bolungarvík,
miðvikudaginn 12. okt. kl. 20.30 í matsal
Hjálms á Flateyri, fimmtudaginn 13. okt-
óber kl. 20.30 í sal grunnskólans á ísafiröi
og sunnudaginn 16. október kl. 16 í Bor-
gameskirkju. Á efiiisskrá verða dúó fyrir
fiðlu og selló eftir Haydn, Jón Nonlal,
Hándel-Halvorsen og Kodaly.
Bolvíkingafélagið
Hinn árlegi kaffidagur BoMkingafélags-
ins verður sunnudaginn 9. þ.m. í Sóknar-
salnum, Skipholti 50, og hefst kl. 15. Allir
velkomnir.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun, laugardag-
- inn 8. október. Lagt af stað frá Digranes-
vegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er:
samvera, súrefni og hreyfmg. Búið ykkur
eftir veðrinu. Nýlagað molakaffi.
Húnvetningafélagið
Félagsvist laugardaginn 8. október kl. 14.
Spilað í Húnabúð, Skeifúnni 17. Vetrar-
fagnaður félagsins verður laugardaginn
22. október í félagsheimili Seltjamamess.
Allir velkomnir.
íþróttir
Einliðaleiksmót TBR
í badminton
verður haldið í TBR-húsunum sunnudag-
inn 9. október nk. og hefst keppni kl. 10.
Keppt verður í einliðaleik karla og
kvenna og fara þeir sem tapa fyrsta leik
í aukaflokk. Samkvæmt nýjum reglum
badmintonsambands íslands verður
keppt í svonefndum úrvalsflokki, 6 sterk-
ustu í karlaflokki. Þátttökugjald er 700
kr. á mann.
Kvikmyndir
Kósakkarnir í MÍR
Kósakkamir, sovésk mynd gerð á sjötta
áratugnum eftir samnefndri skáldsögu
Lévs Tolstojs, verður sýnd í bíósal MIR,
Vatnsstíg 10, sunnudaginn 9. október kl.
16. Skáldsagan Kósakkamir kom út á ís-
lensku í þýöingu Jóns Helgasonar árið
1961, réttri öld eftir að sagan kom fyrst
út á frummálinu. Kvikmyndin er sýnd í
MÍR nú í tilefni þess að 160 ár vom í
haust liðin frá fæðingu Tolstojs. Aðgang-
ur er ókeypis og öllum heimill meðan
húsrúm leyfir.
Leikhús
Þjóðleikhúsið
Marmari eftir Guðmund Kamban verður
sýndur á laugardags- og sunnudagskvöld
kl. 20.
Hvar er hamarinn, leikrit eftir Njörð P.
Njarðvík, verður sýnt á laugardag og
sunnudag kl. 15 í Gamla bíói.
Ef ég væri þú, leikrit eftir Þorvarð Helga-
son. Sýning í kvöld kl. 20.30 á Litla svið-
inu, Lindargötu 7.
Leikfélag Reykjavíkur
Hamlet, sýning í kvöld kl. 20.
Sveitasinfónia eftir Ragnar Amalds,
sýningar á laugardags- og sunnudags-
kvöld kl. 20.30.
Alþýðuleikhúsið
sýnir Elskhugann eftir Harold Pinter f
Asmundarsal við Freyjugötu á sunnudag
kl. 16 og mánudagskvöld kl. 20.30.
Gríniðjan
sýnir N.Ö.R.D. í íslensku óperunni,
Gamla bíói, í kvöld og á laugardagskvöld
kl. 20.30.
Leikfélag Hafnarfjarðar
sýnir Emil i Kattholti í Bæjarbíói á laug-
ardag og sunnudag kl. 16.
Leikhúsið Frú Emilía
Næstu helgar mun leikhúsiö Frú Emilía
standa fyrir leiklestri helstu leikrita Ant-
ons Tsjekhov í Listasafni íslands við Frí-
kirkjuveg. Um þessa helgi verður Kirsu-
berjagarðurinn lesinn, á laugardag og
sunnudag kl. 14. Aðgöngumiðasala
hefst í Listasafni íslands kl. 12.30.
Kunnir leikarar flytja verkin.
Sýningar
Myndlistarsýning á Selfossi
í andd>TÍ Hótel Selfoss stendur yfir sýn-
ing á þremur teppum og pappamassa-
verkum eftir Elisabetu H. Haröardóttur.
Teppin og pappamassamyndimar em
. hluti af verki sem fjallar um sögu dýrsins
en því verki er ekki lokiö enn. Sýningin
stendur út þennan mánuö.
— 7
TVTV QITÁTTFI) CT TTTVT /
■ 1 JL. > w JaJ JLVfc# JU *i /
Skóverslun fjölskyldunnar
Vesturbæingar - Seltinungar
Ný skóverslun 1 Hagkaupshúsinu,
Eiðistorgi 11, 2. hæð
Kuldaskór - barnaskór - klossar - stígvél -
kventískuskór - kvenstígvél - herraskór - inniskór - o.m.fl.
Okkar kjörorð er: Góð þjónusta, gott verð, góð vara
Lítið inn og reynið viðskiptin.
Móttaka fyrir skóviðgerðir
v r% | mánudaga - fimmtudaga 9-18
föstudaga frá 9-19
laugardaga frá 10-16 t
Sendum í póstkröfu jEO
&
„Það er lærdómsríkt að finna þeg-
ari illa gengur hversu sumireru
fljótir að snúa baki við manni. Þá
á ég við óréttmæta gagnrýni og
órökstudda áður en keppni var lok-
ið," segir Þorgils Óttar Mathiesen
sem er ekki á þeim buxunum að
hætta þrátt fyrir mótlætið á ólymp-
íuleikunum. Þorgils er skotfastur að
vanda í helgarviðtalinu á morgun.
Þau Jón Árni Jónsson og Linda Guðbjörns-
dóttir héldu nú í haust í brúðkaupsferð til
Mexíkó. Allt gekk að óskum þar til fellibylur
að nafni Gilbert varð á vegi þeirra. I helgar-
blaðinu á morgun segja þau hjón frá ævin-
týraför sinni á fellibyljaslóðir.
Þráinn Bertelsson er byrjaður að taka upp
nýja mynd. Hann segir frá myndinni í helgar-
blaðinu á morgun og segir að nýja myndin
eigi að verða mjög íslensk og ólík þeim ís-
lensk/amerísku stælingum sem nú tröllríða
kvikmyndahúsum.