Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1988, Blaðsíða 8
32 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988. Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson K DV-USTINN Þaö eru litlar breytingar á listanum aö þessu sinni. Á þessum tíma árs- ins er þaö ekki óvanalegt en nú eru fram undan bjartir tímar enda ýmsar athyglisveröar myndir á leiðinni. Svarta ekkjan heldur fyrsta sæt- inu og sama má segja um næstu þrjár myndir - þær halda allar sætum sínum. Aöeins tvær nýjar myndir skríöa inn á listann. Þær komast þó ekki lengra en í tvö neðstu sætin þannig aö ekki er mikill kraftur í innkomu þeirra. 1. (1) Black Widow 2. (2) Dragnet 3. (3) No Man’s Land 4. (4) Princess Bride 5. (8) Summer School 6. (6) Three for the Road 7. (7) Kæri Sáli 8. (5) Hentu mömmu af lest- inni 9. (-) The Boss Wife 10. (-) Tiger Warzawa 2 í bílalandi NO MANS’S LAND Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Peter Werner. Aöalhlutverk: Charle Sheen, D.B. Sweeney, Lara Harris og Bill Duke. Bandarisk 1987. Bönnuó yngri en 16 ára. Bakgrunnur persónanna í þess- ari mynd er dáhtið öðruvísi en við er aö búast. Ríki strákurinn (She- en) er glæpamaður en fátæki pilt- urinn (Sweeney) er lögregluþjónn. Erfitt er aö sjá ástæöuna fyrir þess- um umsnúningi sem virðist því miöur aldrei fá neina umfjöllun í þessari mynd sem er að mörgu leyti bærileg. Myndin segir frá ungum lög- regluþjóni sem er settur í að leika bifvélavirkja til að koma upp um glæpahring sem sérhæfir sig í að ræna Porsche-bílum. Hann vingast fljótlega við glæpamanninn og ger- ir það að sjálfsögðu lokauppgjör þeirra dramatískt. Persónur þeirra félaga, sem skipta höfuðmáh í myndinni, verða ekki mjög djúpstæðar. Á engan hátt skiiur maöur framkomu ríka piltsins nema út frá hefbundnum oxon\ leiða þeirra auðugu. í myndinni sjást að sjálfsögöu hressileg kapp- akstursatriði sem gleðja sjálfsagt marga. -SMJ Að trúa á drauga THE BELIEVERS Úfgefandi: Skífan Leikstjóri: John Schlesinger. Handrit: Mark Frost ettir sögu Nikolas Conde. Myndataka: Robby Miiller. Aðalhlut- verk: Martin Sheen, Helen Shaver, Ro- bert Loggia, Richard Masur, Harley Cross og Jimmy Smits. Bandarísk, 1987.110 min. Bönnuó yngri en 16 ára. Hér fetarhinn merki leikstjóri Schlesinger í fótspor Alan Parker og reynir fyrir sér í heimi voodoo trúarinnar. Það er skiljanlegt að þeir kjósi sér efnivið í þessari mögnuðu dulhyggju en báðum verður dáhtið fótaskortur við efni- stökin. Parker missti mynd sína (Angel Heart) út í of mikið ofbeldi sem varð að flestu leyti óskiljan- legt. Erfiðara er að segja hvað fer úrskeiðis hjá Schlesinger því mynd hans er æði spennandi. Helst er hægt að gagnrýna hann fyrir langdrægni og ófrumleika. Þá verður aðalpersónan (Sheen) eng- an veginn nógu skýr. Þetta eru ef til vih smámunir ef horft er til þess að myndin setur virkilegan hroll að mönnum, auk þess sem vandvirkni skín úr hveij- um myndramma. Myndin segir frá feðgum í New York sem skyndilega dragast inn í heim galdra og blóðfórna. Faðirinn (Sheen) er sálfræðingur sem að- stoðar lögregluna við að komast til botns í máh sem tengist göldrum. Áður en hann veit af dregst hann inn í heim sem hann hvorki skhur né ræður við. Myndin er prýðUeg skemmtun en þó er óvíst hvort all- ir hafa taugar tU að fylgjast með henni. -SMJ ★★: Blóðsugubærinn SALEM’S LOT Útgefandi Steinar hf. Leikstjóri: Tobe Hooper. Aðalhlutverk: David Soul, James Ma- son, Lance Kerwin og Bonnie Bedelia. Bandarísk, 1979 - Sýningartími: 106 mín. A RETURN TO THE SALEMS LOT Leikstjóri: Larry Cohen. Aóalhlutverk: Michael Moriarty, Samuel Fuller og Andrew Duggan. Bandarísk, 1987-Sýningartími: 96 min. Salem’s Lot er fyrsta skáldsaga hrylhngsmeistarans Stephen King og sú sem fyrst vakti athygh á hon- um. Sagan er nokkurs konar nú- tíma útgáfa af hinni frægu sögu Bram Stoker, Dracula. 1979 gerði Tobe Hooper tveggja kvölda sjónvarpsmynd eftir sög- unni sem vakti mikla athygU og sýndi svo um munaði hversu megnugur leikstjóri hryUings- mynda Hooper er. Síðan hefur hann gert eina af betri hryUingsmyndum síðari ára Poltergeist. Hin góða umfjöllun sem Salem’s Lot fékk varð til þess að hún var stytt um nær helming og dreift í kvikmyndahús í Evrópu, þar sem hún eignaðist sinn fasta aðdáendahóp. Á myndband hefur hún fengist í tveimur útgáfum, evr- ópuútgáfunni og svo 150 mín. út- gáfu. Sú styttri er hér til umfjöllun- ar. Salems Lot er í fáum orðum sagt einhver besta kvikmynd sem gerð hefur verið um Dracula gamla eða afkomanda hans. Myndin gerist í smábænum Salem’s Lot en þar hef- ur blóðsugan hreiðrað um sig í gömlu húsi og hefur sinn aðstoðar- mann sem sér henni fyrir fersku mannablóði. Rithöfundurinn Ben Mears (David Soul) grunar strax hvað um er aö vera þegar blóðlaus lík finnast, lík sem ekki stirðna ... James Mason sýnir snUldarleik í hlutverki aðstoðarmanns blóðsug- unnar, leik sem sýnir Ult innræti jafnvel enn betur heldur en óhugn- anlegt úfiit ófreskjunnar. Stígand- inn í myndinni er mjög góður, spennan eykst á réttum augnablik- um. Sannarlega veisla fyrir aðdá- endur hrylhngsmynda. • Helsti gaUinn er, eins og við er að búast þegar mynd er stytt jafn- mikið, að einstaka atriði eru enda- slepp og afdrif sumra persóna fáum við ekki að vita. A Return To Salem’s Lot er því miður langt frá að vera jafngóð hryUingsmynd. Fyrir það fyrsta er hún ekki framhald fyrri myndar- innar. Óskiljanlegt hvers vegna framleiðendur láta bæinn heita Salem’s Lot þegar ekkert í mynd- inni tengir hann við fyrirmyndina. Hér höfum við rithöfund sem hefur erft hús í Salem’s Lot. Hann fer þangað með syni sínum sem hann hefur ekki séö í þrjú ár. Þeim finnst strax dularfullt hve bærinn er hljóður. Þegar dimma tekur færist Uf í bæinn, enda kemur í ljós að nær aUir íbúar eru blóðsugur. Rithöf- W\RNER HOME VIDEO The ultimate in terror! iThe iMovie , iDAVIDSOUL JAMESMASON ’M** LANCE KERWIN BONNIE BEDEUA LEW AYRES RICHARD KOBRITZ STIRLÍNG SILLIPHANT PAULMONASH STEPHENKING TOBEHÓOPER undurinn fær að halda lífi vegna rithæfileika sína. Hann á sem sé að skrifa bibUu þeirra. Þetta nær þó ekki tU sonarins sem verður fyrir áhrifum frá blóðsugunum. Þótt nokkur atriði séu ágætlega gerð, leysist myndin fljótlega upp í vandræðalega atburðarás sem lítið er gaman að. Eina skemmtunin er að sjá Samuel Fuller í hlutverki nasistaveiðara sem reynist betri en enginn þegar veiða á blóðsugurnar. -HK ★★ Landamæragrín BORN IN EAST L.A. Útgefandi: Laugarásbió. Leikstjórl: Cheech Marin. Aðalhlutverk: Cheech Marin, Daniel Stern, Jan Michael Vincent og Kamala Lopez. Bandarísk, 1987-Sýningartimi 81 mín. Cheech og Chong eru gamandúett sem hefur gert nokkrar flippaðar gamanmyndir á undanfómum ámm. Myndir þar sem þeir gera óspart grín af ameríska draumn- um. Leiðir þeirra hafa skihð í bili aUavega, því nú er Cheech Marin einn á báti í Born In East L.A. þar sem hann tekur upp þráðinn hjá þeim félögum. í þessari mynd er enn ameríski draumurinn sem nú er sýndur á kostnað Mexíkó, en eins og vitað er er mikið um að fólk flýr heima- land sitt í leit að atvinnu vestan megin. Marin leikur Rudy, sem er af mexíkönskum ættum en fæddur og uppalin í Los Angeles og kann varla orð í móðurmáli sínu. Óvænt lendir hann í hópi flóttamana frá Mexíkó sem þegar em sendir tíl baka. Rudy er vegabréfslaus og enginn trúir því að hann sé barnfæddur Bandaríkjamaður. Hann verður því aö leita sér að vinnu og með- fædd bjartsýni Rudys hjálpar hon- um yfir helstu erfiðleikana, þótt margt eigi eftir að henda hann áður en takmarkinu er náð að komast yfir landamærin. Born In East L.A. er stundum bráðfyndin og Cheech Marin er greinilega fæddur grínisti en þegar á heUdina er litiö er myndin nokk- uð brokkgeng og veröur það aö skrifast á Marin sem er handrits- höfundur. Á það greinilega betur við hann að skrifa stutta brandara- stúfa heldur en handrit að kvik- mynd í fullri lengd. Þrátt fyrir einstaka annmarka má hafa gaman af þótt allt grínið séákostnaðMexíkana. -HK W'lLJúlL ★★ M1 fU Wfm He’sgolng backto school... v /4». ...asacop. Eitur í skóla UNDER COVER Útgefandi: Myndbox Leikstjóri: John Stockwell. Handrit: John Stockwell og Scott Fields. Framleiðend- ur: Menahem Golan og Yoram Globus. Aðalhlutverk: Davld Neidorf, Jennifer Jason og Barry Corbin. Bandarfsk. 93 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Eiturlyf í bandarískum skólum eru raunvemlegt vandamál sem hefur valdið þarlendum yfirvöld- um miklum áhyggjum. Hér segir frá því þegar hópur lögregluþjóna er fenginn til að setjast á skólabekk tU að komast að því hverjir eru að fikta með þessi efni. Það kostar mikfi innri og ytri átök sem vonlegt er og upplifum við þau í gegnum aöalpersónuna sem í og með er að leita að morðingja félaga síns. Auðvitað er hér á ferðinni fremur harsoðin unghngamynd en þó má finna henni margt tU málsbóta. Handritið er þokkalega skrifað þó vissulega sé persónusköpunin þröng. Leikurinn er einnig bæri- legur og sömu sögu má segja um leikstjórn StockweUs sem er furðu öguð. Þetta er því mun betri skemmtun en búast mátti við þó ofsagt sé að hún nái einhverjum hæðum. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.