Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 1
40. TBL. LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1988.
Kofinn
Einu sinni voru tvíburar sem hétu Sigurður og Guðrún. Þau voru kölluð
Gunna og Siggi. Þau voru 5 ára.
Einu sinni þegar þau voru úti að leika sér sáu þau svolítið stórt svæði sem
haföi ekki verið hirt um svolítið lengi. Þau náðu í pabba sinn og sýndu
honum þetta. Þá sagði hann að hann ætlaði að færa kofann yfir í þeirra
garð svo þau gætu leikið sér í honum. Og pabbi stóð við það loforð.
Eftir þrjá daga var kofmn kominn yfir í garðinn þeirra og Siggi og Gunna
léku sér í kofanum allan daginn. Þegar klukkan var orðin átta fóru þau inn
að sofa.
Þórunn Jónína Hafþórsdóttir, 12 ára,
Brekkulæk 4, 105 Reykjavík.
Fellibylurinn Gilbert
- Já, já, nú vorum við í vandræðum. Ég (Jói) og Gerður systir mín vorum
nýbúin að sjá óhugnanlega staðreynd.
Felhbylurinn Gilbert hafði eyðilagt kofann sem pabbi haföi hjálpað okkur
að byggja. Að sjálfsögðu hlupum við til pabba og sögðum honum að kofinn
væri skemmdur. Hann kom með okkur og sá þá það sama og við sáum.
Hann horföi hugsandi á þetta allt um stimd, en sagði svo:
„Sækið hamar, nagla og nokkrar spýtur. Við lögum þetta og tökum svo til
í kringum okkur því ekki viljum við hafa þetta svona. Er það?“
Við hlupum af stað og sóttum þetta allt og byijuðum svo að fegra um-
hverfið eins vel og við gátum. Pabba gekk vel að laga kofann og brátt var
allt komið í lag. Þar með voru vandræðin úr sögunni og við fórum í kofann
að leika okkur þar til mamma kallaði á okkur til að borða og fara svo að
sofa.
Svandís Rós Reynisdóttir, 16 ára,
Sólvöllum, 425 Flateyri.
Skemmdarvargar
Einn daginn voru tvíburamir að byggja kofa. Þær heita Nanna og Tinna.
Þegar þær voru búnar að byggja kofann fóru þær heim að borða og sofa.
Þegar þær vöknuðu næsta morgun drifu þær sig að borða og klæða sig.
Þegar þær voru búnar að því fóru þær með pabba sinn með sér til að sýna
honum kofann. Þegar þau voru komin sáu þau Sigga og Palla. Þegar þeir
sáu pabba þeirra þutu þeir í burtu. Þá sagði pabbi stelpnanna að hann
ætlaði að byggja annan kofa miklu flottari.
Nanna Kolbrún Óskarsdóttir,
Bergþórugötu 5,101 Reykjavík.
Kofinn
Einn dag voru Maggi og Birgitta að smíða kofa með pabba sínum. En þau
urðu heila viku að smíða hann. Þegar þau voru búin aö ljúka við kofann
fóru þau að mála hann fram að kvöldmat. Þá sagði Birgitta:
„Nú förum við inn að borða.“
Þegar þau voru búin að borða fóru þau að sofa. Morguninn eftir leit Maggi
út um gluggann og þá sá hann að það var búið að eyðileggja hann. Þá fóru
Maggi og Birgitta út að búa til annan kofa.
Gyða Minný Sigfúsdóttir, 9 ára,
Hraunholti 2, 250 Garði.
Ella og Elli
Ella og Elli eru systkini. Þau ætla að hjálpa pabba sínum að laga húsið.
Ella og Elli setja spýtumar á þakið og Jón, pabbinn þeirra, neglir þær á.
Svo sáu þau stjömuna. Hún var að gráta. Þau hugguðu aumingja stjömuna
og hjálpuðu henni heim.
Ellen Sif Sævarsdóttir, 3 ára,
Fífusundi 21, Hvammstanga.
P.S. Ég bjó þessa sögu til alveg sjálf, en mamma skrifaði fyrir mig.
Signý og Gunnar
Signý og Gunnar voru systkini. Amma og afi þeirra áttu sumarbústaö uppi
í sveit. Mamma og pabbi þeirra höfðu lofað að fara með þau upp í sumar-
bústað. Loksins þegar þau höfðu ekið lengi, lengi komu þau þangað. Gunn-
ar og Signý hlökkuðu mikið til. En þegar þau komu að sumarbústaðnum
var allt í rúst. Þakið var fokið af smíðaskúmum, golfvöllurinn ónýtur og
margt, margt fleira. Gunnar og Signý urðu sorgmædd, en þá sagði pabbi
við þau:
„Þetta gerir ekkert til. Við tökum til og gerum við það sem hefur
skemmst.“ Loksins vom þau búin. Það sást ekki að neitt hefði skemmst.
Signý og Gunnar skemmtu sér vel og lengi.
Guðný Inga Ásgeirsdóttir, 10 ára,
Heiðnabergi 10, 111 Reykjavík.
Skrifið sögu um þessa mynd.
Sagan birtist síðan í 43. tbl.
og getur að sjálfsögðu
hreppt verðlaunin.
✓
/
✓