Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988.
(dQJ&flS & (dálÍjyMi 9
, OSKAPRTNSAR
PRINSESSUR °°
Óskaprinsinn minn er ljóshæröur og meö skærblá augu og rosalega sætur. Hann er í
sama bekk og ég og hann er aðeins minni en ég.
Ein í Reykjavík.
Minn draumaprins er ljóshærður, bláeygur, meðalhár, mjög sætur og æðislega skemmti-
legur. Hann er einu og hálfu ári eldri en ég, frábærlega hress og nafnið hans er skamm-
stafað I.H.T.
Ein 12 ára.
Óskaprinsinn minn er meðalhár, skolhærður, bláeygur, æðislega sætur og skemmtilegur
og tveimur árum eldri en ég. Nafnið hans er skammstafað K.H.G.
Ein 13 ára.
Óskaprinsinn minn er æðislega sætur og skemmtilegur. Hann er með skollitað hár og
með ljósblá augu. Hann heitir Klemens og á heima á Dalvík. Ég er pennavinkona hans.
Ein ástfangin upp fyrir haus.
Óskaprinsinn minn er með brúnt hár og blá augu. Hann er mjög sætur og skemmtileg-
ur. Hann er einu ári eldri en ég.
Lísa.
Mín óskadís er dásamleg. Hún er ljóshærð og fallega vaxin. Hún er alltaf í gallabuxum
og blárri úlpu með rauðan trefil. Við erum oft samferða heim úr skólanum. Vinkona
hennar heitir María.
Einn ástfanginn.
RAÐGATAN
Geturðu fundið a.m.k. 4 FRÆG ÆVINTÝRI sem búið er að fela í myndinni? Hver eru
þau? Sendið svar til: BARNA-DV.
FRAMHALD AF SAGAN MIN (36. tölublað):
Við förum í bíltúr
Ég sat inni í stofu og lét mér leiðast. Þá kom mamma inn
og sagði að hún, Hrönn og Rafn ætluðu í bíltúr. Þá spratt
ég upp og sagði: „Má ég koma með?“ „Auðvitað, Tommi
minn,“ sagði mamma.
Við fórum inn í bíl og ókum lengi, lengi. Eftir langa
þögn sagði Rafn: „Hvert eigum við að fara?“
„Upp 1 sveit,“ svaraði mamma. „Húrra, húrra!“ hróp-
uðu krakkamir í kór.
„Förum við til ömmu og afa?“ spurði Hrönn.
„Já, elskan mín,“ sagði mamma. - „Húrra, húrra,“
sögðu krakkamir aftur í kór.
Þegar þau vom komin til ömmu og afa kom afi á móti
þeim og sagði þeim að koma inn 1 eldhús. Þegar þangað
kom var amma með nýbakaðar og heitar pönnukökur.
Og þá komust krakkamir í sætt! Þegar þau vom orðin
spreng-södd kom amma með þrjár súkkulaðiplötur og gaf
þeim. Krakkamir þáðu plötumar og sögðu í leiðinni
TAKK.
Þegar þau vom búin að leika sér lengi fóm þau heim.
En áður en þau fóm heim lét afi mömmu fá stóran og
þungan poka. Þegar þau voru komin heim opnuðu þau
pokann og það sem í honum var vom vel þroskuð og stór
krækiber. Þau hámuðu þau í sig.
Um kvöldið þegar þau fóm að sofa hugsuðu þau öll um
hvað þetta hafði verið skemmtilegur dagur.
Marta Sigurðardóttir,
Hofi, Öræfum, 785 Fagurhólsmýri.
Súrmjólkurréttur
2 dl súrmjólk
'Á banani
'Á epli
2 dl Cheerios
2-3 msk. musli
Skerið eplið og bananana 1 litla bita.
Blandið öllu saman í skál.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!
Steinunn M. Gylfadóttir, 9 ára,
_______________Heiðargerði 4, Reykjavik.