Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Side 2
2 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1988. Fréttir Ólafur Ragnar Grímsson flármálaráðherra: Boðar skatt á bifreiðar „í fyrsta lagi veröa þeir einstakl- ingar og fyrirtæki, sem hafa notað verulega f]ármuni á undanfornum árum til fjárfestingar og umfram- eyðslu, að skila sínum hlut til sam- neyslunnar. í öðru lagi verður að miða við að tekjuöflunin minnki við- skiptahallann. í þriðja lagi verður að tryggja að ákveðins réttlætis sé gætt í skattlagningunni," sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra aðspurður um hvar hann mundi bera niður með þá 2,5 milljarða skatt- heimtu sem ríkisstjórnin hefur boð- að. Á aðalfundi Bílgreinasambandsins boðaði Ólafur meðal annars hugsan- lega skattlagningu bifreiöa. „Ein af þeim leiðum, sem fjár- magninu hefur verið ráðstafað eftir, er í gífurlegan bílainnflutning. Á ár- inu 1985 voru fluttir inn rúmlega 6 þúsund bílar. Á síðasta ári voru þeir hins vegar rúmlega 23 þúsund. Á síð- ustu þremur árum hefur fjölgað í bifreiðaeign landsmanna um 21 þús- und á sama tíma'og landsmönnum hefur einungis fjölgað um 7 þúsund. Þaö hafa því bæst þrír nýir bílar á hvem íslending," sagði Ólafur. - Skattur á bifreiðaeign eða bílainn- flutning fellur því undir fyrstu tvö atriöin sem þú nefnir sem grundvall- aratriði undir nýja skattheimtu? „Já. En hins vegar hefur engin ákvörðun verið tekin um í hvaða formi eða magni þessi skattheimta verður.“ - Liggur einhver ákvöröun fyrir um nýja skattheimtu? Borgarspítalinn var opinn öllum almenningi í gær i tilefni af Norrænu tækniári. Mikili mannfjöldi kom til að kynna sér starfsemi spítalans. Gestunum gafst kostur á að sjá hvernig Landhelgisgæslan ber sig að við björgun með þyrlu. DV-mynd S Gjaldþrota menn: Stofnuðu G-sam- tökin Félag gjaldþrota einstaklinga var stofnaö formlega á fúndi í gær og ákveðið að kaUa þaö G-sam- tökin. Af 69 manns, sem höföu skráð sig á lista hjá Grétari Kristjánssyni, aðalhvatamannin- um aö stofnun samtakanna, mættu 22 á stofnfundinn. „Miöað viö aö fólk á skrá er frá öllu landinu þykir mér mætingin góö. Þetta var langur fundur og mér þótti mjög athyglisvert að hver einasti fundarmaöur tók til raáls og sumir oftar en einu sinni," sagöi Grótar viö DV í raorgun. Á fundinum var kosin bráða- birgöastjóm og ákveðið að halda framhaldsstofnfund eftir hálfan mánuð. Á bráðabirgðastjórnin að gera drög að lögum fyrir félagið í núlhtíðinni. ’ * ,Á fundinura í gær kom mjög ákveðiö fram bjá fundargestum aö allt sera fram mun fara á fund- um félagsins og félagaskrá veröi fullkomiö trúnaðarmál. Ef þess- um atriöum verði flíkað á opin- berum vettvangi muni það standa G-félaginu fyrir þrifum." -hlh Snögg fæöing í Borgarfiröi: Bóndinn tók sjáifur á móti baminu „Bóndinn náöi aldrei að stressa sig upp því þetta gerðist svo snöggt. Bamið fæddist á kortéri og allt gekk eins og i sögu. Eftir á hafði hann á oröi að þar sem hann hefði tekið á móti svo mörgum kálfum undanfarið væri hann í ágætis æfingu. Það hefur gert gæfumuninn,“ sagði heimilis- maður á bænum Síðumúlaveggjum í Borgarfirði í samtali við DV. Guðjón Kjartansson bóndi tók þar sjálfur á móti bami sínu aöfaranótt fimmtudags og mun bæði móður og barni heilsast vel. Agnes Guðmundsdóttir, kona Guö- jóns, hafði ætlað í athugun á Akra- nesi á fimmtudeginum. Um nóttina fær hún allt í einu verki og vatnið fer. Þá er rokið upp til handa og fóta og ferö á sjúkrahús undirbúin. En barnið var ákveðið í að koma í heim- inn og því ekki um annað að ræða fyrir Guðjón en taka sjálfur á móti. Það gekk mjög vel eins og áður sagði og fæddist þeim hjónum um 15 marka stúlkubarn. Stuttu eftir að fæöingin var afstaöin kom hjúkrun- arkona frá Borgarnesi og nokkru seinna læknir og ljósmóðir frá Akra- nesi. Agnes er nú ásamt dótturinni á sjúkrahúsinu á Akranesi og væntan- leg heim til bónda síns seinna í vik- unni. -hlh Olympíumót í bridge: íslendingar í tólfta sæti Ólympiumótið í bridge, sem fram fer í Feneýjum, hófst í gær og voru þá spilaðar 3 fyrstu umferðimar. ís- land á tvö liö í keppninni, í opna flokknum og kvennaflokknum. ís- land tapaði fyrir Thailandi, 9-21, í opna flokknum í fyrstu umferð en vann síöan Finna, 22-8, og Egypta, 19-11, í næstu umferöum. Keppni í opna flokknum er skipt í tvo riðla og eru íslendingar í 12. sæti af 28 í sínum riðli með 49,25 stig. Þeir fengu á sig refsistig (0,75) fyrir að fara fram yfir tíma í leiknum vlð Finna. Efstir eru Ungverjar með 59,25 stig, Brasilíumenn koma næstir með 59 og Danir með 56,05. í hinum opna flokknum gerðist það helst að Pólveijar unnu Bandaríkja- menn næsta örugglega í töfluleik, 21-9. Austurríkismenn leiða þann riðil með 70,5 og Pólverjar koma næstir með 69,5. Konunum gengur ekki eins vel, þær fengu 18 stig fyrir yfirsetu í fyrstu umferð en töpuðu svo fyrir Kína og Spáni, 6-24 og 8-22. Þær eru í 10. sæti af 12 í sínum riðli. Þijár umferðir verða spilaðar í dag. í opna flokknum er spilað næst við Frakka, síðan yfirseta og Ungveijar verða síðastir á dagskrá í kvöld. ÍS „Viö erum enn aö vinna að þessu.“ - Er ekki hætt við að hún leggist þyngst á tekjuskattinn? „Ég vil ekkert um það segja. En svarið við því er auðvitað nei,“ sagði Ólafur Ragnar. -gse Hveragerði: Fannst láthm í húsagarði Maður um fimmtugt, sem bú- settur var í Reykjavík, fannst lát- inn í húsagarði í Hverageröi á fóstudag. Ljóst þykir að maður- inn hafi fallið á steinstétt á fimmtudagskvöld og orðiö úti um nóttina. Vitað er að hann kom til Hveragerðis á fimmtudagskvöld. Maðurinn var ölvaöur þegar hann kom þangað. Hann raun hafa ætlaö að hitta félaga sinn. Enginn var heiraa í húsi því sem félagi raannsins býr í. Þaö var eftir hádegi á fóstudag sera maöurinn fannst í húsagarö- inum. Hann var þá látinn. Rann- sóknarlögregla var kölluö til en ekkert hefur komið fram sem bendir til að dauða mannsins hafi borið að með óeðlilegum hætti. Hinn látni var giftur og tveggja barna faöir. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. -sme Selfoss: Fjórir teknir á öðru hundraðinu Tveir voru teknir á öðru hundr- aðinu í Selfossbæ um helgina. Annar ökumaöurinn var tekinn á 105.km hraða og hinn á 114 km hraöa. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hefur hún veriö með sérstakar aðgerðir 1 gangi síöan á föstudag. Ómerktir bílar hafa veriö víöa í bænum og á þjóövegum til aö herða efhrlit með umferöarlaga- brotum. Auk þeirra tveggja öku- manna, sem teknir voru í bæn- ura, var einn tekinn á 135 km hraöa á þjóövegi og annar á 105 km hraða í Þorlákshöfn. Alls hafa 61 verið teknir fyrir of hraðan akstur síöan á fóstudag og yfir 40 fyrir önnur umferðar- lagabrot. Þau brot varða notkun á öryggisbeltum, brot á stöðvun- arskyldu, Ijós á bílum og rang- stöður, auk margs annars. Ljóst þykir að ekki veitir af hertum aögerðum ómerktra lög- reglubíla til að draga.úr umferö- arlagabrotum og miklum hraö- akstri á Selfossi og nágrenni -JJ Játar íkveikju í lögreglustöð Fanginn, sem var í fanga- geymslu í lögreglustöðinni í Vest- mannaeyjum þegar eldur varð laus þar í síðustu viku, hefur ját- að að hafa kveikt eld í rúmdýnu í fangaklefa. Ljóst er að eldurinn í dýnunni varö til þess að lög- reglustööin gjöreyðUagðist af eldi, vatni og reyk. Fanginn var fluttur tU Reykja- vUiur. Hann er nú vistaður á geð- sjukrahúsi. _sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.