Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1988, Side 11
MÁNUDAGUR 10. OKTÖBER 1988.
11
Útlönd
Palestínumenn skotnir til bana
Öryggissveitir skutu til bana þijá
Palestínumenn á vesturbakkanum
og Gazasvæöinu í gær. ísraelskir
hermenn létu til skarar skríða í þijá-
tíu þorpum á vesturbakkanum í gær
og handtóku Palestínumenn grunaöa
um aðgerðir gegn ísraelsmönnum.
Þorpsbúar voru neyddir til að taka
niður palestínska fána og þurrka út
þjóðemisleg slagorð.
í þorpinu Yatta nálægt Hebron
voru tveir Palestínumenn skotnir er
tugir þorpsbúa réðust á öryggissveit-
irmenn.
Þriðji Palestínumaðurinn hafði
ráðist með hníf á öryggisvörð og var
þá skotinn. Efnt var til allsherjar-
verkfalls á herteknu svæðunum í
gær í tilefni þess að þá voru liðnir
tíu mánuðir frá því að uppreisnin
hófst. Alls hafa nú þrjú hundruð og
tveir Palestínumenn beðið bana í
uppreisninni og sex ísraelsmenn.
Reuter
Konu hafnað sem
flokksformanni
Gizur Helgasan, DV, Reeisnæs:
Það munaði aðeins þrettán at-
kvæðum að frjálslyndir demókratar
í V-Þýskalandi fengju fyrstu konuna
í embætti flokksformanns. Tilraunir
til þess að koma í veg fyrir að Lambs-
dorff greifi kæmi aftur í stjórnmálin,
með því að setja konu í framboð til
flokksformanns, tókust ekki.
Lamb'sdorff greifi, fyrrum við-
skiptaráðherra, var dæmdur sekur
af v-þýskum dómstóli í fyrra fyrir
mútuþægni í svonefndu Flick-máli.
Frjálslyndir demókratar völdu hann
í formannsembætti síðastliðinn laug-
ardag og fékk hann 211 atkvæði af
400 mögulegum.
Frú Irmgard Adam Schvaetzer var
og í framboði til formanns og fékk
187 atkvæði. Hún átti erfitt með að
leyna vonbrigðum sínum og fékk í
sárabætur eitt af þremur varafor-
mannsembættum.
Frakkar og
Spánverjar þinga
Pétur L. Pétursson, DV, Barcelona:
Níu franskir ráðherrar og sex
spænskir hafa þingað í León alla
helgina. Tilefnið er það að næsta ár
munu ríkin tvö skipta með sér for-
sæti Evrópubandalágsins, fyrst
Spánveijar og svo Frakkar. Þetta
markar þáttaskil í samskiptum ríkj-
anna en þau hafa ekki alltaf verið
sem best.
Á þinginu hafa ýmis mál verið
rædd. Ofarlega á baugi hafa verið
samskipti ríkjanna í baráttunni við
hryðjuverk og nýjar lestarleiðir milli
landanna.
Ríkin hafa komist að samkomulagi
um að næsta ár innan Evrópubanda-
lagsins komi til með að einkennast
af hugsjóninni um sameinaða Evr-
ópu. Hafa ríkin skuldbundið sig að
hafa þessa hugsjón að leiðarljósi
þann tíma sem þau leiða bandalagið.
Sévardnadse til
Frakklands
Bjami Hmriksson, DV, Bordeaux:
Utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
Edvard Sévardnadse, kemur í opin-
bera heimsókn til Frakklands í dag.
Sovétmenn telja að samband þeirra
við Frakka hafi batnað frá því sem
áður var og mun ráðherrann meðal
annars ræða afvopnunarmál, sérs-
taklega varðandi efnavopn, og svæð-
isbundin átök í heiminum í dag.
Meðan á dvöl ráðherrans stendur
munu kannski skýrast mál varðandi
væntanlega heimsókn Mitterrands
forseta til Moskvu en talað hefur
verið um hún verði áður árið er úti.
Roland Dumas, utanríkisráöherra
Frakka, telur að nú sé kominn tími
til að Frakkland auki samskipti sín
við lönd í Mið- og Austur-Evrópu.
Barcelona tekur við
ólympíufananum
Pétur L. Pétursson, DV, Barcelona:
Ólympíufáninn kom til Barcelona
um helgina og tóku borgarbúar við
honum með mikilli hátíð.
Borgarstjórinn, Pacual MaragaR,
kom með fánann frá Seoul og var
hann dreginn að húni við höfnina í
Barcelona í gær. Þar með hófust svo-
kallaðir menningarólympíuleikar í
Barcelona en þeir eiga að standa
næstu fjögur árin, eða þar til hinir
raunverulegu ólympíuleikar hefjast
í borginni. Um leiö var gangsett
klukka sem telur niður þær sekúnd-
ur sem eftir eru að upphafi ólympíu-
leikanna í Barcelona 1992.
Næstu fjögur árin verður mikið um
dýrðir í menningarlífi Barcelona.
Sem dæmi má nefna að Ingmar Berg-
man mun setja upp nýtt leikrit og
Pina Bausch kemur til með að frum-
sýna nýtt dansleikrit. Federico Fell-
ini mun einnig gera stutta kvikmynd
um borgina.
ísraelskur hermaður kveikir i vindlingi fyrir ungan Palestínumann sem hefur verið handtekinn.
Simamynd Reuter
Hjá Húsasmiðjuimi dugar
eldd að biðja kassadömuna
um fittings!
Heimilisverslun Húsasmiðjunnar
er með sérstaka deild fyrir pípu-
lagnir. Þar kennir ýmissa grasa, sem
eru sérstaklega áhugaverð fyrir
áhugamenn um ofna, eldhúsvaska
og krana. Par eru líka pípulagninga-
menn til leiðbeininga fyrir þá sem
ætla sér að leggja út á hálar brautir
pípulagna heimilisins. Þess vegna
köllum við nýju verslunina okkar
heimilisverslun.
Á hinn bóginn eru pípulagnir
vandasöm iðngrein, sem oftast nær
er heppilegast að fela fagmönrium.
Þess vegna er pípulagnadeild Húsa-
smiðjunnar að mestu leyti sniðin að
þörfum atvinnumanna, —
pípulagningamanna, sem vita hvað
þeir vilja og þurfa atvinnu sinnar
vegna. Þeir geta gengið beint að
hlutunum í pípulagnadeild okkar, —
og fengið afgreiðslu á einfaldan og
snöggan hátt.
Heimilisverslun Húsasmiðjunnar
Pípulagnadeild — með réttan skrúfgang!
HUSA
SMIDJAN
SKÚTUVOGI 16 SÍMI 6877 00